Þjóðólfur - 24.03.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.03.1905, Blaðsíða 2
54 Kara. 1. Sig'nrfö r. Renna gandar, létt sem loptsins andar. Lindur standa þétt til hvorrar handar; vel er fylkt og förin glæst til strandar. — Svalt er kveldið; sveipa feldinn, Svanni, vel að fótum þínum. Byrgðu svo, að brjóstum mtnum blessaðan kollinn, þar við eldinn. Söngvar hljóma, göngin enduróma. Allar róma tungur vorsins blóma; loptið fyllist sólarsöng og ljóma. Kara, máttu kenna sláttinn ? Krapt og stríð í hjarta mínu ? Bergmál hlýtt, frá hjarta þínu, heyri’ eg gegnum andardráttinn. Undrahreimar hér að fangi streyma, hugann dreymir út um víði geima? Er ei »heimi þessum« gott að gleyma? Brennur á vanga loftkvik langan, liðnar tíðir felur að baki; framtíð öll, í andartaki einu, er tæmd sem drukkin angan. Dýrðarstundin líður. Þeyrinn þýður þýtur í viðilaufi, hreinn og blíður. Órór bíður Ægir, stór og víður. Fyrir handan hafið, sanda hyllir upp í sólarlöndin. Brimsins trafi bryddast ströndin, brýtur haf við sker og granda. 2. Klökkvi. Kvöldsett er löngu. Himinsins húmtjöld síga hægt fyrir sviðið; öldur móka, hníga — skuggarnir vefjast um brekkur bylgjudala. Blikstjörnur tindra á hvelfing Unnarsala. Andvarinn liður eins og torrek tóna titrandi, þýður gegnum næturróna — Skilur hann, blærinn, sköpin okkar þungu? Skilur haun braghreim sinnar eigin tungu ? Veiztu það, hvað þú barst á bylgjum þínum, blær, er þú leiðst i haf, frá vörum mínum ? Þekkirðu Köru ? Þá áttu að heilsa henni frá honum, sem mænir og segja að augun brenni. I.aufhjörtun titra- Lindur greinum vagga; ljóðhrasta næturklökkvi svæfa, þagga — En sál mín er þreytt, afþrá og hugarkvíða; þungt er það, Kara, að elska, vaka og bíða. Kvöldsett er löngu. Himins húmtjöld síga hægt fyrir sviðið; öldur móka, hníga — skuggarnir vefjast um brekkur bylgjudala. Blikstjörnur tindra á hvelfing Unnarsala. Sigurður Sigurðssort. Svo fór um sjóferð þá. Máli séra Helga Árnasonar 1 Ólafsvík gegn Lárusi sýslumanni H. Bjarnason var ráðið til lykta í héraði í 2.sinn 13. þ. m., vísað frá dómi, af þeirri ástæðu, að sak- arefnið, aðfinning sýslumanns á frammi- stöðu séra Helga sem hreppsnefndarodd- vita, heyrði ekki undir dómstólana. Halldór heitinn Bjarnason sýslumaður hafði dæmt Lárus sýslumann, en yfirréttur ónýtti þann dóm síðastliðið haust, sökum þingsafglapa. Svo fitjaði prestur upp apt- ureptir nýár, aptur upp á landsjóðs- k o s t n a ð, en það fór þá svona. Dómur Halldórs sýslumanns kostaði landsjóð hátt á 3 hundrað krónur, og dómur Guðmundar kandidats Eggérts, sem dæmdi síðasta dóminn, kostar líklega ekki minna. Hefurlandsjóður þágreitt um 600 kr. fyrir embættisveg séra Helga, og hefði mátt verja því fé til einhvers þarfara. Fréttapistill úr Árnessýslu 7. marz. ii. Sogsbrúin — Vegir og vegaviðhald — Mótor- vagn — Telefón o. fl. Mikið gleðiefni var það í haust meðal þeirra hér í sýslu, sem hafa von um, að nota hina fyrirhuguðu brú á Soginu hjá Alviðru, hvað fljótt stjórnarráð íslands brá við með að útvega brúna frá útlöndum og allt, sem til hennar þarf. Sást þar mjög greinilega, hverju munar opt, að hafa hús- bóndann á heimilinu. 20 árin gengu I skriptavafs um Ölfusárbrúna, áður en hún fékkst. Þá var stjórnin með öllu í Kaup- mannahöfn. Bagalegast var, að skipið varð að leggja brúna upp ( Reykjavík. Voru þó ládeyður og stillur öðru hvoru á meðan skipið dvaldi vestra og það á áætlunardaginn, sem skip- ið átti að koma aptur, en för þess til Vest- fjarða varð mjög erfið og skipið fyllti sig þar af vörum til útlanda; fyrir því var einn kostur að leggja brúna upp, sem áður er sagt. Grímsnesingar hafa samið við Reykvík- inga um flutning á bfúarefninu austur að vegamótunum við Ingólfsfjall; þangað hafa þeir komíð strengjunum og stærstu trjánum og nokkru af öðru járni; er það nú hvort- tveggja komið að brúarstæðinu, var dregið þangað á ís fyrir stuttu; hitt af brúarefninu liggur bæði suðurá Kolviðarhól og eitthvað í Rvík. Talið er hér, að betra hefði verið fyrir greiðan flutning á efni þessu, að ein- hverjir duglegir menn austanfjalls hefðu staðið fyrir þessu, mundi þá meiri hlutinn vera kominn á staðinn. Reykvíkingar eiga erfiðara aðstöðu með hey handa hestum, er nota þurfti, og svo eiga þeir verra aðstöðu að sjá fyrir keyrslufæri yfir fjallið, þegar misjafnt er með færð, eins og reyndist í haust. Vonandi er samt að þeim takist með vorinu að koma efninu austur að vega- mótunum við fjallið, en þaðan verður erfitt með þungan flutning á hesturn, vegurinn er þar mishæðóttur, bálf-slitróttur og krókóttur nokkuð, og því vondur, ef reiða þarf sama stykkið á fleiri hestum, en vonandi verður séð við þvf. Talsverður áhugi er hér að aukast með bætta vegi og viðhald þeirra, enda eru þeir fyrsta, annað og þriðja skilyrði fyrir velmeg- un á ýmsan hátt. Vitanlega er viðhald þeirra með þvf háttalagi, sem nú er með alla umferð á þeim, alldýrt. Öll umferð reglulaus t. d. Síðan vagnaferðir hófust fyrir alvöru, þá virðist vera nauðsynlegt, að setja einhverjar reglur fyrir notkun þeirra. T. d. má það ekki líðast, að keyra luktar- arlaust í svarta myrkri eða skilja vagna- þvögu eptir á vegunum að næturlagi eða einstaka vagna, heldur keyra þá til hliðar á hentugum stöðum. Dæmin eru að verða tíð, að lausríðandi menn hafa í myrkri riðið ofan á þvögur þessar eða einstaka vagna og nærri hlotizt slys af. Þá er það trédráttur- inn, sem verst sýnist fara með ofaníburðinn úr veginum, einkum f þurkatíð; ofaníburð- urinn sargast út á vegbrúnir eða rýkur upp. Þar sem langir kaflar eru, sem ómögulegt er að víkja út af, eins og á Breiðumýri, geta trédráttarlestir gert afarmikil óþægindi. Þetta er líka óðum að verða tilfinnanlegra. Virðist því vegna þess opt full þörf á, að viðkomandi héruð fengju lagaheimild til að gera samþykktir hjá sér um notkun veg- anna — mjög margt mælir með þvf. Út af þessu og fleiru mun \>a.ð vera, að hr. Gestur Einarsson á Hæli hefur nú með höndum fyrir hlutafél. hér í sýslu(?) innkaup á mótorvagni með nýjustu og beztu gerð. Vagn þessi mun aðallega eiga að ganga á milli kaupstaðanna hér, Ölfusárbrúar, Þjórs- árbrúar og Ægissíðu. Ef vel tekst á hann að draga vagna með vörutn, flytja fólk á milli o. fl.; flutningsþörf á þessu svæði er afarmikil. Ef þetta tekst, sem mjög er sennilegt og sjálfsagt, ef vel er um veginn búið, tryggðar brýr og rennur, borið ofan í kafla, þar sem með þarf, gæti fyrirtæki þetta orðið til mikilla hagsmuna. Þarf þá auð- vitað vörugeymsluhús á aðalstöðvunum. Ef þetta heppnast losnuðu bændur við kaup- staðaskröltið, sem opt er ekki nema töfin ein með þetta 1—2 truntur í taumi og minna. Telefón vantar hér tilfinnanlega. Ættu hvorutveggja sýslubúar að setja á stofn hlutafél. f því skyni. Væri mjög líklegt, að bæði kaupstaðarbúar hér og svo Reykvík- ingar tækju þar hiuti til muna. Að því fyr- irtæki væru vafalausir og vissir hagsmunir bæði fyrir hluthafa og alla viðkomendur. Viðskiptalífið krefst þessa fyrirtækis hið bráðasta. Mjög miklar ferðir með vagna og lestir hafa verið í vetur milli Reykjavíkur og austur sýslnanna, Árnes- og Rangárvallasýslu. Sýnast ferðir þessar allmjög vera að aukast síðari árin, einkum að vetrinum. Gera sveita- menn sér þá ferðir með afurðir sínar smjör og kjöt; er það opt í háu verði í Rvík að vetrinum. Svo virðist og, sem Eyrbekking- ar haldi framar en áður úti vetrarferðum og fari með ýmislegar vörutegundir suður, og koma þá æfinlega með eitthvað aptur, sem líklega vantar þá í verzlanir. Stafar þetta víst með af óhagfelldum samgöngum á sjó að sumrinu. Skipstrand. Tvær frakkneskar fiskiskútur hafa nýlega strandað á Meðallandsfjörum. Skipshöfn- in af öðru skipinu komin hingað. Maður datt útbyrðis og drukknaði 19. þ. m af fiskiskipinu »Pollux« (eign J. P. T. Brydesverzlunar) úr Hafnarfirði. Hann hét Sigurður Bjarna- son, ungur maður, vestfirzkur að kyni, var stýrimaður á skipinu. Þilskipin reykvíksku liggja nú mörg hér á höfn- inni, hafa flest aflað fremur lltið, enda ekki getað haldizt við til aflafanga vegna sífelldra storma og illviðra. „Laura" fór héðan til Hafnar 18. þ. m., og »Vesta« hinn 20. Farþegar fáir. „Ceres" kom frá Vestfjörðum ígærmorgun. Með henni komu Jón Laxdal verzlstj. frá Isa- firði, Kristján Torfason frá Flateyri, séra Sigurður Gunnarsson frá Stykkishólmi o. fl. Afbragðsgóður afii er á opnum bátum í Þorlákshöfn — komnir þar nú þegar um 400 hlutir að sögn. Ágætisafli einnig suður í Höfnum, á lóðir og í net í Garðsjónum. Nýjar bækur sendar Þjóðólfi; Balthazar Sclinitler: Fra Viking til Konge. 314 bls. 8. Söguleg skáldsaga um Ólaf konung Tryggvason. (Gyldendal). H. l'ontoppidan : Lykke-Per 1.—2. hepti. Ný útgáfa. (Gyldendal). Jakob Jakobsen: Fœrösk Sagnhistorie. Með inngangsyfirliti yfir hina almennu sögu og bókmenntir eyjanna. 81 bls. 8^ Finnur Jónsson: Jslandsk Sfroglære. [Stutt málmyndalýsing yfir nútíðarmálið íslenzka] 43 bls. 8^ (G. E. C. Gad). Finnur Jónsson: Oi?i Njdla. Sérprentun úr „Aarböger for nord. Oldkyndighed og Historie 1904". 77 bls. 8™ (H. H. Thiele). Ritgerö þessi er meðal annars stíluð gegn ritgerð tveggja þýzkra vísindamanna (K. Lehmanns og Schnorr v. Carolsfeld) er út kom fyrir 20 árum, og átti að sanna, að frásögn Njálu, einkum að því er hina gömlu lagasetningu snertir, væri öldungis óáreiðanleg og að engu eða litlu nýt. Þenn- an dóm leitastdr. Finnurvið að hrekja, og virðist takast það nokkurnveginn víðast- hvar. Yarden, Katholsk Maanedskrift 3. Aarg. 1.—2. hepti (Jan.—Febr. 1905). í heptum þessum er upphaf á ritgerð um forn-ís- lenzkar bókmenntir eptir landa vorn, kat- ólska prestinn Jón Sveinsson, og er hún ágætlega vel rituð, og með glöggri þekk- ingu á efninu. Er auðséð, að höf. er eink- arvel heima í fornritum vorum, enda er hann mjög vel menntaður maður og skarp- gáfaður, eins og ritgerð þessi ber vott um. „Vörunýjungar“. Það var jafnsnemma, að mér barst það hvorttveggja upp í hendurnar fréttin um höfuðsigur Japana yfir Rússum við Mukden og fréttin um það, að hér væru til sýnis og sölu vörur frá Japan. Og mér þótti vænt um hvorttveggja; eg veit ekki vel, hvernig á því stendur, en þannig er það. Eg held það sé kenningin, sem felst í gamla spakmælinu: fyrirlft engan vegna ytra útlits. Eg finn það við nánari athug- un, að mér er jafn annt um Iftilmagnann, sem berst drengilega og hraustlega fyrir rétti sfnum gegn ásælni annara, hvort sem hann er hvítur eða gulur á hörundslit. Og þessar vörunýjungar eru mér því kær- komnari, sem eg — eins og líklega fleiri — verð að játa, að eg hef hingað til gefið þessum þjóðum mjög lítinn gaum og lítið um þær vitað. Þær hafa haft miklu óvirð- uglegra sæti í meðvitund minni, en þær hafa átt skilið. En það, sem einkum kom mér til að taka til máls var það, að mér finnst það eiga vel við, að blöðin, auk þess sem þau flytja auglýsingar, við og við fræði lesendur sfna um helztu nýjungar í viðskiptalífinu t. d. sjaldgæfar vörur. f öðrum löndum er þessi siður orðinn gamall og atvinnurekendur, sem hafa eitthvað nýtt að bjóða, gera biaða- mönr.um kost á, að kynnast því á undan öðrum til umsagnar. Á þennan hátt er öllum hlntaðeigendum gerð þægð: atvinnu- rekendunum, blöðunum, sem jafnframt flytja auglýsingar, og almenningi, sem fær víðtæk- ari fræðslu um hlutina, en auglýsingar geta veitt. Þessar umræddu Austurlandavörur hafa nú um nokkra daga verið til sýnis í hinni einkarvönduðu vefnaðarvörubúð Th. Thor- steinssons á Ingólfshvoli, og eg efast ekki um, að mikill þorri bæjarmanna sé búinn að sjá þær. En þær mæla með sér sjálfar. H ö 1 d u r . Eptirmæli. Hinn 13. ágúst f. á. andaðist f Fljótsdal f Fljótshlíð bændaöldungurinn Jón Jónsson, bróðir Ársæls í Höskuldarkoti í Njarðvíkum og þeirra systkina. Hann var fæddur í júlfmán. 1810 á Kaldrananesi í Mýrdal, þar sem faðir hans, Jón hreppstj. Jónsson, þá bjó. Ólst hann þar upp hjá föður sínum, en fluttist þaðan sem ráðsmaður að Höfða- brekku til Kr. sýslum. Kristjánssonar, er síðar varð amtmaður. Frá Höfðabrekku fluttist hann að Fljótsdal og giptist þar Guð- björgu Eyjólfsdóttur, systur Odds Eyjólfsson- ar á Sámsstöðum og þeirra systkina. Á hálflendu Fljótsdalsins reisti hann því næst bú og bjó þar öll sín búskaparár. Með

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.