Þjóðólfur - 24.03.1905, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 24.03.1905, Blaðsíða 4
56 Til kennara. Eimskipafélagið Thore og Hið sameinaðagufuskipafélag veita ívilnun í fargjaldi þeim kennur- um og kennarakonum, sem fara á kennarafund Norðurlanda, þann er haldinn verður í Kaupmannahöfn 8.— II. ágúst í sumar, þannig, að far- seðill fæst fyrir hálfvirði, með skipum hins sameinaða gufuskipafélags hjá konsúl C. Zimsen í Reykjavík, og með skipum Thore-félagsins hjá skip- stjórunum. Allir kennarar og kennarakonur, sem vilja njóta þessara hlunninda, verða að fá vottorð hjá undirrituðum um það, að þeir, eða þær fari í þeim er- indum, að vera á kennarafundinum. Flensborg 14. marz 1905. Jón Þórarinsson. Tvennar kembíngarvélar af nýrri gerð 2/4 & 8U eru til sölu, önnur einkum löguð fyrir stórgerða ull, og hin sérstaklega fyrir smágerða ull, ennfremur undirbúningsvél (ullartætir), allar í brúk- legu ásigkomulagi og mjög ódýrar. UU verður tekin í skiptum. Tilboð merkt »Dan 849« sendist Aag. J. Wolff & C° Ann. Bur. Kjöbenhavn. Ljösmyndir. Hér með er skorað á alla þá, sem ennþá ekki hafa vitjað um myndir þær, er þeir hafa pantað á vinnustofu minni, að taka þær nú sem allra fyrst. Eptirleiðis verður engri pö7itnn sinnt, nema að minnsta kosti helmingur andvirðis fylgi. „Prufukort" borgist ávallt að fullu fyrirfram. Árni Thorsteinsson. Mótor í fiskiskip. Alfa-mótorar eru nær eingöngu brúkaðir í fiskiskip og báta í Danmörku. Alfa-mótorar eru mest útbreiddir af öllum mótorum í Noregi. Þeir hafa vaxandi útbreiðslu árlega bæði þar og í Svíþjóð og á Þýzkalandi Fiskiveiðaumsjónarmaður Norðmanna, hr. Johnson í Bodö, sem fékk styrk af ríkissjóði til að kynna sér mótora og notkun þeirra, brýnir sérstaklega fyr- ir Norðmönnum, að brúka þá í fiskiskip sín. Hafnarkapteinn í Kaupmannahöfn og fiskiveiðaráðanautur Dana, kapteinn Drecshe), álítur þá bezta og hentugasta allra mótora til notkunar í fiskiskip og báta. í „Norsk Fiskeritidende" stendur meðal annars- „Lesið það, sem eitt af okkur stærstu fiskiútgerðarfélögum segir um Firma-tilkynningar. Steinolíumótorinn ,,Alfa“. 1. Sigríður Maren Ásgeirsson og Ásgeir Guðmundur Ásgeirsson til heimilis í Kaupmannahöfn, reka verzlun á Isafirði ásamt útibúi á Suðureyrarmölum í Súgandafirði með firmanu Á. Ásgeirsson. 2. Samkvæmt samþykkt 15. maí 1903, rekur Aktieselskabet N Chr. Grams Handel verzlun á Þingeyri með útbúi í Haukadal. I stjórn eru: Carl Johan Adolph, Einar Adolph, Frantz Thestrup Adolph Frederik Grúner og August Viggo Raaschau, allir í Kauprnannahöfn. Tveir úr stjórninni rita firtnað í sameiningu. Aðalumboð hefur Holger Adolph í Kaupmannahöfn og prokúruumboð F. R. Wendel Þingeyri og Matthías Olafsson í Haukada). Höfuðstóllinn er 167000 kr. í 1000 kr. hlutabréfum greidd- um að fullu. Tilkynningar til hlut- hafa birtist í „Nationaltidende" í Kaupmannahöfn. 3. Samkvæmt samþykkt 30. maí 1898 rekur „Hlutafélagið Isgeymslufélag Dýrfirðinga" í Haukadal síldveiði síldar- og ísverzlun. I stjórn eru: Matthías Olafsson, formaður, Elías Arnbjörnsson, báðir í Haukadal og F. R. Wendel á Þingeyri. Undirskript formanns er. gild í venjulegum daglegum viðskiptum, en þegar um stærri viðskipti eða ráðstafanir er aðræðaskal öll stjórn- in rita undir. Höfuðstóll 4,025 kr., skipt í 161 hluti á hluthafa greiddir að fullu. 4. Samkvæmt samþykkt 14. marz 1896, rekur „Sparisjóður Vestur- ísafjarðarsýslu" venjuleg spari- sjóðsstörf á Þingeyri. í stjórn eru: F. R. Wendel formaður, Jóhannes Ólafsson gjaldkeri og A. Fjeldsted, allir á Þingeyri. Heimild til und- irskriptar hafa gjaldkeri, eða annar hinna forstjóranna ásamt einum ábyrgðarmanni. Ábyrgðarmenn skulu vera minnst 20 menn, bú- settir í Vestur- ísafjarðarsýslu og stendur hver þeirra í ábyrgð fyrir IOO kr. Skrifstofu ísafjarðarsýslu og ísafj arðarkaupstaðar 8. marz 1905. Magnús Torfason. í vor létum við steinohumótor „Alfa", sem hafði 16 hesta í kúttir “Onsö„ Skipið er 57 fet á lengd, 18 fet á breidd og 9 fet á dýpt og fór það rúmar 6 mílur í vöku. Mótorinn reynist mjög vel, og til frekari upplýsingar skal þess getið, að „Onsö" fór frá Haugasundi til ísafjarðar á íslandi á 8 dögum, þrátt fyrir mót- vind og storm og var mótorinn alltaf i gangi. Skipið varð vegna ofveðurs að fara inn til Shetlands, og fór á 4 dögum þaðan til Isafjarðar, þrátt fyrir áframhaldandi mótvind, svo mótorinn varð að knýja skipið áfram hvíldarlaust dag og nótt. Vér mælum þessvegna óhræddir með þessum „Alfa"-mótorum sem áreið- anlegum og traustum í stórsjó og stormi, og þegar þar að auk er mjög ein. falt að stjórna þeim og eru sterkir og vel byggðir, álítum vér „Alfa"-mótor- ana áreiðanlega þá beztu bátamótora, sam hægt er að fá nú á tírnum". Christania 14. ágúst 1903. Thv. Johnsen & Co. Alfa-mötorar eru tiltölulega ódvrastir. Verksmiðjan, sem er í Friðrikshöfn, er stærsta mótorverksmiðja á Norð- urlöndum og selur þá með 2 ára ábyrgð. Komið til mín og fáið allar upplýsingar, Umboðsmenn verða teknir út um landið. Aðalumboðsmaður fyrir Island 0 Matth. Þórðarson Reykjvík. Hér eru happakaup. IOO pör Buxur frá 2 kr. 50 aur. allar stærðir — 50 Drengja- klæðnaðir frá j kr. 90 aur. mjög falleg — 40 alklæðnaðir saumaðir á vinnustofu minni frá 18 kr. — Einstakir Jakkar frá 10 kr. — Vesti 2,jo o. fl. — Ullarskyrtur úr floneli 4. kr. 50 — Ullarnærfatnaður mikið úrval. Óheyrilega ódýr fatáefni á boðstólum. Hálslín — Hattar — Húfur og allt, sem að klæðnaði lýtur. Það kostar ekkert að skoða og meta gæðin í Bankastræti 12. Með virðingu Guðm. Sigurðsson. NB. Ódýrasta saumastofan í Reykjavík, mun- 19 það. Lægstu verkalaun. Fljót afgreiðsla. Sjúkir og heilbrigðir eiga daglega að neyta hins ekta Kína- Lífs-Elixirs frá Valdemar Petersen, Frederikshavn — Köbenhavn. Öll efni hans eru nytsamleg fyrir heilbrigðina og hann styrkir alla starf- semi líkamans og heldur honum í lagi. Menn er sérstaka þekking hafa á lyfinu og eins þeir, sem neyta þess, láta í ljósi afdráttarlausa viðurkenning þess, hve ágætt það sé. Ekki er unt að gera alþýðu manna kunnugt í blöðunum, nema lítið af þeim vottorðum, sem verksmiðjueigandanum er sent daglega. Á einkunnarnuða hins ekta Kína- Lífs-Elixirs stendur vörumerkið: Kín- verji með glas í hendi og nafn verk- smiðjueigandans og sömuleiðis —þr—1 í grænu lakki á flöskustútnum. Fæst alstaðar á 2 kr. flaskan. Hvergi fæst eins vandað og ódýrt laka- og fiðurhelt léreft, sirz Flanelet tvisttau, shirtingur, lasting, lífstykki og hanzkar, eins og í verzlun Kristínar Jónsdóttur Veltusundi I. Fyrirlestur um andatrii (spiritismus) í Báruhúsinu á sunnudaginn kemur kl. 4. e. ni. Aðgangur ókeypis. David Ostlund. Geysis- Eldstóin. Ný gerð. Alveg frttsandandi. Seld algerð til að nota hana. Eldstóin hefur eld- traust, múrað eldhol, steyptar vind- smngur, stór pottgöt, emalieraðan vatnspott, steikingar og bökunarofn, sem tempra má, magasíntemprun á eldinum, svo eldiviður sparast og hiti fæst eins og með ofni. Eldstóna getur hver maður hreinsað á 5 mín- útum. Verðið er hjá mér ekki nema helmingur þess, sem fríttstandandi eld- stór eru annars seldar. Geysis-eldstóin er merkt með rnínu nafni og fæst aðeins hjá mér eða hjá útsölumönnum mínum á ís- landi. Séu engir útsölumenn á staðn- urn, verða menn að snúa sér beint til mín. Biðjið um að j'ður sé send verðskrá yfir eldstóna. Jens Hansen Vestergade 15 Köbenhavn. Bezt kaup Skófatnaði Aðalstræti 10. Hús á góðum stað í bænum fæst leigt frá 14. maý næstk. Húsinu fylgir hey- hús, fjós, hesthús og smíðaverkstofa með fl. hlunnindum. Semja má við verzlunarmann Ingvar Pálsson. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.