Þjóðólfur - 12.08.1904, Blaðsíða 1
56. árg.
Reykjavík, föstudaginn 12. ágúst 1904.
M 35.
Eina kappsmáiið,
sem mótstöðumenn stjórnarinnar (Landv.-
menn og Valtýihgar) ætla að berjast fyrir
með oddi og egg nú við kosningarnar,
J>að er að steypa stjórninni af stóli nú
Jtegar á næsta þingi.
Þetta og ekkert annað marka þeir nú
é. skjöld sinn þessir herrar.
Annað nauðsynlegra sjá þeir ekki, ekki
nokkurn skapaðan hlut, er gera þurfi eða
gera eigi landinu til viðreisnar annað en
þetta, að losna við ráðherrann og koma
honum á eptirlaun.
Þá er víst öllu borgið frá þeirra sjón-
armiði, þvl að þá er von um að Valtýr
eða einhver hans nóti setjist í sætið, og
J)á verður yfirstjórnin ekki nein ómynd.
Þá verður stjórnað bæði með viti og
samvizkusemi(!!).
Það skiptir náttúrlega engu, hvort full-
trúar þeir, sem nú bætast við eru vel hæf-
ir eða lítt hæfir til þingsetu, ef þeir bara
eru »áreiðanlegir« í þessu eina, sem þeir
eru eingöngu kosnir til að vinna á þingi:
að bregða fæti fyrir stjórnina og fella
hana. Ef þeir sverja þess ekki dýran eið
við kjósendurna, að gera allt, sem þeir
geta til þess að þetta takist, þá á að
hrinda þeim miskunarlaust frá þingsetu,
þá eru þeir ekki þinghæfir og naumast
líklega kirkjugræfir, því að allt, sem frá
þessari stjórn kemur á að vera illt og óhaf-
andi, allar ráðstafanir hennar vitlausarog
við þvl búið, að landið sökkvi til grunna á
skammri stund undir þessum ósköpum.
Svona lagaðar prédikanir halda þessir
piltar vfst, að falli 1 góðan jarðveg hjá
þjóðinni. En skjátlast gæti þeim í því.
Það gæti t. d. hugsast, að kjósendur
yfirleitt væru svo skapi farnir, að þeir
teldu önnur nauðsynjamál brýnni fyrir
þjóðina, aðra aðferð dálítið heppilegri til
að koma henni úr kengnum, annað »hús-
ráð« betra til að lækna mein hennar, held-
ur en þennan eina ekta Landvarnarelixír:
að velta stjórninni ári slðar, en hún tek-
ur við völdum. En það kvað þurfa að
vinda bráðan bug að þessu segja hinir
»sameinuðu«, því að sé það ekki gert
á fyrsta sprettinum, áður en stjórnin er
búin nokkuð verulega að sýna sig, þá
verður allt erfiðara, því að þá getur stjórn-
in segja þeir fengið svigrúm til að ávinna
sér ft-aust og hylli landsmanna, svo að
þeir verði alls ekki fáanlegir slðar til að
hjálpa til að hrinda henni, og svo sitji
hún kannske árum saman í bezta gengi,
svo að engin kynjalyf megni að stytta
henni aldur eða vinna henni nokkurn geig.
Þessvegna liggur stjórnarandstæðingun-
um lífið á, að áhlaupið sé gert nógu fljótt,
áður en stjórnin er orðin föst í sessi og
hefur fengið tækifæri til að sýna sig, því
að fái fólkið almennilega tíma til að átta
sig, þá er hætt við, að berserksgangurinn
renni af forkólfunum, og að þeir gerist
linir í sókninni, ef fyrsta áhlaupið fer al-
veg út um þúfur.
Þeim verður ógreitt um svörin þeim
»sameinuðu«, þegar þeir eru krafðirsagna
um það, hvað stjórnin hafi unnið sér til
óhelgi, hversvegna það sé svo afar nauð-
synlegt, að losna við hana nú þegar. Ekki
getur það verið af því, að hún hefur hing-
að til komið fram með sérstaklega mikilli
óhlutdrægni gagnvart mótflokksmönnum
slnum hinum gömlu, veitt þeim embætti í
stjórnarráðinu sjálfu, tvær beztu sýslur
landsins, að ótöldum krossum og slíku.
Ekki getur það heldur verið af því, að
hún hafi gert sig kunna að ódugnaði og
framkvæmdarleysi I hinum eiginlegu stjórn-
arstörfum, því að miklu hefur nú hraðar
verið snúizt en áður við ýmsum vandkvæð-
um, er fyrir hafa borið, og komið hafa
til stjórnarinnar kasta t. d. í sóttvarnar-
ráðstöfunum og sendiferðum ýmsum, er
af því hafa leitt. Það getur náttúrlega
farið svo, að mislingarnir t. d. breiðist út
um land allt, þrátt fyrir allt, sern gert
hefur verið, en líkur eru ekki fyrir því
erjn, miklu meiri llkur, að það takist að
stöðva þá. Og ef svo verður, sem ósk-
andi væri, þá verður það aðallega snar-
ræði og öflugum ráðstöfunum stjórnar-
innar að þakka. Og hvers virði mundi
það fyrir landið ? Menn ættu að muna
svo mislingana 1882, að menn ættu nokk-
urnveginn að kunna meta það, hvers virði
það væri fyrir landið, að sleppa við aðra
eins plágu nú.
Það er vitaskuld lítils virði I augum
hinna »sameinuðu», þótt ráðherrann hafi
fengið framgengt lögum frá alþingi, sem
hingað til hefur ekki verið nærri komandi,
að danska stjórnin vildi samþykkja. En
þeir munu verða allmargir, er öðruvísi
líta á það mál. Og það verða ekki allir
svo rangsýnir, að sjá ekki eða þykjast ekki
sjá neitt nýtilegt hvorki í nútlð eða fram-
tlð, er hin innlenda stjórn vor gerir eða
muni geta gert. Og það verður aldrei
unnt að villa almenningi svo sjónir, að
hann láti blekkjast af hégómagasprinu um
þessa óhæfu(!), sem nú er hæst á lopti
og mest er veifað framan I fólkið til að
æsa það gegn stjórninni, og það er und-
irskriptar-humbugið margþvælda, atriði,
sem ráðherranum eða nýju stjórninni er
ekkert um að kenna, atriði, sem I sjálfu
sér eins og margsýnt hefur verið fram á
er ekki þess eðlis, að það geti haft nokk-
ur minnstu áhrif á afstöðu vora gagnvart
dönsku stjórninni eða á sjálfstjórn lands-
ins. Allar orðaflækjur og lögkrókaroála-
lengingar Jóns Jenssonar um það efni eru
ekki til annars ætlaðar, en að þyrla upp
svo miklu ryki í þessu máli, að menn
missi sjónar á hinu verulega og espist til
úlfúðar gagnvart hinni innlendu stjórn,
með því að læra utan að eins og páfa-
gaukar þessi alkunnu »slagorð« Jóns
um landsréttindaafsal, landsréttindaglötun,
landsréttindamorð, landsréttindatýnslu og
annað samkynja bull, sem borið er á
borð fyrir hugsunarlitla alþýðu með nógu
miklum rembingi, lærdómshroka og föður-
landsástarlátalátum. Þá er lögfræðilegar
»theorlur« og hártoganir eru svo hnoðað-
ar saman í einn graut, eins og gert hef-
ur verið I þessu máli, þá er ekki von að
vel fari, engin furða þótt menn sitji fastir,
og öllum skynsamlegum framkvæmdum
og umbótum miði lítt áfram.
(Niðurl. næst).
Utlendar fréttir.
—o---
Knnpmannahöfn 29. júlí.
Anstræni ófriðnrinn. Eptir sigur Jap-
ana við Muo-tien-skarðið 17. þ. m., sem
þegar mun vera getið í Þjóðólfi, hefur
dálítið lifnað yfir ófriðnum. Kuroki hef-
ur auðsjáanlega fært sér sigur þennan I
nyt og er nú farinn aptur að láta til sín
taka, og síðustu daga hefur hann opt átt
I orustum við Rússa og jafnan unnið sig-
ur. Reyndar hafa það engar stórorustur
verið, en Japanar hafa þó þokazt áfram
nær Ljaojang, og náð nokkrum víggirt-
um stöðum, er áður voru 1 höndum Rússa.
18. og 19. varð allsnörp orusta norðvest-
ur af Muo-tien-skarðinu. Urðu Japanar
að lokum yfirsterkari og tóku víggirðing-
ar Rússa, en þeir urðu að hörfa undan.
Mannfallið mun hafa verið töluvert af
báðum. Kuroki segir 520 af Japönum og
1000 af Rússum. Fyrir Rússum var
Keller hershöfðingi.
Jafnframt því sem Kuroki þokast vest-
ur á bóginn nær Ljaojang með lið sitt,
heldur Oku norður eptir frá Kajping.
24. þ. m. var orusta háð við Tasítsjao
(austur af Njútsvang) og stóð hún í
14—16 klukkustundir. Að lokum urðu
Rússar að víkja úr bænum og settust
Japanar 1 hann. Japanar misstu um 800
manns. Kuropatkin segir reyndar, að
Rússar hafi farið sjálfviljugir þaðan. En
hvað sem um það er, þá hafa Japanar
náð bænum, og orustan, er á undan gekk
hefur verið allmikil og mannskæð fyrir
báða. Rússar hafa nú einnig vikið burtu
úr Njútsvang. 25. þ. m. fóru þeir
alfarið þaðan, en höfðu áður brennt bæði
járnbrautarstöðina og hinar rússnesku
stjórnarhallir. Sama dag komu Japanar
og settust 1 bæinn.
Vladivostokflotinn er ennáný
kominn á flakk, I 6. eða 7. sinni. Flot-
inn, sem nú eru 3 beitiskip, »Russia«,
»Gromobi« og »Rurik«, og nokkrir tundur-
bátar), hélt nú austur á bóginn gegnum
Tsugarn-sundið og yfir til Kyrrahafs.
Hann hefur stöðvað og rannsakað nokk-
ur japönsk skip, en það sem mestum
tíðindum þykir sæta, er það, að flotinn
hefur skotið enskt gufuskip í
k a f, »Knight Commander«. Far-
þegunum héldu Rússar hjá sér, en há-
setana sendu þeir á öðru skipi inn til
Yokohama. Þetta er þvl kynlegra sem
talið er fullsannað, að skip þetta jhafi
ekki haft nein hergögn, eða annan óleyfi-
legan varning meðferðis. Englendingar
eru auðvitað afargramir yfir þessumj^til-
tektum, sum ensk blöð segja jafnvel, að
þetta sé sama sem ófriðaráskorun "og
Rússland muni líklega vilja reyna'(að
æsa England upp á móti sér til þess að
fá það inn í ófriðinn, svo að Frakkland
neyðist til að hjálpa Rússum. En þó
að Englendingum sé allmikið niðri'fyrir,
munu þeir þó tregir til, að taka til slíkra
örþrifráða, munu þeir að minnstakosti
reyna fyrst að auðmýkja Rússland á
annan hátt, ef unnt er, svo vera má að
takizt að ná friðsamlegum úrslitum 1
þessu máli.
Annars hefur heimsfriðurinn leikið á
harla veikum þræði síðastliðinn hálfan
mánuð og orsökin til þess, hefur legið
hjá Rússum. Auk hins eiginlega her-
skipaflota síns I Svartahafinu hafa Rúss-
ar þar einnig 13 skip, sem notuð eru
sem kaupför á friðartímum, en sem her-
skip til hjálpar á ófriðartímum. Floti
þessi var grundvallaður í stríðinu milli
Rússa ogTyrkja 1878, af einstökum mönn-
um, og því töluvert óháður hinni rúss-
nesku herstjórn. En eptir þvl sem floti
þessi hefur aukizt, hefur hann æ meir
orðið háður herstjórninni, sem nú hefur
svo að segja öll umráð með honurn.
Fyrir nokkru síðan héldu tvö þessara
skipa »St. Petersburg« og »Smo-
lensk« gegnum Dardanellasund undir
verzlunarfána. Að þvl búnu héldu þau
suður 1 Rauðahaf og hófu upp herfána.
14. þ. m. stöðvaði »St. Petersburg« enskt
farmflutninga skip, »Malacca«, rannsakaði
farminn og fann meðal annars 40 smá-
lestir af skotfærum. Síðan settu þeir
rússneska sjómenn á skipið, og hófu upp
rússneskan herfána, en tóku skipverja til
fanga og farþega fluttu þeir yfir í annað
farþegaskip. Daginn eptir stöðv-
aði »Smolensk« þýzkt póstflutningaskip
»Prinz Heinrich«, og þröngvaði
skipverjum til að láta af hendi 31 póst-
poka með bréfum og 34 með böggul-
sendingum, er áttu að fara til einstakra
manna 1 Japan. I fyrstunni varð mönn-
um tíðræddast um slðara tilfellið og
þýzka stjórnin sendi þegar daginn eptir,
rússnesku stjórninni skeyti og kvartaði
yfir þessum aðförum. Rússneska stjórnin
kom með einhverjar vífilengjur, sagðist
ekkert vita um það, en skyldi nákvæm-
lega rannsaka málið, þegar hún fengi
skýrslu frá skipstjóranum á Smolensk.
Málalokin urðu þó þau, að póstinum
var mestöllum komið lengra áleiðis, með
öðru skipi. /
Nokkru seinna en þýzka stjórnin sendi
skeyti sitt, sendi enska stjórnin (19. þ. m.)
rússnesku stjórninni þungyrt ávarp út af
meðferðinni á »Malacca«, kvað þær til-
tektir algerlega ólögmætar, því að skot-
færin hefðu borið merki ensku stjórnar-
innar og endaði með því að benda Rúss-
um á, að sllkt gæti orðið þeim hættu-
legt. Fór því svo, að Rússar urðu að
lægja seglin og láta skipið af hendi og
lofa að slíkt skyldi ekki koma fyrir apt-
ur. En í ensku blöðunum fengu Rússar
margt ónotaorð að heyra. Kváðu þeir
Rússa vera hreina og beina sjóræningja,
þeim væri óheimilt að fara með herskip
gegnum Dardanellasund, enda hefðu skip
þessi líka siglt undir verzlunarfán'a, þau
gætu því alls ekki talizt herskip heldur
blátt áfram sjóræningjaskip. Mörg blöð
kröfðust þess, að flotinn yrði herbúinn.
Auðvitað reyna Englendingar að koma í
veg fyrir, að Rússar fari í kringumbann-
ið gegn því að fara með herskip f gegn-
um Dardanellasund, einungis með því, að
láta þau hefja verzlunarfána, meðan þau
fara þar I gegnum, og verður ef til vill
dæmt um það mál við Haag-réttinn.
Áður en þetta mál var nokkurnveginn
farið að jafnast, kom enn þá ein snurða
á þráðinn, því að 18. þ. m., tók »Peters-