Þjóðólfur - 18.12.1903, Page 3
203
stofur, og landshöfðingi fiuttur úr því,
eptir fulla 17 ára þarvist, í hið nýja hús
sitt við Þingholtsstræti. Hinn gamli stipt-
amtmanna- og landshöfðingjabústaður á
Arnarhóli er því að hverfa úr sögunni,
og 1. febr. næstkomandi verður þar orðið
allt öðruvísi umhorfs, þótt húsið verði þá
naumast til fulls undirbúið fyrir allar
þrjár stjórnarskrifstofurnar.
Nýtt búnaðarblað
er á að heita »Freyr« og koma út einu
sinni í mánuði, á að hefja göngu sína um
nýárið. Útgefendur þess eru: Magnús
Einarsson dýralæknir, Einar Helgason og
Guðjón Guðmundsson. Mánaðarrit þetta
er búnaðarfélagi Islands óviðkomandi, og
ekki að neinu leyti á þess vegum.
Ný löff
staðfest af konungi 13. f. m.:
32. Lög um vörumerki.
33. Lög um verzlunarskrár, firma og
prókúruumboð.
34. Lög ttm breyting á 1. gr. í lögum
19. febr. 1886 um friðun hvala.
35. Lög um breyting á lögum n. nóv.
1899 um útflutningsgjald af hvalaf-
urðum.
36. Lög um viðauka við lög9. jan. 1880
um breyting á tilsk. 4. maíi872 um
sveitarstjórn á Islandi og breyting á
lögum 9. ágúst 1889 ttm viðauka
við nefnd lög (um lagning aukaút-
svara á hvalveiði, sfldveiði með nót,
laxveiðiafnot utanhreppsmanna, ábúð
á jörð eða jarðarhluta og leiguliða-
afnot af jörðu, þótt skemur sé rekin
en 4 mánuði gjaldársins).
Óvenjulega hár aldur.
Slðari hluta þessa árs dó að Staðar-
hrauni hjá Stefáni presti Jónssyni iOB
Ara gömul kona, H a 11 a Einarsdótt-
ir að nafni, fædd 2. marz 1797 á
Hróbjargarstöðum í Hftárdalssókn. Hún
var mestan hluta æfi sinnar vinnukona,
giptist aldrei né átti börn, og dvaldi alla
æfi sfna á fimm bæjum, ólst upp á ein-
um, var vinnukona á þremur og dó á
þeim fimmta, fluttist þangað f vor er leið.
Guðlaugur prestur Guðmundsson í Dag-
verðarnesi, sem eitt sinn var sóknarprest-
ur hennar, sagði mér, að hún hefði aldrei
farið f kaupstað, fengið eitt bréf á allri
æfi sinni og verið illa við alla nýbreytni
t. d. hefði henni verið mjög illa við barna-
lærdóm séra Helga Hálfdánarsonar og
taldi ekkert guðsorð í honum.
Hún var nijög forn í skapi og þótti
dugleg og áreiðanleg. (P. Z).
Úr Norður-Þingeyjarsýslu (Öxarfirði) er
skrifað 24. f. m.:
„Unt miðjan sept. batnaði tfðarfarið og
rættist undra vel úr þeim illu horfum, sem
voru um tíma; komu þá nógir þurkar, og
hausttíðin hefur verið ágæt fram að þessum
tíma. En allþungar búsifjar þykja bænd-
um fjárbaðanirnar vera, að þurfa að gefa
öllu fé inni f 8 daga á alauðri jörð af ekki
meiri heyjttm en menn hafa, og halda
hverri skepnu niðri í baðinu í 7 mfnútur,
svo ekki gengur það fljótt, þar sem margt
fé er. — Vænt þótti okkur um að fá nýji
læknirinn Þórð Pálsson, og vorum við bún-
ir að vera helzt til um of lengi læknis-
lausir". —
Harðýðgislegt atferli.
Eins og kunnugt mun vera, brann hús á
Litla-Hrauni í Eyrarbakkahreppi laugardags-
nóttina 5. þ. m. Það hús var notað fyrir
mannaíbúð, nautkindur og sauðkindur; var
þó tæplega lffvænt þar fyrir neitt lifandi,
menn eða skepnur fyrir stormi og leka, því
að húsið var gamalt. Sá, sem fór þaðan
síðastliðið vor var hr. Gizur Bjarnason söðla-
smiður og flutti hann til Reykjavíkur; vildi
hann þá selja jörðina með húsinu og fékk
að nokkru leyti kaup á því við Agúst Daní-
elsson, en það fór einhvernveginn "’öfugt,
sagði Gizur húsið gott að öðru en því, að
bæta þyrfti þakið að norðan og reyndist
þessi sögn hans ekki sem áreiðanlegust og
vildi Ágúst þvf fá dálitla tilslökun á verð-
inu, en Gizur vildi ekki. En eptir frásögn
Gizurs fór eg að jörðinni, en leið illa af
lekum þegar hausta tók og rigningar komu.
Eptir það var húsið skoðað og metið af
dómkvöddum mönnum og varð þá mjög
miklu lægra mat á öllu, einkum þó á hús-
inu, en er það var brunnið laugardagsnótt-
ina 5. þ. m., þá heyrðist, að það væri í á-
byrgð fyrir 2000 krónum. Sunnudaginn
næstan eptir kom Gizur hingað austur til að
selja jörðina að saet var. En þegar hann
var farinn úr plássinu, sendi hann stefnu-
vottana á mig til að byggja mér út af jörð-
inni. Ekki átti eg samt að fara fyr en í
næstu fardögum, sem bezt hefði verið strax.
Þegar stefnuvottarnir komu, var eg enn
húsvilltur, þó góðir menn hefðu tekið fólk-
ið. Kýrnar voru í lambhúskofa á túninu.
Við brunann er það að athuga, að líkur
eru til að hann hafi komið utan að, eptir að
allt fólkið var sofnað, af hvers völdum er
ekki mitt að dæma um, að öðru leyti vísa
eg til prófanna. En eg vil að eins benda
á hið illa og góða, og það er að Gizuri
þóknaðist að byggja mér út afjörðinni hús-
villtum í harðindum og kýrnar í dauðanum,
en engin manneskja við heimilið Litla-Hraun.
Auk þess missti eg mestalla innanstokks-
muni mfna í brunanum, en þann sama
dag gaf mér góður maður 20 kr. í pening-
um og aðrir, sem hér eru kunnir að hjálp-
semi í Kkum kringumstæðum hafa liðsinnt
og gefið, og munu geta og hjálpa mér og
mínum.
í þessum hreppi hefur Gizur dvalið nær
40 ár, en hann virðist ekki hafa lært hér
góðgirni á þessum tfma. Hann hefði ekki
þurft að byggja mér út af iörðinni hefði
allt lifandi kafnað f húsinu, sem nærri lá.
Eyrarbakka 10. des. 1903.
Gndmundnr Gudlaugsson.
Norðlenzki ferdalangurinn. f 44. tbl.
Þjóðóifs þ. á. stendur fréttagrein, sem hljóð-
ar um mann nokkurn, er nefndur er þar
strokumaður eða flækingur. Maður þessi
kom einn af fjöllum fram, og hýsti eg hann
fyrstu nóttina eptir að hann kom til byggða,
nefndi hann sig þá Jón, en Hafliði sagðist
hann heita, þá er hann kom neðar í sveit-
ina. — En þar sem í grein þessari er sagt,
að eg hafi kynnzt manni þessum við sjó,
þá er sá fótur fyrir þvf, að mig að eins
támar í, að eg hafi verið í sömu veiðistöð,
en þó ekki á sama bæ, eina vertíð. En
um nafn hans hafði eg ekki minnstu hug-
mynd, svo að það er ekki rétt að eg hafi
sagt, að þá hafi hann hvorki heitið Jón eða
Hafliði:
Athugasemd þessa bið eg ritstjóra Þjóð-
ólfs að birta í blaði sínu.
Tungufelli 6. des. 1903.
Jón Arnason.
Frásögnin f Þjóðólfi, sem einnig er rétt í
öllum aðalatriðum, var tekin eptir kunnug-
um manni þaðan að austan. . Nú kvað það
vera komið upp úr kafinu, að maður þessi
heiti réttu nafni Hafliði Gunnarsson, ættað-
ur úr Skagafirði (Gönguskörðum). Hann
mun nú dvelja í Ytrihrepp og er ætlun
manna, að hann sé eitthvað bilaður á geðs-
munum. R i t s t j.
Gjöf Jóns Sigurðssonar,
Samkvæmt reglum um »Gjöf Jóns
Sigurðssouar«, staðfestum af konungi
27. apríl 1882 (Stjórnartíð 1882. B.
88. bls.) og erindisbréfi samþykktu á
alþingi 1885 (Stjórnartíð. 1885 B. 144.
bls.) skal hér mnð skorað á alla þá,
er vilja vinna verðlaun af téðum sjóði
fyrir vel samin vísindaleg rit viðvíkj-
andi sögu landsins og bókmenntum,
lögum þess, stjórn eða framförum, að
senda slík rit fyrir lok febrúarmánaðar
1905 til undirskrifaðrar nefndar, sem
kosin var á alþingi 1903 til að gera
að álitum, hvort höfundar ritanna séu
verðlauna verðir fyrir þau, eptir til-
gangi gjafarinnar.
Ritgerðir þær, sem sendar verða í
því skyni að vinna verðlaun, eiga að
að vera nafnlausar, en auðkenndar með
einhverri einkunn. Nafn höfundarins
á að fylgja í lokuðu bréfi með sömu
einkunn, sem ritgerðin hefur.
Reykjavík 15. desember 1903.
Bj'órn M. Ólsen, Eiríhir Briem,
Magnús Stephensen.
Proclama.
Samkvæmt lögum 12. apríl 1878
og opnu bréfi 4. janúar 1861, er hér
með skorað á alla þá. sem telja til
skuldar í dánarbúi hjónanna Sigurðar
Þakkarávarp. Þegareg síðastl. vor hafði
ráðið mig sem háseta á kútter „Jón“, eign
herra kaupm. Jóns Þórðarsonar í Reykjavfk,
og verið nokkrar vikur úti f sjó, þá vildi
mér það óhapp til, að eg lagðist veikur,
svo að eg gat ekki stundað skiprúm mitt,
var eg því það fyrsta fluttur til Reykjavík-
ur og var mér þar veitt hin bezta viðtaka
af þeim hjónum Jóni kaupm. Þórðarsyni og
frú hans, er létu sér um frain allt umhugað
um, að mér gæti liðið sem bezt; þau létu
flytja mig á spítalann, útveguðu mér lækn-
ishjálp og vitiuðu mín í legunni, ogyfirhöf-
uð létu sér vera svo annt um mig sem
væri eg barn þeirra. Þegar eg fór aptur að
skreiðast á fætur, þá buðu þau mér heim
til sín og veittu mér alla þá hjálp og að-
hjúkrun, sem eg frekast þurfti. Álla þessa
hjálp veittu þessi heiðurshjón mér ánlauna;
auk alls þessa gáfu þau mér stórgjafir, ým-
iskonar fatnað og ferðapeninga til þess að
eg kæmist heim -- Eg finn til þess af
hrærðu hjarta, hve slík hjálp er mikilsverð,
þótt ég í alla staði sé þess ekki umkominn
að launa hana — þess vegna vildi ég nú
opinberlega láta slíkra velgerða getið og
um leið senda þessum heiðurs- og velgerða-
hjónum mína innilega þökk og biðja guð
að launa þeim velgerðar- og kærleiksverkið,
er þau gerðu við mig, sem er óefað ekki
það fyrsta, og mun ekki verða það síðasta
við sjúka og nakta. Ætti þjóð vor marga
slíka, gædda kostum mannkærleikans, þá
væri betur farið.
Stokkseyri 12. des. 1903.
Kjartan (ínðmuiKlsson.
Eg tel það skyldu mína að senda
yður eptirfarandi vottorð:
Eg hef mörg ár þjáðst af innvortis
Stefánssonar og Guðlaugar Ólafsdótt-
'ur frá Steindyrum. sem önduðust þar
20. okt. og 14. des. 1902, að lýsa
kröfum sínum og sanna þær fyrir
skiptaráðandannm í Þingeyjarsýslu, áð-
ar 6 tnánuðir eru liðnir frá síðustu
birtingu þessarar auglýsingar.
Skrifstofu Þingeyjarsýslu.
Húsavík 28. nóv. 1903.
Steingrímur Jónsson.
Til jólanna fæst í verzlun Bj'órns
Þórðarsonar á Laugaveg 20 B. :
Hveiti bezta tegund — Gerpúlver
— Rúsínur — Sveskjur — Kúrennur
— Kardemommur — Citronolía —
Kanel — Sagó — Chocolade — Kaffi-
brauð — Tvíbökur — Syltetöj —
Eggjapúlver — Kartöflumjöl — Stíf-
else o. fl.
Urval af Handsápum — Grænsápa
— Sódi — Blæsódi — Buris og Blá-
steinn f verzlun
sjúkleika, matarólyst, taugatitringi og
annari veiklun. Hafði eg árangurslaust
fengið nokkrum sinnum meðul hjá ýms-
um læknum. Nú síðustu árin hef eg
neytt Kína-lífs-elixírs frá herra Walde-
mar Petersen, Fredrikshavn, og ávallt
fundið á mér bata við það, en sökum
fátæktar minnar hef eg ekki haft efni
á að hafa hann stöðugt, en finn það
samt' sem áður, að eg get ekki án el-
ixírsins verið. Þetta get eg vottað með
góðri samvizku.
Króki í febrúar 1902.
Guðbjörg Gu ðbrand§dóttir .
KÍNA-LIFS-KLIXÍRINN fæsthjá flestum
kaupmönnum á Islandi, án nokkurrar toll-
hækkunar, svo að verðið er öldungis sama
sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn
ekta Klna-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir
v.p.
að lfta vel eptirþví, að F standi á ffösk-
unum f grænu lakki, og eins eptir hinu skrá-
setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji
með gtas f hendi, og firmanafnið Walde-
mar Petersen.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Prentsmiðja Þjóðólfs.
Björns Þórðarsonar.
5 Heimsins fullkomnustu fjaðraorgel
♦ Off ódýrustu eptir gæðum,
^ fást hjá undirrituðum frá: Mason & Hamlin C°., Vocalion Organ C°., W. W.
♦ Kimball C°., Cable C°., Beethoven Organ C°. og Cornish & C°. — Orgelin kosta
> frá 150 kr. til 6,500 kr. Vandað orgel í hnottré, með 5 áttundum, tvöföldu
♦ hljóði (122 fjöðrum) o. s. frv., kostar með umbúðum á Transit í Kaupmanna-
® höfn 150 kr. Mjög vandað og stórt orgel í hnottré, »Kapellu-orgel«, með 5
4 áttundum, fimmföldu hljóði, (318 fjöðrum) o. s. frv., hið hljóðfegursta orgel,
i sem mér vitanlega fæst hér innan við 600—700 kr., kostar með umbúðum í
♦ Kaupmannah. að eins 350 kr,— Mason & Hamlin orgelin eru fræg-
♦ ust allra um allan heim, og hafa ávallt hlotið hæstu verðlaun á öllum alþjóða-
sýningum síðan 1867, og hvarvetna annarsstaðar, þar sem þau hafa sýnd ver-
ið; þannig fékk félagið 1878 í Stokkhólmi hina stóru gullmedalíu : »Literis et
artibus«, og gerði Oscar konungur þá Mason & Hamlin að hirðsmiðum sfnum.
Síðan hafa þeir ekki sýnt í Svfþjóð og í Danmörku aldrei. Vocalion-
o r g e 1 i n, sem eru með nýfundinni og mjög frábrugðinni gerð, fengu þetta
vottorð á Chicagosýningunni 1893: » ... In tonal qualities and excellence . . .
it closelv resembles a pipe organ« . . . . »is much less expensive than the pipe
Organ of eqttal capacity ...... W. W. Kimball Co fékk á sömu sýningu
svolátandi dómsorð fyrir pípna- og fjaðraorgel og Pianoforte: »Superlative
merit« . .. shighest standard of excellence in all branches of their manufacture
...... Meðal dómendanna á Chicagosýningunni var: M. Schiedmayer fræg-
astur orgelsmiður í Evrópu, Hvorugt þessara síðasttöldu félaga hefur nokkru
sinni sýnt í Svíþjóð eða Danmörku.
Orgelin eru í minni ábyrgð til Kaupmannahafnar, og verða að borgast
fyrirfratn. Flutning frá Kaupnt.h. borgar kaupandi við móttöku. — Verðlista
með myndutn og allar upplýsingar fær hver sem óskar.
Einkaumboðsmaður félaganna hér á landi
Þorsteinn Arnljótsson,
Sauðanesi.