Þjóðólfur - 13.01.1905, Side 4

Þjóðólfur - 13.01.1905, Side 4
i6 íslenzkir Mótorbátar á boðstólum, í fyrsta tölublaði Reykjavíkur þ. á. auglýsir hr. Ólafur Árnason, að hann útvegi báta með mótorum í, og að bátar þeir séu með miklu lægra verði og úr betra efni, en bátar smíðaðir hér á landi. í tilefni af ranghermi þessu hjá Ó. Árnasyni, leyfi eg mér að birta almenningi skýrslu yfir verð á mótorbátum, sem eg smíða. Bátarnir eru byggðir algert úr eik og að eins 8 þumlungar á milli banda í þeim. Bátarnir eru með hæfilegum seglum og að öðru leyti c/*7búnir. Mótorarnir eru frá hr. C. Mollerup í Esbjerg. Herra C. Mollerup gerir sér allt far um, að fá mótorana létta að þyngd og auðvelda í brúkun, og hefur nú hr. C. Mollerup tekizt að búa til bátamótora með 4 hesta afli, sem að eins kosta með öllu tilheyrandi nookr. og vigta með öllu, sem þeim á að fylgja 750—800 Alls engin verksmiðja býr til svona ódýra og létta steinoiíumótora í báta. Eg leyfi mér að geta þess, að herra C. Mollerup sendi engan mótor á sýninguna í Marstrand, og tjáir Mollerup mér, að sér þyki betri meðmælin, sem mótorar sínir fái frá sjómönnunum á Jótlandi, heldur en sýningar medalíur. Einnig læt eg þess getið, að mér hefur margboðizt umboðssala á mótorn- um „Dan“ með talsvert hœrri umboðslaunum en eg gat fengið hjá C. Molle- rup. En af því að eg álít, að mótorinn „Dan“ sé að sumu leyti að miklum mun óheppilegri í opna báta en mótorar C. Mollerups, þá afþakkaði eg um- boðssölu á „Dan“ mótornum. I Cylinder H. K. 3 Cylinder H. K. Verð sjálfrar vélarinnar með skrúfu í Kr. Hvað vélin eyðir af stein- olíu á kl.st. Yfirbygging úr tré eða vatns- heldum dúk. Lengd á kili í fet- um Lengd stafna á milli í fetum. Breidd að ofan ummiðju í fetum. Ferð á kl.st. Mílur Verð bátanna altilbúinna. Krónur » 8 3000 pottar 4V2 Úr tré til beggja enda 28 3S-36 9 V* 2 4200 6 2300 31/* do. 25 3 i1!* 83/4 2 3200 4 1825 2xh dúkur 23 29 8 13/4—2 2700 8 » 2500 4V2 úr tré 28 C* un 9 2 3300 6 » 2000 3JV úr tré 25 31 8x/a 2 29OO 4 » 1600 21/2 dúkur 22 28 8 13/4—2 2300 3 » 1200 2 dúkur 20 2Ó 7V2 13/4 17OO 2 » 900 1 V» » 18 24 7 i1/*— i3/4 1400 i1/* » 75° 1 » 17 22 6x/2 1V* 1200 4 » 1100 2V3 úr tré 22 28 7 i1/* . 1700 H. K. þýðir hestkraptur vélanna. Bæta má frá */a—I hestkrafti meira á hverja vél, heldur en hún er ákveðin fyrir, t. d. 8 H. K. vél má setja upp í 9 H. K. 4 H. K. mótor- arnir, sem kosta 1100 kr. vega að eins uppsettir í bátana 750-—800 pd. Reykjavík 5. janúar 1905. Virðingarfyllst. Bjarni Þorkelsson skipasmiður. Brauns verzlun ^Hamburg', Tvisttau — Flonel — Oxford — Sængurdúkur — Borð- dúkur — Servíettur — Handklæði — Lérept — Morgunkjöla- efni — Ballkjólaefni — Dagtreyjuefni — Klæði — Svuntur (hvítar'og mislitar) — Hanzkar (svartir, hvítir og mislitir) hvergi betra né ódýrara. Betri eru’ en brennivin Brauns vindlar að morgni dags. Ljösmyndir smáar og stórar eru teknar á hverjum degi í hinni góðkunnu ljósmyndastofu minni. Efni og vinna betri og vandaðri en hjá öðrum herlendis. Viðvíkjandi pöntunum og afgreiðslu allri snú menn sér til hr. Ólafs Odds- sonar ljósmyndara, sem ávallt er að hitta á ljósmyndastofunni og gegnir þar öll- um störfum jafnt mér. Afgreiðsla fljót og sérlega áreiðanleg. Virðingarfyllst r . Arni Thorsteinsson. Aðalfundur þilskipaábyrgðar- félagsins við Faxajlóa verðurhald- inn á hotel „Island" laugard. n.febr. kl. 5 e. h. Breyting á 16. gr. laganna verður rædd, kosinn 1 maður í stjórn, 3 virð- ingamenn og 2 etidurskoðunarmenn. ' Tryggvi Gunnarsson. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja lff sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Bezt kaup Skófatnaði í Aðalstræti 10. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson. Prentsmiðja Þjóðólfs. 3° völd snerti. Það var þá sem að floti vor fór sem sporhundaflokkur fram og aptur milli Sikileyjar og Sýrlands og svo til Neapel aptur. Það var undir stjórn þessa hrausta drengs, að hann tók þátt í orustunni við Abukir1). Þar var það sem mennirnir undir hinni hvíslandi stjóm hans hlóðu og skutu, þar til að þrílita flaggið var eyðilagt. Og þegar þeir þannig voru búnir að létta á samvizkunni, þá sofnuðu þeir í hrúgu hver ofan á öðrum á milli bumbanna hjá akkerisvindunni. Þá var hann gerður að flokksfyrirliða á þríþiljaskipi. Skrokkurinn á því var allur svartur af púðurleðju og ágjafaraugun voru lifrauð, og svo var akkeris- festunum vöðlað utan um kjölinn og hliðarnar til þess að reyna að halda því saman. Til þess að launa honum góða framkomu var hann síðan gerður að varaforingja á freigátunni „Kveldroðinn", er lá og lukti Genúa landspennu. Eg man enn vel eptir því, þegar hann kom heim. Þó það séu nú 48 ár síðan, þá stendur það mér greinilegar fyrir hugskotssjónum en það, sem gerðist fyrir fjórtán dögum síðan. || Minni gamals manns er eins og einskonar stækkunargler, það sýnir greini- lega það, sem vér sjáum 1 fjarska, en gerir það aptur ógreinilegra, sem er rétt við. Móðir mín tók eigi á sér heilli frá því að fyrstu friðarfréttirnar bárust oss, þvi hún vissi, að hann mundi koma jafnsnemma og fregnin um komu hans. Hún sagði ekki mikið, en hún gerði mér erfiða daga með því að krefjast þess, að eg væri ætíð hreinn og þrifalegur. í hvert sinn sem vagnaskrölt heyrðist fór hún fram að dyrunum og lypti upp hendinni til þess að laga hið fagra hár sitt. Hún hafði saumað út á bláan grunn með hvítum fögrum stöfum „Velkom- inn“, en til beggja enda við orðið voru rauð akkeri og borði gerður af lárberja- blöðum. Þetta átti að hengja á reynirunnana, er voru fyrir framan innganginn inn í húsið. Það er varla mögulegt, að faðir minn hafi verið búinn að yfirgefa Miðjarð- arhafið, þegar útbúnaður þessi var tilbúinn. Og á hverjum morgni gætti mamm*. að því til þess að fullvissa sig um það, að það hefði eigi skemmst og væri til- búið til þess að vera hengt upp. En það leið langalangur tími frá því að friðarsamningar voru undirritaðir og þangað til hinn stóri dagur okkar rann upp. Það var í apríl árið eptir. Það hafði rignt um morguninn og seinni hluta dagsins var glaða sólskin. 1) Þorp í Egyptalandi, 3 jnílttr í N. A. frá Alexandríu. Það var 1. ág. 1798 að Nelson eyðilagði þar IraDska Hotann. Þýð. 31 Eg fór út með fiskistöngina mína, eg hafði nefnilega lofað Jim að fara að veiða með honum í Malaralæk, en þá sá eg póstvagn með tveim löðursveittum hest- um fyrir framan dyrnar. I vagndyrunum, er voru opnar sá eg á svarta kjólinn hennar mömmu, og hinir smáu fætur hennar stóðu út úr vagninum. Um mitti hennar voru vafnir bláklæddir handleggir — að öðru leyti var hún inni í vagninum. Eg þaut inn eptir fagnaðarkveðjunni og hengdi hana upp á runnana, eins og hafði verið talað um. Þegar eg var búinn að þvf var kjóllinn, fæturnir og bláu handleggirnir 1 sömu skorðum og áður. „Hvar er Rod?“ sagði rtamma loksins og reyndi um leið að komast niður á jörðina, þótt henni veitti það heldur erfitt. „Kæri Roddy — pabbi þinn er kominn". Eg sá rauða andlitið og þessi vingjarnlegu, ljósbláu augu, er skoðuðu mig í krók og kring. „Roddy, drengurinn minn! Þú varst að eins barn seinast er við sáumst, og þá kyssti eg þig að skilnaði. Nú ert þú líklegast vaxinn upp úr slíku. Það gleður mig að sjá þig, kæri drengurinu minn — og þig ástin mín . . . .“ Hand* leggirnir komu aptur í ljós og fæturnir og kjóllinn hurfu á ný inn ívagndyrnar. „Það kemur einhver, Anson", sagði mamma mín og roðnaði við. „Komdu niður úr vagninum og inn“. Allt í einu kom oss til hugar, að þótt hann liti glaðlega út og hefði opt hreyft handleggina, þá hafði hann eigi hreyft annað. Við sáum líka, að annar fótur- inn á honum lá á setunni á móti honum. „Ó —- Anson, Anson", mælti mamma. „Kærðu þig eigi hót um það", sagði hann um Ieið og hann tók báðum höndum um knéð til þess að lypta fætinum. „Eg fótbrotnaði á spánska hafinu og læknirinn hefur böglað löppinni á inér saman aptur. Hún er raunar dálítið veikbyggð ennþá. Guð blessi hið viðkvæma hjarta þitt............ Þú varst alveg háföl í framan. En nú getur þú sjálf fullvissað þig um, að þetta er einskisvert". Á meðan hann sagði þetta stökk hann niður úr vagninum og hoppaði síð- an á öðrum fæti heim að inngangnum að húsinu, en jafnframt studdi hann sig við hækju. Inngangurinn var prýddur velfagnaðarkveðjunni, og fimm ár voru liðin frá því að hann hafði stigið yfir dyraþrepið. Ekillinn og eg bárum ferða- skrínur hans og tvo poka úr segladúk inn. Þegar við komum inn var hann seztur að gömlum vanda í hægindastólinn, er stóð við gluggann og kominn í gamla slitna bláa frakkann. Mamma stóð hjá honurn og grét yfir fótbrotinu, en hann hélt annari hendi utan um hana og hélthenni niður á stólbrfkina, en með hinni hendinni strauk hann hár hennar. „Nú er friður og eg get hvílt mig og lappað upp á mig, þangað til Georg L

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.