Þjóðólfur - 12.08.1904, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 12.08.1904, Blaðsíða 4
140 Hjólreiða- mennl Beztu tegund af reiðhjólum fá menn að eins hjá undirrituðum, bæði fríhjóla og án fríhjóla, með ágætis kjörum. Verðið afarlágt í sam- anburði við gæðin. Sömuleiðis flestallt, sem til hjóla heyrir. Járnrör allskonar fyrir vatn og gufu, einnig tilheyrandi hné og múffur, þjalir og spiralbora m. m. og fleira. Það borgar sig að koraa. Bjarnhéðinn Jönsson, járnsmiður. Hér með er skorað á skuldheimtu- menn í dánarbúi Hannesar Magnússon- ar frá Fróðastöðum, er andaðist i Voga- tungu io. þ. m., að lýsa kröfum sín- um og sanna þær fyrir skiptaráðanda hér í sýslu, áður en 6 mánuðir eru liðn- ir frá síðustu birtingu þessarar auglýs- ingar. -— Með sama fyrirvara er skor- að á erfingja hins látna að segja til sín og sanna erfðarétt sinn. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 30. júlí 1904, Sigurður Þörðarson. Skiptafundur í dánarbúi Jóns Gunnlaugssonar vita- varðar á Reykjanesi verður haldinn á skrifstofu sýslunnar f Hafnarfirði laug- ardaginn þ. 17. sept. þ. á. kl. 12 á hádegi. Verður skiptum búsins þá væntanlega lokið. Skrifstofu Gullbr,- og Kjósarsýslu, 23. júlí 1904. Páll Einarsson. H ér með er skorað á skuldheimtu- menn í dánarbúi Ingibjargar Teitsdótt- ur í Sandabæ á Akranesi, sem andað- ist 17. apríl þ. á., að lýsa kröíum sín- um og sanna þær fyrir skiptaráðanda hér í sýslu, áður en 6 mánuðir eru liðn- ir frá síðustu birtingu þessarar auglýs- ingar. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 18. júlí 1904, Sigurður Þórðarson. Skiptafundur í dánarbúi Magnúsar Þórarinssonar frá Miðhúsum í Rosmhvalaneshreppi verður haldinn á skrifstofu sýslunnar í Hafnarfirði föstudaginn þ. 16. sept. næstkomandi kl. 12 á hádegi. Verða þá skipti búsins væntanlega leidd til lykta. Skrifstofu Gullbr,- og Kjósarsýslu, 23. júlí 1904. Páll Einarsson. í Yandaður P t? ódýrastur Aðalstræti æ 10. i i k Islenzkir vetlingar. Tilboð um íslenzka vetlinga fyrir borgun í peningum óskast. Seðill merktur „Vanter 3320“ sendist Aug. J. Wolff & Co. Ann. Bur. Kjöbenhavn. Alþingisfiúsgarðurinn er opinn á hverjum sunnudegi kl. i—21/* e. h., þá er gott veður er. STEINOLIA 600 föt af hinni heimsfrægu „Royal Daylight“ koma nú um miðjan þennan mánuð og verða seld óvanalega ódýr, ef keypt er meðan uppskipað er hjá verzluninni GODTHAAB. Valdivia Saalelæder og Overlæder, Et Hamburg Importhus söger en fuldtud dygtig Agent med Fagkund- skab. Billet mrkt. H. M 3705 til Rudolf Mosse Hamburg. M 10- -M 10- 10 REYNIÐ WATSON’S M 1D WHISKY og þér munuð eigi vilja aðra tegund. Selt hjá 'óllum helztu vinsólum á íslandi og um allan heim. M 10 M 1Q M 10 H. P. DUUS REYKJAVlK hefur ætíð nægar birgðir af alls konar nauðsynjavörum, semjseljast með vægasta verði, sem unnt er. Gott MARGARÍN, hvergi eins ódýrt. Haframjöl — Kaffi, brennt og malað. Consum-Choeolade (frá Galie & Jessen). Demerarasykur - Síróp. Mikið af ýmsum járnvörum stærri og smærri — Smíðatól — Sauma- vélar (Saxonía) o. s. frv. Borðviður Mikið úrval af mjög góðu og ódýru — Sænsku timbri. Trjáviður — Panel — Plankar o. s. frv., og margt annað er til bygginga heyrir. Álnavara er enn þá seld með niðursettu verði, en að eins tii 15. þ. m. Notið tækifærið! Verzlunin kaupir allar góðar ísl. vörur. "Jí Reiðhestur. Skeiðhestur 8 vetra, einkar traustur og sérlega góður ferðahestur, fæst keyptur með góðu verði. — Ritstjóri vísar á seljanda. Fluttur. Eg undirritaður er fluttur á Laugaveg nr. 66. Jóh. Jóhannesson frá Sauðárkrók. Innheimta Allir, sem skulda mér undirrituðum, eru hér með áminntir um, að hafa greitt mér að fullu fyrir lok sept. þ. á., nema öðruvísi sé um samið. Sé þessu eigi sinnt, neyðist eg til að selja mál- færslumanni skuldirnar í hendur til innheimtu á kostnað hlutaðeigenda. Reykjavík, Laugaveg nr. 66. Jóhann Jóhannesson frá Sauðárkrók. í skóverzlunina í Bröttugötu M 5 er ávallt til vandaður og ódýr skó- fatnaður. Nú hef eg fengið barna- vatnsstígvél og lögáburð, sem að eins er seidur á I kr. ‘ffi. Avallt nægar birgðir af götu- og reiðstígvélum unnum á minni alþekktu vinnustofu. Virðingarfyllst. M. A. Mathiesen. Óskilafénaður hjá hreppstj. Mosfellssveitar, n.ágúst 1904. 1. Biti fr. h., jarpur vagnhestur. Si. Sv. á lendum (9. ág.). 2. Blaðst. fr. fjöður lítil a. h., móbrúnn hestur (6. ág.). 3. Ómarkað geldneyti rauðblesótt, hyrnt, (7- á§)- 2 hestar hafa tapazt frá Þingvöllum: rauður með mark tvístýft apt. vinstra? og brúnn, mark sýlt vinstra? Báðir vakrir. Finnandi vin- saml. beðinn að skila þeim að Þingvöllum eða til Ásgeirs kaupmanns Sigurðssonar í Reykjavík, gegn hirðingarlaunum. Vandað rúmstceði, mjög ódýrt, til sölu á Laugaveg nr. 66 1 — 2 herbergi, vel búin og vel hirt óskast til leigu frá 21. þ. m. Skrifl. tilboð til ritstjóra. Þakkarávarp. Þótt langt sé umliðið finn eg mig knúðan til að votta mitt innilegasta þakklæti þeim heiðursmönnum Guðmundi héraðslækni Bjömssyni og Jóni kaupmanni Þórðarsyni ( Reykjavík fyrir hjálp þá og að- hlynningu, sem þeir auðsýndu dóttur minni í veikindum hennar í fyrra vor. Veitti hinn fyrnefndi henni ókeypis alla Iæknishjálp og læknaði að fullu svo að hún nú getur sem hver annar unnið sér brauð. En hinn síðar- nefndi lét henni í té húsnæði, fæði og að- hlynningu endurgjaldslaust í 6 vikna tíma. Velgjörðir þessar bið eg því jafnan góðan guð að launa. Tumastöðum í Fljótshlíð 30. júlí 1904, Benedikt Oddsson. TIL NEYTENDA KÍNA-LIFS-ELIXÍRS. Vegna þess að hinar mikiu birgðir af hinum alþekkta og viðurkennda Kína-lífs-elixír mínum, sem til voru áður en tollhækkunin komst á, eru þrotnar, þá hefur hann verið búinn til að nýju, en vegna tollhækkunarinnar kostar nú hvert glas 2 krónur. En Elixírinn verður nú enn þá kröftugri, sökum þess að í honum verður enn þá sterkari lögur af læknandi jurtum, svo verðhækkunin verður f raun og veru engin fyrir neytendurna. Neytendur áminnast rækilega um, að gefa því gætur sjálfs síns vegna, að þeir fái hinn ekta Kína-lffs-elixír með merkjunum á miðanum: Kínverja með glas í hendi og firmanafninu Valde- mar Petersen, Frederikshavn, og í grænu lakki ofan á stútnum. Fáist elixirinn ekki hjá þeim kaupmanni, sem þér verzlið við, eða verði krafizt hærra verðs fyrir hann en 2 kr., eruð þér beðnir að skrifa mér um það á skrifstofu mína á Nyvej 16, Köben- havn. Yaldemar Petersen. I’rederikshavn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorstefnsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.