Þjóðólfur - 16.09.1904, Blaðsíða 1
56. árg.
Reykjavík, föstudaginn 16. september 19 04.
M 40.
Kosningaúrslitin í Rvík.
Nýr sigur heimastjórnarmanna,
Guðmundur Björnsson héraðs-
læknir kosinn mcð 367 atkv.
Jón Jensson, þingmannsefni ,,hinna
sameinnðn“ (Landv.manna og Y.altýinga)
fallinn í fjórða sinn. Fékk 327 atkv.
Svo fór nm sjóferð þá!
Svo látandi fregnmiða sendi Þjóðólfur
út um bæinn á mánudaginn 12. þ. m.,
þá er samtölu atkvæða var lokið. Og
fregnum þessum var tekið með miklum
fögnuði af heimastjórnarmönnum, en miður
þægileg áhrif kvað þær hafa haft á fylgis-
menn Jóns, og bárust þeir býsna illa af,
enda sjást þess enn nokkrar menjar nú
eptir 4—5 daga. Er mælt, að stutt hafi
orðið um kveðjur milli hins fjórfallna
þingmannsleysis og sumra fylgifiska þess,
enda mun Jón hafa þótzt illa gabbaður,
sem von var. Það er lítt ánægjulegt, að
vera lagður á metaskálarnar hjá sömu kjós-
endunum ár eptir ár, og verða ávallt of-
léttur fundinn. Er ósennilegt, að hann
láti Isafold og Landvörnina leiða sig út
á þessa kosninga-galeiðu framar, því að
sjálfsagt þykir honum ekkí svo ánægju-
legt að tiggja með ísafold, að hann geri
það fyrir hana, að vera að þessu brölti í
fimmta sinn, enda er í 4. sinn fullreynt,
segir máltækið. En svo tilfinnanleg, sem
þessi mörgu hryggbrot hljóta að vera fyrir
Jón, þá ættu þau að vera enn sárari fyrir
Isafold og hennar fylgifiska, því að verri
útreið, meiri »hundsun« og áþreifanlegri
fyrirlitningu hefur ekkert blað orðið fyrir
í líkum mæli eins og »ísafold«, fyrir af-
skipti hennar af þingkosningunum hér í
höfuðstaðnum. Jafn hraklegar ófarir, hvað
ofan í annað, eru alveg eins dæmi, og
sýna ljósast, hversu nauða áhrifalaust
blaðið er, sínum mönnum til stuðnings
og hvílík óheillaþúfa það er fyrir alla þá,
sem verða svo óheppnir að leita þar at-
hvarfs, enda eru fylgismenn blaðsins sjálfir
þegar farnir að viðurkenna það, að vís-
asti vegurinn til ósigurs sé, að hafa það
málgagn í eptirdragi, og láta það vera
að mæla með nokkrum manni eðanokkru
málefni. »En það getur nú aldrei haldið
sér saman«, segja þeir, og því er nú ver.
Vér hefðum sigrað fyrir löngu, segja hinir
sömu, ef »ísafold« hefði verið hinu meg-
mn (í heimastjórnarfiokknum), því að þá
hefði hún unnið þeim flokki svo mikið
^Sagr», að það hefði riðið honum að fullu.
í Þ ú áttina hefur blaðið aldrei verið á-
hrifalaust.
Og nú liggur þag enn einu sjnni ^ s(n.
um gerningum. Verði þvf að góðu 1 Það
hefur dyggi]ega hjálpað til að fella Jón
vin sinn fjórum sinnum, og á það ef til vill
eptir einu sinni eða optar enn. Nú er
e ki hægt að tjalda þeirri heimskunni
lengur, að eigna hrakfarirnar kúgun banka-
valdsins og embættisvaldsins. Nú voru
lcosningarnar frjálsar og óháðar, og úr-
slitin urðu hin sömu sem fyr. En það
er enginn efi á, að það verður smíðuð
einhver lokleysan til að reyna að hnekkja
þessum ótvíræða úrskurði kjósendanna, er
þeir hafa lagt á alla frammistöðu ísa-
foldar og fylgifiska hennar. Sá úrskurður
er meir að segja glöggur og skýr ómerking-
ardómur almennings á öllum hinummeið-
andi ummælum og óhæfilegum skamma-
þvætting þess blaðs í garð kjósenda höf-
uðstaðarins fyr og síðar, og þessum dómi
verður ekki skotið til æðri réttar, því að
hæstiréttur í þessu efni er almennings-
álitið. Og þ a ð hefur kveðið upp þennan
dóm yfir blaðinu. En slíkur dómur er allra
dóma þyngstur. Rækilegri eða tilfinn-
anlegri ráðningu gátu kjósendur bæjar-
ins ekki veitt málgagninu fyrir allt hátt-
erni þess, en þeir nú hafa gert, fjögur ár
samfleytt. Sá snoppungur getur ekki orð-
ið misskilinn af neinum, og það erengin
leið fyrir Isafold að verjast honum nú,
hvernig sem hún reynir að vinda sig undan
högginu. Sannast þar sem optar, að illa
gefst ofstopinn.
Svona fór um sjóferð þá.
Reykjavíkurkosningin.
»Embættisvald« og »bankavald« eru þau
frýjuorð, er oftast hefur verið otað fram-
an í almenning fyrir og eptir alþingis-
kosningarnar 1902 Og 1903.
Ætliði að láta bölvaða gikkina, sýslu-
manninn ykkar og bankastjórann kúga
ykkur, frjálsborna mennina, til að kjósa
sig, hafa smalar Valtýinga hóað lands-
hornanna milli og ritstjórar þeirra velt
í stríðum, svörtum straumum út yfir land-
ið, á undan kosningunum.
Vitiði ekki, að sýslumaðurinn ykkar er
hræddur um sig, og vill þvl ekki hafa
mann í ráðgjafasætið, sem les íslenzku
blöðin.
Vitiði ekki, að bankastjórinn heldur
dauðahaldi í bankann sinn af því, að hann
hefði ekkert til að bíta og brenna, ef
bankinn yrði lagður niður.
Yrði einhverjum á að anda móti
þessu, yrði á að benda til þess, að sýslu-
maðurinn vildi ekki að eins hafa íslenzk-
an mann í ráðherrasætið, heldur jafnvel
hafa ráðherrann sem næst sér, eða til
hins, að ekki mætti leggja landsbankann
niður, af því að útlendi bankinn yrði þá
einn um hituna, þá krossuðu smalarnir og
ritstjórarnir 1 móti og sögðu að þetta
væri ekki annað en látalæti, ekkert ann-
að en óheil uppgerð, þeir væri eins
slungnir og þeir væri illa innrættir, þess-
ir apturhaldsseggir, föðurlandsást og
sannleiksást væri ekki til í þeirra brjóstum.
þeir þekktu ekki aðra ást en matarástina.
Föðurlandsástin og sannleiksástin væri
sín meginn, sögðu smalarnir og ritstjór-
arnir, sínir menn væru fátækir og
valdalausir, ættu ekkert til nema góðan
málsstað. Hann væri þeirra aleiga og
vopnin til að verja hann með ekki'önn-
ur en ósérplægnin og orðvendnin.
Ut af þessu hefur verið prédikað í
tíma og ótíma, í ræðum og ritum á undan
síðustu 2 almennu kosningunum. Því hef-
ur verið troðið upp f eyrun á þjóðinni
og otað upp 1 augun á henni.
En þjóðin hefur í hvorugt skiptið þekkt
sinn vitjunartfma. Hún hefur f bæði
skiptin gert Heimastjórnarmennina að
meiri hluta.
Veslings þjóðin mín hafa þá hinir
sagt. Það var engin von á því, að þú
sem hefur - verið kúguð og kvalin svo
lengi, þyrðir að brjótast úr fjötrunum
svona rétt upp í opið geðið á kvölurun-
um. En við skulum frelsa þig, vertu viss
um það. Við bregðum yfir þig huliðs-
hjálmi, við gefum þér leynilegar kosning-
ar, þegar við komum til valda.
Já, blessaðir, geriði það, sagði þjóðin
og þeir lofuðu þvf, en svo urðu Heima-
stjórnarmenn til þess að gefa þjóðinni
leynilegu kosningarnar, því að þeir höfðu
völdin en hinir ekki.
Svo komu leynilegu kosningarnar og
hinir þóttust verða ósköp fegnir. Han-
arnir þeirra spönguðu upp á haugana
sína, og göluðu hver út yfir sitt ríki:
A-a-a nú eruði frjálsir, ungarnir mínir, nú
eruði búnir að fá leynilegar kosningar,
vorum við ekki vænir. Nú þurfiði hvorki
að óttast klærnar á kettinum eða kjapt-
inn á hundinum. A-a-a.
Já, nú eru þær komnar leynilegu kosn-
ingarnar. Og meira að segja, það er
búið að reyna þær á einum stað, í sjálf-
um höfuðstað landsins.
Nú er ekki hægt að kenna neinni kúg-
un um úrslitin, hvorki »embættisvaldi«, sem
aldrei hefur verið Heimastjórnarmanna -
meginn, né »bankavaldi«, sem heldur al-
drei hefur verið til. Nú er öllum óhætt
að kjósa eptir sannfæringu sinni, öllum
óhætt að hafa sannfæringaskipti, jafn ó-
hætt og að skipta um sokka.
»Mergurinn málsins (leynilegu kosning-
anna) er — eins og Isafold segir 22. júní
1901 — auðvitað sá, að gjöra mönnum
frjálst, ekki að eins ( orði kveðnu heldur
og í raun og veru, að kjósa löggjafa
þjóðarinnar eptir sannfæringu
sinni og engu öðru«.
Og hvernig fór svo þessi kosning?
Hún fórsvo, að þingmannsefni Heima-
stjórnarflokksins sigraði hitt þingmanns-
efnið með meiri atkvæðamun en áður.
Atkvæðamunurinn var bæði meiri í sjálfu
sér og auk þess hlutfallslega miklu meiri.
í fyrra t. d. var atkvæðamunurinn ekki
nema 20. Þá fékk Tryggvi Gunnarsson
244 atkv., en Jón Jensson 224. Nú mun-
aði 40 atkv. Guðm. Björnsson fékk 367
atkv., en Jón Jensson ekki nema 327.
í fyrra voru kjósendur alls kringum
800. Nú voru þeir kringum 1200. í
fyrra fylgdi Heimastjórnarmönnum þannig
ekki nema rúmur 7-t hluti kjósenda, en
nú fylgir þeim nærri 73 hluti kjósenda.
Kosning þessi sýnir þannig ótvírætt,
að kúgunin hefur verið Valtý-
inga megin, að minnsta kosti í höfuð-
staðnum.
Menn vissu nú raunar áður, að »em-
bættisvaldið« var aldrei Heimastjórnar
megin, hvorki út um landið né í Reykja-
vík, af þeirri einföldu ástæðu, að Valtý-
ingar eiga miklu fleiri embættismenn 1
sínum flokki.
Það þarf ekki annað en að líta á em-
bættismannasveitina í Rvík. í stjórnar-
ráðinu er meiri hlutinn annaðhvort flokks-
leysingjar eða Valtýingar. í yfirdóminum
og við prestaskólann er meiri hlutinn
valtýskur, sérstaklega í yfirdóminum. Við
latínuskólann er að eins einn kennari
Heimastjórnar meginn. Biskupinn er
mægður Isafold og bæjarfógetinn kvað
segja um hana, að henni gangi ekki ann-
að til að hirta brotleg Heimastjórnarbök
en heilög vandlætingasemi.
Og ekki breytist reikningurinn þó að
þú lítir yfir landið. Prestastéttin er að
vonum nálega öll valtýsk. Það má benda
á heil prófastsdæmi, þar sem ekki finnst
einn einasti Heimastjórnar-prestur. Af
sýslumönnunum eru að eins 4 Heima-
stjórnarmenn : Snæfellinga, Dala, Stranda-
rnanna og Þingeyinga. Hinir eru allir
Valtýingar. í læknastéttinni eru fleiri
Heimastjórnarmenn en í hinum stéttun-
um, enda er sú stétt allsstaðar frjálslynd-
asta embættisstéttin.
Menn vissu líka, að landsbankastjórnin
hafði aldrei farið í manngreinarálit.
Ennú getur hvermaður í landinu þreif-
að á þvf, að kúgunarskrumið í munni
og pennum Valtýinga hefur ekki verið
annað en þrumuleiðari. Þeir hafa með
þvf viljað leiða gruninn af sér á hina,
líkt og þjófurinn, sem lagði á rás ofan
allar götur og hrópaði: grípiði þjófinn, á
eptir manni, sem var á leið til krkju.
En þeim hefur lfka farið eins og fingra-
lang. Kirkjusækjandinn varð einmitt til
þess að bregða fæti fyrir fingralang, og
Heimastjórnarmenn veltu nú Valtýingum.
Það erheldurekki undarlegt, þóttHeima-
stjórnarflokkurinn hafi orðið ofan á, sfð-
an hann á alþingi 1901 varð sér með-
vitandi erindis síns, því að hann hefur
alltaf haft fslenzkt þjóðerni og
hagsmuni þjóðarinnar efst á baugi.
Hann hafði loks út úr Dönum flutning
stjórnarinnar inn í landið.
Hann frelsaði landsbankann, og um
leið landið allt, frá því að verða aptur
útlendu auðvaldi að herfangi.
Hann afstýrði landhelgissölu glapræðinu.
Og svona mætti halda áfram að telja
upp lotulítið.
Og þá var það ekki undarlegra, þótt
flokkurinn sigraði nú, því að heilbrigð
skynsemi var hans meginn.
Það vissu allir um Jón Jensson, að hann
átti ekki annað erindi á þing, en að reyna
að steypa stjórninni. Það sjá allir heil-
brigðir menn, hvað það hefði verið skyn-
samlegt, eða hitt þó heldur. Það væri
viðlíka gáfulegt, og að fleygja vönduðu
og dýru verkfæri að óreyndu, bara af því,
að einhver flysjungurinn segði, að það
væri ónýtt.
Ekki verður sigurinn heldur óskiljanlegri,
sé mönnunum jafnað saman. G. B. er
vel gefinn, frjálslyndur, óveill og sam-
vinnuþýður, en J. er — dauður, og því
má satt kyrrt liggja unf hann.
Fyrir nokkrum dögum hyllti undir hana
á hverjum haug, og galið f þeim gall hátt
og snjallt um alla borgina.
Nú hýma þeir undir húsþilunum sínum,