Þjóðólfur - 08.01.1904, Page 1
ÞJOÐOLFUR.
Reykjavík, föstLidaginn 8. janúar 1904.
56. árg.
Qfna og eldavélar
s e 1 u r
Kristján Þorgrímsson,
Bókmenntir.
Bogi Melsteð: íslendinga saga. I. b.
2. h. Kh'ófn i)oj.
II.
(Síðari kafli).
Einna lakast finst mjer höf. hafa tekist
kaflinn um stjórnarfar á landnámsöldinni.
Hann hneigist þar að minni higgju um of
að skoðunum Vilh. Finsens, sem var á-
gætur lögfræðingur, enn hætti því miður
til að llta á söguleg efni með gleraugum
lögspekinga. Þórsnesþing og Kjalarnesþing
eru einu þingin, sem sögur vorar geta um
firir alþingi. Af þessu vildi Finsen álikta,
að engin önnur þing hefðuverið til, eftir
þeirri reglu lögfræðinga, að »það sem ekki
er 1 skjölum málsins, er ekki heldur til«
(quod non est in actis, non est
in mundo). Enn þessi regla stendst
ekki firir dómi sagnfræðinnar. Höf. fer
ekki eins langt og Finsen. Hann játar,
að fleiri þing kunni að hafa verið til, þó
að sögurnar geti þeirra ekki, enn heldur,
að þau hafi verið fá. Að minni higgju
er það ekkert að marka, þó að sögurnar
geti ekki um fleiri þing, því að fæstar
þeirra hirða mikið um að skíra frá stjórn-
arfari og þingum, enda var eðlilegt, að
munnmælin um slíkt gleimdust mönnum,
þegar írá leið. Menn mundu betur vlga-
ferli og róstur. Jeg er sannfærður um,
að það var ekki eins dæmi, er Þórólfur
Mostrarskegg setti Þórsnesþing, og að flelri
göfugir höfðingjar hafa farið að líkt og
hann. Höf. notar Skallagrím sem ein-
stakt dæmi til að sína atorku og dugnað
landnámsmanna 1 búnaði, og er það ef-
laust rjett hjá honum, að fleiri væru slík-
ir, þó að honum sje einkum við brugðið
í sögunum. Hvað er þá á móti þvl að
ætla, að fleiri hafi orðið til að skipa dóma
og þing enn Þórólfur einn. Þetta mætti
sína með fleiri rökum, enn hjer er ekki
rúm til þess.
Höf. er mjer ekki samdóma um það,
að Kjalarnesþing, eða »þeir höfðingjar,
sem að því hurfu«, hafi gert kröfu til að
vera þing firir alt landið. Ari setur það
þó beinlínis á bekk með alþingi, er hann
segir, að »áður« (o: enn alþingivar sett)
hafi verið þing á Kjalarnesi. Ef Ari hefði
hugsað sjer Kjalarnesþing sem hjeraðsþing,
þá væri þetta ónákvæmt hjá honum, þvl
að þá hefði hann líka átt að geta um
Þórsnesþing, sem honum hefur eflaust ver-
ið fullkunnugt um. Höf. segir, að ekki
hefði verið þörf á að setja alþingi, ef
Kjalarnesþing hefði áður verið til sem als-
herjarþing, og telur þetta »sterka sönnun
firir þvl, að Kjalarnesþing hafi ekki verið
alsherjarþing«. Að Kjalarnesþing hafi
gert kröfu til að vera firir alt landið, virð-
ist mjer ljóst af dómi þess 1 máli Þóris
kroppinskeggja, þar sem sektarfje hans
varð alsherjarQe, o: eign allra landsmanna,
og til sama bendir það, að Þorsteinn Ing-
ólfsson, sem var helstur höíðingi Kjalar-
nesþings og eflaust hefur helgað það með
blóti, var gerður alsherjargoði, þegar al-
þingi var sett, og látinn halda þinghelg-
uninni, enda setur Viðbætir Melabókar
þessa tign Þorsteins á alþingi beinlínis í
samband við afstöðu hans til Kjalarnes-
þings. Astæður þær, sem höf. ber fram
á móti þessu, hafa ekki sannfært mig.
Hann virðist ekki skilja muninn á því,
sem jeg segi, að Kjalarnesþing hafi gert
tilkall til að vera þing firir alt
landið, og hinu, að það hafi í raun og
veru fengið því framgengt að
vera sannkallað alsherjarþing.
Stofnun Kjalarnesþings er að minni higgju
hin firsta tilraun til að koma alsherjar-
stjórn á hjer á landi, og bandalag Þor-
steins og hinna höfðingjanna, »er að þvf
hurfu« eru hin firstu samtök í þessa átt.
Hvað var eðlilegra enn að Þorsteinn, son-
ur hins firsta og frægasta landnámsmans,
beittist firir þessu? Hitt er annað mál,
að honum hefur ekki tekist aðgera Kjal-
arnesþing að sönnu alsherjarþingi. Aðrir
höfðingjar, lfklega úr fjarlægum hjeröðum,
hafa risið á móti einveldi Kjalarnesþings.
Á þetta bendir það, að Ulfljótur, sem
setti hin elstu lög vor, var austan úr
Lóni, og líklega Grímr geitskór (-skör?),
fóstbróðir hans, líka, úr þeim hluta lands-
ins, sem virðist hafa verið einpa fjölmenn-
astur um lok landnámsaldar. í orðum
Ara shöfðingjar þeir er at því (o: Kjal-
arnesþingi) hurfu* liggur óbeinlínis, að
allir höfðingjar hafi ekki orðið áeittsátt-
ir um Kjalarnesþing, og stiður það skoð-
un mína. Ur þessum andróðri höfðingj-
nnna hefur svo orðið það samkomulag,
sem leiddi til þess, a ð alþingi var sett á
Þingvelli, sem er eigi langt frá Kjalar-
ness þingstað, enn lá miklu beturvið fir-
ir allan þorra landsmanna, a ð Þorsteinn
varð ekki hinn æðsti embættismaður lands-
ins, lögsögumaður, enn hjelt þinghelgun-
inni og nafninu alsherjargoði, og að hinn
austfirski höfðingi Ulfljótur fjekk firstur
lögsögu. Þetta higg jeg vera tildrögintil
alþingissetningar eftir orðum A.ra fróða
og Landnám.u, þegar þau eru rjett skilin.
Höf. heldur, eins og aðrir hafa áður hald-
ið, að orsökin til þess, að Þorsteinn Ing-
ólfsson Qekk alsherjargoðorð og þinghelg-
un á alþingi, hafi verið sú, að þingstað-
urinn hafi legið í landnámi föður hans.
Enn þetta virðist ekki vera rjett. Að vísu
segir Hauksbók, að landnám Ingólfs hafi
náð austur að Hrafnagjá, og þá hefði það
líka náð ifir alþingisstaðinn. Enn bæði
Sturlubók og Melabók hin ingri, sern hjer
virðist vera sjálfstætt handrit, óháð hin-
um, segja að landnám Ingólfs hafi ekki
náð lengra austur enn að Öxará, og þetta
takmark landnámsins fellur betur við önn-
ur takmörk þess : Hvalfjörður, Brinjudalsá,
Öxará, (Þingvallavatn), Ölfusá og öll nes
út. Hjer er engin gloppa á milli, því að
Öxará kemur upp nálægt upptökum Brinju-
dalsár, enn ef takmörkin eru flutt austur
að Hrafnagjá, er stórtbil milli hennar og
Brinjudalsár. Þar sem Landn. liðar sund-
ur landnám Ingólfs milli einstakra land-
námsmanna, er og landnám Hrolleifs Ein-
arssonar, er fjekkþennan geira landnams-
ins, ekki látið ná lengra austur enn að
Öxará í Hauksbók sjálfri og Mela-
bók ingri (vantar í Sturlubók). Sbr. Landn.
1843 bls- 3r7 (5- P- L3- k.)- Je8 tel Því
víst, að landnám Ingólfs hafi að einsnáð
að Öxará. Enn nú mun höf. líklega svara,
að þá hafi þó landnámið náð ifir vestur-
hllita alþingisstaðarins eða Öxarárbakkann
vestari mðri áÞingvelli. Enn svo er ekki,
nema hann vilji efast um, að það sje satt,
að Öxará hafi áður öll runnið til vatns
vestan Almannagjár, enn síðan verið veitt
ofan um Almannagjá niður á þingstaðinn
(Sturl. 2 I. 203. bls.), sem mun áreiðan-
legt. Þegar Ingólfur nam land, rann því
áin talsvert firir vestan þingstaðinn, sem
síðar varð, og ekkert af honum liggur þá
í landnámi Ingólfs. Þessi ástæða firir
því, að Þorsteinn Ingólfssön fjekk alsherj-
argoðorð og þinghelgun, er því einskis
virði, og er miklu rjettara að halda sjer
við það, sem þó stendur í einu heimild-
arriti, Melabók ingri, sem er ekki eins
ómerk og höf. vill ætla, þegar úr henni
er vinsað það, sem ekki ertekið úrMela-
bók eldri, heldur úr ingri heimildarritum.
Á 247. bls. minnist höf. á þann sið, að
konur skildu helga sjer landnám með þvf
að leiða í kringum það tvævetra kvígu
vorlangan dag sólsetra millum, »hálfstalit
naut ók haft vel«. Hjer hefði þurft að
gera tilraun til að skíra orðið »hálfs-
t a 1 i t « . Það stendur ekki í orðabókum
og er vafasamt. Ætli það þíði ekki sama
sem ,hálfgengið með‘ (sbr. tal, .burðar-
tími kúa')? í Hauksbók stendur »half
stalit«, enn orðaskiftinguna er ekki að
marka. Hugsunin virðist vera, að kfrin
megi ekki vera meira ennhálfgengin með,
svo að hún sé gangfær.
Afleiðsla nafnsins Ölfusá hjá höf., að
það sje firir Ölfossá, á sem fossar sem öl,
finst mjer harla óviðkunnanleg og miklu
lakari enn tilraun Brynjólfs frá Minna-
núpi til að skíra sama nafn. ,Ölfoss‘ get-
ur varla þítt annað enn ,foss af öli‘, t. d.
úr tunnu eða því líku.
Um siðinn að skera »jarðkrossa« á
landamærum er getið f Grágás, enn ekki
í Landnámu, enda bendir nafnið (-kross)
til, að sá siður muni ekki vera úr heiðni
(sbr. höf. á 249. bls.). Þessa siðar er og
getið á einum stað í Valla-Ljóts sögu,
enn rjett á undan segir sagan, að kristni
hafi þá verið lögtekin.
Enn jeg skal ekki þreitá lesendur á
smámunum. Hitt er vert að taka fraro,
að mart og mikið má læra á þessu firsta
bindi af Islendingasögu höfundarins, og
að það er nauðsinlegt rit firirhvern þann,
sem eftirleiðis leggur stund á sögu land-
námsaldarinnar.
Málið á þessu hefti er miklu vandaðra
og liprara enn á firra heftinu, þó að það
sje enn þá hvergi nærri gallalaust. Höf.
ritar: »frá Orkneyjum« f. ,úr Orkn.‘ (bls.
226) , »á Orkneyjum« f. ,í Orkn.‘ (bls.
227) , »á Eskifirði« f. ,í Eskifirði' eða ,við
Eskifjörð' (184. bls.), »barnslaus«, rjettara
,barnlaus‘, (256. bls.), »borið við«, rjettara
,barið við‘, (256. bls.), og fleiri smámuni
mætti til tína.
Prentvillur eru miklu færri í þessu hefti
enn 1 hinu firra. Þó hef jeg fundið nokkr-
Jfs 2.
ar, enn þær eru ekki meinlegar. Allur
frágangur á prenti og pappír er Bókmenta-
félaginu til sóma.
Aftan við bindið er gott registur ifir
mannanöfn, og er það mikill kostur.
Alt er bindið helgað föðurbróður höf.,
fræðimannaöldungnum Páli Melsteð.
Reikjavík í des. 1903.
Björn M. Ólsen.
Gaman og alvara.
Eptir Örvar- Odd.
Heill og sæll, Þjóðólfur minn! Þafr
er orðið nokkuð langt síðan, að eg hef
sent þér línu, mig minnir að það væri
síðast í fyrravetur, þegar Akureyrarlognið
var á dagskrá hjá ykkur. Eg var hrædd-
ur um, að það mundi síga á ykkur svo
þungur svefnhöfgi, ef lognið fengi að
dreifast andvaralaust yfir landið, að eg
andaði dálítið á móti því, og sjá þar
varð ekkert logn, jafnvel enn þá meiri
stormur, en áður hafði verið. Jafnvel
sjálfur friðarhöfðinginn og lognstjórinn,
amtmaðurinn nyrðra, ætlaði að taka
Húnavatnssýslu, »með stormi*, og þaut
á »Vind« sínum vestur að Sveinsstöðum,
en klárinn var dettinn og illa taminn,
svo að amtmaðurinn hraut af baki á
Sveinsstaðahlaðinu í annað sinn og var
mildi, að hann stórmeiddist ekki. Síðan
hefur hann ekki komið á bak þeim vind-
ótta, nema lítilsháttar spretti, sem hann
hefur látið hann taka í »Norðurlandinu«
en þar hefur »Vindur« amtmannsins allt-
af verið að smáhnjóta alla stund sfðan
amtmaður reið þar úr hlaði á honum
haustið 1901, og sló svo óþyrmilega í
ótamdan folann.að hann ætlaði að sprengja
hið nýfædda »Norðurland« með þvf að
hleypa »Vind« í það hvað eptir ann-
að. Þá veinaði Einar. En það var
engin miskunn hjá Magnúsi. Þeir þöndu
sig þarna hver í kapp við annan: Amt-
maður á Vind sfnum í »Norðurlandinu«
og Valtýr á gamla Brún sínum á »Fold-
inni« syðra. Báðir klárarnir voru brokk-
gengir, og ekki neinir sérlegir gæðingar,
Brúnn orðinnstirður oggamall.ennokkurn-
veginn stöðugur undir, ef riddarinn kunni
rétt taumhald, en Vindur ólmur og keip-
óttur, og hætti við «ð hlaupa opt þvert
úr vegi. Þeir Brúnn og Vindur áttu að
bera riddara sína upp f ráðherrasætið,
þangað var kappreiðinni stefnt; þótti
mönnum lengi tvísýnt, hvor hlutskarpari
yrði, en eptir því sem lengur leið hrökl-
aðist amtmaður lengra og lengra burt
frá réttri leið, vegna dutlunganna í Vind,
en Valtýr hafði taumhald gott á Brún og
þóttist viss um sigurinn. En þá er rétt að
segja var komið að markinu, þaut Hannes
Hafstein á Pegasus sínum allt í einu
fram úr öllum, og hafði hann þó ekki
fyr en á síðustu stundu fengið skipun um,
að hann skyldi vera með. Sást það brátt,
að þýðingarlaust var öllum við hann að
þreyta, vg varð þá Valtýr svo æfur, að
að hann stökk af baki og hratt Brún
sínum í gryfju við veginn, og mælti:
»Nú hefur þú hinnsta sinn feigum fótum