Þjóðólfur - 11.12.1903, Blaðsíða 3
i95
ekki meira öll en um g kr., þá mun samt
mörgum manni vera ofvaxið að eignazt
hana upp á eigin spítur.
Yflrgangur
botnvörpuskipanna ensku hefur
aldrei verið eins ósvífinn hér við land,
eins og nú í haust. A Vestljörðum hafa
þeir verið miklu nærgöngulli en nokkru
sinni fyr, og spillt þar veiðarfærum manna
afarmikið. En einna verstur hefur yfir-
gangur þeirra verið hér við Faxaflóa sunn-
anverðan. Nú að undanförnu hefur verið
hlaðnfli í net ( Garðsjónum, ef landsmönn-
um hefði getað notazt að því. En botn-
vörpuskipin hafa verið þar alstaðar með
vörpur s(nar, dregið upp netin og skemmt
þati, eigendum alveg að bótalausu. Er svo
að sjá, sem þessir yfirgangsseggir hafi
hyllzt til að ónýta veiðarfæri manna, með
þv( að draga vörpurnar helzt umþærslóð-
ir, er netin hafa legið. Hafa margir menn
þar syðra orðið fyrir miklit tjóni við þetta,
þar á meðal ötulasti og aðfaramesti út-
vegsbóndinn þar, Finnbogi borgari Lár-
usson í Gerðum. Það er ekki auðvelt að
stemma stigu fyrir þessum yfirgangi, þar
sem Englendingar eiga hlut að máli, en
nýja stjórnin okkar vet ður að Ieggja frarn
alla krapta sína til að fáDani tilaðveita
oss öflugari strandgæzlu t. d. með tveim-
ur fallbyssubátum, er séu hér árið um
k r i n g Það er hart að játa það, að við
séum þeir aumingjar, að geta ekki varið
oss sjálfa gegn þessum yfirgangi, en svo
er því samt háttað. »Landvörnin« okk-
ar er fólgin í orðum einum og yfirlæti,
en þegar á það skal reyna, að »verja
landið* fyrir því, sem lífs-
nauðsyn er að verja það fyrir,
verður Ktið úr landvörninni með stóru
orðunum, og þá þykir engin minnkun að
leita á náðir Dana.
Dáin
er síðast í f. m. prestsekkjan Jakob-
ína Jónsdóttirí Stórholti í Saurbæ,
dóttir séra Jóns Halldórssonar, er prestur
var í Saurbæjarþingum (-j- 1866), en ekkja
séra Jóns Bjarnasonar Thorarensens í
Stórholti (-j- 1895). Hún var mjög hnigin
að aldri, merkiskona ög vel látin. Börn
hennar eru : Jón realstúdent, Bogi búfræð-
ingur, báðir í Stórholti, Lárus stúdent á
prestaskólanum og Hildur kona Eiríks
Sigurðssonar Sverrisson, bæjarfógetaskrif-
ara í Rv(k.
Húsbruni
varð aðfaranóttina 5. þ. m. á Litla-
Hrauni hja Eyrarbakka. Brann þar til
kaldra kola (búðarhús úr timbri, vátryggt.
Innanstokksmunum varð bjargað. Óljóst
eins og optar, hvernig eldurinn hefur
komið upp:
Um Desjarnaýri
hefur sótt séra Einar Þórðarson í Hof-
teigi. Desjarmýri hefur staðið óveitt s(ð-
an sumarið 1902, að séra Einar Vigfús-
son stökk frá brauðinu til Ameríku.
Fæðiiigar- og dánardagur Kristjdns
skd/ds. I æfisögu Kristjáns skálds Jónsson-
ar, er Jón Ólafsson ritaíii, og prentuð er
framan við kvæði harís (Rvík 1872 og 1890)
stendur, að hann sé fæddur 21. júní 1842,
°g hafi dáið snemma í marzmánuði 1869,
en þetta er hvorugt rétt, því að prestsþjón-
ustubók Garðs í Kelduhverfi telur hann fædd-
an IJ. júní 1842 og skírðan 19. s. m., en
Q. aþril i86gandaðist hann, að því er prests-
þjónustubók Hofs í Vopnafirði segir. Þetta
hvorttveggia verður eflaust að telja áreiðan-
legt, og því hef eg viljað láta þess hér getið,
því að „betra er séint en aldrei". —
2/«—'03.
Jóhann Kristjdnsson.
■ —■ ■— ■
hundruð álnir
af
FATAEFNUM
kom 11 ú með s/s ,LAURA‘.
FÍN EFNI í
J Ó L A F Ó T
KAMGARN m. teg.
CHEVIOT fl. teg.—
ULSTERAEFNI-
Elegant VETRAR-
FRAKKAEFNI
nýjasta tfzka.
Sérstök VESTISEFNI og úrval af
BUXNAEFNUM.
TILBÚIN FÖT.
DRENGJAFÖT töluvert úrval.
Komið í tíma að panta fötin
fyrir jól og kaupið efni lijá mér.
Virðingarfyllst.
GUÐM. SIGURÐSSON.
Myndarammar,
margar sortir, mjög ódýrir.
Sturla Jónsson.
Með því að viðskiptabók
M 7868 (U. litr. 468)
fyrir innlögum í sparisjóðsdeild lands-
bankans er sögð glötuð, stefnist hér
með samkvæmt 10. gr. laga um stofn-
un landsbanka 18. sept. 1885 hand-
hafa téðrar viðskiptabókar með 6 mán-
aða fyrirvara að segja til sín.
Landsbankinn x Reykjavík,
25. nóvember 1903.
Tryggvi Gunnarsson.
hentugar fyrir börn og fullorðna, fást
mjög ódýrar.
STURLA JÓNSSON.
Lotteríseðlar sendast gegn borg-
un fyrirfram. í þessurn dráttflokki eru
118,000 hlutir, 75,000 vinningar. Verð:
1. dráttur 1 kr., 2. 1 kr. 50 a., 3. 2 kr.,
4. 3 kr., 5. 3 kr. 60 a., 6. 4 kr. hvert
númer. Vinningarnir sendast þeim, sem
vinna, ef óskað er. 2. dráttur fer fram 18.
og 19. nóvember, 3. dráttur 16. og 17.
desember.
Thomas Thomsen
yfirréttarmálaflutningsmaður.
Gl. Strand 48. Köbenhavn K.
Löggiltur hlutasali fyrir: „Almindeligt
dansk Vare- og Industrilotteri".
Með því eg hef byrjað verzlun á
Laugaveg 22, leyfi eg mér að benda
heiðruðum almenningi á það, að eg kaupi
smjör, kæfu og reykt kjöt, og sel að eins
góðar vörur og mjög ódýrt.
Guðm. Felixson.
^elr, sem skulda lestrarfélagi presta í
Árnessýslu, eru vinsamlega beðnir að borga
til undirskrifaðs sem fyrst.
Hraungerði 2. des. 1903.
Ól. Sœmundsson.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Prentsmiðja Þjóðólfs.
F EIKNIN OlL
HÁL3LÍN!
Flibbap — Brjöst
— Manchettur —
allar stærðir.
Mörg iinndrnð
JÓLASLIPSl
ú r a ð v e 1 j a.
Hattar — Húfur — Skinnhúfur
margar teg.
NÆRFÖT úr skozkri nll — Flon-
elskyrtur 1,50—2,00.
Hvítar og mislitar skyrtnr frá 1,50—6,00.
AXLABÖND,
YASAKLÚTAR,
HÁLSKLÚTAR,
REGNKÁPUR.
Allt þetta er stórum mun ódýr-
ara en annarsstaðar og þar að auki
afsláttur, ef töluvert er keypt í einu
til JÓLA.
GUÐM. SIGURÐSSON,
klæðskeri.
Leikfélag Reykjavíkur,
leikur í kveld (föstudag);
Lavender
sjónleik í þrem þáttum, eptir
Arthur W. Pinero.
TIL NEYTENDA HINS EKTA
KÍNA-LIFS-ELIXÍRS. I
Með því að eg hef komizt að raun
um, að margir efast um, að Kína-lífs-
elixírinn sé eins góður og áður, skal
hér með leitt athygli að því, að elix-
írinn er algerlega eins og hann hefur
verið, og selst sama verði og fyr, sem
Sé 1 kr. 50 aur. hver flaska, og fæst
hjá kaupmönnum alstaðar á íslandi.
Ástæðan til þess, að bægt er að selja
hann svona ódýrt, er sú, að allmiklar
birgðir voru fluttar af honum til ís-
lands, áður en tollurinn var lögtekinn.
Neytendurnir áminnast rækilega um,
að gefa því gætur- sjálfs síns vegna,
að þeir fái hinn ekta Kína-lífs-Elixír
með merkjunum á miðaríum : Kínverja
með glas í hendi og firmanafninu Valde-
mar Petersen, Friderikshavn, og — ~
í grænu lakki ofan á stútnum. Fáist
elixírinn ekki hjá þeim kaupmanni,
sem þér verzlið við, eða verði krafizt
löngu, t. d.:
„Þjóðólfur« 1.—41. árg heill.
„Skuld" öll (1.—4.).
hærra verðs fyrir hann en i króna 50
aurar, eruð þér beðnir að skrifa mér
um það á skrifstofu mína á Nyvej 16
Köbenhavn.
Val d em ar Petersen.
Frederikshavn.
Síðan í 17. viku næstl. sumars hefur ver-
ið hér í óskilum ranð hryssa 3 vetra með
marki biti apt. h., sneitt apt. v. Réttur eig-
andi gefi sig fram og borgi áfallinn kostnað.
Biskupstungnahr. 29. nóv. 1903.
Tómas Guðhrandsson.
Tillðgur nefndar þeirrar, er kosin
var á aðalfundi 20. jan. þ. á. til að (huga
breytingar á lögum sjóðsins, liggja félags-
mönnum til sýnis á afgreiðslustofu undir-
ritaðs.
Styrktar-og sjúkrasjóður verzlunar-
manna ( Rej’kjavík.
11. desbr. 1903.
C. Zimsen.
p. t. form.
Samkvæmt lögum um Söfnunarsjóð Is-
lands, dags. 10. febr. 1888 16. gr. verður
fnndur haldinn langardaginn 19. þ. m. kl.
5 e. h. í afgreiðslustofu Söfnunarsjóðsins
(Lækjargötu 10) til að velja endurskoðara
hans fyrir hið komandi ár.
ReykjavXk 9. des. 1903.
Eirikur Briem.
Alþýðufyri rlestrar
Stúdentafél agsins.
Sunnudaginn 13. þ. m. kl. 5 e. h. í
Iðnaðarmannahúsinu.
Bjarni Jónsson: Samvizkubit og velferd.
Uppboðsauglýsing.
Mánudaginn 14. þ. m. kl. 11 f. hád.
verður opinbert uppboð haldið í leik-
húsi W. O. Breiðfjörðs, og þar selt:
fatnaður, skrifborð, Stólar, borð, bæk-
ur, olíulampar, eldhúsgögn og m. fl.
Söluskilmálar verða birtir á uppboðs-
staðnum.
Bæjarfógetinn í Reykjavík,
11. des. 1903.
Halldór Daníelsson.
Uppboðsauglýsing.
Miðvikudaginn 16. þ. m. kl. 11 f. h.
verður opinbert uppboð haldið í sölu-
búð Sveins kaupm. Sigfússonar við
Lindargötu hér í bænum, og þar selt:
skonrok, síldarnet, luktir, straujárn,
olíulampar, kassar, tunnur og m. fl.
Söluskilmálar verða birtir á upp-
boðsStaðnum.
Bæjarfógetinn í Reykjavík,
11. desember 1903.
Halldór Danielsson.
jjentuqar Jólaqjafip.
Myndir (ekki glansmyndir) eptir
teikningum og málverkum frægustu
listamanna, fást hjá
Guðm. Gamalielssyni.
Vasahnifur merktur hefur fundizt.
Ritstj. vísar á.
Ný félagsrit öll.
Lærdómslista-félagsrit.
„Fróði" I.—4. árg. Veraldarsaga Páls Melsteðs öll.
Ljóðmæli Sigurðar Péturssonar, Jóns Þorleifssonar, Bólu-Hjálmars, Jónasar
Hallgrímssonar, H. Hafsteins o. fl.
„Andvari" ailur.
Tímarit Bókmenntafélagsins.
Safn til sögu íslands o. fl. o. fl.
Alls 300—400 bindi.
A hinu stóra bóltaupphoöi, er haldið verður í Breið-
fjörðshúsi mánudaginn 14. þ. m., verða seldar ýmsar innlendar og útlendar
bækur í ágætu bandi.
Margar merkilegar og fágætar bækur, sem uppseldar eru fyrir