Þjóðólfur - 27.11.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.11.1903, Blaðsíða 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 27. nóvember 1903. 4 Ráðherrann nýi ákveðinn. Hannes Hafstein sýslumaðtir og bœjarfógeti, er ákveðinn af konungi ráðherra ís- Iands frá 1. febr. næstk., og er honum með umboðsbréfi frá ráðgjafanum fyrir Island (Alberti) ds. ij. þ. m. vcitt fullt vald til að gera allar þœr ráðstafan- ir, er gera þarf hér á landi til i. febr., að því er snertir breytingu á hinni nýju umboðsstjótn, skiþun embœttis- manna í nýju stjórnina o. s. frv. Eins og sést af fiestum d'ónskum blöðum um 4. þ. m. var H. H. boð- aður til Hafnar af ráðgjafanum fyrir ísland með samþykki konungs og fékk hann það bréf með » Ceres«, en ráð- gjafinn óskaði, að það vœri ekki gert heyrum kunnugt hér þá þegar. í fregnmiða þessum, er Þjöðólfur sendi út eptir komu póstskipsins, er flest það talið, er fréttnæmast er um sinn. Heimsku- fleipur og vaðall valtýsku blaðanna um utanför H. Hafsteins, sýna sig nú í hinu sanna iiósi. Það leiddi af sjálfu sér, að hr. Hafstein hafði það ekki i hámæl- um, að hann væri boðaður utan, þá er ráðgjafinn hafði lagt svo fyrir í bréfinu til hans, að hann gerði það ekki heyrum kunnugt hér á landi. Það var þvi að eins á vitund örfárra mannahér, að ráðgjafinn hafði boðað H. á sinn fund, og að hann var þá þegar fyrirhugaður ráðherra. Þótti það þá litlu máli skipta, þótt vaitýsku forsprakkarnir væru látnir vaða elginn og hlaupa á sig þessa stuttu stund, þvi að þess væri skammt að bíða, að þeir yrðu að renna niður öllum lokleysunum. Og sú stund er nú komin yfir þá. Það hlýtur að vera mikið gleðiefni fyrir allan Heimastjórnarflokkinn sérstaklega og alla sanna ættjarðarvini, að hr. Hannes Hafstein er valinn til að takast á hendur þetta afarþýðingarmikla og vandasama starf: ráðherraembættið hér á landi. Það er ekki völ á mörgum mönnum hérlend- um, sem jafnvel.eða hvað þá heldur bet- ur, væru til þess fallnir fyrir flestra hluta sakir, en hann, að taka við stjórnartaum- unum, á þessum óeirða- og umbrotatím- um. Það er ekki að eins frá sjónarmiði okkar flokksmanna hans, að þetta er mælt, heldur frá sjónarmiði alls meginþorra hinnar Islenzku þjóðar yfirleitt, án tillits til flokkaskiptingar. Það verða naumast aðrir en örfáir æstustu fjandmenn Heima- stjórnarflokksins, er una illa þessum mála- lokum. Ur því að þeir gátu ekki fengið Valtý eða einhvern hans nóta í ráðherra- embættið, fjandskapast menn þessir auð- vitað við alla aðra. Þeim er nú einu sinni svo háttað. Vér óskum Hannesi Hafstein í nafni þjóðar vorrar allrar hamingju 1 þessu á- byrgðarmikla starfi hans, er hann tekst nú bráðum á hendur, sem æzti stjórn- andi hér á landi, fyrsti heimastjórnarráð- herra vor, og væntum, að stjórn hans verði landi. voru happasæl og heillarik. Vér vitum, að hann skortir hvorki góða hæfileika, góðan vilja, kjark og lipurð til að standa svo vel í þessari stöðu, sem frekast er unnt, og vér efumst ekki um, að hann muni neyta alls þessa, til þess að hin nýja stjórn geti orðið réttnefnd heimastjórn f orðsins fyllsta og bezta skilningi, óháð Dönum og dönskum áhrif- um, eptir þvf sem framast má verða. Þess má geta, að engin skilyrði vortt H. H. sett af ráðgjafanum í sambandi við þessa nýju stöðu hans, ekki minnst á neitt eptirlit, er Danir vildu eða ættu að hafa í sérmálum vorum á neinn hátt. — Dr. Georg Brandes ritar í »Politiken« 15. þ. m. tnjög vingjarnlega grein um hr. Hafstein, er hann telur »hinn rétta mann á hintim rétta stað«, er sé svo sjaldgæft. Hann fer og mjög lofsamlegum orðum nm stjórnarbót vora, og óskar íslandi til hamingju með hana. Útlendar fréttir. —o-- Kanpinaiinahöfn 13. nóv. Balkanskagi. Eins og menn muna kröfð- ust Rússl. og Austurríki þess í fyrravetur, að soldán gerði réttarbætur í Makedoníu og bætti kjör kristinna manna. Tók soldán þvf mjög vel og gerði sig Ifklegan að verða við því og skipaði Hilmi Pasja landstjóra í Makedoníu. En um fram- kvæmdirnar varð allt minna, og brátt varð það hverjum manni auðsætt, að end- urbætur þessar voru litlu betri en ekki neitt, og hvergi nærri fullnægjandi til að friða Mukedoníubúa. Uppreisnin hefur verið jafnáköf eptir sem áður eða jafnvel ennþá trylltari. Hingað til hafa þó stór- veldin ekkert annað gert, en að krefjast þess, að þessum viðunandi endurbótum verði komið í framkvæmd. En nú loks- ins virðast þau verá farin að sjá, að ef unnt á að vera, að koma nokkurn tfma friði á í Makedoníu, og það er það, sem þau hafa verið að bisast við að koma til leiðar í meira en heilt ár — þá verður að taka duglega í taumana. Seintífyrra mánuði sendi því Austurrfki og Rússland Tyrkjasoldáni nýja kröfu um vfðtækari stjórnarbætur f Makedoníu, en áður hefur verið farið fram á. Að minnsta kosti virðist það bera vott um, að krafa þessi fari töluvert lengra en sú í fyrra, að sol- dán hefur á allar lundir leitazt við, að komast hjá að ganga að henni. Aðalat- riðið í kröfunni er, að Austurrfki og Rúss). skuli um tveggja ára bil hafa eptirlit nteð allri stjórninni f Makedonfu og skuli land- stjórinn því hafa tvo meðráðamenn (ann- an austurrískan, hinn rússneskan) og út- lendur hershöfðingi skuli vera skipaður yfir lögregluliðið í Makedoníu. Soldán hefur enn ekki svarað þessari kröfu, en Rússl. og Austurríki hefur sent honunt orð um, að eina ráðið fyrir hann sé, að ganga að kröfunni, ef hann vilji halda yfirrað- um í Makedonfu, og Engl. og Ítalía hafa látið Austiirr. og Rússl. vita, að þau muni taka til sinna ráða, ef A. og R. hafiekki þröngvað soldáni til þess að gatiga að kröftt þeirra innan 15. þ. m. Jafnvel Þýzkal.stjórnin, sem mest hefur dregið taum Tyrkja af stórveldunum, hefur gefið soldáni það ráð, að verða við kröfum þess- um, því að ella rnttni hann verða að sæta enn þyngri kostum. Verðttr það auðvit- að úr, að soldán verður að láta undan, en annað mál er það, hvort stjórnarbæt- ur þessar reynast nægilegar til þess að koma friði á í Makedoníu. Serbfa. Mælt er, að Rússakeisara hafi orðið mikið um, þegar hann frétti, að serbneska þingið hefði fallizt á og réttlætt konungsmorðið. »Þessi Pétur konungur«, sagði keisarinn, »hefur algerlega gefið sig á vald morðingjunum ! Hann er svívirð- ing fyrir Norðurálfuna!« Hann kvað það fjarstæðu, setn engu tali tæki, að Pétur kontingur gæti fengið móttöku við rúss- nesktt hirðina, og enginn rússneskur her- foringi mundi nokkru sinni geta fengið af sér að rétta nokkrum af þessum blóð- hundum (herforingjunum serbnesku) vinar- hönd. Rússland og Japan. I síðasta fréttabréfi var þess getið, að svo miklar viðsjár væru í Austur-Asíu milli Rússl. og Japans, út af atförum Rússl. í Mandsjúríinu, að jafn- vel væri viðbúið, að ófriður mundi út af því spinnast. Nú er liðinn nærri mán- uður síðan og enn er eigi komið til ó- friðar. Hefur þó Rússl. eigi látið sig í neinu, heldur þvert á móti fært sig ttpp á skaptið í Mandsjúrfinu og aukið þar her sinn. Er svo að sjá, sem Japönum þyki hetzt til mikil áhætta, að takast fang- brögðum við slíkan heljarjötun sem Rúss- intt er og lítil von um sigur, þar sem þeir ekki mttntt geta gert sér von tim hjálp frá bandamönnttm sínum, Englendingum. Því hefur flogið fyrir, að Kfnverjar rnundi ætla að gera baijdalag við Japana gegn Rússum, þvl að þeirn er, sem vonlegt er, farið að blöskra, að Rússar gleypa hverja spilduna á fætur annari af landi þeirra að ósekju. En Kfnverjar eru hermenn litlir og óstjórn hin mesta 1 her þeirra, svo að Japönum mundi trauðla mikill styrkur að þeim gagnvart Rússum, sem i alla staði eru sem bezt búnir til hernað- ar og hafa i mörg ár verið að búa i hag- inn fyrir sig þareystra t. d. með Síberíu- brautinni miklu, svo að þeir geta, hvenær sem er, sent ógrynni liðs þangað austur á fáum dögum. Líkurnar fyrir þvi, að ófriðttr muni verða, eru því farnar að verða harla litlar, og liklega fá Rússar nú sem endranær að fara sínti frarn óá- reittir, því að engum finnst árennilegt að taka f taumana, sem járngreipar Rúss- ans halda um. Finnland. Seint verður mælirinn full- ur. Frá 1. okt. eru umræðumar í finnska stjórnarráðinu (senatinu) haldnar á rúss- nesku og 22. okt. mætti Bobrikoff land- stjóri þar og settist i forsetasætið. Hélt hann langa ræðu um, að það væri ó- sveigjanlegur vilji keisarans, að rússneska væri notuð við allar stjórnarathafnir í Finnlandi stórar og smáar, því að það væri hin öruggasta trygging fyrir samein- ingu Finnlands við rússlensku löndin, og JTo 48. þar með fyrir farsæld(l) landsins, sem ó- aðskiljanlega hluta rússneska rlkisins; það yrði því að gera gangskör að, að nota rússneskuna meira í embættisrekstrinum frantvegis. »Mikið er þegar gert«, sagðí hann, »en töluvert vantar samt enn á, að allar fyrirskipanir keisara séu framkvæmd- ar«, eti hann vonaðist til, að með aðstoð stjórnarráðsins mundi honum takast að sigrast á öllum erfiðleikum, því að eptir því dæmi, sem hið æzta ráð landsins gæfi, mundi aðrir út f frá breyta. Þtið má geta þvf nærri, hversu gleði- legt það hefttr verið fyrir Finna, að hlusta á slfka ræðu, en þó kastaði tólfunum, þegar formaður senatsins, finnskur maður, stóð ttpp að lokinni ræðu þessari og lýsti yfir g'eðiráðsins yfir, að sjá formann sinn í hóp sfnum og að það væri hjartanlega reiðubúið til þess, að verða við hinum nytsömu fyrirmælum keisarans og reynast maklegt hins dýrmæta trausts hans há- tignar. Noregttr. 22. f. m. fékk ráðaneytið Blehr lausn og Hagerup prófessor, foringi hægri manna myndaði nýtt ráðaneyti. Helming- ur ráðherranna eru hægri menn, en hinn helntingurinn vinstri menn, þar á meðal Sigtnður Ibsen. er sæti átti í hinu fyrra ráðaneyti og mestan þátt átti 1, að koma á gang samningum við Svía um verzlun- arerindrekamálið. Verður því máli hald- ið áfram jafnt eptir stjórnarskiptin, því að hægri menn, er áður hafa vertð því mót- fallnir, hafa nú tekið það upp á stefnu- skrá sfna. Yfirleitt mun stjórnarbreyting- in enga veruléga stefnubreytingu hafa 1 för nteð sér. Ráðaneytið Blehr féll aðal- lega vegna óánægju vinstri manna sjálfra yfir því og vinstri m. eru eptir sem áður jafnfjölnt. og hægri m. í ráðaneytinu. Gera Norðtnenn sér almennt góðar vonir um þetta nýja ráðaneyti. Þýzkaland. Prófessor Theodor Momm sen sagnfræðingur dó i.þ. m. 86 ára að aldri. Hann var talinn beztur sagn- fræðinga. Auk þess var hann rnikill ntál- fræðingur og lögfræðingur. Frægastur er hann fyrir Rómverjasögu sína. I fyrra fékk hann bókmenntaverðlaunin af Nóbels- sjóðnum. Hann var fæddur í Slesvík 1817, tók töluvert þátt f breyfingunni um miðja öldina til þess að losa hertogadæmin und- an Dönum; lengstum var hann háskóla- kennari í fornaldarsögu 1 Berlfn, tók einn- ig nokkurn þátt í stjórnmálum og þótti | frjálslyndur. Undirherforingi einn þýzkur, er Bilse heitir, hefur ritað skáldsögu, þar sem hann lýsir lífi herforingjanna allt annað en fag- urlega, hefur bók hans vakið hina mestu athygli, þvf að hann flettir þar óþyrmilega ofan af ýntstt, er mönnum hefurekki ver- ið almennt kunnugt út í frá. Að lýsing hans muni hafa haft við nokkur rök að styðjast má raða af þvf, að fimm af yfir- boðurum hans þóttust snortnir af hennt og hófu mál á móti honum. Lauk þvf svo, að Bilse var dæmdur 1 6 mán. fang- elsi. 23. f. m. ók þýzk hraðlest, sem knúð er af rafmagni, 210 kflóm. (c. 28 dansk-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.