Þjóðólfur - 17.03.1905, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 17.03.1905, Qupperneq 1
Reykjavík, föstudaginn 17. marz 19 05. 57. árg. Frá útlöndum. Anstræni ófriðnrinn. I síðasta blaði var skýrt frá því, að haf- in væri ný stórorusta í Mandsjúríinu, og mundu Japanar ætla sér að afmá Rússa og gera út af við aðalher þeirra, með því að sækja hann frá öllum hliðum. Þær fréttir náðu til 3. þ. m. En síðan hafa borizt hingað yngri útlend blöð og eru hin nýjustu, er vér höfum í höndum frá 5. þ. m. Eptir því sem af þeim má ráða, virðast nokkrar líkur fyrir, að Japönnm muni takast áform sitt, að koma Rússaher í úlfakreppu, eða að minnsta kosti að hrekja þá burtu frá Mukden. Það hafði | svo að segja verið hvíldarlaus orusta 8— 10 daga og stóð enn yfir, eptir síðustu fregnum. Mannfallið er talið ógurlegt á báðar hliðar, og meira en í orustunni miklu við Shaho ( október, sumir segja um 100,000 manns alls. Japanar eru nú komnir svo nærri Mukden, að þeir geta skotið á borgina með fullum krapti á tæpra 2 enskra mílna færi. Hinn 7. þ. m. skutu þeir á hana 3 stundir samfleytt, með svo mikilli ákefð, að 25—30 sprengikúlur féllu niður í bæinn á hverri mínútu. Er sagt, að miðhluti hans hafi þá eyðst af eldi, og þykjast menn fullvissir um, að Rússar muni ekki geta haldizt þar við og veröi að rýnia lfengra r.orður á bóginn til Tieling. Þangað var og rússneski bank- inn í Mukden fluttur 5. þ. m., og bendir það meðal annars að Rússar geri sér ekki von um að halda Mukden. Er svo að sjá, sem Japanar hafi þegar gersamlega umkringt Mtikden, bæði komnir vestur og norður fyrir borgina, og hafa smámsaman verið að taka þorpin kringum bæinn. Svo hafa einnig komið óljósar fregnir um, að þeim hafi tekizt að brjóta upp járn- brautina skammt fyrir norðan Mukden, og væri það satt, væru Rússar illa stadd- ir. Kuropatkin sjálfur kvað ekki vera í Mukden, heldur í Fushan. Mun hann kosta kapps um, áð verða ekki umkringd- ur með aðalherinn, svo að ætla má, að hann smjúgi úr greipum þeirra. En nái Japanar Mukden, þá er lítt hugsanlegt, að Rússum takist að ná sér niðri í Mand- sjúríinu úr því. Hinn gamli og mikils- metni rússneski hershöfðingi Dragomiroff, kunnur úr Tyrkjastríðinu 1877 og víðar; nú hálfáttræður að aldri, hefur verið kvaddur á fund keisarans, til að ráðgast um við hann, hvort víkja ætti Kuropatkin frá yfirherstjórninni eða ekki, en Drago- miroff réð frá að gera það; það mundi hafa ill áhrif á herinn þar eystra, réttast að bera traust til Kuropatkins en krefja hann til reikningsskapar að loknum ófrið inum. þvf að hann bæri ábyrgð á óförun- um. Dragomiroff hefur látið í ljósi, að hann telji Rússum ómögulegt að vinna sigur, þeir hafi þegar beðið svo marga ó- sigra, að þeir geti ekki vænzt þess, að rétta hlut sinn, Ummæli þessa manns, séu þau rétt hermd, hafa mikla þýðingu, þvf hann er talinn hinn allrafremsti rússneskra hershöfðingja, og hefur lengi verið forstjóri yfirhershötðingjaskólans rússneska, og haft mikil áhrif á hern- aðarmenntun margra hinna æztu foringja í hernum. Aðrar fregnir segja, að Kuro- patkin muni vafalaust verða sviptur her- stjórninni, og að kærur Gripenbergs gegn honum muni mjög spilla fyrir honum. Auglýsing sú, er keisari gaf út til lýðs- ins 3. þ. m., áhrærandi endurbætur á stjórn- arfarinu, er talin alveg þýðingarlaus til að spekja hugi manna, enda er ekkert á henni að græða og öll á huldu, nema þau á- kveðnu ummæli, að hin föðurlega stjórn einvaldans muni vaka yfir Rússlandi, og þá sé því borgið(!!). Noregur. Ekki hefur enn tekizt að mynda nýtt ráðaneyti í stað hins fráfarna (Hagerups), og er töluverður æsingur í fólkinu, svo að smáuppþot hafa orðið á götunum í Kristjaníu og Þrándheimi. Eru Norðmenn mjög gramir út af ávarpi til norsku þjóðarinnar, er stjórnandinn Gustaf krónprinz hefur gert heyrum kunnugt, því að þar er fullkomlega gefið í skyn, að Norðmenn þurfi ekki að vænta styrks frá konungsvaldinu í konsúlamálinu. Að kveldi hins n. f. m. hljóp mikil snjóskriða á bæinn Reim í Lavanger. Nokkrum stundum síðar voru húsin grafin út og náðust þá flestir menn lifandi, er í þeim höfðu verið. Norrænu í þ r ó 11 a lei k i r n i r í Stokkhólmi eru nú um garð gengnir. Voru þeir fjölsóttir og fóru fram með mik- ilii viðliöfn, cu cngir Norðmenn tóku þátt í þeim. Gustaf Adolf elzti sonur ríkisarfa Svía og Norðmanna er nýtrúlofaður prins- essu Margréti Viktorfu bróðurdóttur Játvarðar Englakonungs. A Englaudi var þingið sett 14. f. m. I hásætisræðunni var þess getið, að stjórnin mundi taka til alvarlegrar Ihugunar, hvort veita skyldi Búum sjálfstjórn. Talið er líklegt, að ekki verði þess langt að bíða, að þingið verði leyst upp. Chamberlain og hans flokksmenn vilja það gjarna, því að þeir þykjast nú hafa haft nægilegan undirbúning og eru hræddir um, að áhug- inn á tollmálinu muni dofna, ef baráttunni verður Irestað lengur. Belgría. Leopold konungur hefur nú unnið mál það, sem dætur hans hófu gegn honum út af arfi móður þeirra. En nú á hann í stríði við yngstu dóttur sína, Cle- mentine, sem óð vg uppvæg vill gipt- ast prinz ViktorNapoleon. En með því hann er af ætt Napoleons keisara og því útlægur úr Frakklandi, er konungur hræddur um, að Frakkar muni styggjast við þennan ráðahag og vill því ekki gefa samþykki sitt til hans. En prinsessan kærir sig kollótta um Frakka og þykist vera orðin nógu gömul til þess, að ráða þessu sjálf, enda er hún orðin hálffertug. Þyzkaland. Þýzka stjórnin hefur nú gert nýja verzluna^rsamninga við mörg ríki^ er veita landbúnaðinum þýzka all- háa tollvernd gegn ýmsum tollálögum á innflutning þýzks iðnaðarvarnings til ann- ara landa. Þessir samningar brjóta mjög bág við þá stefnu, er stjórnin tók upp í verzlunarsamningum þeim, er gerðir voru skömmu eptir 1890 og borið hafa þótt góðan árangur, enda hafa þeir vakið all- mikla óánægju meðal verzlunar- og iðnað- arstéttarinnar þýzku. Nám a v er k fall i ð mikla 1 Westfalen er nú hætt, án þess að verkamenn hafi fengið kröfum sínum fullnægt. Simploii-jarOgöngin gegnum Alpafjöllin mega nú heita fullgerð, þar sem síðasti milliveggurinn var brotinn 24. f. m. Þau verða þó ekki fullbúin til notkunar fyren í haust. Jarðgöng þessi eru hin lengstu í heimi, hér um bil 20 þús. metrar á lengd (yfir 60 þús. fet). Verkið var hafið haust- ið 1898 og hefur kostað 78 miljónir franka. A Italíu hafa járnbrautarmennirnir ver- ið eitthvað óánægðir. Þeir vildu þó ekki gera verkfall, en hafa tekið það ráð, að seinka svo fyrir ferðum lestanna sem fram- ast væri unnt, með allskonar dundi, sem þó mætti einhvernveginn réttlæta. Hefur þetta heppnazt svo vel, að mesti glund- roði er kominn á samgöngurnar, en mjög misjafnlega mælist þetta tiltæki fyrir. Eyjan Krít hefur síðan í stríðinu milli Tyrkja og Grikkja, að nafninu lotið Tyrkj- um, en þó haft algerlega sérstaka stjórn og hefur Georg prinz sonur Georgs Grikkjakonungs verið þar landstjóri. En nú hafa stórveldin, eptir allmikið ráða- brugg í Berlín afráðið, að leysa hana al- veg undan yfirráðum Tyrkja, svo að Georg p/inz vcióur þ-jr óháður stjórnandi hér eptir. (frænlaud hefur verið mjög á dag- skrá í Danmörku á síðustu tímum. Hafa þeir Myiius-Erichsen og félagarhans drengilega tekið málstað Grænlendinga gegn einokunarverzluninni, sem enn ræð- ur lögum og lofum á Grænlandi, og jafn- vel á þinginu hafa margar raddir heyrzt um, að nú mundi tími til kominn, að losa eitthvað um böndin á Grænlendingum og láta þá sjálfa fá nokkru að ráða um mál- efni sín. Nýja varSskipiO. Fjárveitingin til að byggja nýtt varð- skip til fiskiveiðaeptirlits við strendur ís- lands hefur nú verið samþykkt í neðri málstofu Dana (fólksþinginu) með 82 atkv. gegn 29, og er enginn efi á, að fjárveit- ing þessi verður einnig samþykkt í lands- þinginu. Þeir sem atkvæði greiddu gegn henni í fólksþinginu voru sosialdemo- kratarnir (16) og nýi vinstrimannaflokkur- inn (»Folketingets Venstre« 13 að tölu), er myndaðist við ráðaneytisskiptin. Mót- spyrna þessara manna var þó ekki fólg- in í því, að þeir vildu ekki láta byggja varðskip þetta, heldur af því, að þeir vildu láta telja útgjöldin til þess meðal útgjalda til flotans, en ekki sérstaklega sem útgjöld til Islands, en því hélt for- sætisráðherrann fast fram til þess að minna bæri á auknum gjöldum til flotans. Féð, sem áætlað er til skips þessa er 405,200 kr. Að þetta nauðsynjamál er nú komið á svo góðan rekspöl, er ein- göngu að þakka tilhlutan og aðgerðum ráðherra vors ( utanför hans næstl. sumar (sbr. Þjóðólf 7. okt. f. á.), því að hann || JIS 12. A. fékk komið því til leiðar við stjórnina dönsku, að þessarar fjárveitingar yrði leit- að, og munu allir kunna honum þakkir fyrir það nauðsynjaverk, enda var sann- arlega ekki vanþörf á að bætt væri úr hinni alsendis ónógu strandgæzlu, er hér hefur verið að undanförnu. En það þarf enginn að ímynda sér, að Danir hefðu ótilknúðir farið að bæta á sig þessum út- gjöldum, sem naumast var heldur við að búast. Þetta er meðal annars ein afleið- ingin af hinu breytta stjórnarfyrirkomu- lagi voru, sem sumir ættjarðarvinirnir(!!) geta ekki litið réttu auga. Nýr (jestur, sem í^lendingum ætti að vera kærkom- inn er væntanlegur hingað í júnfmánuði næstkomandi. Það er íslandsvinurinn meistari Carl Kfichler kennari ( Varel við Jadefljót á Þýzkalandi, og mun hann mörgum kunnur að afspurn, sér- staklega fyrir hina miklu rækt, er hann hefur lagt við íslenzkar bókmenntir. Hef- ur hann bæði frumsamið merkar ritgerð- ir um íslenzkan skáldskap og snúið ýms- um íslenzkum skáldritum á þýzka tungu. Nú hefur hann samið ferðamannabók um Island, og fengið Karl Bædeker í Leipzig, hinn heimsfræga útgefanda ferðamanna- bóka til þess að gefa út þessa bók, og hlýtur það að stuðla mikið að því, að auka aðsókn ferðamanna hingað. Og er útgáfa þessi þvf hið mesta þarfaverk fyrir land vort. Bókin kemur út næsta ár, sam- tímis á þýzku, ensku og frakknesku, eins og flestar ferðabækur Bædeker’s. Hr. Kuchlcr hefur morg ár haft í hyggju að ferðast hingaö, en efnahayur V-r.r.j og á- stæður hafa ekki leyft það fyr en nú, að hann loksins fékk Bædeker til að gefa út þessa bók sína. Hr. Kfichler gerir ráð fyrir, að koma hingað til Reykjavíkur með »Kong Trygve« 20. júní, og dvelja 5 vik- ur hér á landi eða til 27. júlí. Ætlar hann á þeim tíma að ferðast norður Kjöl til Akureyrar og Mývatns og þaðan suð- ur til Fiskivatna og Þórsmerkur, ef unnt er. Þess má óhætt vænta, að íslending- ar sýni manni þessum allan sóma og all- an þann greiða, sem frekast er unnt, svo að hann hafi bæði ánægju og gagn af ferðinni. Það er skylda vor. Ef til vill eigum við von bráðar von á öðrum á- gætismanni þýzkum, rithöfundinum J. C. Poéstion fráVínarborg. Erþegarmynd- að félag hér í bænum til að gangast fyr- ir samskotum til farareyris handa honum, og má búast við góðum undirtektum und- ir þá málaleitun. Nýstárleg blaðstofnun. I færeyska blaðinu »Dimmalætting« 4. þ. m. skýrir Færeyingurinn Sverre Paturs- son frá því, að afráðið sé að stofna nýtt blað eða tímarit í Osló í Noregi, er rit- að sé á nýnorsku, íslenzku og færeysku. Aðalritstjóri þess verður Idar Handagard, en íslenzkur maður á að hafa ritstjórn ís- lenzka textans ogFæreyingur hins færeyska. Blaðið á að koma út annanhvorn mánuð, fyrsta blaðið í septetnber þ. á. Aðaltil- gangurinn með blaðstofnun þessari segir Patursson sé sá, að venja Norðmenn, ís- lendinga og Færeyinga á að lesa hvers ■s

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.