Þjóðólfur - 16.09.1904, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 16.09.1904, Blaðsíða 3
iS9 íslands Suðuramt og Yesturamt. Reykjavík n. marz 1904. Hreppsnefndin í Neshreppi innan Enn- is hefur í bréfi til amtsins, dagsettu 23. f. m. farið þess á leit, að fá gjafsókn í máli, sem hún ætli að höfða á móti séra Árna Þórarinssyni á Rauðamel út af því, að hann hafi gefið Magnús nókkurn Eyj- ólfsson, sem samkvæmt úrskurði amtsins, dagsettum 23. april. f. á., er sveitlægur i fyrnefndum hreppi, í hjónaband, þótt hann stæði í óendurgoldinni sveitarskuld, að upphæð 200 kr., við Skógarstrandar- hrepp, en afleiðingin af giptingunni hafi svo orðið sú, að hann hafi orðið styrks- þurfi að nýju; ennfremur skýrir nefndin svo frá, að hún hafi skrifað séra Árna Þórarinssyni um þetta 17. septbr. f. á., en ekkert svar fengið. Um leið og eg sendi yður, velborni herra sýslumaður, meðfylgjandi eptirrit af yfirlýsing fyrnefnds Magnúsar Eyjólfssonar, dagsettri 10. jan. 1903, sem er komin fram 1 sveitfestismáli hans, er endaði með fyr- nefndum úrskurði amtsins, dagsettum 23. aprfl f. á.; en eptir þessari yfirlýsingu þykist hann hafa endurborgað skuld sína við Skógarstrandarhrepp. — skal eg þén- ustusamlegast mælast til þess*) að þér vilduð tilkynna hreppsnefndinni, að eg geti eigi veitt hina umbeðnu gjafsókn, fyr en skilríki liggi fyrir um, að(sic.)það, að forgefins sáttatilraun hafi átt sér stað. y. Havsteen. Sýslumaðurinn f Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Sök mín er þá sú, að eg hafl borið óhlýðni séra H. Á. undir yfirmenn hans, sýslunefndarmennina, og að eg hafi gert honum þann greiða, að tilkynna honum, a9 rannsókn ætti að fara fram gegn hon- Utlb í stað þess að ráðast á hann með dómabókina og réttarvottana, eins og þjóf- «r á nóttu. Bara að heilbrigðri skynsemi þyki nú ekki útgöngusálmur »ísafoldar«, — ádrátt- urinn um embættismissi og fangelsishegn- ingu handa mér fyrir þessa »óhæfu«, eiga fremur illa við. — p. t. Reykjavík 8. ágúst 1904. Lárus H. Bjarnason. Sœmd fyrlr höfuðstaðinn er og verður það, hvernig þingkosningin tókst í þetta sinn, og eiga kjósendur þeir, er studdu hinn nýkosna þingmann til sig- urs, þökk og heiður skilið, fyrir vikið. Það þuríti að sýna hinum »sameinuðu«, valtýska flokknum ekki sízt, að honum tjáir ekki að hugsa til þess að snúa höf- uðstaðnum við eins og sokkbol, þótt sá flokkur skríði nú undir klæðafald Land- varnarmanna, og ætli nú allt að gleypa f sambandi við þá, en skilja þá svo eptir á bersvæði, þegar Valtýingar erubúnirað hafa not af þeim. Þessar nýafstöðnu kosningar sýna það ljósast, að flokkar Þessir draga nú í sameiningu og mestu e'ndrsegni sama hlassið, óg eru orðnir Prýðisvel samtaka, enda þótt óskiljanlegt hvernig Landv.menn geta fengið það sér að ganga sama ferilinn, sem Valtý- lngar hafa troðið, svo sleitulaust sfðan 1 ^97. ekki fegurri eða þokkalegri en hann er- En margt ber við á langri leið. Stórkostlegt manntjón Varð á Patreksfirði mánudaginn 5. þ. m- Drukknuðu þar 13 menn af þilskip- inu »Bergþóra« eign Guðm. Ólafssonar frá Nýjabæ á. Seltjarnarnesi. Var skipið nýkomið inn á höfnina ^og ætluðu þessir T3 í land að sækja ís að sagt er. Fóru Þeir allir f sama bátinn, er sjálfsagt hefur erið ofhlaðinn, því að þegarhann var kom- örskammt frá skipinu fyllti hann og sökk g s aut engum manninum upp aptur þá þegar. Nokkur skip voru þar á höfninni, búin t.l björgunar, ef til hefði þurft að taka. Þeir sem drukknuðu voru: skip- stjórinn Sigurður Guðmundsson um þrí- *) Auðk. af höf. tugt, ættaður frá Örlygsstöðum á Skaga- strönd, mesti efnismaður, Guðni Teits- son stýrimaður, Gísli Guðmundsson, Guð- jón Magnússon, Hafliði Jónsson, Kristinn Þorsteinsson, Magnús Þorste:nsson, Ólafur Guðmundsson, Sigurður Ólafsson, SigUrð- ur Þorsteinsson, Vigfús Jónasson allir úr Reykjavfk, Ingvar Guðmundsson frá Nýja- bæ á Sel tjarnarnesi og Óláfur Ól'afssön frá Bigggarði. Flestir þessara manna voru á þrítugsaldri, einn 32 ára og hinn elzti 36 ára, allir ókvæntir nema einn, er kvæntist hér í bænum fyrir mánuði. Skip- ið kom þá snöggvast hingað (snemma í ágúst). Lfkin voru slædd upp skömmu eptir slysið nema eitt, er ekki fannst; voru þau svo að segja öll 1 einni bendu á þeim stað, er báturinn hafði sokkið, en bátinn rak hinumeginn fjarðarins. Kom skipið (»Berg- þóra«) hingað með lík þessara 12 háseta 14. þ. m., og voru veifur alstaðar dregn- ar í hálfa stöng í bænum, jafnskjótt sem líkin voru flutt í land. Þessi sorglegi atburður ætti meðalann- ars að verða til þess, að krafizt yrði, að hverju þilskipi fylgdi nægilega stórbátur, eða fleiri smærri bátar, til að rúma alla skipshöfnina, en það hefir hingað tilekki verið heimtað. Og þótt stórsfys þetta sé ekki ónógum útbúnaði að þessu leyti að kenna, heldur ógætilegri ofhleðslu, þá getur komið fyrir, að skip sökkvi eða verði ósjófært á hafi úti, og þá þarf öll skipshBfnin að geta komizt í skipsbátana til að reyna að bjarga sér á þann hátt, sem opt getur komið fyrir að takist, þótt skipið sjálft farist. Þingmannskosningin, er fór hér fram í bænum 10. þ. m. í fyrsta sinn eptir nýju kosningarlögunum gekk allgreiðlega. Greidd voru atkvæði í 3 deildum til flýtis. Atkvæðin voru talin saman 12. þ. m. og reyndust mjög fáir seðlar ógildir, lfklega ekki fleiri en 3—4, en 7 atkvæði voru dæmd ógild af yfirkjörstjórninni óskoðuð, af því að þau voru ekki látin f neinn atkvæðakassa við kosninguna, en haldið sér, með því að þau voru greidd síðast allra í annari deild, en þau áttu að greiðast f, samkvæmt sundurliðun kjörskrárinnar. En auð- vitað gátu þessi atkvæði ekki haft nein áhrif á úrslit kosningarinnar, eptir því sem hún féll, en þau hefðu getað haft það, ef lítill atkvæðamunur hefði verið, og hefði þá þetta komið til úrskurðar þingsins. Alls voru greidd 694 atkvæði, er gild voru tekin. Reynsla sú, er menn hafa fengið af nýju lögunum við þessa fyrstu kosningarathöfn samkvæmt þeim, virðist því hafa orðið mjög góð, og styrkt menn í þeirri trú, sem og er óhætt að byggja á, að svona Iöguð kosning sé full- komlega leynileg og hin tryggilegasta á allan hátt. Prestvígflir voru 11. þ. m. kandídatarnir Jón Brandsson til Tröllatunguprestakalls, sem honum var veitt í f. m. og Böðvar Eyjólfsson til aðstoðarprests hjá föður sínum séra Eyjólfi Jónssyni í Árnesi. Kennari við Flensborgarskólann f stað Jóhannesar Sigfússonar er ráðinn séra Magnús Helga- áon á Torfastöðum fyrst um sinn í vetur, og segir hann því ekki af sér prestsem- bætti nú þegar, en fær aðra til að þjóna fyrir sig í vetur. Upplestur norska prestsins Monrads í Iðnaðar- mannahúsinu 11. þ. m. var hin bezta skemmtun. Las hann fyrst upp hið fræga kvæði Henrik Ibsens »Terje Viken« (Þor- geir i Vík), er séra Matth. Jochumsson hef- ur þýtt. Var það suilldarlega vel lesið með miklum krapti, áhrifamikilli áherzlu og heppilégum raddbreytingum eptir efn- inu, svo að þetta ágætiskvæði naut allrar fegurðar sinnar. Var mikill rómur að þeim lestri gerður. Því næst las séra M. skáldritið »De Nygifte« eptir Björnson, og tókst það mjög vel. Var það og hin bezta skemmtun. Síðast las hann eintalið »Berg- ljót« eptir sama höfund og nokkur kvæði eptir hann. Var þá orðið mjög áliðið kvelds, og sumir áheyrendur því farnir. En allir voru á einu máli um það, að betrí skemmtun samkynja hefðu þeir ekki haft hér, enda má svo segja, að enginn hérlendur maður kunni að lesa upp skáld- rit, svo að nokkur mynd sé á. — Söng- félag stúdenta söng á milli nokkur lög, og gerðu menn beztan róm að »Bára blá«, er Sigfús Einarsson söng, en hann hefur breytt nokkuð gamla laginu, og þykir mörgum nú enn fegurra en fyr. Hins vegar var ekki sungið hið gullfallega lag Reissigers við »Ólafur Tryggvason«, er margir höfðu búizt við, og þar á meðal Monrad prestur sjálfur. JVlargt fer öðruvisi en ætlað er. Það er alkunnugt orðið um allan bæinn, að „Landvarnarmenn" og Valtýingar höfðu gert miklar ráðstafanir til fagnaðar, ef Jón yrði kosinn, sem þeir náttúrlega þóttust viss- ir um. Meðal annars kvað hafa átt að þeyta lúðrana á Austurvelli. og ef til vill bera Jón í „prósessíu" um bæinn með hrynjandi horna- músik í fararbroddi, eins og þegar Hjálp- ræðisherinn er að „marséra". Mun það hafa átt að færa bæjarbúum heim sanninn urn, að nú væri „hjálpræðið" eina komið á þing, og velferð landsins borgið um aldur og æfi. En nú misstu bæjarbúar af allri þessari fyrirhuguðu „komedíu" hinna „sameinuðu", því að allurfögnuðurinn fór út um þúfur, þegar Jón „dumpaði“ í 4. sinn, en sorg og sút og svartamyrkur hélt innreið sína í sálir allra dátanna í Hjálpræðishernum hans, svo að sumir urðu að fá sér hjartastyrkjandi meðul til að halda sér uppi. En þótt „homamús- ikin“ færi í hundana í þetta sinn, þá ætti ekki svo illa við, að lúðrarnir væru þeyttir við hina pólitisku útför Jóns, þegar hann segir loks alveg skilið við alla pólitík og allar þingmennskuvonir. Þjóðólfur gat þess fyrir kosningarnar, að Jón mundi verða sunginn til moldar sem pólitíkus að afstöðnum kosn- ingunum. Valtýingar hafa nfl. gert það einu sinni fyr eða optar, þá í von um upprisu mannsins síðar, en nú er hæpið að gera ráð fyrir henni úr þessu. Og er hinum „sam- einuðu" því snjallast að halda þessa erfis- drykkju sem fyrst og kveðja Jón þar í síð- asta sinn á hátíðlegan hátt með lúðraþyt og líkræðu fagurri, sem Björn ísafoldar væri sjálfkjörinn að halda. Jón ætti það sannar- lega skilið fyrir allt ómakið, allt andstreym- ið og allar andvökustundirnar, sem flokks- menn hans hafa bakað honum. Sofi hann nú í friði, munu margir segja. Kosningin á ísafirði. Þar var kosinn þingmaður 10. þ. m. séra Sigurður Stefánsson 1 Vigur með að eins 4 atkv. mun milli hans og hins frambjóðandans Þorvaldar prófasts Jónssonar. (S. St. 77. Þ. J. 73). Tombólu heldur „Alþýðulestrarfélag Reykjavík- ur“ laugard. og sunnud. 8. og 9. okt. þ. á í Iðnaðarmannahúsinu. Nákvæmar skýrt í götuauglýs- ingum. Uppboðsauglýsing, Miðvikudaginn 21. þ. m., kl. 12 á hádegi, verður við opinbert uppboð seld til hæstbjóðanda húseign dánar- bús Sigurðar Asmundssonar í Hafnar- firði, sem er hálft íbúðarhús úr timbri, og fer uppboðið fram í húseigninni. Söluskilmálar verða birtir á upp- boðsstaðnum fyrir uppboðið. Ennfremur verða á sama stað seld- ir ýmsir lausafjármunir tilheyrandi téðu dánarbúi. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 6. sept. 1904, Páll Einarsson. Proclama. Samkvæmt skiptalögum 12. aprll 1898, 20. gr. og lögum um gjaldþrota- skipti 13. apríl 1894,9. gr., er skorað á alla þá, er til skuldar telja í þrota- búi Guðrúnar Jónsdóttur frá Armúla í Nauteyrarhreppi, að lýsa skuldum sín- um og sanna þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda, áður 6 mánuðir eru liðn- ir frá 3. birtingu þessarar innköllunar. Innan sama tíma er skorað á skuldu- nauta búsins að hafa greitt skuldir sínar. Skrifstofu ísafjarðarsýslu 25. ág. 1904, Magnús Torfason. Proclama. Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861, sbr. skiptalög 12. apríl 1878, er hér með skorað á alla þá, er til skulda telja í dánarbúi Önnu Björnsdóttur frá Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, er lézt í Reykjavík hinn 28. júní þ. á., að gefa sig fram og sanna skulda- kröfur sínar fyrir undirrituðum innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birtingu auglýsingar þessarar. Mýrarhúsum 14. septbr. 1904. Fyrir hönd myndugra erfingja Björn Óiafsson. Smyk Eders Hjem om Yinteren og Eders Haver til Yaaren med Haarlemer Blomsterlög. Mod Postanvisning paa Kr. 6—sender vi franco over hele Danmark 30 Hya- cinther for Glas, eller 40 for Krukker, eller 50 for Haven, eller 150 fine Tulipaner sorteret for Krukker og Have, eller 200 meget fine Havetulipaner blandet eller en Kollektion for Váerelser paa 120 Stk., eller en Kollektion for Have paa 225 Stk., eller en Kollektion for Væ- relse og Have paa 190 Stk. (indehol- dende et prægtigt Udvalg af Hya- cinther, Tulipaner, Narzisser, Crocees, Scilla, Sneklokker etc.). Vor rigt illustrerede og med mange Kulturanvisninger forsynede Hoved- katalog tilsendes paa Forlangende franco. Blomsterlöghuset Huister Duin (A. K). Direktör Wilh. Tappenbeck Noordwijk ved Haarlem (Holland).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.