Þjóðólfur - 13.01.1905, Page 1
57. árg.
Reykjavík, föstudaginn 13. janúar 1905.
M 3.
LAND SBANKINN greiðir
vexti af sparisjódsfé 33/4°.'o®frá i.jan.
1905 og af fé á hlaupareikningi eptir
samkomulagi.
Gefa má ávísanir á fé í hlaupa-
reikningi, en nota verður til þess eyðu-
blöð, sem fást í bankanum.
Ávísanagjald til Kaupm.hafnar er
fyrir hverjar IOO kr. 10 a. (minnsta
gjald 25 a.) og til Noregs, Englands,
Hamborgar og Ameríku 20 a. (minnsta
gjald 50 a.).
Seðlar landsbankans eru teknir af-
fallalaust í „Landmandsbanken" í
Kaupmannahöfn.
Tryggvi Gunnarsson.
Skattamál.
VI.
(Siðasti kafli).
í sambandi við ágrip það af grein hr.
Krabbe’s um skattamálið, sem birt hefur
verið í Þjóðólfi viljum vér geta þess, að
nauðsynlegt er, að menn hugsi vandlega
þetta mál fyrir þingmálafundi í vor, svo
að þingmenn geti komizt að því, hvað
sé vilji þjóðarinnar í þessu máli, því að
lítill vafi er á því, að mál þetta komi að
einhverju leyti til umræðu á næsta þingi
og er þá gott, að þjóðin hafi áttað sig á
aðalatriðum þess áður, sérstaklega að því
leyti, hverjar vörutegundir sé hentugast
að hækka, hvort tiltækilegra sé að bæta
við nýjum tollskyldum vörutegundum eða
hækka hinar tolluðu, og hverjir gjaldstofn-
ar aðrir séu heppilegastir til að afla land-
sjóði tekna. Um þetta verða auðvitað
skiptar skoðanir, en á því munu flestir,
að landsjóður þurfi að fá tekjuauka ein-
hversstaðar frá til að standast sívaxandi,
sjálfsögð og nauðsynleg útgjöld. Stór
lántaka fyrir landsjóðshönd er allathuga-
verð og einhverntíma kemur að skulda-
dögunum. Það er allhætt við, ef út á
þá braut yrði gengið, að þá yrði að taka
lán á lán ofan. Og því er betra að hætta
sér aldrei langt út á hana. Landsjóður
er ekki fær um að binda sér þungar láns-
byrðar. En þá verða menn líka að leggja
eitthvað í sölurnar til að forða landinu
framvegis við því hapti, er harðsnúinn
skuldafjötur hlýtur að verða á allar fram-
farir þjóðarinnar í framtfðinni. En til
þess eru hinir óbeinu skattar — tollarnir
— hentugastir, því að þeir verða lands-
mönnum ekki eins tilfinnanlegir og beinu
gjöldin, skattarnir, sem teknir eru af mönn-
um beinlínis, enda þótt tollarnir verði
optast hærri gjöld í sjálfu sér á þjóðinni,
en upphæð þeirri nemur, sem í landsjóð
rennur fyrir tollskyldar vörur, vegna þess,
að vöruverð hækkar jafnan meir en toll-
gjaldinu af hverri tegund nemur, eins og
eðlilegt er í sjálfu sér, þá er kaupmenn
verða að svara tollinum í peningum. En
þrátt fyrir það eru samt megintekjur flestra
þjóða fólgnar í tollum, vitanlega misháum
í hverju landi, en víðasthvar margfalt
hærri en hér. Að því leyti stöndum vér
Islendingar enn vel að vígi í samanburði
við aðrar þjóðir, og það eru ekki land-
sjóðsgjöldin, sem tilfinnanlegust eru hér
á landi, heldur fátækraútsvörin. Þ a u eru
einmitt hærri hér en víða annarsstaðar.
Það má ekki blanda því tvennu saman,
enda þótt segja megi ef til vill, að há
fátækraútsvör sýni, hversu gjaldþol alihenn-
ings yfirleitt sé lítið hér á landi. Og
samt er það engin sönnun fyrir því í
raun og veru. Það má alveg eins segja,
að það sýni bezt, hversu gjaldþol manna
hér sé mikið, að menn geta staðizt sveit-
arþyngsli þau, sem allvíða eru afarmikil,
enda þótt mikið hafi breytzt til batnaðar
í þeim efnum á síðustu árum, að minnsta
kosti í mörgum landsveitum. Það eru
helzt kaupstaðirnir sumir og ekki sízt
sjálfur höfuðstaðurinn, þar sem harla lítið
ber á slíkum framförum. Og mun það
helzt vera illri stjórn fátækramálanna að
kenna, og sjálfsagt óhagfelldri löggjöf að
nokkru leyti, löggjöf, sem nú verður tek-
in til ítarlegrar endurskoðunar.
Allhætt er við því, að uppástunga hr.
Krabbe’s um fasteignarskattinn, eins og
hann hugsar sér hann, fái ekki almennt
fylgi, enda býst hann sjálfur við því.
Hann mun og reikna heldur hátt tekjur
þær, er landsjóður gæti fengið á þennan
hátt. En þá er um tollhækkun er að
ræða verður eflaust haganlegast, eins og
líka Krabbe drepur á, að hækka þær vöru-
tegundir, sem mest munar um sem tekju-
grein fyrir landsjóð, vörutegundir, sem
mikið er flutt af til landsins, án þess þó
að vera beinlínis nauðsynjavara á sama
hátt og matvara, en það er fyrst og fremst
kaffi og sykur. Að vísu má telja sykur
að minnsta kosti nauðsynjavöru, en svo
er um fleiri vörutegundir, sem tollaðar
eru. Ef að eins ætti að tolla óþarfa vör-
ur mundi landsjóður ekki hafa mikið upp
úr þeim tolli. Slfkar vörur með háum
tolli hættu því hreint og beint að flytjast,
svo að tollurinn yrði þá sama sem að-
flutningsbann á þessum vörtim.
Án tilfinnanlegs útgjaldaauka fyrir lands-
menn mundi mega hækka kaffitollinn um
þriðjung eða meira og sykurtollinn um
þriðjung eða ef til vill dálítið minná: 15
a. tollur á pd. af kaffi og kaffibæti og 7
a. tollur á sykurpundi væri engin frágangs-
sök. En landsjóð munaði eflaust mikið
um þá aukningu. Tóbakstollinn mætti
hækka til muna t. d. upp í 60—70 a. ápd.,
en jafnframt yrði þá að leggja toll á inn-
lenda vindlagerð, eins og hr. Krabbe legg-
ur til. Það er engin ástæða fyrir oss ís-
lendinga, að halda þeirri iðnaðargrein
uppi með verndartolli, eins og tollurinn
á útlendum vindlum er nú í raun og veru.
Þá væri og réttast að tvöfalda toll á öll-
um vínföngum, öllu áfengi. En auðvitað
er það þvert á móti vilja meginþorra bind-
indismanna, er ekki vill heyra annað nefnt
nú en algert aðflutningsbann. En það
væri á margan hátt vanhugsað, að lög-
leiða hér slíkt aðflutningsbann, að minnsta
kosti fyrst um sinn. Öll þvingunarlög,
öll bein fjárráðahöpt löggjafarvaldsins á
einstaklingana eru óeðlileg, óheppileg og
ósamræmanleg frjálsræðisstefnu og frelsis-
hugmyndum nútfðarinnar. Með lagaboð-
um einum og fyrirskipunum verður eng-
in þjóð alin upp, eða öguð svo og typtuð,
að hún verði fyrirmyndarþjóð. Sú upp-
eldisregla er fyrir löngu úr gildi gengin
meðal siðaðra þjóða. Því neitar að vísu
enginn, að ofdrykkjan sé mikið þjóðaböl,
en bezta meðalið til að útrýma henni er
að ala þann hugsunarhátt upp hjá þjóð-
inni, að fá óbeit á henni og forðast hana
af frjálsum og fúsum vilja, án allra þving-
unarlaga. Og það er alls ekki svo erfitt,
enda hefur mikið áunnizt einmitt í þá
átt hér á landi á siðustu 10—20 árum,
síðan bindindisfélögin tóku alvarlega til
starfa, og því starfi sínu ættu þau að
halda áfram, að eins njóta stuðnings lög-
gjafarvaldsins í allri hyggilegri og skyn-
samlegri bindindispólitík.
Hver mundi nú verða afleiðingin af
tvöfölduðum áfengistolli ? Hún yrði ómót-
mælanlega sú, að aðflutningur vínfanga
til landsins minnkaði afarmikið, líklega
svo mikið, að tollurinn til landsjóðs yrði
nokkru minni en hann er nú með helm-
ingi lægra tolli. En þótt landsjóðstekj-
urnar yrðu jafnháar sem nú af þessari
vöru eða litlu hærri, þá væri það sama
sem aðflutningurinn minnkaði um helming
eða því sem næst. Og væri þá ekki ein-
mitt stórmikið unnið við það án tekju-
hnekkis fyrir landsjóð ? Bindindismenn
neita þvf auðvitað, að reynslan yrði þessi,
en þeir hafa öll líkindi á móti sér. Auk
þess verður að taka það dálítið til greina,
að það verður alls ekki bent á nokkra
tekjugrein fyrir landsjóð, er geti komið í
stað vínfangatollsins að nokkru leyti, því
síður að öllu leyti. Það tjáir ekki að
ganga alveg fram hjá þeirri hlið málsins,
sízt þá er um tekjustofna fyrir landsjóð
er að ræða. Um þetta mál hefur annars
verið svo mikið ritað, og það er svo
kunnugt þorra manna, að menn ættu að
geta myndað sér sjálfstæða, óháða skoð-
un um það, æsingalaust og undirróðurs-
laust að öllu leyti, þvf að óskynsamlegt
kapp í hverju sem er, verður sjaldnast
happasælt eða affarasælt til langframa.
Það gæti ennfremur komið til greina
og væri einstaklega hentugt og umsvifa-
lítið að hækka t. d. alla núverandi að-
flutningstolla um 25%, láta hið sama yfir
allar hinar tolluðu vörutegundir ganga.
Sá tekjuauki yrði allmikill alls og alls,
mundi nema um 80,000 kr. á ári eða
160,000 kr. á fjárhagstímabilinu. En lík-
lega mundi svona löguð tollhækkun ekki
þykja sem allra sanngjörnust hlutfallslega.
Nú geta menn íhugað mál þetta til
næsta þings og búið sig undir ákveðnar
tillögur ti! þirigmannanna á þingmála-
fundum í vor. Þetta mál er svo mikið
vandamál og svo þýðingarmikið fyrir land-
ið, að miklu skiptir, að þinginu takist að
ráða heppilega fram úr því fyrir land og
lýð.
Norræna spursmálið.
(Niðurl.) Þessi er háskinn, lífsháskinn.
Hvernig á að mæta honum eða aptra?
Af eigin ramleik er það ofurefli Svía og
Norðmanna. Og með góðu verður það
ekki gert, því bón ei né bræði mildír
Moskóvítann, eí með orðum einum ætti
að vegast. En mundu engin stórveldin
fást til milligöngu ? Varla, nema því að
eins að þeim þætti það stórum spilla sín-
um hagsmunum. England mundi ekki
þykjast eiga neitt í hættu, Frakkland því
sfður. Helzt gæti runnið tvær grímur á
Þjóðverja að þola þann yfirgang Rússa.
Þó er það vanséð. Því hversu illa sem
þeim er við uppgang og yfirgang Rússa,
mundu þeir eflaust umbera hann, þar
sem Norðurlönd ættu í hlut — ef þeir
urn leið næði sneið af Danmörku. Mundu
þeir fortakslaust óðara taka Jótland; síð-
ur Fjón, og alls ekki Sjáland, því með
engu móti mundu hin stórveldin leyfa
þeim að leggja undir sig sundin eða að-
göngu að Eystrasalti. Aptur mundi eng-
in þjóð banna þeim að taka Jótland enda
á milli. Eina stórveldið (undir niðri) er
í vegi Þjóðverja þar sem Jótland er, það
eru Rússar. En ef þeir skyldu þar eiga
að miðla málum, mundu þeir um leið
finna nóg ráð til að fá sínum fulla vilja
framgengt hjá Svíum og Norðmönnum.
Þannig er ástandinu lýst, enda er lýs-
ingin mjög svo sennileg, þótt Rússar nú
sem stendur hafi ærið annað um að hugsa.
En þótt ásælni þeirra norður á bóginn
hvíli sig um hríð og láti nokkur ár 1
milli lfða væri fávizka að ætla að þeir
muni lengi una við hálfbúið, enda ber
þetta stundarhlé, sem Asíuófriðurinn
veldur, æskilega í veiði fyrir Norðurlönd,
ef þau á meðan vildu ráða ráð sín og
fljóta ekki sofandi að feigðarósi. »Allar
þrjár Norðurlanda-þjóðirnar« — segir
Lund — »eru jafnt í bersýnilegum voða,
þeim að hverfa úr tölu þjóðanna eptir
að þær hafa verið sjálfstæðar frá því áð-
ur en sögur hófust; þessar þjóðir, sem
svo ágætan bálk hafa samið af sögunnar
bók; þessi lönd, sem mentaðasta alþýða
veraldarinnar byggir«.
En hvernig er því sambandi varið, sem
gert er ráð fyrir, og hvernig liggur helzt
fyrir að undirbúa það?
Sambandið skal vera allsherjar varn-
ar- og tolllaga samband hinna
þriggja landa. Varnarsambandinu virðist
ekki torvelt að koma á, með því að lönd-
in liggja langsetis hvert öðru og eins og
rétta hendur út til hjálpar og varnar sfn
á milli, og litlar deilur þyrfti upp að
koma með tillögur hvers ríkis, því að
hlutföll efna og afkomu mundu segja til.
Annað mál er um tolllögin; þau þyrfti
mjög vel að athuga, ef duga skyldi. Er
það mál svo margbrotið, að ekki má
skýra nema á töluvert vísindalegan hátt.
Segja nefndir fræðimenn, að þar séujafn-
vel hin viturlegustu lög varla einhlít —
þau yrðu aldrei svo sett eða samin, að
allra hagur yrði ekki einstakra
skaði. En þar byrjar erfiðasti hnútur-
inn -— hnútur, sem aldrei verður leystur,
fyr en viðkomandi þjóðir hafa lært að
þekkja sinn vitjunartíma, það er: lært að
sjá, að allra hagur vegur meir en fárra
óhagur.
Að öllu öðru leyti hugsa menn að
hvert land haldi eptir sem áður stjórn og