Þjóðólfur - 24.03.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.03.1905, Blaðsíða 1
57. árg Reykjavík, föstudaginn 24. marz 1905. M 13. Útlendar fréttir. Stórkostlegur ósigur Rússa. Höfuðher þeirra í háska. Með norsku gufuskipi, er hingað kom 21. þ. m. með timbur til hlutafélagsins »Völ- undur«,komu nýjar fréttir af austrænaófriðn- um til 14. þ. m. Jafnvel þótt herfréttunum beri ekki saman í mörgum atriðum, þá er þó svo ruikið víst, að R ú s s a r r ý m d u ú r Mukden 10. þ. m., og flý.ðu á- leiðis norður til Tieling, og að þeir hafa beðið fullkominn ó- sigur, og geysimikið manntjón 1 þessari samfelldu voðaorustu, er staðið hefur hvlldarlaust frá 26. febr. Fer ýmsum sögum um mann- fallið Rússa meginn, en talað er um 150,000 fallna og særða og 50,000 fanga, eða alls 200,000, en sennilega er það eitthvað ýkt. Hins vegar þykir megi reiða sig á það, erstjórninni í Tokiohefur verið skýrt frá, að Japanar hafi frá 26. febr.—12. marz misst 41,200 manns. Fregnirnar um að Japönum hafi tekizt að króa aðal- her Rússa eða að minnsta kosti 200,000 þeirra, eru ekki taldar áreiðanlegar, en það er víst, að þeir hafa umkringt ýinsar einstakar smærri herdeildir af Rússum og tekið þær til fanga. Frá því skýrir Oyama marskálkur sjálfur. Og járnbrautina fyrir norðan Mukden hafði Japönum tekizt að sprengja upp, án þess þó að geta hindrað til fulls flótta Rússa til Tieling. En Jap- anar voru undir forustu Nogis komnir í námunda við þann bæ, og farnir þar að berjast við Rússa. Er svo að sjá, sem hvortveggju hafi verið í þvögu hvorir inn- an um aðra, alla leiðina millum Mukden og Tieling. Kuropatkin var sjálfur í ein- hverjum snarpasta bardaganum nálægt Mukden og hlífði sér hvergi. Hið síðasta sem menn vita um hann, er það, að hann símritar til keisarans 12. þ. m., að aðfara- nóttina hins 11. hafi enginn bardagi verið við 2. höfuðherdeildina, þar sem hann var, en um 3. höfuðdeild viti hann ekk- ert [fréttaþræðir allir slitnir] og ýmsar sveitir ur 1. höfuðdeild séu [hinn 12. um morguninn] 4 mílur fyrir sunnan Tieling. Lundúnablaðið »Daily Telegraph« flytur þá fregn 13. þ. m. eptir hraðfrétt frá Tokio, að þriðjungur Rússahers eða 100,000 af 300,000 hafi orð- ið afkvíaður og gefizt upp fyrir Japönum. Full sönnun fyrirþessari frétt er þó ekki fengin. Það verður því ekki enn sagt með vissu, hvort Japönum hafi tekiztað umkringja Kuropatkin eða ekki, en miklar líkur eru fyrir, að Rússaher hafi beðið svo mikið tjón í þessari síðustu hríð, að hann geti lítið viðnám veitt úr þessu, þótt hann verði ekki upprættur til fulls. Fullyrt er er að Oyama marskálkur ætli að halda allar götur norður til Charbin, en hafa aðalstöð sína í Mukden fyrst um sinn. — Kuropatkin kvað hafa beiðst lausnar frá yfirherstjórninni sakir ofþreytu á sál og líkama. Rússakeisari er mjög angurvær yfir þess- um óförum, og biðst nú fyrir ákafar en nokkru sinni áður. Halda margir hann sturlaðan á geðsmunum. A Rússlandi eru óeirðir hingað og þangað, en ekki kveður þó mikið að þeim enn. Haldið að allt fari í bál, ef ófriðnum verður haldið áfram. — í Mar- seille á Frakklandi höfðu verið teknir höndum 6 rússneskir stjórnleysingjar 10. þ. m. Við húsrannsókn hjá þeim kom það í Ijós, að nihilistar í Pétursborg höfðu valið þá til að myrða stórfurstana Alexis og Vladimir. Tveir þeirra voru fyrv. rússneskir herforingjar. Gapon prestur, er slapp úr Pétursborgarvígunum 22. jan., hefur farið til Lundúna til að kaupa sprengikúlur og »dynamit«. Hann kvað tvisvar hafa brugðið sér til Rússlands síðan hann flúði þaðan. Skaðabætur þær, er Rússar hafa greitt til þeirra, er tjón biðu við skemmdarverk- in í Norðursjónum eru 1,170,000 kr. Upp- hæð þessa (65,000 £) greiddi Benckendorf sendiherra Rússa i Lundúnum, Landsdowne lávarði, utanríkisráðherra Breta g. þ. m. Norska ráðaneytið er nú fullskipað, og er Michelsen forseti þess. Hann var áð- ur í Hagerupsráðaneytinu. I ráðaneytinu sitja bæði hægri- og vinstrimenn, er hafa komið sér saman um að leiða konsúla- málið til lykta. Það er þvf ekkert flokksráða- neyti, heldur samkonnilagsráðaneyti, er á að leysa þennan hnút — konsúlamálið — á friðsamlegan hátt, og láta Norðmenn vel yfir því. Norður um Noreg. eptir Matth. Þórdarson. III. I Bergen eru mörg og mjög merkileg söfn, og verður maður alveg forviða að sjá þá óhemju af dýrindisgripum og sjald- gæfurn hlutum, sem þar eru saman komn- ir á mörgum þeirra, svo ýkjalaust mun nema mörgum miljónum króna. Hið helzta er Bergensmuseum, sem er samansafn af allskonar forngripum frá steinöldinni og fram á vora daga, þar voru múmíur frá Egiptalandi, mammúts- dýrabeinagrindur og m. fl., allskonar þjóð- flokkar sýndir í vaxlíkneskjum f sínum hátfða- og hversdagsbúningum, vopn o. fl. Þar var Eskimóinn grænlenzki í sín- um selskinnafeldi, Finnlappinn f sínum hreindýrabjálfa, Þelamerkingurinn og Upp- lendingurinn í sfnum bændabúningi og stúlka frá Harðangri ( sfnum skrautlegu brúðarfötum með gyllta kórónu á höfði o. s. frv. Þar V3r líka lfkneski af íslenzkri stúlku færð í skautbúning, en ekki þótti roér það sérlega tilkomumikil sjón, því kvennlfkið er ófrýnilegt og búningurinn upplitaður, slitinn og ósjálegur, svo eptir mínu áliti var grænlenzki hátíðakvenn- búningurinn tilkomumeiri, enda held eg að hann hafi verið alveg nýr af nálinni. Annars voru þar rnargir íslenzkir forn- gripir mjög merkilegir. í þeirri deild, sem sýnd voru í ýms dýr og dýrategundir var meðal annars kinda- ritja snoðin og rýr, hún var grá að lit með 4 hornum og langri rófu, og undir- skrifað var íslenzkur hrútur; eg mæltist til við einn umsjónarmanninn, að þeir tækju þessa skepnu burt af safninu, sem sýnishorn af ísl. kind, því svona dýrateg- und fyndist ekki á íslandi. Mér var starsýnt á geysistórt málverk, sem var uppfest meðfram einni hlið sals- ins, sem geyma hafði gripi frá 9. öld. Það var mjög stórt tré með Noregi sem grunnfleti og sýndi hinar norsku konunga- ættir til 1450, með Haraldi hárfagra sem stofni, er vex smátt og smátt út í ýmsar greinar og kvisti, sem ná til nær og fjær- liggjandi landa, þar á meðal til Islands. Það eru 2 greinar, sem vaxa upp við stofn trésins, alldigrar og tilkomumiklar, og var á þær skrifað Sturlunga og Odda- verjar. Samhliða þessum greinum uxu aðrar fram og sýndu konungaættina ensku, og enn þá aðrar lágu til Danmerkur, Þýzkalands, Svíþjóðar og víðar, efst á trénu fóru greinarnar að verða rýrar og margar og ógreinilegar. Bergen er höfuðstaður í rfki norskra fiskiveiða, hér hefur fiskiveiðastjórn Nor- egs aðsetur sitt (Norges Fiskeristyrelse), og hér er félagið til eflingar fiskiveiðum Norðmanna (Selskabet for norske Fiskeri- es fremme) og frá þessum höfuðstöðvtim ganga þræðir um endilangan Noreg frá Kristjaníu norður að Hafsbotnum, sem stjórna og leiðbeina í öllu, sem þar að lýtur. Undir fiskiveiðastjórnina liggur öll um- sjón, skýrslur, styrkveitingar, lán, vfs- indalegar og verklegar rannsóknir o. fl. »Félagið til eflingar fiskiveiðunum« hef- ur umsjón með fiskigripasafninu, sér um útgáfu á Norske Fiskeri Tidende, Norske Fiskealmanak, og sér um allt, sem getur orðið til gagns og nytsemdar fyrir þenn- an stóra atvinnuveg. Fiskiveiðasafnið er mjög merkilegt, og er að öllum líkindum eitt hið stærsta safn í þeirri grein í heimi; þar voru alls- konar sýnishorn af skipum og bátum, bæði með seglum, gufuvélum og mótorum, sem brúkað er vfðsvegar um heim, net og veiðarfæri af öllum tegundum, og í einu orði öll þau verkfæri bæði eldri og yngri, sem hægt er að nota til þess að drottna yfir fiskum sjávarins. Allskonar áhöld voru þar og við verkun og geymslu á fiski bæði við söltun, niðursuðu og ísing. A veggjunum héngu stórar myndirafhin- um margskonar veiðiaðferðum o. fl. á- samt skýrslu yfir fiskiveiðar Norðmanna yfir lengra tímabil, sýndar bæði með töl- um og stærðarhlutföllum. Það yrði of langt mál að útlista þetta út í yztu æsar, en að sjá þetta og yfirvega, er nóg til þess, að gefa manni tilefni til að hugsa um, hver óravegur það er á milli íslands og Noregs í framkvæmdunum til eflingar fiskiveiðanna. Noregur með Bergen sem höfuðstað er stórt fiskiveiðaríki; fiskiveiðar og sjóferð- ir eru lfka einn höfuðþátturinn í tilver- unni og lífsskilyrði mikils hluta þjóðar- innar. Mllliþinganefndirnar í fátækramálinu og landbúnaðarmálinu hafa nú lokið störfum sínum að mestu, að minnsta kosti landbúnaðarnefndin, en fátækramálanefndin á enn eptir að ljúka við sveitastjórnarlögin, er henni var falið að athuga jafnhliða fátækralöggjöfinni. En frumvarp til fátækralaga með miklum athugasemdum og fylgiskjölum er nú prent- að. Er allur sá bálkur um 20 arkir. Agreiningur hefur orðið um eitt höfuð- atriði þess máls — sveitfestistímann. Vill meiri hlutinn (Jón Magnússon skrifstofu- stj. og séra Magnús Andrésson) láta hann vera að eins 2 ár, en minni hlutinn (Guðj, Guðlaugsson) vill láta hann vera eins og nú er (10 ár). Færa hvorttveggja allmikil rök fyrir sínu máli, og mun síðar verða hér í blaðinu nokkuð nánar að því vikið, og skýrt frá helztu breytingartillögum nefndarinnar í þessu máli í heild sinni. Nefnd þessi hefur starfað síðan sumarið 1902, og er því eðlilegt, að hún hafi af- kastað meiru en landbúnaðarnefndin, er að eins hefur starfað eitt ár. En hnekk- ir nokkkur var það fátækramálanefndinni, að einn tiefndarmanna (Páll Briem) lézt í vetur, svo að lítil eða engin not urðu að því undirbúningsstarfi, er hann hafði unnið í nefndinni. Landbúnaðarnefndin (séra Þórh. Bjarn- arson, Hernt. Jónasson, Pétur Jónsson) hefur ekki treyst sér til að taka landbún- aðarlöggjöfina til endurskoðunar í heild sinni, sem varla var heldur við að búast á jafnstuttum tfma. Hún hefur þvl látið sér nægja að semja nokkur sérstök frum- vörp, og eru þau nýprentuð í Búnaðarrit- inu (19. árg. 1. h.) ásamt athugasemdum og hugleiðingum nefndarmanna um þau. Frumvörp þessi eru 12 að tölu: 1. Um bændaskóla [tvo álandinu, ann- an á Suðurlandi, hinn á Norðurlandi, er komi í stað búnaðarskólanna]. 2. Um vátrygging sveitabæja. 3. Um sölu opin- berra jarðeigna og ítaka. 4. Um forkaups- rétt á jarðeignum einstakra nianna. 5. Um breyting á og viðauka við lög um stofn- un Rækrunarsjóðs Islands. 6. Um þing- lýsing byggingarbréfa. 7. Um ágang bú- fjár. 8. Um gaddavírsgirðingar. 9. Um samþykktir um kynbætur nautpenings. 10. Um skýrslur um alidýrasjúkdóma. 11. Um verðlaun fyrir útflutt smjör. ‘ 12. Um afnám laga 6. nóv. 1897 um nýbýli. Eins og menn sjá, eru flest lagafrum- varþa þessara fremur stnávægileg. Ein- stök atriði í sumum þeirra munu og vera dálltið athugaverð, og mun þingið þurfa að athuga það nánar. En margt er þar einnig allþarflegt, og eflaust til bóta. Rúm í blöðum er auðvitað of takmarkað til að gera grein fyrir hverju einstöku frumvarpi í þessu safni, en af þvf að alrnenningi er nauðsynlegt að kynnast dálítið tillögum nefndarinnar, t. d. fvrir þingmálafundi i vor, en Búnaðarritið mun ekki vera svo almennt kej'pt, þá verður von bráðar í Þjóðólfi drepið á hið helzta, sem mestu máli þykir skipta 1 þessari frumvarpatylft nefndarinn^r.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.