Þjóðólfur - 13.11.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 13.11.1903, Blaðsíða 4
184 Skip til sölu. Eptirfylgjandi fiskiskip, sem öll eru í ágætu standi, eru til sölu fyrir lágt verð. Skipunum fylgja segl, atkeri, festar, fiskkassar, vatnskassar og frystihús. Yfirleitt mega skip þessi teljast með beztu skipum fiskiflotans hér við Faxaflóa. „Isabella" . . 86,17 Tons, byggð t—i 00 00 4^ úr eik virt á kr. 12.200.00 „Katie" . . . . 75.18 tt do. 1883 „ do. do. - „ 11.150.00 „Greta" . . . . 80,99 II do. 1885 „ do. endurbyggð 1896 do. - „ 12.200.00 „Hildur" . . . 79.74 tt do. 1878 „ dó. do. 1892 do. - „ IO.9OO.00 „Agnes Turnbull" 93.48 „ do. 1878 „ do. do. 1893 do. - „ 11,2 50.00 Nánari upplýsingar gefur Ásgeir Sigurðsson, k a u p m . Aðalfundur Fornleifafélagsins verður haldinn laugardaginn 14. þ. m. kl. 5 e. h. í húsi prestaskólans. Sú breyting á 10. gr. félagslaganna að orðin: »Lögmætur fundur . ... á fundi« falli burt, er samþykkt var á síðasta árs- fundi, verður borin upp til fullnaðará- kvörðunar. Reykjavík 9. nóvbr. 1903. Eiríkur Briem. Að eins 13 krónur kosta götustígvélin í Austur- Stræti 4 (Rafnshús). Notið tækifœrið. Uppboðsauglýsing. Húseignir dánarbús P. A. Brække á Eskifirði, íbúðarhús á Eskifirði og verskáli á Út-Stekk við Reyðarfjörð, verða seldar við 3 opinber uppboð. — 1. og 2. uppboðið á báðum húseign- unum verða haldin á skrifstofu sýsl- unnar á Eskifirði mánudagana 1. og 15. febrúar n. á. kl. 12 á hádegi, en þriðja uppboðið á húseigninni á Út- Stekk á henni fimmtudaginn 3. marz n. á. kl. 1 eptir hád., og þriðja upp- boð á húseigninni á Eskifirði í því föstudaginn 4. marz n. á. kl. 12 áhá- degi. — Söluskiimálar verða til sýnisdegi fyr- ir 1. uppboðið á skrifstofunni. Skrifstofu Suður-Múlasýslu. Eskifirði 2. oktbr. 1903. A. V. Tulinius. Með því að fjármunir Jósafats Jónas- sonar ættfræðings, sem strokinn er af landi burt, hafa eptir kröfu skuldheimtu- manna hans verið teknir til skiptameð- ferðar sem þrotabú, er hér með sam- kvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 skorað á alla þá, sem telja til skuldar hjá nefndum Jósa- fat Jónassyni, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandan- um í Reykjavík, áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Jafnframt er skorað á alla þá, er kynnu að hafa eitthvað af munum Jósafats undir höndum, að gera skipta- ráðanda grein fyrir þeim. Bæjarfógetinn í Reykiavík 9. nóv. 1903. Haildör Daníelsson. Segldúkur beztur •— ödýrastur í ,EdinborgÉ. Alnavara n ý k o m i n. Sturla Jónsson. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861 erhérmeð skorað á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi P. A. Brække frá Eskifirði, sem andaðist 15. apríl þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Suður-Múlasýslu, áður en 12 mánuðir eru liðnir frá síð- ustu (3.) birtingu þessarar innköllunar. Með sama fresti er skorað á erfingja áðurnefnds P. A. Brække að gefa sig fram og sanna erfðarétt sinn fyrir und- irrituðum skiptaráðanda. — Skiptaráðandinn í Suður-Múlasýslu. Eskifirði, 2. oktbr. 1903. A. V. Tulinius. Maís er bezt að kaupa í ,EDINBORG‘. Fundur í „Sögufélaginu" kl. 6 í kveld á Hotel ísland. TIL NEYTENDA HINS EKTA Kí N A-LÍ F S-ELIXÍRS. Með því að eg hef komizt að raun um, að margir efast um, að Kína-lífs- elixírinn sé eins góður og áður, skal hér með leitt athygli að því, að elix- írinn er algerlega eins og hann hefur verið, og selst sama verði og fyr, sem sé 1 kr. 50 aur. hver flaska, og fæst hjá kaupmönnum alstaðar á íslandi. Ástæðan til þess, að hægt er að selja hann svona ódýrt, er sú, að allmiklar birgðir voru fluttar af honum til ís- lands, áður en tollurinn var lögtekinn. Neytendurnir áminnast rækilega um, að gefa því gætur sjálfs síns vegna, að þeir fái hinn ekta Kína-lífs-Elixír með merkjunum á miðanum : Kínverja með glas í hendi og firmanafninu Valde- mar Petersen, Friderikshavn, og í grænu lakki ofan á stútnum. Fáist elixírinn ekki hjá þeim kaupmanni, sem þér verzlið við, eða verði krafizt hærra verðs fyrir hann en 1 króna 50 aurar, eruð þér beðnir að skrifa mér um það á skrifstofu mína á Nyvej 16 Köbenhavn. Yaldemar Petersen. Frederiksliavn. 110 Hún hlaut lengi að bíða. Málaflutningsmaðurinn leitaði vandlega í hverjum krók og kima í húsinu. Katrín reyndi að varna honum að fara inn í svefnherbergi móður sinnar, en hann hótaði henni að beita otbeldi, og varð hún því að láta undan. „Ert það þú ?“ sagði móðir Katrínar, er var hálfsofandi, þegar dótt- ir hennar kom inn. „Já, móðir mín, sofðu lengur". „Mér heyrðist áðan hringt", sagði sjúklingurinn. „Það var maðurinn, sem kom með meðulin þín. Farðu aptur að sofa". Málaflutningsmaðurinn leitaði vandlega í herberginu, en fann þar ekkert grunsamt. Hann leit inn í fataskápinn, en þar héngu að eins kvennmannsföt. Hann gætti vel að rúmi sjúklingsins og leit undir það, en þar var enginn sökudólgur. Loksins kom hann auga á ferðaskrínu sem stóð úti í skoti og bauð Katrínu að opna hana, en þar fannst ekkert. Hann gekk nú hljóður niður stigann með Katrínu. „Það er bezt að ganga út í laufskála", sagði hann við liðsforingj- ann. „Biðjið mennina að koma með ljósker". Þeir gengu nú þangað. Katrín vissi, að Vladimir hlaut að vera þar og gat ekki forðað sér. Þetta var sá eini staður, er þeir áttu eptir að rannsaka. Henni fannst, sem einhver býsn myndi dynja yfir sig. En hún hafði enga eirð til að bíða, hún varðað faraþangað með leitarmönnunum. Einn af hermönnunum gekk að hvílu gömlu vinnukonunnar tók í handlegg hennar og hristi hana. Hún lét sem hún vaknaði af svefni og spurði hann, hvað gengi á. Hann skipaði henni að klæðast og hún hlýddi. Þeir leituðu um allan laufskálann, en gátu ekkert fundið. Málaflutnings- maðurinn fór nú að gerast órór og sneri sér til félaga síns með þessum orðum: „Við verðum að láta gömlu nornina segja okkur sannleikann". „Heyrðu", sagði hann við hana. „Horfðu beint framan í mig". „Þess þarf ekki, eg sé yðus#vel“, sagði hún. „Sussul" sagði málaflutningsmaðurinn. „Hvarer ungi maðurinn, sem kom hingað um daginn?" „Eg veit ekkert, sem kemur við húsmóður minni, eg er að eins iii vinnukona hér. Hann kom hingað, og eg hygg, að hann sé farinn, fyrst að hann er hér ekki". „Heyrið, þó að þér séuð gömul kona — —“ tók málaflutningsmað- urinn til orða mjög alvarlegur á svipinn. Rétt í þessu barði liðsforinginn á öxlina á honum og benti honum á hringinn í loptinu. Katrín leit þangað upp og köldum svita sló út um enni hennar. „Þarna hlýtur hann að vera", hugsaði hún. „Hann er auðvitað þarna", sagði málaflutningsmaðurinn, og það hýrnaði heldur enn ekki yfir honum. „Má eg biðja um stiga, eg sá áð- an stiga í ruslakompunni". „Já, það er velkomið", sagði Katrín, sem var nær dauða en lífi af hræðslu. Þeir létu nú sækja stigann og settu hann upp við vegginn. Liðsforinginn, sem átti heiðurinn af því að hafa fyrstur séð hlemm- inn, gekk nú upp stigann með ljóskerið í hendinni. Stiginn var bæði stuttur og mjór, og með því að hann var sjálfur ekki nógu hár, setti hann annan fótinn á efstu hylluna í bókaskápnum, sem stóð þar rétt hjá upp við vegginn. En skápurinn gat ekki valdið þunga hans og datt, og allar bækurnar hrundu úr honum. Stiginn fór á sömu leið og liðsfor- inginn hefði líka dottið endilangur niður á gólfið, hefði hann ekki getað stutt sig við málaflutningsmanninn, sem var rétt í sama bili að taka upp sendibréf. Bréfið hafði dottið úr einni bókinni, þegar skápurinn datt og var hinnsta kveðja frá Vladimir til Katrínar. Hann hafði skrifað það daginn áður, þegar hann ásetti sér að fara, en hafði gleymt að ónýta það. Málaflutningsmaðurinn las nú bréfið, en þóttist gabbaður og bölvaði hvað eptir annað. Hann hafði misst bráðina, sem lá svo nærri að hann næði. „Hvað er að?“ spurði félagi hans. „ Lestu!". Liðsforinginn tók við bréfinu. Já, það var engum efa undir orpið. Bréfið var dagsett og undirskriptin var: Vladimir Volgin. Það var skrif- að utan á það til Katrínar Vasiljevna Prozorov. Það var ekki hægt að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.