Þjóðólfur - 07.04.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.04.1905, Blaðsíða 2
62 inum málmefni, er llkjast þótti gulli, og fullyrti að minnsta kosti einn maður, er þar kom að (ísl. maður frá Ameríku, van- ur gullgreptri í Klondyke) að þetta væri gull. Þetta var á föstudaginn. Stðan hafa reynd verið nokkur sýnishorn, en lengi var það mjög á reiki, hvort nokk- urt gull væri í þeim eða ekki. Einn dag- inn var sagt, að þetta væri að eins brenni- steinskls, svo varð það aptur að gulli og svo að kopar, og það er víst, að hann hefur fundizt í nokkrum sýnishornum, en sfðast eptir rannsóknum í gær og fyrra- dag er loks fulíyrt, að í einu sýnishorni sé vafalaust — gull, einhver vottur að minnsta kosti, en með því að það er svo lftið, sem til rannsóknar hefur orðið haft enn, er nauðsynlegt að ná meiru úr hol- unni, en til þess vanta góð tæki. En vitanlega verður það reynt til hlítar og gengið úr skugga um á einhvern hátt, hvort hér sé um nokkra námu að ræða eða svo mikið af gulli, að viðlit sé að léggja í nokkurn kostnað til að vinna það. Því miður er allhætt við, að svo sé ekki, og óþarft. að gera sér miklar vonir um gullfund þennan að svo stöddu, eða óttast það, að Reykjavík fyllist af erlendum gullsjúkum óþjóðalýð, er hing- að flykkist við þessar fréttir. Island verð- ur naumast önnur Kalifornía við þessi örlitlu gullkorn, sem enn hafa verið dreg- in upp úr Eskihliðarmýrinni. En vel getur þetta orðið meira en þyturinn einn. Bæjarstjórnin mun hugsa sér að taka mál þetta til meðferðar bráðlega, og þá líklegast helzt í þá átt, að afhenda dálítinn blett kringum holuna tií eignar og umráða fyrir þá, er hefjast vilja handa að grafa eptir gullinu á eigin ábyrgð. En vitanlega verður sá blettur ekki stærri en svo, að bæinn munaði ekkert um hann, ef um nokkra námu væri annars að tala. En auðvitað verður ekkert afráðið um þetta, fyr en fengnar eru áþreifanlegri sannanir, en enn eru kornnar fyrir því, að hér sé um meira en »humbug« eitt að ræða, því að enn verður ekki mikið byggt á rannsóknum þeim, sem gerðar hafa verið, að minnsta kosti ’ekki til sönn- unar því, hvort tilvinnandi sé að reyna að ná þessu Eskihlíðargulli. ,,DraugafélagiO“ er kallað manna á meðal nýtt felag, sem stofnað er hér í bænum til að »leita frétta af framliðnum« eða til þess að eiga »viðtal við framliðna«, eins og eitt blað hér í bænum hefur orðað það, og talið réttasta(I) þýðingu á útlenda orðinu »spiri- tismus«. Er það feikilega hrifið af þess- ari »mikilsháttar nýung«, og kveður það vott um menntunarleysi og vitfirringshátt, ef íslenzka þjóðin viðurkenni ekki ágæti þessa félagsskapar og ryðst ekki í hópum í þetta »draugafélag«. En því fer nú betur, að svo einfaldur og hjátrúarfullur er ekki allur þorri manna, að nokkurvon sé til þess, að þetta »viðtalshumbug við framliðna« festi hér nokkrar rætur, enda væri illa farið, ef svo yrði, því að önnur alvarlegri og nytsamlegri viðfangsefni eru hér fyrir hendi, heldur en andatrúarhé- góminn, sem að eins er sprottinn af sjúku og hálftrufluðu ímyndunarafli. Það eru engar minnstu líkur til þess, að hinar leyndu gátur tilverunnar bæði hérna meg- inn og fyrir handan gröf og dauða verði nokkru sinni ráðnar með slíkum hégóma, ekki einu sinni fengin nokkur bending urn það, hvernig umhorfs sé hinumeginn, eða nein sönnun fyrir nokkurri persónulegri tilveru eptir dauðann, ekki svipað því. Þetta sem »spiritístar« þykjast fá fregnir um frá öndum framliðinna, eru annaðhvort brellur einar eða sjónhverf- ingar af þeirra hálfu, sem forstöðu veita þessum tilraunum eða þá eintómur hé- gómi, sem ekkert er að rnarka, fólginn í því, að menn eru tindir dáleiðsluáhrifum og allri dómgreind sviptir. Þetta svo- kallaða »viðtal við framliðna« er ekkert annað en eldgömul hjátrú og hindurvitni, drauga- eða apturgöngutrúin gamla, klædd í nýmóðins gerfi og gerð að einskonar fræðigrein, sem á útlendu máli nefnist »spiritismus«, á íslenzku: andatrú, sem er »fínna« nafn en »draugatrú«, en í sjálfu sér eitt og hið sama. Eins og menn áð- ur trúðu því að vekja mætti upp dauða menn, eins trúa »spiritistar« því, að þeir geti »kallað fram« anda framliðinna, og verður þar mjótt á milli. Það er að eins dálítið ffnna að »kalla fram« andana, en að »vekja upp«, en í sjálfu sér alveg samskonar bábilja. Þessvegna er það svo ofurskiljanlegt, að ýmsar kynjasögur um reglulegar »uppvakningar« o. fl. hafi borizt út um þetta nýja félag. Mætti segja margt skoplegt af því tagi, en auð- vitað er flest af þeim sögum tilhæfulaust, þótt sízt sé fyrir að synja, hvað hjartveik- ir og einfaldir menn geta tekið fyrir. En undarlegt er samt, ef satt væri, að í villu leiðist jafnvel »útvaldir«, t. d. trúaðir og hálærðir guðfræðingar, er samkvæmt kenn- ingu kirkjunnar hljóta að fordæma allar tilraunir til að leita frétta af framliðnum. Það tekur enginn til þess, þótt í þetta flækist »hysteriskt« kvennfólk og sálar- veiklaðir karlmenn með taugaslikju eða menn, sem í stað kristilegrar trúar eru fullir hjátrúar og hindurvitna. Það er svo ofureðlilegt og liggur meira að segja svo beint við fyrir allt þess háttar fólk. Bæjarbúar hafa væntanlega fræðzt svo mikið af fyrirlestrum þeim um »spiritis- mus«, er hér hafa verið haldnir nýlega, að óþarft mun að lýsa honum hér nánar. En að því er sérstaklega snertir viðtalið ,við hina framliðnu í hinu nýja »Drauga- félagi«, þá er víst óhætt að fullyrða, að sá verður engu fróðari um þetta eða ann- að líf, sem í það félag gengur. En hann getur átt á hættu að bfða tjón á heil- brigðri skynsemi sinni, þegar hann er kominn í keðjuna, borðið farið að dansa og andarnir farnir að skrifa með blýanti, sem ekki hreyfist(l) eða tala með því að berja borðfætinum niður í gólfið svo og svo opt! Fyrstu ávextirnir af þessu nýja drauga- trúarfargani hér kvað vera þeir, að menn þykjast farnir að sjá ýmsa látna heiðurs- menn vera að spígspora hér á götunum(!!), þegar rökkva tekur. Og það á að vera af því, að þeim hafi ekki orðið »komið niður«(I!) aptur. Þessi hjátrúarheimska get- ur borizt eins og næm sýki mann frá manni. Það er því ekki að eins stór- flónska heldurmikill ábyrgðarhluti að gera mikið úr þessum reykvíska andatrúarhé- góma, og hæla honum á hvert reipi til að reyna að æra fólkið, eins og sumir blaðstjórar hér hafa leyft sér ao gera. Þótt þeir séu sjálfir fullir hjátrúar og hindurvitna, þá ættu þeir að hafa vit á því, að gera ekki aðra sér enn vitlausari. Til ,,Þjóðviljans“. I io. nr. Þjóðviljan6 þ. á. stendur grein sem byrjar þannig : „Fiskiskipið „Nelson", eign Leonh. Tang’s verzlunar á fsafirði, reyndist í svo bágu á- standi, að það fékkst eigi vátryggt, og gat því eigi farið til fiskiveiða, fremur en „Shell- ey", skip sömu verzlunar, er einnig var met- ið ósjófært, eins og getið var í síðasta nr. blaðs vors. — Menn þeir, er komu til skipa þessara með „Tryggva kongi", hafa því ráð- izt á önnur skip''. í sömu grein eignar ritstj. mér „pistil frá ísafirði" er birtist í Þjóðólfi io. febr. síðastl. Ut af þessu og ýmsum fleiri umsögnum blaðsins um mig og útveg Tangs-verzlunar, sendi eg ritstjóranum hinn 26. f. m. svo- hljóðandi: leíðrétting. Herra ritstjóri 1 Þér hafið nýlega eignað mér grein frá ísafirði, sem stóð í „Þjóðólfi" eptir „ísfirð- ing“. — Þetta er ekki nýtt, því það má heita svo, að þér undantekningarlaust hafið eignað mér allar þær greinar úr Isafiarðar- sýslu, sem birzt hafa á seinni árum f blöð- um og sem að einhverju leyti hafa snert yður. Jafnvel þótt það nú skipti minnstu, eptir hvern greinar þessar eiu - að eins að inni- hald þeirra sé rétt og satt — þá finn eg þó ástæðu til, f eitt skipti fyrir öll að lýsa því yfir, að eg hef alls ekki skrifað og á engan þátt í flestum af þeim greinum, sem þér hafið eignað mér, og engan hinna svonefndu pistla hef eg skrifað. Eg væri nú ekki að ónáða yður með þetta, ef það væri ekki annað, sem eg einn- ig þyrfti að biðja yður að leiðrétta f blaði yðar, en það er umsögn blaðs yðar um „óhöpp" þau, er útvegur Tangs-verzlunar á að hafa orðið fyrir. Tangs-verzlun á að eins 2 þorskveiðaskip hér, og lítinn part í hinu þriðja. Skip þessi, „Haraldur" og „Nelson" voru umyrðalaust tekin í ábyrgðarfélagið hér þegar búið var að skoða og virða þau*) og setja 2 planka- búta í „Nelson", sem gera átti hvort sem var. Þau eru virt bæði á c. 26 þús. krónur, og sést á þvf, að það eru góð skip. Þessi skip lögðu út fyrripart marzmánaðar. — Það er þannig rangt sem stendur í blaði yðar, að „útvegur Tangs-verzlunar" hafi orðið fyrir nokkrum tilfinnanlegum hnekki. Hvað viðvíkur skipinu „Charley", sem Tangs-verzlun á að eins lítinn part f, þá skal eg leyfa mér að geta þess í sambandi við hið framangreinda, að skip þetta hefur aldrei verið metið ósjófært. Það var skoð- að í haust af skoðunar- og virðingarmönn- nm ábyrgðarfélagsins hér, og var síðan gert við skipið í vetur það og meira en menn þessir áskildu, að gert væri við það, svo það gæti „talizt f góðu eða for- svaranlegu standi til þess að fara héðan á sama tímaogönnurskip til f i s k i ve i ð a'*. (Undirstrikað af J. L.). :— Þar sem nú ekkert varð að skipinu í vetr- arlagi, þá furðar margan á því, að hinir sömu menn, sem kveðið hafa upp fyrnefnd- an úrskurð, skuli nú banna skipinu að fara út á vetrarvertíð. Sjálfur átti eg skipið, sem strandaði á Skerjafirði og þykist eg vita að þér vor- kennið mér tjón þetta, einkum ef ábyrgðar- félagið ekki bætir mér þann skaða, sem eg þannig hef orðið fyrir. Hið framangreinda óska eg að þér birtið í blaði yðar sem fyrst. p. t. Reykjavík »s/3 1905. Jón Laxdal. I 14. tölubl. „ Þjóðviljans" þ. á., sem barst hingað í gær, segir nú ritstjórinn, að hann finni ekki ástæðu til þess, að taka framan- skráða grein, af því hún leiðrétti „alls ekk- ert af því sem í „Þjóðv." hafi staðið" og hreytir í mig um ieið ýmsum ónotum svona upp á gamlan kunningsskap. Eg ætla nú að láta aðra dæma um hvað satt og rétt er í þessu, en það kom mér alls ekki á óvart, þótt ritstjórinn tæri svona að því. Mér finnst sjálfum leiðréttingin einkar hógvær, og því engin ástæða til að neita henni upptöku í „Þjóðv.", en það eru sum dýr þannig gerð, að því betri og vina- legri sem maður er við þau, því grimmari verða þau. Gleðin og ánægjan yfir meintum óhöpp- um Tangs-verzlunar var of mikil til þess að verða að engu. Það hefur sviðið. *) Það er auðvitað ekki hægt að fá skip í ábyrgð neins félags, nema það sé skoðað áður J. L. Skúli er sá eini einasti maður, sem frá því fyrsta að fundum okkar bar saman, hef- ur reynt til að rægja og ófrægja mig á all- ar lundir, af því eg vildi ekki strax dansa eptir hans pípu. Fleiri hafa einnig orðið fyrir þessu af honum, en verði honum að góðu. Hundarnir, sem standa við veginn til þess að gelta og urra framan í alla þá er fram hjá ganga, eru opt ekki þess verðir, að sparkað sé í þá. p. t. Rvík 5. apríl 1905. Jón Laxdal. Mannalát. Hinn 18. febr. síðastl. andaðist úr lungnabólgu Þórður Svein- björnsson bóndi í Tungu í Staðarsveit nál. 71 árs að aldri, fæddur 20. febr. 1834 á Indriðastöðum í Skorradal. Voru for- eldrar hans Sveinbjörn Sveinbjörnsson, síðar prestur á Staðarhrauni (-þ 1869) bróð- ir Þórðar háyfirdómara og Rannveig Vig- fúsdóttir sýslumanns á Hlíðaiflhda Þórar- inssonar. Bar Þórður nafn föðurbróður síns. Var hann kvæntur Guðrúnu Gísla- dóttur frá Hraunhöfn í Staðarsveit, og er hún Iátin fyrir 25 árum. Áttu þau sam- an 9 börn og eru 6 þeirra á lífi: Steinsa kona Kára bónda Loptssonar í Lambhaga í Mosfellssveit, Rannveig kona Kristjáns Magnússonar á Korpúlfsstöðum, Steinunn ógipt, Ásdís gipt 1 Ameríku, Sigríður ógipt og Bogi snikkari í Reykjavík. Þóiður heit. var vel greindur maður, fjörmaður og hraustmenni, mjög vel látinn, og hafði á fyrri árum allmikil afskipti af sveitar- stjórn. Bjó hann alllengi í Hrútsholti í Eyjahrepp og sfðar í Tungu í Staðarsveit. Hann var um tfma f latínuskólanum, en fór þaðan »pereatsárið« 1850, og kom þangað ekki aptur. Ráðsmannssýslaiiin við holdsveikraspítalann f Laugarnesi er veitt frá 14. maí næstk. Hermanni Jón- assyni alþm. á Þingeyrum. Auk hans sóttu yfir 40. Aðalmáltól Valtýinga eng- ist sundur og sainan eins og ánamaokur út af því, að sýslan þessari skyldi ekki vera snarað í einhvern forhertan Val- týing, og skammar vitanlega ráðherrann fyrir þá óhæfu(!), enda þótt allir viti, að hann hefur engin afskipti af þessari veit- ingu, heldur er það yfirstjórn spítalans ein (amtmaður, landlæknir og héraðslækn- ir), sem manninn skipar. En máltólinu fer eins og uppskafningi þeim, er hrepp- stjórinn lét hýða, en stóð samt fast á því, að presturinn hefði gert það, af því að mannræflinum þótti það meira í munni. Drjúga velði fékk varðskipið »Hekla« fyrir skömmu, er það náði 4 enskum botnverplum við veiðar í landhelgi nálægt Vestmanneyjum. 3 þeirra tók hún 28. f. m. og voru þeir sektaðir í Vestmanneyjum, einn um 20 £ (360 kr.), en hinir tveir um 60 £ (1080 kr.) hvor. Hinn 4. tók hún 1. þ. m. og var hann sektaður um 80 £ (1440 kr.). Hafa þá sektir þessar alls numið 3960 kr. Afli og veiðarfæri mun og hafa verið gert upptækt á 3 þessara skipa. Veltt prestakall. Hruni er veittur séra Kjartani prófasti Helgasyni í Hvammi í Hvammssveit, sam- kvæmt yfirlýstum vilja sóknarnefndar. Aðrir sóttu ekki. í kjðri um Stokkseyrarprestakall eru: séra Helgi Árnason í Ólafsvík, séra Páll Stephensen á Melgraseyri og cand. Gísli Skúlason. Settur málaflutningsmaOur við landsyfirréttinn er cand. jur. Guð- mundur Eggerz.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.