Þjóðólfur - 06.01.1905, Side 1
OLFUR.
57. árg.
Reykjavík, föstudaginn 6. janúar 1905.
Jú 2.
LaNDSBAN KINN greiðir
vexti af sparisjódsfé fl4°'o~há I. jan.
1905 og af fé á hlaupareiknmgi eptir
samkomulagi.
Gefa má ávísanir á fé í hlaupa-
reikningi, en nota verður til þess eyðu-
blöð, sem fást í bankanum.
Avísanagjald til Kaupm.hafnar er
fyrir hverjar ioo kr. io a. (minnsta
gjald 25 a.) og til Noregs, Englands,
Hamborgar og Ameríku 20 a. (minnsta
gjald 50 a.).
Seðlar landsbankans eru teknir af-
fallalaust í „Landmandsbanken" í
Kaupmannahöfn.
Tryggvi Gunnarsson.
Skattamál.
V.
Smjörlíkistollurin n.
»Að fara að leggja toll á srojörlíki, til
þéss að styðja smjörframleiðsluna, mundi
alls ekki verða að tilætluðum notum, held-
ur til ógagns eins. Það yrði til þess, að
leggja allþungan skatt á sjómannastéttina
og fólk við sjávarsíðuna, að eins til hags-
muna fyrir þá bændur, sem framleiða lé-
legasta smjörið, og mundi þá jafnframt
verða til þess, að draga úr áhuga manna
á að búa til gott smjör, sem nú virðist
eiga góða framtíð fyrir höndum. Land-
búnaðurinn íslenzki ætti { tollmálinu að
taka sér landbúnað Dana til fyrirmyndar.
Danmörk er eitt af þeim fáu löndum, sem
ekki veitir landbúnaði sínum neina toll-
vernd, og þó er Danmörk vafalaust ein-
mitt það landið, sem bezt af öllum lönd-
um Norðurálfunnar hefur sigrazt á þeim
erfiðleikum, sem samkeppni annara heims"
álfa hefur bakað landbúnaði Norðurálf-
unnar. Löggjafarvaldið hefttr ekki með
óeðlilegri verðhækkun látið það viðgang-
ast, að landbúnaðurinn léti sér lynda, að
birgja innlenda markaðinn, heldur hefur
tolllrelsisverzlunin neytt bændurna til að
vinna með röggsemi og atorku að því,
sem samkvæmt staðháttum og Iegu lands-
ins liggtir beint við fyrir það, að birgja
enska markaðinn með smjöri, fleski og
eggjum. Að þessu hefur löggjafarvaldið
stutt með ríflegum fjárveitingum til alls,
sem miðað gat til þess, að efla dugnað
bændanna og bæta framleiðsluafurðir
þeirra. I Danmörku ertt nú brúkuð um
45 milj. pund af smjörlíki á ári, og um
11 milj, punda af ódýru, útlendu smjöri,
en engttm kemur til hugar að kvarta yfir
því, að þetta leiði til þess, að »peningar
fari út úr landinu«; allir sjá og játa, að
það er til stórkostlegs hagnaðar fyrir þjóð-
félagið fjárhagslega, að geta sjálfir notað
þessar ódýru vörur, af því að það gerir
mönnum mögulegt, að beina allri smjör-
gerð sinni í þá átt, að framleiða sem allra
bezta vöru, og selja svo af henni 160 milj.
punda á ári til útlanda fyrir 152 milj.
króna í peningum, sem koma inn í landið.
Jafnöfugur og smjörlíkistollurinn mundi
og tollur á vefnaðarvöru reynast, ef menn
með honttm ætluðu sér að efla innlendan
baðtnullariðnað eða ullariðnað. Islenzki
markaðurinn er alltof lítill til þess, að
þar sé hægt að reka baðmullariðnað með
nokkrum hagnaði. Ullariðnaðurinn er
sjálfsagt miklu eðlilegri fyrir landið, og
ætti því að geta þrifizt án tollverndar.
Ur fyrstu erfiðleikunum við að koma hon-
um á fót gæti landsjóður, eins í þessari
sem í mörgum öðrum atvinnugreinum,
bætt á margan hátt, enda er mönnum
fullkunnugt um það á Islandi, hver ráð
eru til þess: ódýr lán, verðlaun og því
um líkt. Reynist slík hjálp ekki nægileg
til þess, að unnt sé að reka atvinnuna
með hagnaði, þá eiga menn að láta hana
eiga sig og ekki harma, þótt hún detti úr
sögunni, því reynslan hefur þá sýnt, að
fjáraflið og vinnukrapturinn geta grætt
meira á því, að vinna að öðrum atvinnu-
greinum. En það dugar ekki að láta alla
þjóðina borga skatt með verndartollum,
til þess að halda slíkri atvinnu uppi.
Þetta er yfirleitt ein af hinum miklu
hættum við tollverndina, að menn sjá
ekki, hve mikið hún í raun og veru kost-
ar þjóðitia við það, að vörurnar verða
dýrari, án þess að landsjóður hafi nokk-
urn hag af því. Sem dæmi má nefna þá
tollvernd, sem komið var á með síðustu
tolllögum með vindlagerð; þar sem toll-
ur á tóbaki var látinn vera 50 au. á pundi,
en á vindlum 2 kr. á hverju pundi, þá
var með því veitt tollvernd, er nam því
nær i1/® kr. á hverju pundi af vindlum,
sem búnir væru til á Islandi; og auðvit-
að brugðu menn undir eins við, og komu
á vindlagerð. Þar sem nú landsjóður fær
ekki annan toll af þeim vindlum, sem
búnir eru til á íslandi, en tóbakstollinn
50 au. á pundi, þá heftir hlutaðeigandi
verksmiðjueigandi i’/j kr. af landsjóðnum
á hvert pund af vindlum. Niðurstaðan
verður þvl sú, að til hverra 2000 punda
af vindlum, sem búnir eru til á Islandi,
veitir landsjóðttr 3000 kr. styrk, sem 1 raun-
inni ætti að telja til útgjalda i fjárlögun-
um. Ef til vill staðhæfa nú verksmiðju-
eigendurnir, að vindlagerðin verði ekki
dýrari hjá þeim, en hægt sé að búa þá
til fyrir erlendis, og þá verður landið í
heild sinni auðvitað ekki fyrir neinu tapi
við tollverndina; en þáer líka tollverndin
alveg óþörf, og menn ættu sem skjótast
að láta vindlatollinn verða það, sem til
var ætlazt, og hann ætti að vera: skattur
á vindlareykingum, sem ná má með því,
að leggja jafnháan skatt áinnlendu vindla-
gerðina eins og nú er lagður á hina út-
lendu, sem sé i1/* kr. á hvert pund, auk
þeirra 50 au., sem greiddir eru í toll af
hverju tóbakspundi.
Tollverndin er þvl hér sem annarstað-
ar, þegar til lengdar lætur, annaðhvort
óþörf eða skaðleg, og vilji menn af fjár-
hagslegum ástæðum leggja toll á einhverja
vöru, sem framleidd verður erlendis, ættu
menn að leggja jafnháan skatt á fram-
leiðslu þeirrar vöru innanlands. Sllkri
skattálögu má auðvitað vel koma við við
margar vörutegundir; þannig er t. d. í
Danmörku greitt gjald af innlendri sykur-
gerð, sem nokkurnveginn samsvarar toll-
inum á aðfluttum sykri: þar er og skatt-
ur á innlendri ölgerð og vínfangagerð.
En við aðrar vörur er bæði erfitt og kostn-
aðarsamt að koma við innlendri skatt-
álögu, t. d. einkum við vefnaðarvöru, og
er það því ærin ástæða gegn því, að leggja
toll á þá vöru á Islandi«.
Hér hefur nú verið tekinn aðalmergur-
inn málsins úr grein hr. Krabbe’s um
skattamálið, og geta nú landsmenn athug-
að uppástungur hans. Höf. leggur að slð-
ustu til, að skattamál landsins séu tekin
til rækilegrar athugunar og umræðu í einu
lagi, áður en farið sé að ráðast í breyt-
ingar eða umbætur á þeim, og lýkur hann
máli sínu á þessa leið :
»Hvort fremur skuli kjósa fasteignarskatt
en hækkun á hinum núverandi aðflutn-
ingstollum, er spurning, sem tæplega verð-
ur úr skorið með nokkurri vissu án frek-
ari þekkingar á öllum aukaatriðum, en
sá getur haft, sem býr í öðru landi. En
þótt hægt sé að benda á nýja skattstofna
handa landsjóði, mega menn ekki fyrir
því láta leiðast til að hafa minna gát á
útgjöldunum. Nýir skattar eru auðvitað
ekki einungs óþægilegir, heldur líka, þeg-
ar þeir verða þungbærir, beinlínis skað-
legir fyrir þroskun og framfarir, með því
þeir leggja hömlur á framleiðsluna og söfn-
un fjárafla. Það ætti því aldrei að leggja
á nýja skatta, nema þegar verulega nyt-
söm og bráðnauðsynleg útgjöld verða til
þess, að raska jafnvæginu, svo að annars
yrði ekki hjá því komizt, að taka lán og
hleypa sér 1 skuldir. Sem stendur er það
eitt af því, sem bezt er við búskaparlífið
á íslandi, hve ódýrt er að lifa þar; en
menn þttrfa ekki að fara lengra en til
Noregs, til þess að sjá, hve mjög menn
geta með því, að gera dýrara að lifa, sem
stafar af tollverndinni og með þungbær-
um sköttum, sem stafar af alltof miklum
útgjöldurn og lántökum, bæði hjá rlkinu
og sveitastjórnum, stöðvað þroska og fram-
þróun og eflt fólksflutninga úr landinu.
Og útflutningsstraumurinn frá íslandi er
einmitt þvl miður orðinn svartasti blettur-
inn, sem rás viðburðanna hefur myndað,
ekki að eitts af því, að hann lamar vinnu-
krapt landsins, heldur einnig af því, að
ekki getur hjá því farið, að hann lami
traustið á landinu og framförum þess í
auguin annara þjóða, og þar af leiðandi
veiki lánstraust þess«.
Alþingis- og lögmannsbók
Þóröar Iögmanns Guðmundssonar
15 70-- 1 6 0 5‘).
I byrjun ársins 1837 rak Krieger, sem
þá var stiptamtmaður hér á landi, augun
í skrifaða bók eina, er var nr. 80 í skjala-
safni embættis hans (safni stiptamtsins og
suðuramtsins), sem hann hafði eitthvert
hugboð um, að kynni að vera merkileg,
án þess honum væri það þó fullljóst.
1) A bók þessari, sem skrifuð er nálægt
1650—1660 með hendi svipaðri Magnúsar
lögmanns Jónssonar, eru einnig kongsbréf
frá 1556—1645.
Sýndi hann því bók þessa Steingrími
biskupi Jónssyni og bað hann að segja
sér um gildi hennar. Bókin lá hjá bisk-
upi í eina tvo mánuði (febrúar og marz)
1:837, °g lét biskup þá hripa upp afskript
af miklum hluta hennar, og skýrði því
næst stiptamtmanni frá því, að bók þessi
væri merkileg, því að hún væri eldri en
hinar alkunnu óslitnu alþingisbækur og
því hin elzta samanhangandi dómabók
frá alþingi hinu gamla, er menn vissu til
að segja. Þegar stiptamtmaður fékk það
að vita, var hann ekki seinn á sér að
átta sig á því, hvað gera ætti við bókina:
Hún var ógeymandi og til einskis nýt
hérálandi og því sjálfsagt að senda
hana á eitthvert opinbert safn í Kaup-
mannahöfn, og framkvæmdir á þvl
lét hann ekki bíða, því að 18. apríl strax
sama vor sendi hann bókina svona upp
úr þurru til Rentukammersins til þess að
gefa hana einhverju opinberu safni í Höfn,
og fór því næst sjálfur alfari af landi héð-
an um sumarið til Danmerkur, án þess
— eptir því, sem nú verður séð — að
gera nokkra skilagrein fyrir afhending
embættisskjalasafns síns, þegar hann fór
héðan.
Eptir að nefnd lærðra manna í Kaup-
mannahöfn (Kolderup-Rosenvinge og P'inn-
ur Magnússon) hafði látið uppi álit sitt
utn það, hvað gera skyldi við bókina,
varð það úr, að hún var 31. okt. um
haustið 1837 látin lenda í Ríkisskjalasafni
Dana, sem þá var kallað Leyndarskjala-
safn, og þess getið 1 skrám skjalasafnsins
að eins, að bók þessi hefði komið »frá
íslandi« 1837, og mátti af því orðatiltæki
eins vel hugsa, að bókin hefði verið
keypt frá íslandi eða þá gefin af ein-
hverjum einstökum manni, en ekki reitt
út úr skjalasöfnum landsins sjálfs.
Eptir að reglugerð latidshöfðingja um
landsskjalasafnið frá 10. ágúst 1900 var
út komin, sem skipar svo fyrir, að rann-
saka skuli, hvað kunni á ýmsum tímum
að hafa slæðst eða verið tekið úr Land-
skjalasafninu, og hvar það nú mundi nið-
ur komið, svo að hægt væri að hafa heimt-
ur á því, þá var því veitt eptirtekt, að
þessi merkilega bók, sem kunnugt var
orðið, að geymd var í Ríkisskjalasafni
Dana, væri einmitt eign Landskjalasafns-
ins í Reykjavík og hefði verið tekin það-
an alveg ástæðu- og titefnislaust. Var
því af Landskjalasafnsins hendi ritað til
landshöfðingja 16. okt. um haustið 1900
um þetta efni, og af landshöfðingja gerð
krafa til bókarinnar á hendur Ríkisskjala-
safni Dana gegnum ráðuneyti ís-
lands í Kaupmannahöfn, en —
það gerði öldungis ekkert til
þess, að halda frarn skýlausum
eignarrétti s k j a 1 a s af n s i n s hér á
1 a n d i, enda var þá forstöðumaður ráða-
neytis vors danskur maður, sem tók ekki
að jafnaði stórlega væst upp á sig fyrir
hagsmuni þessa lands, og gaf það þá-
verandi rlkisskjalaverði Dana, dr. C. F.
Bricka, djörfung til þess að berja öliu i
vænginn gegn því, að afhenda íslandi
bókina, svo að um það var þá þverneit-
að. Og í prentaðri skýrslu Rlkisskjala-
safnsins það ár er svo skýrt frá þessu