Þjóðólfur - 03.03.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.03.1905, Blaðsíða 2
39 tók þá út stýrinianninn og einn háseta og aðra árina, er þeir höfðu í bátnurn, svo nú höfðu þeir 6, er eptir voru ekki nema eina ár, og rak þá þannig 5—6 mílur undan landi, unz botnvörpuskip enskt varð þeirra vart ög bjargaði þeim. Kvað sjást að eins á siglutoppinn um fjöru. Af þessu skipi fórust því 7 menn. Annað botnvörpuskip hefur og farizt fyrir nokkru undir Krísuvíkurbergi, eins og lar.slega hefur verið getið um í Þjóð- ólfi áður. Lfklega hefur öll skipshöfnin af því skipi farizt, þótt hugsast geti, að henni hafi verið bjargað. Grindvikingar kvað hafa fundið allmikið rekald af skipi þessu. Hafa þá strandað 4 botnvörpuskip hér við land á rúmum mánuði, nú eptir nýárið. Gufuskipið »Scandia«, hlaðið kolum og timbri til Björns kaupmanns Guð- mundsson hér í bænum, strandaði við Garðskaga rétt hjá vitanum kl. 8 að kveldi 2i. f. m. Hafði skipið fengið mjöglanga og illa ferð frá Noregi, og mun skipstjóri hafa verið orðinn villtur, enda niðmyrkur á, svo að vitinn sást ekki, fyr en um sein- an. Fór skipið rétt að segja upp í land- steinana, svo að skipverjar gátu næstum gengið úr því þurrum fótum. Um leið Og skipið hjó niðri, fékk einn hásetinn hjartaslag og dó þegar, en ekki vita menn með vissu, nema hann hafi orðið fyrir einhverjum meiðslum jafnframt. Honum hafði verið bjargað nauðulega af strandi við Orkneyjar fyrir skömmu og hafði orð- ið fyrir mjög mikluin hrakningum þá, en undir eins og hann kom til Noregs réðst hann á »Scandia«, er var ferðbúin hingað. Og þeirri ferð lauk svona. Nóttina eptir strandið var ofsarok og brim svo núkið, að morguninn eptir var »Scandia« moiuð sundur^- siglutrén brotin, komin langt á land upp, og allt timbrið í hrúgum fyrirofan sjávarmál, en kolin sokk- in til botns. — »Scandia« hafði alllengi ver- ið í förum hingað til lands á öllum tfmum árs fyrir timburverzlun Frederiksen í Man- dal, útgerðarmanns og eiganda Faxaflóa- gufubátsins »Reykjavíkur«. Þinymannskosning 1 Akureyrarkaupstað í stað Pals heit. Briems á að fara fram 15. maí næstk. Kkki hefur heyrzt, að aðrir mundu vera þar í kjöri en Magnús Kristjánsson kaupm., er bauð sig fram gegn amtmanni síðast, og þarf þá engin atkvæðagreiðsla að fara fram, verði hann einn f boði. Magnús er sagður eindreginn mótflokkstnaður Val- týinga, og kvað afneita öllu fargani þeirra gagnvart stjórninni. Osannindum hnekkt Herra ritstjóri! Með því að ferð mín til Noregs hefur verið sett í samband við komu hinna norsku fiskimanna, og fleiri blöð hér í bænum hafa gert þetta að umtalsefni, vil eg biðja yður að birta svolátandi yfirlýs- ingu sem leiðrétting við áminnstar blaða- greinar. Með bréfi dagsettu 12. okt. f. á. fór eg þess á leit við hið háa stjórnarráð, að mér veittist 500 kr. styrkur af fé þvf, sem veitt er 1 lögum 19. des. 1903 til þess að greiða fyrir innflutningi útlend- inga til Islands, og vildi eg fyrir þessa upphæð ferðast um norðanverðan Noreg, og halda fyrirlestra um Island og á ann- an hátt útbreiða þekkingu á landinu á meðal Norðmanna í þeim tilgangi, að 'nvetja fólk til þess, að flytja búferlum hingað til lands. Stjórnarráðið svarar mér með bréfi dags. 19. okt. s, á., og veitir mér á- minnsta upphæð, með því skilyrði, að eg fari um norðanverðan Noreg og dvelji þar um 3 mánaða tíma, og útbreiði þekk- ingu á landinu, atvinnuvegum þess og framtfðarskilyrðum m. m. Eptir að eg hafði framkvæmt þetta, ept- ir því sem eg gat bezt og áleit réttast, fór eg áleiðis heim og hitti þá í Kaup- mannahöfn nokkra útgerðarmenn frá Reykjavík og Hafnarfirði, sem allir hafa verið nafngreindir áður í blöðunum, og talaðist þá til, að hásetaráðningastjóri Monsen í Bergen mundi geta útvegað nokkra fiskimenn, ef þyrfti, og varð það svo ákveðið, að hann skyldi útvega 50 sjómenn, sem Thor E. Tulinius skyldi flytja upp til Islands, og varð það svo eptir ósk Tuliniusar og þessara áminnstu útgerðarmanna, að eg skyidi fylgja þeim á skipinu upp til Islands. Hvernig eg hafi leyst af hendi ferð mína um norðanverðan Noreg, mun eg gefa stjórnarráðinu skýrslu um, eins og ákveðið er í erindisbréfi mínu, og hef eg þess fulla von, og er sannfærður um, að hvorki landsstjórn sú, eða landið í heild sinni, þurfi að bera neinn kinnroða fyrir þessa för mína. Hvað viðvíkur hinum norsku fiskimönn- um, sem hr. Monsen heftir útvegað, þá er því ekki að leyna, að misjafn sauður er opt í mörgu fé, en verði fleiri eða færri af þessum mönnum til gagns og nota fyrir þá menn í hvers þjónustu þeir eru, þá álít eg mikið unnið, og hver sannur Islendingur verður að játa, að mikið fé liggur ónotað, sem landið á í eigu sinni, og margt skarð er ólyllt enn af þeim vinnukrapti, sem keyptur hefur verið fyrir útlent fé út úr landinu til Ameríku og víðar, þótt vér fengjum ann- an vinnukrapt ( staðinn, og hverjum hugs- andi ntanni hlýtur að vera það Ijóst, að það er ánægjulegra, að sjá útlendinga í þjónustu framtakssamra meðbræðra okk- ar, en vita af þessum sömu mönnum raka saman fé við strendur landsins, og fara með það til annara landa. Rvík 2. marz 1905. Matth. Þórðarson Einkennileg frammistaða. Öll framkoma dr. Valtýs Guðmunds- sonar í Tivoli-sýningarmálinu hefur að allra dómi og eptir því, sem vér höfum áreiðanlegar fregnir af, verið mjög óhreiti- skilin og tvöfeldnisleg. Hann var og er meðlimur aðalnefndarinnar, en þó hefur hann gert sitt til, að vekja óhug gegn sýn- ingunni. Þegar svo nefndinni bárust mót- mæli frá stúdentum gegn sýningunni, sagði hann í nefndinni, að ekki væri takandi neitt mark á, hvað þessir ungu menn segðu. Um framkomu hans á hinum síð- asta fundi aðalnefndarinnar, er hún réð af að halda sýningunni áfram, hefur Þjóð- ólfi verið gefinn kostur á að sjá skýrslu frá einum merkum dönskum meðlimi að- alnefndarinnar og skal hér sett ágrip af henni. Dr. Valtýr hafði fyrst látið uppi, að hann vildi hætta við sýninguna, en ef henni samt sem áður yrði haldið áfram, rnundi hann segja sig úr nefndinni. Apt- ur höfðu þeir próf. Finnur Jónsson og Tulinius kaupmaður sagt, að þeir mundu verða kyrir. Þegar svo formaður nefnd- arinnar lýsti yfir því, að dr. Valtýr ætl- aði því miður að ganga úr, stóð doktor- inn upp og kvaðst aldrei hafa sagt, að hann ætlaði sér að fara. Nei! Hann ætlaði sér að minnsta kosti að bíða og hlusta á umræður og sjá, hvað úr yrði, en síðan mundi hann setja fram sína skoðun og segja af eða á, hvort hann yrði kyr í nefndinni eða ekki. Formað- ur og ýmsir aðrirþökkuðu Finni Jónssyni og Tulinius fyrir það, að þeir höfðu lýst því yfir, að þeir yrðu kyrrir í nefndinni. Þá stóð upp einn nefndarmanna og skor- aði á dr. Valtý að vera kyrran líka. »Eg vil ekki segja«, segir bréfritarinn, »að þessi áskorun mætti góðum undirtektum í nefndinni, því að allir vissu, að það var dr, Valtýr, sem hafði róið undir hjá stúdentum. En þá stendur hann upp og segir : »Eg hef aldrei sagt, að eg ætlaði að fara. Eg verð náttúrlega kyr!!« Allir voru steinhissa ! Þá kom fyrir skrítið at- vik. Einn af nefndarmönnum, sem hafði gengið frá og ekki vissi, hvað fram hafði farið, kemur inn í þessari svipan og segir: »Mér þykir mjög leitt, að dr. Valtýr Guð- mundsson skuli fara ur nefndinni, en eg kann að meta ástæður hans fyrir því; hann sagði mér þær í gærkveldi«. Við fórum öll að hlæja og sögðum: »Nei! hann verðtir kyr«. »Verður hann kyr?« sagði nefndarmaðurinn og settist niður á stól í fátinu, sem á hann kom. Annar af nefndarmönnum hvíslaði þá að mér : »Á dauða mínum átti eg von, en ekki þessu! Þetta er »það stífasta«, sem eg nokkurn tíma hef heyrt«. En dr. Valtýr litaðist um brosandi og kvaðst mundi gera það gagnr, sem hann gæti, þótt lítið væri«. Sannarlega dálftið einkennileg frammi- staða. Mannalát. Hinn 4. f. m. andaðist eptir langvinn- an sjúkdóm Matthildur Ólafsdótt- ir, kona Halldórs umboðsmanns Jóns- sonar í Vfk í Mýrdal. Var húnfæddn. október 1851 á Hörgslandi á Síðu, og var faðir hennar Ólafur spftalahöldur, ^r þá bjó á Hörgslandi, en síðan lengi á Höfðabrekku, umboðsmaður og alþingis- maður (*j* 1894) Pálsson prófasts í Hörgs- dal og Matthildar Teitsdóttur fyrri konu Páls prófasts. En kona Ólafs og móðir Matthildar var Sigurlaug (*j* 1866) dóttir Jóns hospítalshaldara á Hörgslandi (J- 1868) Jónssonar og Þorbjargar Bergsdótt- ur hins gamla prests að Kirkjubæjar- klaustri (-j- 1852) Jónssonar. Matthildur giptist 1880 áðurnefndum manni sínum, Halldóri umboðsmanni syni Jóns ttmboðs- manns og dannebrogsmanns í Vík Jóns- sonar kammerráðs á Leirá Árnasonar. Lifa 4 börn þeirra hjóna : Guðlaug, Jón, Ólafur og Sigurlaug. Matthildur var um allt ágætiskona og ættarsómi, enda heim- ili þeirra hjóna fyrirmynd í öliu góðu, nytsamlegu og sómasamlegu. Þrem dögum síðar, hinn 7. f. m. and- aðist Önnur merk kona í Mýrdal Elsa DórotheaEinarsdóttir, kona Sverr- is bónda Magnússonar á Sólheimum, á 64. aldursári (f. 7. sept. 1841). Maður varð útl seint í janúar miHum Steingrímsfjarðar og Reykhólasveitar. Hann hét Ragnar Jónsson vinnumaður frá Hólmavlk. „Perwie“, skip Thorefélagsins, kom hingað frá útlöndum að morgni 24. f. m. og með því Matthíás Þórðarson skipstj., er ferðazt hafði nokkurn tíma um Noreg og haldið þar fyrirlestra í þeim tilgangi, að hvetja Norðmenn til að búsetja sig hér á landi. Hafði hann til þessarar ferð- arstyrk nokkurn í samræmi við fjárveitingu slðasta alþingis, Með »Perwie« komu og 49 norskir sjómenn, er 4 útgerðarmenn hér höfðu pantað á þilskip sín, nfl. : G. Zoéga og Th. Thorsteinsson í Rvík, Á- gúst Flygenring í Hafnarfirði og O. Olav- sen í Keflavík. Sú ráðning var landstjórn- inni óviðkomandi, þótt sum málgögn hér hafi verið að fleipra um hið gagnstæða, til að reyna að gera stjórninni einhvern óleik, því að þau vissu, að sjómenn hér litu óhýrum augum til þessara Norðmanna, sem engin ástæða var þó til. Og nú átti að nota tækifærið til að spana sjómenn- ina gegn stjórninni. En sú tilraun hefur alveg farið í hundana. Þess skal getið, að gert hefur verið mikið úr því í sumum blöðum (t. d. Isaf.), að nokkrir þessara norsku sjómanna urðu allmjög drukknir fyrsta daginn, er þeir voru hér í landi, og blaðið (Isaf.) notar tæki- færið til að kalla þá »skrfl« o. fl. virð- ingarnöfnum, eins og þess er vonogvísa, þegar almúgamenn eiga hlut að máli. Isl. sjómönnum mundi finnast fátt um, efþeir væru titlaðir svo, þótt einhverjum félög- um þeirra yrði á að taka sér heldur mik- ið í staupinu. Ennfremur munu Islend- ingar hafa átt nokkurn þátt f því, að sumir þessara norsku sjómanna gerðust nokkuð æstir og aðsúgsmiklir. Það er mikill munur á því, hvort leitazt er við að æsa eða spekja drukkna menn. Síðan fyrsta daginn hefur allt verið með kyrrð og spekt, og þessir norsku sjómenn ekki látið neitt á sér bera. Þilskipaflotlnn er nú að leggja út þessa dagana, og mun skipafjöldinn vera nú með rffasta móti. „Kong Tryggve“ fór til Vestfjarða 24. f. m. Með hon- um fóru til Isafjarðar: Jón Laxdal verzl- unarstjóri og frú hans, er hingað komu með »Lauru« snemma í f. m., Jón Auð- unn Jónsson fiskimatsmaður og Jón Guð- mundsson kaupm. í Eyrardal. Til Pat- reksfjarðar fór hinn setti sýslumaður Barðstrendinga, Sigurður Eggerz. Mikið hagræði getur að því orðið fyrir ísl. kaupmenn o. fl., að eiga kost á þvf að sjá hér í bænum bæði verðskrár og sýnishorn af vörum, er til Islands flytjast, eins og þeir Garðar Gíslason og félagi hans í Leith, ætla að hafa eptirleiðis ti! sýnis hjá Gísla kauptn. Helgasyni, samkv. því sem aug- lýst er hér f blaðinu. Er því alllíklegt að.þetta verði til þess að efla enn frek- ar en orðið er hin beinu verzlunarvið- skipti milli Islands og Englands, sem nú fara vaxandi á ári hverju, og þykja eink- ar hagfelld. Þeir sem skipt hafa við þá Garðar Gíslason & Co. láta mjög vel yfir þvf. Meðalalin verðlagsskrárinnar, er gild- ir frá 16. maí 1905 til jafnlengdar 1906, er þessi í sýslum og kaupstöðum landsins: Austur-Skaptafellssýsla................46 a. Vestur-Skaptafellssýsla...............42 — Vestmannaeyjasýsla.....................50 — Rangárvailasýsla......................47 — Árnessýsla.............................49 — Gullbringu- og Kjósarsýsla og Reykja- víkurkaupslaður......................58 — Borgarfjárðarsýsla....................56 — Mýrasýsla ............................57 — Snæfellsness- og Hnappadalssýsla . 53 — Dalasýsla.............................54 — Barðastrandarsýsla....................60 — Isafjarðarsýsla og Isafjarðarkaupst. , 60 — Strandasýsla..........................52 — Húnavatnssýsla........................46 — Skagafjarðarsýsla.....................52 — Eyjafjarðarsýsla og Akureyrarkaupst. 52 — Þingeyjarsýsla........................53 — Norður-Múlasýsla og Seyðisfj.kaupst. 59 — Suður-Múlasýsla.......................63 — Veðuráttufftr í Rvík í febrúar 1905. Medalhiti á nóttu -H 4-5 c. - hádegi . -f- 1.9 n Mestur hiti - hádegi . + 5 „ (21-) Minnstur — — 10 (11-) Mestur — - nóttu . + 4 (14.) Minnstur — - — -f- 11 „ (IO.). Framan af mánuðinum við há-átt með tals- verðum kulda, en dró fljótt úr og var frost- vægur um miðjan mánuðinn og hægviðri; en um tíma á útsunnan (SV) með éljum; síðustu dagana á norðan með talsverðu frosti. Vs—’ 05. J. Jónassen.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.