Þjóðólfur - 03.03.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.03.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 3. marz 1905. Öllu snúið öfugt |>ö. Það er siður valtýsku blaðanna eða stjórnarfénda, að eitt blaðið býr til lyga- sögu um menn eða málefni, og svo taka hin blöðin söguna upp, bæta við og færa hana í annan búning. Almenningur á svo að skilja, að sagan sé alveg sönn, þegar svo mörgum málgögnum ber saman. Til að sýna, hvernig blöð þessi hafa endaskipti á sannleikanum, vil eg taka tvö dæmi, þó þau í sjálfu sér séu mjög ómerkileg. Á bæjarstjórnarfundi kom fram ósk frá manni, að hann mætti nota heita vatnið í laugunum, sem bærinn á, til sápugerð- ar, en jafnhliða kom ósk frá tveimuröðr- urn um notkun vatnsins, annar vildi nota vatnið til skinnasútunar, hinn vildi reyna, hvort hægt væri að nota hitann- 1 laug- unum til að mynda ljós, er leiða mætti til Reykjavíkur til þess að lýsa upp hús og götur bæjarins. Eg fylgdi því fram á fundinum, að mest væri áríðandi, að nota hitann 1 laug- unum bænum til upplýsingar, ef það væri hægt, og ætti því fyrst að reyna það til hlítar, áður en öðrum væri leyfð notkun lauganna. Nokkru seinna var eg á fundi með há- setum í Bárufélaginu, og heyrði þar dá- lítinn kur eða óánægju háseta, yfir frétt, sem var nýkomin, að búið væri að ráða 50 háseta norska, sem ættu að vera á skipum hér frá Faxaflóa ( sumar. Þeir töldu það gert til að spilla atvinnu sinni. Sern formaður útgerðarnrannalélagsins svaraði eg því, að ráðning þessi væri nefndu félagi óviðkomandi, enginn í fé- laginu hefði ráðið þessa menn, svo ráðn- ing þessi þyrfti ekki að spilla góðu sam- komulagi milli félaganna, en það gæti vel verið, aðskipaeigendur utanfélags hefðu beðið Matthfas Þórðarson að út- vega sér háseta, af þvf hann hefði í fyrra- vetur fengizt við að ráða háseta á skip hér í Reykjavík, og væri nú á ferð f Noregi í erindurn þings og stjórnar, til að hvetja menn þar til að búsetja sig hér á landi. Þetta er nú komið fram, 50 Norðmenn eru komnir sem hásetar hjá fjórum utan- félagsskipseigendum f Reykjavík og Hafn- arfirði; þeir höfðu beðið M. Þ. að útvega þessa menn, af því þeir voru hræddirvið fólkseklu og voru ekki búnir að gleyma, hve mjög þeir þurftu að ganga eptir há- setum f fyrravetur. Þessu snýr nú »Ingó!fur« litli — og hin blöðin — þannig: »Hér er nú um nýjan innlendan iðnað að ræða (sápugerð), sem virðist geta átt blómlega framtfð. Framfaramaðurinn Tr. G. vildi vfsa málinu frá umsvifalaust«. Hér er alveg sleppt að minnast þess, að önnur notkun lauganna var jafnhliða, sem bæjarbúum var miklu nauðsynlegri en sápugerð. »Eptir því sem Tryggvi ráðherrakomm- andör hefur skýrt frá á fundi1) hefur stjórnin sent hr. Matth. Þórðar- son til Noregs,, til þess að ráða þessa menn 1) Lapið eptir „Fjallkonunni", og þó breytt til verra, eins og siður er þeirra „sam- einuðu". á þilskipin hér, og varið til þess fé, sem alþingi hafði veitt til annars«. Hér er nú gersamlega öllu snúið við, og mér gerð upp orð, sem eg aldrei hef hugsað né talað; en hér var tækifærið, sem varð að nota, af því eg minntist í ræðu minni á stjórnina, fjárveiting þings- ins og Matthías, því varð að hræra öllu saman og færa svo allt í stílinn. Þetta er nú gert f þvl smáa, en sama leik og verri leika þessi óþokkablöð f stórpólitíkinni, þau líta svo á, að þau málefni sétl fyrir ofan skilning alþýðu og telja sér þvf óhætt, aö rógbera, rangherma og fimbulfamba þar. F.kki má skilja svo, aö eg sé að afsaka mig, útgerðartn.félagið eöa stjórnina, eða telji það óráð, að Norðmenn hafa verið ráðnir hingað. Allir hyggnír menn verða að viðurkenna, að það er hagur fyrir hvert land, að fá aukinn vinnukrapt, og þá eigi sízt fyrir vort land, þar sem flest- ir kvarta um, að ekki sé hægt að fá menn til vinnu, bændur verða að láta grasið standa óslegið vegna fólkseklu, og þurfa svo að minnka bústofn sinn; hafið kring- um lar.dið er fullt af auðlegð, en lands- menn geta sárlitlu náð af henni, af þvf þá vantar vintiukrapt, og svo hirða út- lendingar það sem landsmenn sjálfirhefðu átt að hagnýta sér. Eg veit, að »Ingólf- ur« veslingur skilur þetta ekki, en bænd ur upp f sveit skilja það, og fagna því, að þeir geta vænzt að fá 50 manns fleiri en áður til að hjálpa sér við heyskap og önnur búverk í sumar. Fyrir fáum dögum kom hingað agent frá stjórn Kanada, hann á að lokka lands- nienn til þess að flytja þangað. Hvf skyldi stjórnin vera að kosta þessar ferðir, ef hún áliti ekki hagnað, að fá vinnukrapt inn í land sitt? Eitt með fleiru er einkennilegt við for- sprakka Landvarnarmanna; þeir þora sjaldnast að gangast við greinum sínum, heldur standa þeir í felum og skjóta það- an örvutn á menn og málefni undir til- búnum nöfnutn. Ekki var Garibaldi, Jón Sigurðsson eða aðrir frelsisgarpar þessu líkir, þeir gengu fram á völlinn og sögðu: hér er eg. Líklegt er, að landvarnarfor- ingjarnir gerðu slfkt hið sama, ef þeir væru jafn sannfærðir um, eins og þeir láta, að málstaður þeirra væri sá eini rétti og holli fyrir landið; þeim mundi auk heldur þykja sómi að, að láta sem mest bera á nöfnum sfnum. Þeir sem mest skrifa í »Ingólf« voru fyrir fám árum hatursmenn valtýsku for- ingjanna og stefnu »IsafoIdar«. en nti eru þeir orðnir trúustu þjónar og fylgifiskar þeirra bæði f rithætti og ráðvendni. Eg veit fyrir fram, að þeir bera á móti þessu, og látast ekki geta verið þekktir fyrir, að fylgja ósómanum. En blað þeirra vitnar í móti þeim. Og þá eigi síður félagsskap- ur sá, sem þeir voru f við Valtýinga eða Isafoldarmenn á dögunum, þegar fréttin kom uw stjórnarráðsskiptin í Danmörku. Eg veit, að þeir munu einnig bera í móti þeirn félagsskap, en slíkt er ekki til neins fyrir þá, því fjöldi manna geta vitnað um það. Þegar póstskipið kom fyrst með fregn- ina, að dönsku ráðherrarnir væru farn- ir frá völdum og aðrir teknir við, þá bættu landvarnar- og Isafoldarmenn strax við, að forsætisráðherrann hefði um leið sótt um lausn fyrir Islandsráðherra. Fylgi- fiskarnir voru ekki lengi að taka þetta trúanlegt, svo hlæjandi hópar af þeim voru strax komnir á götur bæjarins til að segja hverjum öðrum gleðifregnina. Hvar sem ísafoldar- og Landvarnarmenn mættu heimastjórnarmönnum þann dag, sögðu þeir hlæjandi: sHefurðu heyrt nýjasta nýtt?« — »eg óska þér til lukku« — »þarna kom það mátulega« — »það var gott, að þið urðuð að renna því niður« — »er ekki vont fyrir ykkur að kingja þessu?« — Nokkrum dögum seinna kom annað póstskip með fullar sannanir fyrir þvf, að forsætisráðherrann hefði e k k i sótt um lausn fyrir ráðherra Islands, og að Danir og stjórnin skoðaði hann e k k i háðan grundvallarlögum Dana, heldur stiórnarskrá íslands og vilja a 1- þ i n g i s . Hóparnir komu aptur saman á bryggj- unni og götunum, en ekki eins hlæjandi og í fyrra skiptið, nú voru þeir svo sút- ralegir og vandræðalegir, eins og þeir hefðu sannfrétt, að Myklestad gamli ætti að baða þá daginn eptir. En svo komu blöðin þeirra með huggunarsmyrslin, þau sögðu, að þó þetta hefði farið svona í þetta sinn, að allt hefði reynzt ósatt, sem þeir áður höfðu barið fram og barizt fyr- ir, þá gerði það hvorki frá né til, því það væri svo augljóst, að Danir gætu brotið rétt á oss, þegar þeir vildu og sett þann ráðherra hér á landi, sem þeim sýndist, þó þeir gerðu það ekki í þetta sinn. Þetta eina tilfelli sannaði ekkert, þeir hefðu á sönnu að standa eptir sem áður. Þetta tóku þeir sútfullu svo trúan- legt og sögðu hver við annan: »Þetta er nú alveg satt, sem þeir segja, við skul- um bara fara að rétta okkur úr kútnum«. a> Hver hefði nú orðið afleiðing þess, hefði það rætzt, sem Landvarnar- og ísa- foldarmenn voru að fagna yfir: að stjórn Dana hefði brotið stjórnarskrá landsins, vikið ráðherra vorum frá að honumsjálf- um fornspurðum, af þeim ástæðum, að hann væri skipaður eptir grundvallailög- um Dana en ekki stjórnarskrá vorri? Afleiðingin hefði orðið sú, að margra ára strfð og illindi hefði byrjað milli Dana og Islendinga. Á komandi þingum hefði mikill tími gengið í stjórnmálaþref, og þannig tapazt tfmi frá þeim málum, sem eru skilyrði fyrir framför landsins. Og þá hefði það komið fram, að öll sú bar- átta, sem þreytt hefur verið mörg ár und- anfarin hefði verið til lítils eða einskis gagns. Þetta hefði verið því hörmulegra, sem flestir af landsmönnum voru sann- færðir um, að sigurinn væri nú unninn. Já, það hefði sannarlega orðið sorgar- leikur þjóðarinnar. Þetta er nu það sem ísafold og Land- varnarforsprakkarnir með »dátum« slnum voru að hlakka yfir; og sýta, þegar þeim brugðust vonir sfnar. Fyrir mitt leyti þykir mér ættjörðin of góð til að klæða og fæða þá menn, sem gleðjast yfir óhamingju lands síns; eg vil að landið gefi þá honurn Sveini Brynjólfs- syni útflutningsagent til fullra um- ráða. Þó eg álíti, að landið vanti mjög vinnukrapt, þá hef eg þá skoðun, að vinnukraptur slíkra manna væri betur kominn í annari heimsálfu. Það er vorkunn, þó lesendur eigi erf- itt með að trúa því, að þeir menn séu til og kalli sig »landsvörn«, sem gleðjast af ógæfu ættjarðar sinnar. En satt er það þó. Skyldi nokkurt land 1 heimi eiga verri eða íyrirlitlegri landvörn en ísland? Um foritigja gömlu Valtýinga og Isa- foldarklikkunnar á eg engin orð, og get því ekki talað um þá sérstaklega. Tr. Gunnarsson. Morð á Russlandi. Tími hryðjuverkanna virðist nú vera að fara f hönd á Rússlandi á nýjan leik. Eptir fréttum.er hingað bárust snemma í vikunni í enskum blöðum, var Sergíus stórfursti, föðurbróðir Nikulásar keisara myrtur um hábjartan dag á götunum í Moskva 17. f. m. Var kastað sprengi- kúlu undir vagn hans, og tættist Sergíus allur í sundur. Ekill hans beið einnig bana. Sergíusi voru eignuð vígin í Pét- ursborg 22. jan., því að Vladimir bróðir hans neitaði opinberlega, að hann hefði átt nokkurn þátt í þeim. En báðir voru þeir mjög óvinsælir. Sergíus var nálega 48 ára gamall (f. 1857) en Vladimir er 10 árum eldri. Mælt er að byltingamið- nefndin hafi dæmt móður keisarans, Marfu Feodorowna (Dagmar dóttur Kristjáns 9.) til dauða, og jafnvel keisarann sjálfan. Það er naumast tilviljun ein, að Serglus er ráðinn af dögum á 25. afmælisdegi hinnar voðamiklu sprengingar í vetrar- höllinni 17. febr. 1880, þá er sprengigöng voru lögð undir borðstofu keisarans, Alex- anders 2., föðttr Sergfusar. Skemmdist höllin þá afarmikið, og það þóttu undur mikil, að keisarinn skyldi þá komast llfs af. Það tókst eins og kunnugt er að ráða hann af dögum rúmu ári síðar (13. marz 1881). Hver veit nema dauðadómi einhverra rússneskra stórhöfðingja af keisaraættinni verði fullnægt 13. þ. m. Keisarinn kvað sjálfur hafa áður verið sérstaklega hræddur við þann dag, og verður það lfklega ekki síður hér eptir. 13. marz næsta ár (1906) eru liðin 25 ár frá morði Alexanders 2. Skipströnd. I ofsaroki og myrkri að kveldi 14. f. m. fórst enskt botnvörpuskip við Reykjanes- skaga millum Reykjanesvitans og Kal- mannstjarnar, hleypti þar beint upp í sjáv- arkampinn, en aðdýpi var þar mikið, svo að sagt er að fimur maður tinindi hafa getað hlaupið af stefninu í land. En ( rokinu og myrkrinu varð við ekkert ráð- ið. Báti varð saint skotið lít, og kom- ust 8 skipverjar í hann, en 5 urðu eptir og sukku með skipinu, af því að kaðall- inn, sein skipverjar læstu sig eptir úr skip- inu niður í bátinn, slitnaði. Þessa 8 rak svo undan landi í hinum mesta ólgusjó,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.