Þjóðólfur - 26.02.1904, Side 2

Þjóðólfur - 26.02.1904, Side 2
34 sé ætlaður til djúpplægingar; þetta hafði eg tekið fram 1 grein minni um plógana en þrátt fyrir þetta stóð hann nú samt einna næst til þess að vera notandi á þúf- ur, þó eg ekki gæti álitið hann hentugan til þess. Hann hefur sagt til hvers Root Ground plóginn ætti að nota; allra góðra þakka vert, við vissum það reyndar fyr, en þetta er nú samt alt gott og blessað. En svo segir hann, að það sé reyndar dágott að plægja með Ólafsdalsplógnum en helzt vill hann láta Jón Jakobsson skurka með honum upp á loptinu í Lands- bankanum. Jón Jónatansson. Reknetaféiagið við Faxaflóa hélt aðalfund 15. þ. m. Fundarstjóri var Tryggvi Gunnarsson bankastj., sem er for- maður félagsins; hann skýrði frá helztif atriðum úr reikningunum um leið og hann lagði þá fram. Félagið hafði þetta reikningsár, eins og að undanförnu, lítið þilskip — 25 smá- lestir — til síldveiða frá miðjum maí til miðs ágústs. 7 menn voru á bátnum. Kaup þeirra og »premía« var 1623 kr. fyrir utan fæði, en alls var kostnaðurinn með veiðarfærum 3621 kr. Aflinn var 290 tunnur af sfld, sem seldist öll til beitu á fiskiskipin fyrir 6,940 kr. Hagnaður á síld frá f. á. var 114 kr., svo á- góðinn varð árið 1903 alls 3,433 kr, Þar af var skipið endurbætt fyrir 924 kr., borgað af verði þess 985 kr., greiddur reikningshalli frá fyrra ári 488 kr. og lagt í varasjóð 1036 kr. Skipstjóranum var veitt þóknun fyrir dugnað við veiðina og góða hirðing á veiðarfærum 50 kr., og Jóh. Nordahl 30 kr. fyrir eptirlit með síldinni, því talsvert af henni var fryst í bráð. Samkvæmt lögum fél. gekk Tryggvi Gunnarsson úr stjórninni, en var endur- kosinn í einu hljóði. Sömuleiðis var Sturla kaupmaður Jónsson endurkosinn varamaður í stjórnina. Hagnaðurinn á þessu litla þilskipi á stuttum tíma sýnir, að síldveiðar eru fram- tíðargróðavon landsmanna. Þótt hinn beini gróði félagsins þ. á., 3433 kr. sé mik- íll, þá er óbeini hagnaðurinn margfalt meiri, því öll síldin var seld í beitu til þilskipanna hér við Faxaflóa, og má 6- hætt fullyrða, að fyrir þessar 290 'tunnur af síld hefur komið á land margir tugir þúsunda af fiski, sem annars ekki hefðu komið. Sem dæmi þess má telja, að einn skipstjórinn hér hleypti frá Vestfjörðum til Reykjavfkur á miðri vorvertíð f. á. vegna beitu og aflaleysis, og hafði þá fengið nálægt 7000 fiska, en var svo hepp- ínn, að síldarbáturinn kom þá inn á höfn með nýveidda sfld, sem hann tók nokkr- ar tunnur af, og aflaði á þær á litlum tíma 23,000 fiska til vertíðarloka, en hin skipin, sem ekki náðu í síld, komu flest með mjög rýran afla eptir vorvertíðina. Um það leyti fékkst engin sild á Vest- fjörðum eða austanlands. Reknetafélagið er eitt hinna mörgu nauðsynjafyrirtækja hér í bæ, er Tryggvi Gunnarsson bankastjóri hefur komið á fót. Hann stofnaði það f júní 1899 í þeim tilgangi, að útvega fiskiskipunum sfid til beitu, og því hefur verið haldið fram til þessa; ekkert af síld hefur verið selt til útlanda. En nú í vetur hafa nokkrir duglegir skipstjórar hér keypt skip, sem þeir ætla að halda út f sumar til reknetaveiða, og ætla að salta síldina til sölu í útlöndum. — En það hrós má þó Reknetafélagið eiga, að það byrjaði fyrst allra reknetaveiðar hér við land, og á það þakkir skilið fyrir það. Vonandi er að segja megi um það, að »mjór er mikils vísir«. Þegar verð á fiski lækkar eða afli bregst, svo þorskveiðar geta ekki borið hinn mikla kostnað, sem á þeim hvíla, þá er mjög llklegt, að margir af skipseigendum snúi sér að slldarveiðum með reknetum. Reknetafélagið er hlutafélag, þannig, að hver féiagsmaður fær jafnmarga hluti úr aflanum, sem hann á mörg hlutabréf. Fiestir hafa þá síld, sem þeim skiptist, í beitu á þilskip sín, en nokkrir selja sfna síld á önnur skip, opt með talsverðum hagnaði. Þessvegna eru ekki ákveðnir vextir af hlutabréfunum á aðalfundum fé- lagsins, heldur kemur ágóðinn fram í 1 meiri afla á skipunum og ábatasamri sölu á síldinni, og sá óbeini gróðí er opt mikill. Við hliðina á þessu félagi er íshúsið ómissandi; það tekur við síldinni, þegar hún kemur á land, frystir hana oggeym- ir, þangað til fiskiskipin koma og eigend- ur þurfa að nota hana. Undanfarna vetur hefur talsvert verið geymt í húsinu til beitu yfir vetrarvertíðina, en öll síldin sem veiddist næstl. sumar, var þá öll brúkuð, af því engin síld fékkst á Vest- fjörðum, svo nú er engin sfld í íshúsinu; hafa því margir skipaeigendur hér pantað frosna síld frá Noregi, sem von er á að komi seinast 1 þessum mánuði. Nýja húsið í Hafnarstræti, er Guðjón úrsmiður Sig- urðsson hefur látið reisa, er stærsta og veglegasta húsið í prívatmannseign hér í bæ, allt úr steinsteypu, þríloptað. Hefur heyrzt að það muni kosta um 70,000 kr. er það er fullgert að öllu leyti, en svo er ekki enn. Er nú verið að prýða að innan ráðherrabústaðinn á miðloptinu (1. sal.). Þá íbúð hefur ráðherrann H. Haf- stein leigt, og ætlar að flytja þangað um miðjan apríl næstk. Húsið er nfi. allt leigt, þótt ekki sé fullbúið enn. Á efsta lopti (2. sa!) leigir Chr. Zimsen konsúll, en herbergi þau á neðsta gólfi (stofunni) er að Pósthússtræti vita, hefur nýi bank- inn Ieigt, en hvenær hann byrjar starf- semi sína veit enginn enn. Önnur her- bergi á neðsta lopti og kjallarann hefur Th. Thorsteinsson konsúll og kaupm. leigt fyr- ir 1200 kr. á ári. Hefur hann vínsölu- deild í kjallaranum, en vefnaðarvörudeild í búðinni, og er útsala þar nýbyrjuð. Er búð sú mjög smekklega prýdd, og öllu þar inni mjög snyrtilega fyrir komið, svip- að því er sjá má í fínum búðum erlend- is. Og kvennfólkið segir, að verðið á vörunum þarsé afbragð, og er í 7. himni yfir öllu stássinu, svo að sagt er, að Thom- sen með öllum sínum deildum þurfi að fara að gá að sér og líta til veðurs í vest- urátt, svo hann geti rifað seglin í tíma og verði ekki sigldur í kaf, því að ann- ar náungi, fremur örðtigur viðfangs, situr 1 Edinborg, lítt uppnæmur fyrir einum, og til alls búinn. Er mælt að »strfðið sé nú byrjað«, í Hafnarstræti og að »Edin- borg« og »Nýju Liverpool« hafi þar fyrst lent saman. Segja menn þó að í fyrstu muní »Nýja LiverpooU, er menn bera saman við Japan, hafa ætlað sér að at- huga Rússann, er þanið hefur sig yfir miklar lendur þar eystra, og þykir orðinn nokkuð uppivöðslumikill, og vænta menn því, að Englendingar (=Edinborg) gerist sambandsmenn Japans gegn Rússanura, því að flestir óska Japan sigurs í þessum ófriði, sem nú kvað vera hafinn gegn rúss- neska veldinu og harma lítt, þótt það hreppi dálítinn skell. Þilskipln héðan úr bænum eru nú að búa sigút til aflafanga og munu flest þeirra leggja af stað 1. marz. Er það allálitlegur floti, sem nú er kominn hér á höfnina, en þó verður 15—16 skipum færra nú en í fyrra, og er það töluverður apturkippur. Mestu munar það, að Edinborgarverzlunin er nú hætt við útgerð þá, er hún hefur haft undanfarin ár, fyrir reikning spanskra fiskikaupmanna að mestu eða öllu leyti, en þeir vildu ekki halda útgerð þessari lengur áfram. „Scotland“ ókomið enn, orðið fulla viku á eptir áætlun, og sumir því orðnir langeygðir eptir farþegum og fréttum frá útlöndum. I gær kornu hingað á höfnina reyndar tvö ensk botnvörpuskip, en höfðu ekki meðferðis yngri blöð en frá 9. þ. m. Ept- ir þeim er þetta hið helzta fréttnæmt Frá utlöndum. Vissar fregnir um friðslit milltim Rússa og Japana ekki komnar til Evrópu 9. þ. m., að eins óstað- festar lausafregnir um, að Japanar hafi sent herlið inn í Kóreu, tekið nokkur rússnesk herskip o. s. frv. En hitt er hér um bil vfst, að ófriðurinn hefur hafizt þá dagana, því að sendiherra Japana 1 Pétursborg ætlaði að fara þaðan 10. þ. m., og sendi- herra Rússa í Tokio ætlaði að leggja af stað þaðan heim til Rússlands 12. þ. m., og er með því öllu »diplómatisku«-sambandi millum þessara ríkja slitið, en slík satn- bandsslit frá beggja hálfu, eru jafnan á- reiðanleg merki þess, að styrjöld sé þegar hafin eða öldungis óhjákvæmileg. Um leið og Kurino, japanski sendiherrann 1 Pétursborg, tilkynnti Lamsdorf utanríkis- ráðherra burtför sína, skýrði hann honum frá, hversvegna þolinmæði Japana væri nú á þrotum, og að þeir gætu ekki látið það viðgangast, að sjálfstæði Koreu yrði hnekkt, því að þá væri Japan hætt. Á kaupmannasamkundum víðsvegar f Evrópu var allmikil ókyrrð og ótti, þá er tréttist, áð friðslitin væru óhjákvæmileg. Frakkar eiga t. d. mikla peninga í lánum á Rúss- landi, og eru ekkert glaðir yfir horfunum. — Allmikil ókyrrð og viðsjár í Peking út af því, að rússneskt herlið væri komið til Kalgan, smábæjar eins, hundrað mílur í útnorður frá Peking. Evrópumenn í Kína orðnir hræddir um sig, og óttast, að hryðju- verkin frá 1900 muni endurnýjuð. — Mælt er, að Rússar láti í veðri vaka, að ef Eng- lendingar ætli að skipta sér af ófriðnum og hjálpa Japönum, þá muni þeir (o: Rúss- ar) senda herlið yfir fjalllendið Pamir til Indlands. Um 400,000 hermenn hafa Rússar þar austur frá eða á leiðinni, og eptir Síberíujárnbrautinni geta þeir flutt 100,000 menn þangað austur á einum mánuði. En Japanar hafa skip nokkru fleiri alls. Kvað það hafa verið í blaði ensku frá 10.—11. þ. m., að Japanar hefðu tekið eða eyðilagt 11 skip fyrir Rússum, og eru það því líklega allir tundurbátar þeir, er þeir höfðu í Port Arthur, því að þeir voru 11 að tölu. En sönnur á frétt þessari vitum vér ekki, höfum ekki séð þetta blað. En það er talið áreiðanlegt, að ófriðurinn hafi hafizt um 8. — 9. þ. m., ogaðjap- anar hafi byrjað á því, að ónýta með torpedobátum 3 herskip Rússa. Stórkostlegur eldsvoði varð 7.—8. þ. m. í Baltemore, höfuðborginni í fylkinu Maryland í Norður-Amerfku, stærsti bruni, sem orðið hefur í Ameríku, miklu stærri en Chicagobruninn 1871. í Baltimore eru 700,000 íbúa. Yar borgin að brenna, er síðast fréttist. Reynt var að stöðva eld- inn með því að sprengja óbrunnin hús í lopt upp með dynamiti, til þess að gera auð svæði, en það hjálpaði ekki, og slökkvi- liðið gat við ekkert ráðið. „Ver01agsskrápmáli0“ alkunna úr Snæfellsnessýslu er nú loks dæmt í landsyfirrétti fyrir skömmu, og urðu úrslitin þau, að hinir ákærðu Stefán hreppstjóri Guðmundsson á Borg í Mikl- holtshreppi og Óli bóndi Jónsson á Stakk- hamri hafa verið sýknaðir af ákærum réttvísinnar, en eiga að greiða einhvern málskostnað. Þetta er þvf ekkert annað en staðfesting á dómi Lárusar sýslumanns, er yfirréttinum þótti svo athugaverður í fyrra vetur, að hann vísaði málinu heim til ítarlegri rannsóknar, og mæltist til, að annar dómari væri látinn rannsaka það, eins og gert var. Og eptir allan gaura- ganginn varð svo niðurstaðan hin sama, er Lárus sýslumaður hafði komizt að. Það sést nú, að þessi einkennilegi heimvfsun- arúrskurður yfirréttarins, er Þjóðólfur gat um í fyrra vetur, hefur verið óþarfur og ófyrirsynju, eins og þá var tekið fram, en eins og kunnugt er, urðu þeir assessorarn- ir Jón og Kristján svo gramir yfir því, að minnzt var opinberlega á úrskurð þenn- an, að þeir hlupu í mál við ábyrgðarmann þessa blaðs, og þá er Jón þóttist hafa lft- ið upp úr því krafsinu hér heima, bað hann Alberti auðmjúklega að veita sér gjaf- sókn í þessu »humbugi« fyrir hæstarétti(I!) og það gerði Alberti óðara, þvf að hon- um mun hafa fundizt, að hann þyrfti að smella einhverjum plástri á assessorinn — Landvarnarsendiherrann fræga — til upp- bótar fyrir viðtökurnar næstl. vor. En dá- litið er það hlægilegt, þá er gremjan yfir pólitiskum hrakförum lýsir sér í því, að vera að betla um gjafsóknir á hendur pólitiskum mótstöðumönnum sínum fyrir litlar eða engar sakir, ekki að eins fyrir dómstólunum hér heima, heldur einnig erlendis. Það er sannarlega tími til kom- inn, að afnema slfkt gjafsóknahneyksli með lögum. Dánargjöf súj er Bjarni skipstj. Jóhannsson í Stykkishólmi gaf því kauptúni á dánar- degi, hefur við skiptin á búinu, sem nú er lokið, orðið rúml. 10,400 kr. Auk þess fékk ekknasjóðurinn »Ægir« 2500 kr. og vitinn á Elliðaey 1000 kr. Veitt prestakall. Desjarmýri í Borgarfirði eystra er veitt séra Einari Þórðarsyni í Hofteigi. Lausn frá prestskap hefur séra Jón Magnússon á Ríp feng- ið frá næstu fardögum. 1 kjöri um Mýrdalsþing eru: séra Helgi Hjálm- arsson á Helgastöðum, séra Jes Gíslason í Eyvindarhólum og séra Þorsteinn Bene- diktsson í Bjarnanesi. Auk þeirra sótti Jón Brandsson cand. theol. Hvað verzlunin EDINBORG hefur gert árið 1903. Hún hefúr selt landsmönnum góðar og ódýrar útlendar vörur fyrir rúmar 525,000 krónur. Hún hefur keypt af landsmönnum fisk og aðrar innlendar vörur fyrir um 1,143,000 kr., og borgað f pening- um út í hönd. Hún hefur veitt landsmönnum at- vinnu við verzlun og fiskiveiðar, og borgað hana út í peningum, alls um 1 2 1 ,500 krónur. Hún hefur goldið til landsjóðs og í sveitarútsvar alls á árinu um 33,500 kr. Verzlunin hefur aðalstöðvar sínar í Reykjavík, en útibú á ísafirði, Akra- nesi og Keflavík. Aðalfundur í Alþýðulestrarfélagi Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 29. febrúar kl. 6 á Sigríðarstöðum.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.