Þjóðólfur - 17.03.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.03.1905, Blaðsíða 2
48 annars tungu, og mynda þannig sam- band roilli þessara þriggja frændþjóða, er séu allt of ókunnar hver annari. Ritar hr. Patursson grein í »Dimmalætting« um þetta efni og hefur auðsjáanlega mikinn áhuga á málinu. Samkoma í Reykjadal — Minning stjórnarbótarinnar. Heill og sæll Þjóðólfur minn! Eg hefði viljað vera búinn að senda þér línu fyrir löngu, en það hefur alltaf dregizt, mest vegna þess, að fréttirnar hafa alltaf verið litlar; þær eru það að vísu enn, en um þessi ttmamót finnst mér eg þurfa að senda þér kveðju, þakk- læti fyrir stöðu þína í pólitíkinni þetta síðasta ár, — eins og að undanförnu, — og ósk.um heill og hamingju á hinu ný- byrjaða ári. — Hinn i. febr. þ. á. héldu Reykdælir samsæti í tilefni af því, að fyrir ári síðan fengu Islendingar kröfur sínar, um innlenda stjórn, viðurkenndar, og að hin innlenda stjórn var þá búin að sitja i ár að völdum. Þessir gestir voru boðnir til samsætisins: Steingrímur Jóns- son sýslumaður á Húsavík, Árni prófast- ttr Jónsson á Skútustöðum, Benedikt Jóns- son frá Auðnum, Sigurjón Friðjónsson á Sandi, Jón kaupfélagsstjóri Jónsson á Gautlöndum og Friðbjörn Bjarnarson frá Grýtubakka; alls voru þar um 50 manns. Stóð samsæti þetta yfir í 8 kl.st. og þótti fara fram hið bezta, með ræðuhöldum og söng. Ræðu fyrir minni stjórnarinnar hélt Steingrímur sýslumaður, fyrir minni al- þingis séra Helgi Hjálmarsson á Helga- stöðum, fyrir minni þingmannsins Sigurð- ur katipfélagsstjóri Sigfússon á Halldórs- stöðum, fyrir minni þjóðarinnar Sigurjón Friðjónsson. Þá hélt Árni prófastur langa og ítarlega ræðu um stjórnarbaráttuna allt frá 1851 og til þessa tíma, og Steingr. sýslumaður hélt þá einnig langa ræðu, um afstöðu þjóðarinnar gagnvart stjórn- inni. Var báðum þessum ræðum fagnað með dynjandi lófaklappi. Margir fleiri héldu þar og ræður, svo sem: Ingólfur læknir Gíslason, Haraldur bóndi Sigur- jónsson á Einarsstöðum o. fl. —> írS'end- ír^T^Pýsa^það.álit fram. -■rt'T' tilhlýðilegt þætti, að 1. febr. yrði framvegis, eins og rtokkurskonar þjóðmenningardagur fyrir íslendinga, yrði hafður til fundahalda í sveitunum (þar eð ekki er hægt, að koma á héraðsfundum á vetrum), til minn- ingar um þau rnikilsverðu umskipti á stjórnarfari Islands, sem urðu 1. febrúar 1904. Reykjadal í S.-Þingeyjarsýslu 2. febr. 1905. Viðstaddur. Afneitun dr. Valtýs. Svolátandi greinarstúfur hefur oss verið sendur til birtingar: Herra ritstjóri I Af því að sumir, sem við mig hafa talað, hafa skilið ummæli Þjóðólfs um greinar þær, er birzt hafa í blaðinu »Vort Land« gegn ráðherra Islands, á þá leið, að gefið væri 1 skyn, að þær mundu af mínum rótum runnar, og skeð gæti, að einhver legði trúnað á það, þá vil eg hér með lýsa því yfir, að eg hef engan þátt átt f þeim, hvorki beinlínis né óbeinllnis, enda bera og greinarnar Ijóslega með sér, að þær eru eingöngu af dönskum rótum. Og til þess nú um leið að afstýra því, að nokkur slíkur misskilningur geti risið upp framvegis, ef slíkt kemur fyrir, vil eg taka það skýrt fram, að eg fordæmi all- ar tilraunir til að veikja stöðu ráðherrans ú t á v i ð og skoða þær sem árás á okk- ar ungu sjálfstjórn, sem öllurn íslending- um ætti að vera annt um að styrkja sem bezt. Líki mönnum ekki við ráðherrann og vilji koma honum fyrir kattarnef, þá á að berjast á móti honum á íslenzk- u m vígvelli og láta hann falla fyrir ís- lenzkum vilja. Á þeim vígvelli mun eg ekki hika mér við að ráðast á hann, hvenær sem inér virðist ástæða til En að reyna að veíkja stöðu hans út á við, eða á nokkurn hátt stuðla að því, /ið hann félli fyrir útlendum vilja, er að minni skoðun svo hættulegt fyrir sjálf- stjórn vora, að eg mun aldrei geta átt nokkurn þátt í því, hversu mikill and- stæðingur minn sem ráðherrann kynni að vera og hversu feigan sem eg kynni að vilja hann sem stjórnanda landsins. Mönnum er því óhætt að reiða sig á, að eg mun engan þátt eiga 1 árásum á ráðherra vorn f útlendum blöðum, hver sem hann svo er, og allra sízt nafnlaust. Og skyldi það nokkurn tíma fyrir koma, að eg þættist knúður til að skrifa um stjórnarfarið íslenzka í dönsk blöð eða tímarit, þá skal það verða með mínu fulla nafni undir, svo ekki sé um að villast. Þessa yfirlýsingu vona eg að þér takið í blað yðar. Khöfn 25. febr. 1905. Valtýr Guðmundsson. * * * Svo er að heyra sem dr. Valtýr hafi heyrt það úr ýmsum áttum, að hann væri bendlaður við níðgreinarnar um ráðherr- ann f »Vort Land«, og sýnir það með- allagi gott álit á honum sem pólitikus, að honum skyldu almennt vera eignuð slík launvíg. En nú hefur hann svarið og sárt við lagt, að hann væri ekkert við greinar þessar riðinn, og verður að taka það trúanlegt(P), enda þótt hin pólitiska fortíð hans hafi stundum verið nokkuð blendin. En nú hefur hann hátíðlega lýstþvíyfir, að hin pólitiska framtíðar- barátta hans skuli vera hrein og bein og háð í tullri dagsbirtu, og er það ágætt. Svo á það einnig að vera. Og ráðherr- ann mun naumast verða smeikur að skilm- ast við hann á þeim vfí'yelli, verja 1 þar &&r3íi sinar. Hér er því um þýðing- "aí’ínikla yfirlýsingu að ræða frá dr. Valtýs hálfu, setn vonandi er, að hann standi við. Og það má hann vita, að Þjóðólf- ur mun fljótt komast á snoðir um, ef misbrestur skyldi verða á þessum lofsam- lega ásetningi doktorsins, því að blaðið hefur fyr grafið upp hitt og þetta, er leynt hefur átt að fara (sbr. höfundskap »Hávarðar« og »Atla«-greinanna víðfrægu í »ísafold« sutnarið 1902 o. m. fl.). Að lokum skal þess getið, að oss þætti mjög vænt um, ef dr. Valtýr vildi gera oss og löndum sínum þann greiða, að skýra frá því, hvaða þokkapiltur það er, sem stöð- ugt er að nfða og rægja stjórn vora í »Vort Land«, því að naumast er hann danskur sá náungi. Það væri vel gert af dr. Valtý að afklæða þann snáða frammi fyrir þjóðinni, því að vér þekkjum engan í Höfn annan en doktorinn, sem líklegri væri til að hafa einhverja nasasjón af þessu, enda ber yfirlýsingin alls ekki með sér, að honum sé þetta ókunnugt, held- ur að eins, að hann sjálfur eigi ekki þátt í greinunum. R i t s t j. Mannalát. Hinn 16. f. m. andaðist á Eskifirði Carl Daniel Tulinius konsúll Svía og Norðmanna á 70. aldursári, fæddur í Slésvík 1. sept. 1835, kom rúmlega tvítug- ur hingað til lands og kvæntist 1859 Guð- rúnu dóttur Þórarins prófasts Erlendsson- ar á Hofi f Álptafirði. Hún dó 30. ágúst f. á. Elzti sonur þeirra er Þórarinn Er- lendsson (Thor E.) Tulinius stórkaupmað- ur í Khöfn. Tulinius konsúll hafði sjálf- ur verzlun á Eskifirði 40 ár (frá 1863— 1903). Hann var mesti dugnaðarmaður, höfðingi í lund og sæmdarmaður í hví- vetna. Kona hans var og hin mesta á- gætiskona. Eiga Austfirðingar bæði hér- aðshöfðingja og valmenni á bak að sjá, þar sem Tulinius konsúll var. Hann var sæmdur riddarakrossi St. Ólafsorðunnar af 1. fl. Hinn 26. janúar andaðist Eirfkur Einarsson bóndi í Bót í Hróarstungu, einhver hinn merkasti og efnabezti bóndi í Fljótsdalshéraði, og bjargvættur sveitar sinnar; hafði gert miklar jarðabætur á jörð sinni. Hann dó úr lungnabólgu ept- ir fárra daga legu. Manntjón. I síðasta blaði var þess getið, að 4 menn hefðu orðið úti á Austfjörðum í sunnudagsstórhríðinni 8.jan. Tveirþeirra voru úr suðurfjörðunum: Finnur Vigfús- son frá Eskifirði og Bjarni Eiríksson frá Bakkagerði í Reyðarfirði, báðir hnignir á efra aldur. Hinir tveir voru frá Hauks- stöðum á Jökuldal: Pétur Jónsson ungur maður og Sigmar Hallgrímsson á 13. ári; höfðu verið sendir út á Héraðssanda að sækja matvöru og voru á heimleið, er hríðin skall á. Höfðu heyrzt köll til þeirra á sunnudagsmorguninn frá 2 bæj- um 1 Hróarstungu, að því er »Austri«seg- ir. Fundust lík þeirra daginn eptir nokkru fyrir innan Hallfreðarstaði. Bruni. Hinn 20. jan. brann verzlunarhús Gríms Laxdals kaupmanns á Vopnafirði til kaldra kola. Var húsið eign pöntunarfélags Vopnfirðinga, en leigt Grími kaupm. Hús og vörur vátryggt. „Ceres“ kom hingað frá útlöndum og Austfjörð- um 12. þ. m. og með henni allmargir Austfirðingar, þar á meðal Georg Georgs- son læknir frá Fáskrúðsfirði, Hansenkon- súll frá Seyðisfirði, Magnús Jónsson kenn- ari frá I "sdamóLi' *o. m. fl. „Laura“ kom hingað frá útlöndum að morgni 13. þ. m. með fjölda farþega, þar á með- al voru kaupmennirnir: Ásgeir Sigurðsson með frú sinni, Th. Thorsteinsson konsúll, Jón Brynjólfsson ogjónatan Þorsteinsson, ennfremur Halldór Júlíusson cand. jur., Sturla Guðmundsson stud. rnag., C. Fred- eriksen yfirbakari, frk. Guðrún Sigurðard. (Rvík), frk. Guðmunda Nielsen (Eyrar- bakka), frú Gunnhildur Thorsteinsson (Bíldudal), P. J. Thorsteinsson kaupmað- ur (Bfldudal) o. fl. „Nanna“ aukaskip frá Thorefélaginu kom 13. þ. m. Það hafði enga farþega, en nærfull- fermi af vörum. Ranghermi Ingólfsritstjórans. í síðasta tölubl. „Ingólfs" 12. þ. m. stend- ur framhald'af grein með yfirskript: „Svar til hr. Tr. G.“; en af þvf að dálitið í grein þessari snertir Framfarafélag Reykjavíkur, leyfi eg mér, sem einn af meðlimum Fram- farafélagsins, að gera við hana stutta at- hugasemd. Blaðið segir meðal annars, að í vetur hafi verið höfð sú aðferð, að auglýst hafi verið sem fundarefni bæjarmál, en svo talað um ríkisráðssetu og stjórnmál. Þessu leyfi eg mér að mótmæla sem alveg ósönnu. Eg hefi sótt flesta fundi í Framfarafélaginu, og hefur þar aldrei með einu orði verið minnst á rfkisráðssetu eða stjórnmál, heldur fylgt dagskrá, og er það næsta merkilegt, að heiðvirðir blaðstjórar skuli leyfa sér að flytja önnur eins ósannindi og þetta út um allt land. Auðvitað mun það eiga að vera til þess, að rýra álit hr. bankastj. Tr. G., en þetta er barnaskapur; hr. bankastjóri Tr. Gunn- arsson er svo alþekktur um land allt fyrir sinn tnakalausa dugnað bæði í landsmálum og eins þeim málum, sem snerta einstök héruð landsins, að á gerðir hans þarf„Ing- ólfur" ekki að hugsa sér að geta kastað nokkrum skugga. Miklu fremur ættu Landvarnarliðar að leitast við, að einhverju leyti, að feta í fót- spor bankastjórans, og þó aldrei væri að þeir næðu nema tánum, þar sem hann hef- ur haft hælana, þá mundu þeir verða skoð- aðir sem nýtir menn. En meðan þeir vinna sér ekkert annað lil frægðar, en að ausa auri beztu menn þjóð- arinnar, þá verða þeir vegnir og léttvægir fundnir, Hvað hefur Landvarnarliðið unnið sér til frægðar ? Reykjavík 15. marz 1905. Edilon Grímsson. Eptirmæli. Um húsfrú Matthildi heit. Ólafs- dóttur í Vík f Mýrdai, er andaðist 6. (ekki 4.) f. m. (sbr. 10. blað) ritar nákunnug- ur maður þar eystra á þessa leið: „Matthildur sál. var óefað ein af mestu dugnaðar- og sæmdarkonum, ekki einungis þessarar sveitar, heldur að líkindum þessa lands, — um það kemur vfst öllum saman, er til þekktu. Suður-Víkur heimilið bar þess jafnan ljósan vott, að því stýrðu jafnt innan húss sem utan styrkar hendur, en jafnframt móðurlegar. Hjónabandið var fyrirmynd; ætíð voru þau hjón samtaka um allt, ekki einungis í því að auka efni sín með framúr- skarandi dugnaði, heldur og engu síður í þvf, að láta aðra njóta góðs af velgengní þeirra, og kom það fram í ótal myndum Það var eins og Matthildur sál. teldi það skyldu sína að liðsinna þeim, er bágt áttu, bæði með góðum og ríkmannlegum gjöfum. Einskonar . .þuag. undimliiá ia..;.iáí ,'uann- dyggðar virtist stjórna störfum hennar. Ekk- ert var henni fjær skapi en að láta mikið á sér bera eða sýnast; öll framkoma henn- ar bar vott um það. Heimilið varríki henn- ar, og því stýrði hún með óvenjulegri snilld ásamt manni sínum. Þaðan kom mörgum styrkur og þangað var fyrst leitað, ef ein- hvers þurfti við. — Foreldrar, er létu börn sín frá sér, kepptust við að koma þeim að Suður-Vík; það heimili hefur lengi veri(í álitið bezt til menningar ungu fólki og fyrir- myndar um flest hér nærlendis, enda mun leitun á slíku sem því. Matthildur sál. virt- ist jafnan koma fram, bæði við heimafólk sitt og gesti með hlýrri alvöru, enda var sá enginn, er eigi unni henni og virti. Þrátt fyrir mjög bilaða heilsu síðustu árin virtist hún jafnan ánægð, og væri hún spulð um heilsufarið, sagði hún einatt brosandi: „mér er að batna", eða „mér batnar bráðum", og lýsir þetta einkarvel skaplyndi hennar. Hennar er mjög saknað, ekki einungis af vandamönnum nær og fjær, heldur einnig af heimilisfólkinu, er unni henni sem beztu móður, sveitungum hennar og öðrum, er hana þekktu". G. Sigurdur Sigurðsson, fyr bóndi f Lang- holti í Flóa, andaðist hér í bænum 5. þ. m. á 74. aldursári. Hann var fæddur í Vet- leifsholtsparti í Rangárvallasýslu 5. septem- ber 1831 og ólst þar upp hjá foreldrum sfn- um : Sigurði Ólafssyni bónda þar (syni Ólafs í Vetleifsholti Sigurðssonar Hafliðasonar í Borgartúni Þórðarsonar ráðsmanns í Háfi Þórðarsonar sýslumanns á Ingjaldshóli Stein- dórssonar) og Ingveldi Þorsteinsdóttur, syst- ur Filippusar á Bjólu, þangað til faðir hans dó, en þá fluttist hann með ntóður sinni út í Flóa að Oddagörðum og síðan að Lang- holti. Þar bjó hann í rúm 40 ár eða til 1901. Hann var kvæntur Margréti Þor-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.