Þjóðólfur - 18.12.1903, Page 2
202
Reikningur bankans á að endurskoðast
af endurskoðanda, er aðalfundur kýs, og
öðrum endurskoðanda, er ráðherrann skip-
ar. En við hver mánaðarlok á að birta
stutt yfirlit yfir hag bankans.
Meðan einkarétturinn til seðlaútgáfu
varir, verður bankinn ekki lagður niður
eptir neinni ráðstöfun af hálfu hluthafa.
En landstjórninni er heimilt að ganga að
honum, og gera þær ráðstafanir, sem þurfa
kunna, svo framarlega sem bankinn full-
nægir ekki skyldum þeim, er á honum
hvíla samkvæmt lögum 7. júní 1902 og
reglugerðinni.
Þetta eru helztu aðalatriðin, sem almenn-
ing varða mestu í reglugerð þessari.
Mælt er, að þeir Warburg & Co leggi
mikla áherzlu á, að Björn Kristjánsson
komist í framkvæmdarstjórn bankans, en
Þórður Thoroddsen kvað alls ekki koma
til greina. Þeir Björn Isaf. og Valtýr
kvað ekki hafa mælt sérlega mikið með
honum þar ytra. Má ætla, að hann sjái
nú eptir, hve brjóstgóður hann var við
Valtý í vor, að þokafyrir honum úrþing-
mannssætinu. Það hefði betur verið ó-
gert. — Aðalbankastjórinn, Emil Schou,
siglir nú með »Kong Inge« snöggva ferð.
Heimsmál.
VI.
Mestri útbreiðslu hefur esperanto náð
í Frakklandi. Er þar öflugt félag (Societé
pour la propagation de espéranto) með
undirdeildum út um allt lana, er. vinnur
af miklu kappi að útbreiðslu þess, enda
hefur tala esperantista þar í landi aukizt
stórkostlega, síðan það var sett á stofn
fyrir 5 árum síðan, svo að nú eru þeir
taldir 2—300,000. En mest er þó um
það vert, að félagið hefur vakið athygli
lærðu mannanna á Frakklandi á máli
þessu; hafa margir þeirra lært það, og
gerst hinir öflugustu formælendur þess.
I borginni Dijon, þar sem ein af un^ir-
deildum félagsins er, er einn af háskóla-
kennurunum formaður deildarinnar, og
alls eru 54 háskólakennarar af 56 þar í
borginni meðlimir deildarinnar. Þar sem
lærðu mennirnir ganga þannig í broddi
fylkingar, er ekki furða, þótt esperanto
verði töluvert ágengt þar í landi. Félagið
gefur út blað, sem ritað er bæði á esper-
anto og frönsku; ritstjóri þess er Louis
de Beaufront, formaður félagsins, sem meir
en nokkur annar hefur unnið að því með
málfræðisritum sínum, að útbreiða þekk-
ingu á málinu og byggingu þess. Ferða-
mannafélagið franska vinnur af alefli að
útbreiðslu máls þessa, með því að það
hefur sannfærzt um, að það geti orðið
ferðamönnum að afarmiklum notum. I
Rússlandi er einnig stórt félag (Espero)
með undirdeildum víðsvegar út um land,
er vinnur að útbreiðslu þess, enda er þar
mikið af esperantistum, og raun Rússland
ganga næst Frakklandi í því efni. Pró-
fessor Max-Muller i Oxford var gerð-
ur að heiðursfélaga bæði í rússneska
og franska félaginu sama árið sem hann
dó (1900); með því að taka við þeirri
sæmd staðfesti hann enn rækilegar dóm
þann, sem hann hafði áður kveðið upp
um esperanto, að hann teldi það bera af
öllum þeim tilraunum, sem gerðar hefðu
verið til að skapa nýtt heimsmál. Þriðja
landið í röðinni, að því er snertir tölu
esperantista, mun vera Svíþjóð. Þar eru
félög bæði í Stokkhólmi og Södertelje.
Ferðamannafélagið sænska er málinu
hlynnt, og hefur útvegað sér í ýmsum
löndum umboðsmenn, sem kunna esper-
anto. I Búlgaríu, Austurríki (einkum í
Bæheimi og Máhren) og Kanada er mikið
af esperantistum, og mikið unnið að út-
breiðslu málsins. Á Englandi hefur máli
þessu til skamms tíma lítið orðið ágengt,
en nú er þar farinn að vakna töluverður
áhugi fyrir því og félag stofnað, er hefur
undirdeildir vlðsvegar um land. Einkan-
lega var það mikill fengur fyrir esper-
anto, að W. T. Stead, ritstjóri hins al-
kunna tímarits »Rewiew of Rewiews«
gerðist esperantisti ( fyrra. Stofnaði hann
þegar félagsdeild í Lundúnum og stuðlaði
að því, að kennsla var sett þar á stofn
í esperanto; hefur hann gefið út á sinn
kostnað kennslubækur l því, og í hverju
hepti af tímariti slnu ver hann einni s(ðu
handa esperanto (til að skýra frá fram-
gangi þess o. s, frv.). Auk þessa er meira
og minna af esperantistum hingað og
þangað í öllum löndum Norðurálfunnar,
og jafnvel 1 öðrum heimsálfum líka, t. d.
í Kína, Japan, Indlandi, Slberíu, Algier,
Tunis, Transvaal, Brasilíu, Perú, Chili
o. s. frv.
Landsmálapistill
úr Árnesþingi.
Þá er nú fyrir nokkru komin kyrð á
fólkið eptir kosningaófriðinn í vor, sem
var afarharður og snarpur síðasta hálfa
mánuðinn, og þá mátti segja, að allt
snerist eingöngu um hin fyrri flokkaskipti,
Hafnarstjórn og heimastjórn, og lauk þeim
viðskiptum milli flokkanna hér, sem kunn-
ugt er vfða og allfrægt orðið(l). Þó
er vonandi, að þessi ófriðarglóð sé að
mestu eða öllu kulnuð; yfir höfuð held
eg að hér vilji hvor flokkursitt hvað með
ráðgjafann. Heimastjórnarmenn hér vilja
endilega fá mann úr sínum flokki, með
því að þeir séu meiri hlutamenn, og því
sé krafan um Jretta réttmæt1).
Þingtíðindin eru þegar að smámjakast
um sveitirnar; þar kennirað vanda margra
grasa, og verður ekki að sinni farið
langt út í þá sálma; þó skal þess getið,
að illur kurr er í búandkörlum út af
hinum svo kölluðu bitlingum: skáldlaun
um, styrktarfé og ýmsu dóti, sem þing-
tfðindin eru full af. Þess skal samt
getið, að engan hef eg heyrt ámæla
þinginu fyrir þá litlu upphæð, sem Torf-
hildi Hólm er ætluð í fjárlögunum,
og enda þótt meira væri. Hún hefur
starfað mjög mikið, og starfar ennþá, að
sögugerð, sem landsmenn lesa með mestu
ánægju á hinúm löngu vetrarkvöldum, og
mest er um það vert, að allar eru þær
siðbætandí, og að öðru leyti eru þær
skemmtilegar aflestrar. Sum skátdin eru
alveg óþekkt meðal alls fjöldans, og eg
fyrir mitt leyti hef ekki heyrt eina ein-
ustu bögu mælda af munni fram eptir
suma þeirra, en smákver veit eg þó til
að út hafi verið gefin með Ijóðagerð eptir
þá. — Já, opt hefur mér dottið í hug
hvernig á þvf getur staðið, að Símon Dala-
skáld hefur ekki sést á spássfunni ineð skáld-
unum. Hann er samt þjóðkunnur karl, og
mesti urmull af kvæðum og vísum eptir
hann eru daglega á vörum þjóðarinnar,
nyrðra og syðra. Hefði nú Dalaskáldið
komizt nógu snemma á lagið með að
biðja, hver veit hvar hann stæði nú í
skáldaröðinni — ekki yrði hann aptastur.
Telja má það gott, að eptirlaunalögin
komust í gegnum þingið, en harðsótt var
það. Við erum vel ánægðir með afstöðu
þingmanna okkar þar, og sama er að
segja um tillögur þeirra og atkvæðagreiðslu
um frumvarp til laga um skyldu embættis-
manna að safna sér ellistyrks. Að hvoru-
tveggju lögum þessum er góð réttarbót,
að minnsta kosti frá sjónarmiði bænda.
Eptirlaunafrumvarpið hefur dagað uppi á
þinginu undanfarið; hefur það þá verið
embættismannaflokkurinn, sem staðið hef-
1) Þetta er ritað áður en fregn var kom-
in um ráðherravalið þar austur um sveitir.
Ritstj.
ur eins og múr á móti því; fyrir því
virðist það gleðilegt tákn tímanna, að
nú hafa allmargir þeirra, sem á þingi sátu
í stimar úr þeim flokki, verið með málinu.
Það sést bezt á atkvæðagreiðslunni um
það.
Strax hefur heyrzt á allmörgum, að al-
þingi hafi verið fullríft á fiskstykkjunum,
þegar það var að úthluta laununum handa
hinni innlendu stjórn, og má það rnerki-
legt heita, hvað sUmir fulltrúar þjóðarinnar
fara langt í tillögum sfnum itm þetta.
Eg vil hér ekki benda á nein nöfn sér-
staklega, það sést í þingtfð. hver þatt
eru. Illa þykir það farið, að neðri deild
alþingis skyldi ekki hafa haft þrek til að
samþykkja breytingartillögur á þingskjali
523 frá 1. þingmanni Árnesinga, um að
húsaleigustyrkur handa ráðherranum fyrir
bústað handa honum, þangað til hið eig-
inlega ráðherrahús er tilbúið til bústað-
ar, væri 1,600 kr. í stað 2,000 og að
laun landrita væru kr. 5,000 f stað 6,000.
Frumvarpið með lægri upphæðunum var
samþykkt í n. d. með öllttm atkvæðum
við fyrri umræðu. Átti deiídin því alls
ekki frá því að víkja, og fella þessa hækk-
un efri deildar; verður því nógu spaugi-
leg þar síðari atkvæðagreiðslan um það
mál. (Sjá Þingtfð. B. 1903 bls. 209). — Það
er náttúrlega engum vafa bundið, að
laun þessarar nýju landstjórnar verða ó-
hreyfanleg niður á við úr þessu; verður
því vfst að sitja við það sem kom-
ið er, hversu illa sem það kann að lfka.
Drepa má á það, að þegar efri deild al-
þingis hefur haft til meðferðar launalög
fyrir ný embætti, þá virðist sem þeir
sumir þar þekki lítið til efnahags þessar-
ar fámennu þjóðar. Náttúrlega er þar
bjargfast íhald móti allri eptirlaunalækk-
un, — svo mun almennt álitið, að hafi
verið til þessa.
Fleiri mál verður ef til vill minnzt á,
sem alþýða hér gefur mestan gaum, en
því er sleppt að sinni. Það skal tekið
fram, að yfirleitt er álitið að störf þings-
ins í sumar hafi verið með meira móti,
og sum af málunum sem afgreidd voru,
stórmál, enda þótt fyrri þing á undan
hafi talsvert undirbúið þau.
28/ti—'03. X.
Ósannindaþvoglið í ísafold.
Jafnvel þótt það sé Jeiðindaverk og opt-
ast varla ómaksins vert, að eltast við
heimskulegar álygar og ósannindaþvaður,
er óþokkablöð gera sér að reglu að flytja
um menn og málefni, þá er það sarnt ekki
rétt, áð ieiða slfkan óþokkaskap alveg hjá
sér eða láta hönum óhnékkt. Þessvegna
var í sfðasta Þjóðólfi með skýrum og gilcl-
um rökum rekið ofan í „Isafold" og „Þjóð-
viljann" allt bull þeirra blaða um afmæl-
isveizlu Sighvats dbrm. Árnasonar 29. f.
m , er þau sögðu ætlaða ráðherranum og
standa auðvitað á þvf enn fastara en fót-
unurn: „Þjóðviljinn" með upphróptinar-
merkjum(ll) einum og „Isafold" með fárán-
legu rugli í 5 liðum, sem er svo vandræða-
legur samsetningur, að jafnvel „ísafold"
mætti skammast sín fyrir hann. f þessttm
5 liðum er farið með ósannindi gegn betri
vitund í þremur, 1. að þá er veizlan var
„pöntuð", hafi öll Reykjavík vitað, að hún
var ætluð ráðherrantim, 2. að sjálfir for-
stöðumennirnir hafi gloprað því út úr sér,
að veizlan ætti að vera fyrir ráðherrann
og 3. að margir af veizlugestunum hafi
ekki vitað betur, er á vjizlustaðinn kom,
en að þeir ættu að setjast til borðs með
ráðherranum. Öllu þessu er þannig hátt-
að, að það er skáldskapur einn úr hinni
marghöfouðu Isafoldarritstjórn, þar seni eitt
spekingshöfuðið hefur lagt þetta til, annað
hitto. s. frv Þáer4. liðurinn (nr. 2 f Isaf.)
fremur skynsamlegur eða hitt þó heldur,
að Sighvatur hafi verið allsendis ókunn-
ugur mörgum, er veizluna sátu, og það á
að vera sönnun fyrir því, að hún hafi ekki
verið haldín fyrir hann(l). Þetta er ágætt
sýnishorn af Isafoldarspeki. Samkvæmt
því ætti enginn maðurað taka þátt í neinu
heiðurssamsæti, nema hann væri einkavin-
ur eða að minnsta kosti persónulega kunn-
ugur heiðursgestinum(ll). Hvað segja menn
um annað eins erkibull? Þá er sfðasti
liðurinn (nr. 3 í Isaf.) dálítið skoplegur,
að tengdasonur Sighvats (Þorvaldur lög-
regluþjónn) hafi ekki verið látinn vita af
veizlunni, þótt hann hafi verið sjálfsagður(ll)
að vera viðstaddur. Vér getum ekki gert
að því, þótt einhverjir kunni að brosa að
barnaskapnum og vitleysunni hjá blaðintt.
Að Þorvaldi var ekki gefinn kostur á að
sitja samsæti það, er heimastjórnarflokk-
urinn hélt tengdaföður hans, var ekki
sprottið af gleymsku hjá forstöðumönnun-
um, og hyggjum vér, að enginn mundi
hafa ætlazt til þess, að svo væri gert, nema
ef til vill Isafold ein, jafnvel ekkiÞorvald-
ur sjalfur. En hitt var gleytnska, að Guð-
jóni úrsmið, góðum flokksmanni og vini
Sighvats var ekki sýndur listinn. En
slíkt kemur opt fyrir, og er ekki undarlegt
í jafnstórum bæ sem Reykjavfk, að skotizt
geti yfir að sýna slfka áskriptarlista ein-
hverjum manni, er átt hefði að sýna hann.
Og það er blátt áfram hlægilegt af „ísa-
fold“, að taka sér slíkt og þvflfkt til tim-
tekta. Hún viðurkennir þó loksins nú,
sem hún rengdi áður, að Sighvatur
hafi átt afmælisdag þennan dag, 29. nóv.
Það er þó dálítil framför. En hvernig
sem hún þvælir um það, að veizla þessi
hafi verið ætluð ráðherranum, þá getur
hún aldrei hnekkt þeint rökum, er færð
voru fyrir hinu gagnstæða í síðasta blaði
Þjóðólfs, því að það stendur ómótmœlt og
ve/ður ekki hrakið, að 5. júm næstl. ror
var ákveð/ð, að halda Sighvali gamta pessa
minningarveizlu á 80. afmælisdegi hans 29.
nóv., eins og gert var, og að hún kom pvi
ekkeit ráðherranum við.
Til að hnekkja til fulls þessu ósanninda-
þvogli Isafoldar, og kveða drauginn nið-
ur fyrir fullt og allt, birtist hér yfirlýsing
frá hr. Sighv. Árnasyni sjálfum, sem eng-
inn mun væna um ranghermi.
*
* *
Að gefnu tilefni votta eg undirritaður, að
eg var staddur á samkomu meða/ flokks-
manna minna í Iðnaða/ mannahúsinu jj.
júní næstl. vor., og hlustaði á, pegar einn
fundai maður minntist pess, að 80. afmœlis-
dagur minn vœri 29. nóv., og siakk um /eið
upp á pví, sem og vat sampykkt í einu
hljóði, að f/okksmenn hildu tnir pann dag
samsœti, sein nú að ópótfu og ástœðu/ausu
hefur vakið svo tnikið umtal í Höðunum, og
venð í „ísafo/d“ og „Þjóðvi/janum“ rang-
lega bendlað við annan mann, mir til leið-
inda og ópæginda. Voru pá á fundinutn
kosnir 2 menn til að gangast fynr samsœti
pessu. Öl/ frásögnin um petta málefni í
JO. tölubl. Þjóðófs II. p. m., er að mtnni
Vitund fyllilega ritt og sann/eikanum sam-
kvætn, eitis og nóg vitni eru að.
Reykjavík 17. des. 1903.
Sigliv. Árnason.
Konungsafmælið
15. f. m., var haldið allhátíðlegt á
Akureyri með veizlu á hótel »Akureyri«
(gamla »Bauk«) og ræðuhöldum. Töluðu
þar Kl. Jónsson, Páll Briem, séra Matt-
Ítías, Stefán kenn|ri og ýmsir fleiri.
Vatnsleiðsla
er nú komin á í 3 helztu kauptúnun-
um hér á landi, fyrst á Isafirði, svo á
Akureyri og nú síðast á Seyðisfirði. Var
verkinu þar hér um bil lokið seint í f. m.
Hefur Friðrik Gíslason ljósmyndari staðið
fyrir því og tekizt vel. Hjá séra Birni
Þorlákssyni á Dvergasteini hefur hann og
komið upp vatnsleiðslu, og eins á Vopnafirði
ftvöhúsþar, að því er »Austri« segir. —
Vatnið á Seyðisfirði er leitt úr lindítún-
inu á Firði. Allt verkið við þá vatns-
leiðslu tók Friðrik að sér fyrir umsamið
verð, 8750 kr., og þykir ódýrt. En hve-
nær skyldi höfuðstaðurinn fá vatnsleiðslu?
Sjálfsagt verður dagur og vika þangað
til, hversu mikið nauðsynjamál sem það
er fyrir bæinn. Erfiðleikarnir á því eru
svo margir og miklir, en illa er samt un-
andi við ástandið, eins og það er.
Landshöfðingjahúsinu
er nú byrjað að breyta í stjórnarskrif-