Þjóðólfur - 12.08.1904, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 12.08.1904, Blaðsíða 3
139 væri »ísafold«, sem leggur þá sýslumenn í einelti, sem ekki eru af hennar sauðahúsi, og heimtar rannsóknir yfir þeim út af mis- fellum, sem hún sjálf og hennar fylgifisk- ar búa til, nær að heimta rannsókn út af þessum misfellum, en við því þarf reyndar enginn að búast, sem þakkir lund- €rni ritstjórans. En það er þó sannarlega að bíta höfuðið af allri skömm, að ætl- ast til þess, að alþingi áliti þann mann rétt kjörinn, sem ekkert skeytir um ský- laus lagafyrirmæli, þótt af fávizku sé. Búnaðarskólamálið. 1 svari til mín o. fl. um breyting búnað- arkennslunnar (flutning búnaðarskólanna til Reykjavíkur), sem hr. B. B. 1 Gröf birtir i 30. tbl. Þjóðólfs þ. á., verð eg að benda á, að orð þau, sem hann tekur úr grein minni í 20. tbl. »ísafoldar« þ. á., °g svarar síðan, eru svo meðhöndluð, að ómögulegt er að fá sömu meiningu út úr þeim, og skal eg í þetta sinn láta nægja að nefna eitt dæmi því til sönnunar. I nefndri grein minni andmælti eg flutn- mgi búnaðarskólanna til kaupstaðanna, og benti meðal annars á, að með þvf móti mundi verklega kennslan verða á hakan- tim, þvf eg kom ekki auga á vísa og góða kennslustaði í sveitum, að skólunum slepptum. Fannst mér því ekki úr vegi, að leggja fram spurningu þessa. Eða hvaða bændur hér á landi hafa eins og oú stendur, sérþekkingu f öllum verkleg- tim búnaðargreinum, og um leið efni, á- stæður og vilja til að kenna? Þessa spurn- ingu tekur svo B. B. upp eptir mér í svari sfnu, og getur til, að hún sé aðalatriðið i grein minni, en sleppir þó úr henni orðunum »eins og nústendur«og orðinu »öllum«. Breytinguna á setn- ingunni við missi þessara orða geta menn séð, og þá um leið getið til um aðra með- ferð málsins. Spurningu þessari, eins og B. B. orðaði hana, svarar hann svo á þá leið, að marg- ir bændur bæði geti og vilji kenna verk- legan búnað, en tilnefnir þó engan sér- stakan, svo eg er í sama vafa og áður tim það atriði. Eg þykist vita, að hægt sé að koma búnaðarskólapiltum fyrir hjá bændum upp á það, að láta þá vinna þau heimil- isstörf, sem að höndum bera í þann og þann svipinn. En eg efast um, að það sé eins auðgert, eins og B. B. telur, ef kennslan á að vera meira en nafnið tómt. Sfðan eg skrifaði umrædda grein í Isa- iold, hafa margir merkismenn andmælt flutningi búnaðarskólanna, aðallega af sömu ástæðum og eg minntist á, svo B. B. tfá taka penna, ef hann svarar þeim öllum. Þótt við gerðum ráð fyrir, að bændur gætu og vildu kenna piltum verklegan búnað, er gæti verið til fyrirmyndar, þá ■vaeri þó lítil trygging fyrir því, að veru- ^egat; tilraunir til breytingar á jarðrækt- inni og vinnuáhöldum yrðu gerðar, því Það er of dýrt fyrir einstaka menn. En eg fæ ekki betur séð, en að þessar til- raunir séu, eins og nú stendur, mjög nauð- synlegar, helzt sín í hverjum landsfjórð- lngi, eða í minnsta lagi sín í hverjum stað, norðanlands og sunnan. Bændur mega ekki vera lengur í vafa Uln> hverja ræktunaraðferð þeir eiga að n°ta, og mér sýnist að búnaðarskóiarnir ættu að leysa úr vafanum með nákvæmri, ^nnlendri reynslu, sem kostuð er af al- mannafé. Bændur þurfa að geta fengið veruleg- ar leiðbeiningar í búnaði hjá búnaðar- skólunum og nemendum frá þeim, efþeir e>ga að svara tilganginum. Búnaðarháskóli ætti að vera í Reykja- vík á sínum tíma, eins og eg drap á í grein minni, en mér finnst búnaðarkennsl- an standa á höfði, ef við færum að stofna hann nú þegar, eða eitthvað, sem líkist háskóla, én slepptum að miklu leyti allri lægri kennslunni. Ef búnaðarkennslan er gerð fyrir bænd- ur, þá ætti að haga henni eptir almenn- um vilja þeirra, en hann er, að eg hygg, ekki sá, að meta svo lftils verklegti kennsluna, að hætt sé að styrkja hana, og flytja alla bóklegu kennsluna burtu úr sveitunum. Helli 1. ágúst 1904. Sig. Guðmundsson. Skringileg öfundssýki virðist það vera hjá ritstj. ísafoldar, að sjá ofsjónum yfir því, þótt nýja stjórnin „krossi" nokkra menn, þar á meðal fylgismenn rit- stjórans. Það geta fleiri haft gaman af glingr- inu en hann, og enn fleiri verið verðugri að fá það en hann var, þá er Alberti hengdi þennan hégóma á hann sem hjartastyrkjandi Voltakross, er hann hafði orðið undir 1 stjórn- málabaráttunni. Það er sannast að segja, að þá er það fréttist settust allir íslending- ar á „forundrunar"stólinn, og töldu það hrein- ustu ráðleysu af Alberti, að gera manninn ekki heldur að einhverju ráði, t. d. kammer- ráði, er íslendingar hafa afbakað í „kamar- ráð“, því að náttúrlega hefði hann orðið guðsfeginn því, heldur en engu. hann ekki upp í nefið á sér af ólund yfir því, að Sighv. Biarnason skyldi verða gerð- ur að jústizráði og 3 aðrir skyldu fá kross, og ávítar stjórnina fyrir það. En hefði Al- berti gert það, þá hefði ekki verið mikið að því fundið. Það var svo sem eitthvað veg- legra að fá glingrið frá honum, heldur en frá þessari nýju stjórn. Það var leiðinlegt að Alberti skyldi ekki njóta lengur við til að krossa fólkið, úr því að orðurnar og titl- arnir úr hans hendi eru svo miklu veglegri, en allra annara ráðherra, og algerlega hafn- ir yfir alla „kritik"-ísafoldar. En það sann- ast á ritstj. í þessu máli, að blindur er hver í sjálfs síns sök. Hefði hann hundsað glingrið frá Alberti og fleygt þvf í hann apt- ur, þá hefði það verið sök sér, þótt hann hefði talað digurbarkalega um krossa- og titla humbugið, en nú finnst mér og öðrunr, að hann geri sjálfan sig undurhlægilegan með þessari vandlætingasemi, er kemur fram eins og nokkurskonar öfundssýki eða afbrýð- issemi við þessa nýdubbuðu, og það situr illa á h o n u m, sem tók allshugar feginn við dinglum-danglinu hjá Alberti. Eg get ekki gert að því, þótt einhverjum kynni að detta í hug í sambandi við þetta gamla orðtækið: „Þér ferst illa Flekkur aðgelta". Verax. HeiOursmerki og nafnbœtur. Hinn 29. f. m. var Lárus E. Svein- björnsson háyfirdómari sæmdur af kon- ungi kommandörkrossi dannebrogsorð- unnar af 2. flokki, og s. d. fengu þeir Geir Zoega kaupm. og Halldór Daníels- son bæjarfógeti riddarakrossinn. G. Z. var áður dannebrogsmaður. S. d. var Sighvatur Bjarnason hluta- bankastjóri, sæmdur jústizráðsnafnbót. Veitt embætti: EyjaQarðarsýsla og bæjarfógetaembættið á Akureyri er veitt 20. f. m. Guðlaugi Guðmundssyni sýslumanni Skaptfellinga. Frávikning. Bjarna Jónssyni (frá Vogi) aukakennara við lærða skólann, hefur samkvæmt tillögum stiptsyfirvald- anna, verið vikið frá þeirri sýslan frá 1. okt. næstk. „Ceres“ kom frá útlöndum 6. þ. m. og með henni nokkrir farþegar, þar á meðal Jón Þórðarson kaupm., D. Östlund trúboði, frk. Þórunn Kristjánsdóttir (yfirdómara), Sigurður Sigurðtson kennaraefni og nokkiir Englendingar, þar á meðal frú Disncy Leith, er verið hefur hér opt á ferð aður. „Kong Tryggve“ kom hingað frá Vestfjörðum aðfaranóttina 8. þ. m. Með honum komu frá Stykkishólmi Lárus H. Bjarnason sýslumaður, og frá Isafirði Björn Bjarnason cand. mag. og frú hans. »Tryggvi kofiungúr* fór héðan til Hafnar f fyrradag. Með honum sigldi frú Stefanía Guðmundsdóttir, tíl að afla sér frekari æfingar í leikmennt erlendis. „Vesta“ kom frá útlöndum norðan og vestan um land, í fyrradag, og með henni allmargir farþegar, þar á meðal séra Benedikt próf. Kristjánsson á Grenj- aðarstað, með frú sinni, Stefán Gudjohn- sen verzlunarstj. á Húsavík, Júlíus Sig- urðsson bankaútbústjóri á Akureyri, amt- mannsfrú Álfheiður Briem, með börn þeirra hjóna, Þór. B. Þorláksson málari, Jes Zimsen kaupm., Valdimar Steffensen stud. med. (frá Isafirði). Frá Stykkishólmi . frú sinni og syni, hafði farið landveg þangað norðan úr Eyjafirði. Frá Stykkis- hólmi komu og úr kynnisför frú Jarþr. Jónsd. og frk. Þóra Magnússon. Grár foli 4 vetra ógeltur með bita framan bæði eyru er afhentur hreppstjóra Grimsneshrepps til pössunar og sölu, og verður foli þessi seld- ur 22. ágúst, ef enginn helgar sér hann áð- ur og borgar áfallinn kostnað. Firma-tilkynningar, Samkvæmt lögum nr. 42 frá 13. nóvember 1903, hafa neðangreind firma verið tilkynnt til innfærslu í verzlanaskrá Snæféllsness- og Hnappa- dalssýslu: Sparisjóður Stykkishólms, stofnaður 9. október 1891, gegnir vanalegum sparisjóðsstörfum. Tala ábyrgðar- manna er sem stendur 21, og ábyrg- ist hver skuldbindingar sjóðsins með 200 kr. Satnþykkt sjóðsins er frá 7. apríl 1900. Fundir skulu birtir í einhverju opinberu blaði. í stjórninni eru: Lárus H. Bjarnason sýslumaður, Sæmundur Halldórsson kaupmaður og Ágúst Þórarinsson verzlunarmaður. Tveir stjórnendur í sameiningu rita firmað. Hlutafélagið »N. Chr. Grams- Handel«, heimilisfast í Kaupmanna- höfn,. reknr verzlun í Stykkishólmi. Höfuðstóll félagsins er 167,000 kr., skiptist í IOOO kr. hluti, er hljóða uppá handhafa og er fullgreiddur. Sam- þykkt félagsins er frá 15. maí 1903. Birtingar til félagsmanna skulu settar í Kaupmannahafnarblaðið »National- tidende«. í stjórninni eru: Carl Johan Adolph, Einar Adolph, Frantz Thestrup Adolph, F. Grtiner og August Viggo Raa-Schou. Tveir af stjórnendunum í sameiningu rita firm- að. Holger Adolph er prókúruhafi. Hlutafélagið »01afsviks Handel«, heimilisfast í Kaupmannahöfn, rekur verzlun í Ólafsvík og hefur útibú á Sandi. Höfuðstólinn er 100,000 kr„ skiptist í 100 kr. og 1000 kr. hluti, er hljóða á handhafa og er fullgreidd- ur. Birtingar til félagsmanna skal setja í eitthvert Kaupmannahafnar- blað. Samþykkt félagsins er frá 20. maí 1902. í stjórn íélagsins eru: Carl Johan Adolph, W. Stephensen, Frantz Thestrup Adolph, Emil David- sen, Holger Adolph og Björn Sigurðs- son. Tveir af stjórnendunum í sam- einingu eða framkvæmdarstjórinn einn, Holger Adolph ritar firmað. En nú nær kom dr. Finnur Jónsson prófessor, með

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.