Þjóðólfur - 31.03.1905, Side 2

Þjóðólfur - 31.03.1905, Side 2
58 bólað á. Hún hefur þó auðsjáanlega reynt að skilja þetta hlutverk, og ekki kastað til þess höndunum, eins og stundum áður. Er senniiegt, að hún geti orðið sérlega álitleg og viðunanleg leikkona, ef hún kostaði verulega kapps um það. Þetta hlutverk hennar heíur sýnt það, þótt leik hennar sé auðvitað enn í mörgu ábóta- vant. Hún á t. d mjög erfitt með að tala nógu skýrt og skilmerkilega sumstað- ar, en sá galli getur lagazt við æfingu.— Hr. Guðm. Tómasson hefur á hendi þakk- látasta hlutverkið 1 leiknum — ráðleys- ingjann og eyðslusegginn August Bagge, og honum tekst víða mjög vel að ná rétt- um tökum á honum. En hann er allt of fljótmæltur og óskýrmæltur optastnær. Hann vöðlar út úr sér orðastraumnum 1 einni lotu, eins og Iffið sé að leysa, og á það sumstaðar vel við en sumstaðar alls ekki. Af því að hann er ekki svo ókyndugur náungi og nógu orðhnittinn, þá má ekkert missast af því sem hann segjr. HinsVegar eru svipbrigði hans (Minespil) vfðasthvar mjög góð, og í sam- ræmi við tilsvörin í leiknum, og það' er ávallt mikill kostur. Hr. Friðfinnur Guð- jónsson leikur að vanda látlaust og blátt áfram. Höfuðkostur við leik hans er það, hversu hann talarjafnan skýrt og hiklaust, ekkert fálm eða fum, enda er hann orð- inn meðal hinna þaulæfðustu leikenda á leiksviði hér. Ferðapistlar. Bréf til Fljotsdæla, frá Hákotii Finnssyni. III. Frá Höfu. »Kunstindustrimuseum«er skammt frá Ny Carlsberg. Þar er óendanlega margt og merkilegt að skoða í allskonar iðnaðargreinum frá fyrri og seinni tfð. Eg skoðaði einna bezt hljóðfæradeildina, sem er mjög fjölskrúðug. Eru sömu teg- undirnar frá fyrri og seinni tíö mjög ólfk- ar. Meðal annars var þar mjög stór stundaklukka í sívölu glerhulstri frá miðri 18. öld. Er hún var beðin um kom hún með inndæiis góða »músik«, Sýnishorn var þar af nótnagerð, er sýndi framfar- irnar í þeirri grein sem öðru. Hefði eg naumast getað ráðið í, að það elzta af þeim væru nótur, ef eg hetði eigi séð það í þessu sambandi. Fjöldinn allur er þar af vélasýnishorn- um allskonar frá fyrri og seinni árum. Á einu safni í Höfn er sérstaklega að sjá pen i nga og medalíur frá elztu tímum til vorra daga. Elztir eru þar grískir peningar frá 7. öld fyrir Kr., þá rómverskir frá 6. öld f. Kr. o. s. frv. Danskir peningar eru þar elztir frá dög- um Sveins tjúguskeggs (10. öld. e. Kr.). Ekki kennir mikillar listar á elztu pen- ingunum. En þetta breytist stig af stigi eptir því, sem nær líður vorum dögum. Reyndar má sjá, að ein þjóð hefttr opt verið skemur en önnur á lágstiginu að þessu leyti, en f heildskoðast ganga fram- farirnar hægt, fet fyrir fet. Fyrstu pen- ingar t. d. Grikkja Ifkjast ekkert pening- um nú á dögum, ertt þeir ýmist aflangir, sporöskjulagaðir og þykkvastir 1 miðju eða næstum hnöttóttir með óljósum mynd- utn af goðttm þeirra o. fl. Siðar er á þeim skammstafað rfkis- eða stjórnanda- nafnið og loks verður á. verðhærri pen- ingunum andlitsmynd konunganna og rfk- ismerki. Flestir peningar frá fornöldinni eru smáir, nema peningar Rómverja, sem fyrst eru stórir og klunnalegir hlunkar. Þegar fram líða stundir er farið að slá aðra tegund peninga, en þeir eru eigi gjaldgengir. Eru það hinir svonefndu minnis- og heiðurspeningar. Þeir eru vanalega talsvert stærri en þeir gjald- gengu. Einna stærstir voru þar: Þýzkur trúarverðlaunapeningur frá 1544. Var hann um 5 þuntl. f þvermál með mynd af guði sjálfttm í hasæti, Kristi á kross- inum og heilögum anda 1 dúlulíki unt- hverfis. Franskltr minnispeningur frá 1841 um innl. jarnbrauta- og eintvagna þar. Danskur penitigur úr gulli til ntinnis tim sigur í sjóorustunni við Kögebugt 1677. Var hann með upphleyptum skipamynd- um og vel gerður. Stóð hann i89dukata. Á Forngripasafninu eru munir frá 3200 árum fyrir Kr. Sérstakt er safn frá þeim þjóðum, sent f. Kr. hölðu nokkra menningu. Verður fyrst fyrir egypzka deildin, og ertt þá múmfurnar eptirtektar- verðastar; eru þær bæði fttlíorðinna manna og barna. Svo er samt untbúið, að lik- in sjalf sjást eigi, heldur ýmist kisturnar, sem stundum ertt tvöfaldar eða þá ltkin kistulaus í umbúðum, sem eru margfaldir dúkar með ýmsum íburði. Erll svo mik- il umvöfin, að að eins mótar fyrir, að þar sé maðttr innan í. Kisturnar sjálfar sýna að ofan mannsmynd. Annars eru aðrar myndir á þeint hingað og þangað og letur þeirra. Vita me'nn nú beinlínis aí því, hverjir í sumum liggja. Við allar egypskar myndir frá þeim tfmum er það einkennilegt, hve þær sýna breiðleita og stuttleita menn. Höfuðbúningttrinn gerir og það að verkurn, að hálsinn sýnist stuttur og lítill aðskilnaður milli bols og höfuðs. I þessu safni ber einnig mjög á leirílatum, vopnum og ýnisti öðru herbún- aðinunt tilheyrandi. Skrftinn þótti mér t. d. hjalmur frá Assyrfu, sem var svo djúp- ur, að hann hefur httlið höfuðið og að eins mjóar rifur upp til augnanna sitt hvoru megin við nefbjörgina. Talsvert er af málmstássi (stintu úr gulli) t. d. hand- og eyrnahringjum. Furðaði eg mig á, hve sunair voru stórir, því eg áleit, að óþægi- legt helði verið að bera þá vegna þess. Hinn hluti forngripasafnsins er kallað- ur danska safnið. Þar eru þó mun- ir víðsvegar að. Er þar opið á öðrum tímum. Feiknin öll eru þaraf margskonar steinaldarmenjum, einkum þeim, er fund- izt hafa í Danmörku; erit það mest vopn og þ. h. og ófullkomin mjög, eins og hlaut líka að vera. Munirnir frá bronce- öldinni bera vott um stórum meiri hag- leik, fegurðarsmekk og menningu. Þar var fjór hjólaður vpgn, sem mjög hefur verið skreyttur. Hjóiin hafa litið út fyr- ir að vera úr tré, en innan í hefur verið málmur og utan uin hjólin hefur verið sterk broncegjörð. I þeirri deild voru líka hálsmen af margvlslegri gerð. Eitt þeirra (að mér virtist úr gulli) var gert úr margsettum keðjum og bar vott um mikinn hagleik. Á palli einum stóðu líkneski af pilti og stúlku klædd í bún- ing þeirra tíma, og hefur hann hreint ekki verið svo sviplftill. Skórnir vortt einna líkastir færeyskum skóm og þótti mér einna minnst til þeirra koma af því, sem búningnttm tilheyrði. Þar var og hálf líkkista (neðri kistan) og lík af ung- um manni f. Hárið var enn á höfðinu svart að lit. Á kistubotninum var skinn með hári, en yfir var ofinn dúkur þykk- ur. Þeirra tíma menn hafa eptir ýmsu, er eptir þá liggur, verið sóldýrkendur. Þar er á safninu hestur, er gengur fyrir vagni, sem sólin er á. Er hún þar á röð í skífuformi og þykkust, í miðju, gyllt ut- an með ýmsum útskurði. Meðal annars, er var að sjá frá þjóð- flutningatímanum, var herklæddur maður með skjöld, sverð og 2 spjót. Herklæðn- aðurinn var aðaliega sfð hringabrynja. Hélt hún sér vel. í henni höfðu talizt um 20,000 hringir alls. Frá riddaratímanum var einna eptir- tektarverðast: riddari á hestbaki. Var bæði hann og hesturinn í ramgerðri spangabrynju. Allt var járnslegið, hnakk- urinn og beizlið, taumarnir við það tvenn- ir, aðrir settir járnspöngtim, til þess að ef hinir yrðu höggnir sundtir, þá væru þó aðrir eptir, sem verra væri að vinna á. Er satt að segja engin furða, þótt hrau-tir og vopnfimir menn svona útbún- ✓ ir hafi farið lítt snteikir I »hjörvaþrá« og dugað vel, sérstaklega þegar hestarnir vortt lika ntikltr giipir Og vel æfðir. Likbrennur. Það var árið 1874 að grein stóð í spít- alatiðinduntim dönsktt nr. 6. n. febr. um llkbrennur. Svo langt er síðan að farið var að hreyfa því mali opinberlega af læknastéttinni hjá þeirri þjóð, er við höf- um mest santan við að sælda, og er nú komið í bezta horf hja þeim. Þar geta menn fengið vissu fyrir ( lifanda llfi, að Kkamir þeirra verði, ef þeir óska þess, brenndir á nokkrum mfnútum til ösku f stað þess að eiga á hættu, að þeir geti eitrað loptið og jarðveginn og stytt mörg- um mönnum aldur. Þetta er mjög mikil framför. Hér á landi heyri eg þessu eigi hreyft, og það hefur verið eðlilegt, að því leyti, að likbrennuofnar (krematoria) eru nokkuð dýrir1). En eptir því sem oss fer fram í öðrum efnum, virðistsem kom- inn væri tínii til, að koma á fót ltkbrenn- um í Reykjavík, svo að þeir sent óska þess hér á landi að verða brenndir, þyrítu eigi að seilast til þess til Danmerkurmeð miklum kostnaöi. Kostnaður yrði ntikill við það, að koma upp tfmahæfum lfk- brennuolni. En nteð frj tlsum samskotum yrði það eigi ókleyft. Vera má, að ein- hver kaupmaðttr vilji reisa sér þann minn- isvarða, að koma honum upp. Eigi er óhtigsandi, að alþingi og stjórn styðji fyrirtækið. Heiðruðu landar, kontið sem fyrst á líkbrennunt hér á landi. Læ kn i r. Frá ófriðnum hafa borizt þær fréttir, að Japanar hafa tekið bæinn Tieling (sbr. síðasta tölubl.), en Kuropatkin slapp úr greipum þeirra norður til Harbin, og búast Rússar þar fyrir til varnar. Ókunnugt er enn um mannfall í þessum síðasta hildarleik, en hefur verið afartnikið á báða bóga, og þó miklu meira af Rússum. Frétzt befur að Kuropatkin hafi nú látið af herstjórn, og sé kvaddur heitn til Rússlands. Nán- ari fréttir í næsta baði. Maður hengdi big hér I bænum á laugardaginn var (25. f. m.). Hann hét Pétur Grímsson, kom- inn um eða yfir sextugt, kvæntur maður og á uppkomin börn. Hann verðurjarð- sunginn á niorgun. 1) í septembermánuði 1873 gerði Gorini, ítalskurlækniríLodi, tilraun til þess að brenna ýmsa hluti af líkama manns i efnablöndu nokkurri. Margir visindamenn voru við. Jafnskjótt sem líkamsparturinn snart vökv- ann, logaði ltann allur í björtu báli, og á 20 mínútum var hantt 'orunninn til ösku. Því fylgdi ekkert óþægilegt snark, né nokk- ur lykt. Þessi ofn læknisins var úr vana- legum múrsteini, deiglan úr leir og kynt með kóks. Beztu þakkir til allra, sem sýnt hafa okkur hluttekningu við lát og jarðarför barnsins okkar. Sæm. Bjai nhóðinsson Chr. Bjarnhéðinsson. Hér með tilkynnist viintm og vanda- mönnttm nær og fjær, að min hjart- kæra ciginkona Þóra Bjarnadóttir andaðist í dag (27. marz) eptir langa legn. Jarðarförin fer frant frá lieimili inínti, Nýiendugötu 8, iiinn 5. apríl ki. 11V» f. m. Keykjavík 27. marz 1905. Ivar Helgason. Hémieð apturkallast uppboð a ‘/2 húseigninni nr. I á Lindargötu, setn átti að fara frant í síðasta skipti 7. n. nt Bæjarfógetinn í Reykjavík, 30. ntarz 1905. Halldór Daníelsson. Skiptafundur verður haldinn laugardaginn 8. apríl þ. á. á hád. á bæjarþingstofunni í þrotabúi Casper Hertervigs gosdrykkja- bruggara hér í bænutn til að ræða og gera ákvörðun nni sölu á eignum búsins, kosning innbeimtumanns o. fl. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 30. marz 1905 Halldór Danielsson. Hið alþekkta, góða norska Mustads margarine er ágætisv.ira. Guðm. Olsen. Tvennar kembíngarvélar af nýrri gerð V4 & 8/4 eru til sölu, önnur einkum löguð fyrir stórgerða ull, og hin sérstaklega fyrir smágerða úll, ennfremur undirbúningsvél (ullartætir), allar f brúk- legu ásigkomulagi og mjötr ódýrar. Ull verðttr tekin í skiptum. Tilboð merkt »Dan 849« sendist Attg. J. Wollf & C° A1111. Bnr. Kjöhenhavn. Bezt kaup Skófatnaði í Aðaistræti 10. --- —— ----- , . ___ Regnkápur i| Höfuðfötl: Stærsta og ódýrasta úrval á íslandi. ‘ * C, & L. Lárusson j; Þingholtsstræti 4. J; ■<♦•♦•♦•♦•♦•♦:•:♦•♦•♦•♦•♦•♦» i Nýtt myndablað, til skemtunar og fróðleiks (( líku sniði og »Sunnanfari« áðúr, én mikllim mun stærra) byrjar að koma út í Rvík. í apríl þ. á. Mánaðarbiað. Verð: 2 kr. 50 au. Rit- stjóri : Þorst. Gíslason, Suðurgötu 13. Utsölumenn óskast til og frá um land. yfir bókasfn Jóns rekt- ors Þorkelssonar, fæst á afgreiðslustofu Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.