Þjóðólfur - 03.03.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 03.03.1905, Blaðsíða 3
39 Hnnav.sýslu vestanv. 16. febr. Héðan eru fáar markverðar fréttir. T í ð- in hefur nú um tíma verið umhleypinga- söm, þó hafa sjaldan komið norðanhríðar. Yfirleitt má segja, að vetur þessi fram að þorra hafi venð góður. Nú er orðið frem- ur jarðlítið sökum áfreða og fanndýptar. Og ef þessu heldur áfram, svo að inn verði að taka fleira eða færra af útigangspeningi má hamingjan vita hvar lendir. Hér í Húnav.sýslu er víða orðinn sá sægur af hrossum, að stór hætta stendur af, ef harð- indakafla gerir og jarðlaust yrði, þó ekki væri lengur en 6- 8 vikna tíma, og annað eins hefur skeð og getur skeð. Samkvæmt ákvæðum horfellislaganna eiga allir að hafa nægilegt húsrúm og fóður fyr- ir þann fénað, er þeir setja á vetur. En þrátt fyrir þessi lög og þrátt fyrir allt ept- irlit hreppstjóra, hreppsnefnda, skoðunar- manna og sýslumanna hefur mörgum liðist ár eptir ár að setja á fleira og færra af hrossum án þess að eiga til nokkurt hús yfir þau eða nokkurt fóður annað en það, sem öðrum pening var ætlað. Ovíða heyrist getið um bráðapest, að eins á stöku bæ i eða 2 kindur. Almenn og rækileg kláðaskoðun á að fara fram um þessar mundir. Hvergi heyrist getið um, að vart verði við reglulegan maurkláða, en smáútbrot verður vart við, og færilúsin lifii góðu lífi á fénu eptir allar baðanirnar. Taugaveiki, senr var á Blönduós hef- ur ekki breiðst út svo heyrst hafi. — Heilsu- far yfirleitt gott. H undapest hefur gengið yfir og marg- ir misst hunda sfna úr henni. Lítið brúkuð vaðstígvól, hvort held- ur menn vilja heil eða hálf, eru til sölu með gjafverði. Ennfremur regnkápa, hjá Jóhanni Ögm. Oddssyni á Arbæ í Ölfusi. I haust var mér dregið svart hrútlamb með mínu marki: hamarskorið h., sneitt fr. v. Þar eg á ekki lamb þetta, getur réttur eigandi vitjað andvirðis þess til mín og samið við mig um markið. Stóru-Reykjum x/2 1905. Helgi Jónsson. Atvinna. 2—3 karlm., annaðhvort fullorðnir menn eða efnilegir drengir, geta fengið atvinnu við að flytja rjóma að smérbúinu „Ap-á“ næst- komandi sumar. 10—11 vikna vinna. Pen- ingaborgun. Þeir sem vilja sinna þessu, geri svo vel og snúi sér til undirskrifaðs, sem gefur nánari upplýsingar. Útey 20. febr. 1905. Böðvar Magnússon. Leirtau selst mjög ódýrt i verzlun Sturlu Jónssonar. Ruggustöll og rumstæði með dýnum fæst með tækifærisverði nú þegar á Laugaveg 66. afaródýr eptir gæðum í 2 pd. stykkjum 0,30 pr. pd., í Va pd. stykkjufn 0,16. Fæst inn við laugar hjá Jóni Guðmundssyni á Laugalandi og á Sápuverkinu. Rúðugler í stórum skífum, nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. yfir hag íslandsbanka 31. jan, 1905. Acti va: Kr. a. Málmforði.....................265,000,00 4°/o fasteignaveð .... 44,900,00 Handveðslán...................218,223,08 Lán gegn veði og sjálfskuldar- ábyrgð.....................873,363,87 Víxlar........................258,579,80 Erlend mynt.................... 4,994,27 Inventarium....................49,287,81 Verðbréf...................191 500.00 Byggingarkonto.................13.831,96 Kostnaðarkonto.................32,070,69 Ymsir debitorar...............346,349.98 Útbú bankans..................489,860,99 í sjóði........................ 33.99L34 Samtals 2,821,953,79 P a s s i v a: Kr. a. Hlntabréf...................2,000,000,00 Útgefnir seðlar í veltu . . 500,000,00 Innstæðufé á dálk og með innlánskjörum .... 246,335,63 Vextir, disconto o. fl. . . 72,825,88 Erlendir bankar o. fl. . . 2,792,28 Samtals 2,821,953,79 Sumargjafir. Þeir sem ætla að gleðja vini sína og kunningja með sumargjöfum frá mér, eru vinsamlega beðnir að panta þær, áður en »Kong Tryggvi« fer (6. þ. m.), því þá er full vissa fengin fyrir, að þær komi í tæka tið. Þeir sem panta með ofan nefndri ferð fá lO°/o afslátt ofan á hið afarlága verð, og að eins þarf að borga "/3 við pöntun. Gieymið ekki að koma nógu snemma. Reykjavík 2. marz 1905. Jóh. Jóhannesson, Gerir kunnugt: að mér hefur tjáð Hannes verzlunarstjóri Thorarensen fyrir hönd H. Th. A. Thomsens verzl- unar hér í bænum, að hann sé neydd- ur til, samkvæmt konunglegu leyfis- bréfi, er hann hefur til þess fengið dags. 19. des. 1900, að fá ónýtingar- dóm á skuldabréfi að upphæð i5okr., er Bjarni Dagsson hefur gefið út 31. okt. 1885 til handa verzlun J Ó. V. Jónssonar í Reykjavfk með veði í hús- eigninni Efri-Tóptum hér í bænum, þinglesnu 17. desember s. á., en skulda- bréf þetta hefur glatazt eptir að það var innleyst, en án þess að vera af- máð úr veðmálabókinni. Þvt' stefnist hér með, með árs og dags fresti, þeim sem kynni að hafa ofangreint skuldabréf í höndum, til þess að mæta á bæjarþingi Reykjavík- urkaupstaðar fyrsta rettardag (fimmtu- dag) f maímánuði 1906 á venjulegum stað (bæjðrþingstofunni) og stundu (kl. IO árdegis) eða á þeim stað og stundu, sem bæjarþingið verður þá haldið, til að koma fram með skuldabréfið og sanna heimild sína til þess, með þvf að stefnandi mun, ef enginn innan þess tíma kemur frani með það, kretjast þess, að téð skuldabréf verði ónýtt með dómi, eða dæmt dautt og mark- laust. Til staðfestu nafn og embættisinn- sigli. Reykjavík 25. febrúar 1905. Halldör Daníelsson. f Alnavara ,s nýkomin í verzlun Sturlu Jónssonar. Sjómenn! Þér þurfið nauðsynlega að kaupa ykkur stangdýnup (matressur) áður en þér leggið út. Hvergi betra verð en í verzlun Jónatans Þorsteinssonar 81 Laug'aveg 31. Verzlun Jónat. Þorsteinssonar 31 Laugaveg 31 hefur alltaf nægar birgðir afhúsgögn- um og öllu þar til heyrandi. Með næstu skipum er von á miklum birgðum. Lítið inn á Laugaveg ji. Til kaupmanna á íslandi. Við leyfum okkur að tilkynna heiðr- uðum viðskiptavinum okkar og öðrum þeim, sem hug hata á viðskiptum við okkur, að við höfum nú til sýnis í Reykjavík ýmsar verðskrár og sýnishorn af flestum vörum , sem til íslands flytjast; óg höfum við fal- ið herra Gísla Helgasyni að reka þar erindi okkar. Hann veitir við- töku pöntunum og innborgunum fyrir okkar hönd, hefur eptirlit með af- greiðslu a vörum frá okkur og annast um sendingu ísl. afurða, þar sem því verður við komið og þess er óskað. Auk þess geta menn jafnaðarlega feng- ið vitneskju hja honum um verðlag hér á útlendum og innlendum vörum. Tilgangur okkar með þessu er sá, að greiða á allan hátt sem bezt fyrir útlendum viðskiptum. Með þessu gef- um við kaupmönnum kost á að selja vörur sínar eptir sýnishornunum, í stað þess að þeir hafa hingað til orðið að takast á hendur langa og kostnaðar- sama ferð, án þess þó að eiga kost á að sjá jafn-fjölbreyttar og viðeigandi vörutegundir, eins og við höfum til sýnis, auk þess sem við vonum, að geta optast nær náð hagfelldari kaup- um, þar sem við nú höfum mjög gott viðskiptasamband við mörg stór verzl- unarhús og verksntiðjur og í sumum greinum einkasölu til íslands. Eins og að undanförnu munum við geta okkur allt far um að leysa fljótt og vel af hendi kaup á útlendum vör- um og sölu á ísl. afurðum, og leyfum við okkur við þetta tækifæri, að þakka heiðruðum viðskiptamönnum okkar góða samvinnu, og óskum, að mega njóta hylli þeirra eptirleiðis. Leith, 14. febrúar 1905. G, Glslason & Hay. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt kröfu Lárusar Benedikts- sonar uppgjafaprests, og að' undan- gengnu fjárnátni 15. þ. m., verður ■/2 húseignin nr. 1 í Lindargötu hér í bænum, tilheyrandi Jóni kaupm. Helga- syni, boðin upp og seld á 3 opinber- um uppboðum, sem haldin verða kl. 12 á hád. föstudagana 10. og 24. n. m. og 7. apríl þ. á. Tvö hin fyrstu uppboðin fara fram á skrifstofu bæj- arfógeta, en hið síðasta í húseigninni sjálfri. Söluskilmálar verða til sýnis hér a skrifstofunni. 2 dögum fyrir hið fyrsta uppboð. Bæjarfógetinn í Reykjavík 24. febr. 1905. Halidór Daníelsson. Brauns verzlun ,Hamburg‘ Tækifæriskaup fyrir kvennfölkiö. MILLIPILS, allra nýjasta tízka, aidrei sézt eins falleg hér áður, hálf- klæði 2,00, Recaull 5,50, moiré 5,50 KLÆÐIÐ góða og eptirspurða á 3,50, komið aptur. SVART SILKI, reglulega fallegt, í svuntuna 8,45—16,90. Margt, margt fleira við afarlágu verðl. Komið 09 skodidT Hér eru happakaup. 100 pör Buxur frá 2 kr. 50 aur. allar stærðir — 50 Drengja- klæðnaðir frá 7 kr. 90 aur. mjög falleg — 40 alklæðnaðir saumaðir á vinnustofu minni frá 18 kr. — Einstakir Jakkar frá 10 kr. — Vesti 2%50 o. fl. — Ullarskyrtur úr floneli 9. kr. 50 — Ullarnærfatnaður mikið úrval. Óheyrilega ódýr fataefni á boðstólum. Hálslín — Hattar -— Húfur og allt, sem að klæðnaði lýtur. Það kostar ekkert að skoða og meta gæðin í Bankastræti 1 2. Með virðingu Guðm. Sigurðsson. NB. Ódýrasta saumastofan í Reykjavík, mun- ið það. Lægstu verkaSaun. Fljót afgreiðsla. Yf i rlit Halldór Daníelsson bæjarfógeti í Reykja- vík

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.