Þjóðólfur


Þjóðólfur - 26.05.1905, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 26.05.1905, Qupperneq 1
ÞJÓÐÓLFUR. 57. árg. Reykjavík, föstudaginn 26. maí 1905. Jti 22. Verzlunin „EDINB0RG“ í Reykjavík, Akranesi og Keflavík kaupir í ár eins og að undanfnörnu vel verkaðan saltfisk: Þorsk, smáfisk og ÍSU, og borgar hann hæsta verði með peningum út í hönd. Sundmaga vel verkaðan, kaupir verzlunin einnig hæsta verði, og borgar með peningum út í hönd. Verzlunin er ávallt birg af alskonar nauðsynjavörum, sem hún selur lægsta verði gegn peningum út í hönd. Ásgeir Sigurðsson. Yfirrétturinn Og ísafold. 22. ág. f. á. lét landsyfirréttur neðan- prentaðan dóm frá sér fara • „Ar 1904, mánudaginn hinn 22. ágústmán- aðar, var í landsyfirdóminum f málinu nr. 44, 1903: Etnat Hjörlei/sson gegn Ldrusi H. Bjarnason kveðinn upp svofelldur d ó m u r : í rnáli þessu, sem höfðað var í héraði af sýslumanni Lárusi H. Bjarnason gegn rit- stjóra Einari Hjörleifssyni út af meiðyrðum í grein einni með fyrirsögninni: „Lárus skiptir búi“, er stóð í 6. tbl. XXVIII. ár- gangs blaðsins „ísafoldar", útkomnu 28. ágúst 1901, var dómur uppkveðinn í auka- rétti Akureyrarkaupstaðar 21. apríl 1903 á þá leið, að átalin orð og ummæli greinarinnar voru dæmd dauð og marklaus, og að rit- stjóri Einar Hjörleifsson var dæmdur í 50 kr. sekt til landsjóðs fyrir þau, eða til vara til að sæta 15 daga einföldu fangelsi, ef sektin eigi öli greiddist innan ákveðins tíma, svo skyldi hann og greiða 12 kr. í máls- kostnað. — Þessum dómi hefir ritstjóri Ein- ar Hjörleifsson skotið til yfirdómsins með stefnu, útgefinni 26. sept. f. á., og hefur hann fengið konungsleyfi til að leggja fram ný skjöl og skilríki í málinu; hann hefur nú gert þær réttarkröfur, að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt þannig, að áfrýjandi verði dæmdur alsýkn í málinu, og að Lárus H. Bjarnason verði dæmdur til að greiða málskostnað fyrir báðum réttum. Af sinni hálfu hefur stefndi, sýslumaður Lárus H. Bjarnason, krafizt þess, að héraðs- dómurinn verði staðfestur, og að honum verði tildæmdur hæfilegur málskostnaður fyrir yfirdómi. 1 áminnstri grein í blaðinu „Ísafold" er meðferð stefnda sem skiptaráðanda í dánar- búi einu gerð að umtalsefni á þann hátt, að hann hefur talið það ærumeiðandi fyrir sig. Ummæli þau í greininni, sem héraðs- dómurinn hefur talið meiðandi og dæmt ómerk — en þau ein koma nú til álita fyrir yfirdómi —- eru þessi: „að fletta ofan af at- ferli hans (3: stefnda) sem skiptaráðanda í dánarbúi fyrirrennara hans í embættinu". „Að hann, skiptaráðandinn sjálfur, mundi fara að hafa af*) búinu". „Meðan óséð var, hverjar ráðstafanir þeir læknir og prest- ur gerðu til þess, að afla sér húsnæðis, dró sýslumaður málið á langinn, þóttist að sönnu astla að kaupa húsið, en vera neyddur til að fresta kaupunum fyrir peningaþröng, og gerði auðvitað enga gangskör að því að fá annan kaupanda. — En þegar þessir em- bættismenn, læknirinn og presturinn, höfðu ráðið af að reisa sér hús sjálfir, lét sýslu- maður það loks uppi á skiptafundi í búinu, að ekkert boð hefði komið í húseignina"; „að hann (sýslumaður) hafi fengið hrundið frá atkvæðagreiðslu um málið einum af um- boðsmönnum þeirra, er að búinu stóðu, lík- lega vegna vitneskju um, að sá umboðs- maður væri sér andvígur", og „þó að ótrú- legt sé, fékk hann hina umboðsmennina, tvo borgara f Stykkishólmi, til þess að fa.ll- ast á þessa kröfu sína. Það er nokkur bending, og hún ekki sem fegurst, um á- standið þar vestra" ; „út af þessu, að hann getur ekki svipt búið 1000 kr., verður Lárus svo æfur"; „f stað þess rær hann ö11- um árum að því, að búið missi 1000 krónur"*). „Fyrir þetta hellir nú Lárus yfir hann ókvæðisorðum í hverri Þjóðólfs- greininni eptir aðra, -- fyrir það, að pró- fastur hefur ekki viljað hylma yfir atferli hans, jafn óskaplegt og það hefur verið", og „ekki lætur troða réttlætið undirfótum"; og „að fá Lárus rekinn frá embætti fyrir þessar aðfarir"; og „að hann hafi ekki ástæðu til að óttast núverandi yfirboðara sína. Það talast væntanlega svo til rnilli hans og þeirra, að engin hætta er á rekistefnu, þó að eitt- hvað kunni að koma upp úr kafinu, sem blaðamönnum og öðrum embættisleysingj- um kann að þykja kynlegt". Þessi ummæli greinarinnar, sem hér hafa verið tilgreind, miða að því, og eiga að rétt- lætast við það, að stefndi hafi sem skipta- ráðandi í áður áminnstu dánarbúi lagt kapp á það, að fá keypta húseign búsins fyrir 7000 kr., þótt í hana hafi verið boðið frá annars hálfu 8000 kr. Það virðist og nægi- lega sannað með gögnum þeim, sem fram eru komin í málinu, að stefndi hafi lagt kapp á þetta, bæði meðan hann enn var skiptaráðandi búsins*) og eink- anlega eptir að hann vék sæti sem skipta- ráðandi f því, enda lýsti hann þá húsinu svo, að það væri í laklegu ástandi og eigi einu sinni 7000 kr. virði, sbr. b r éf h a n s til Thomsens kaupmanns 9. ágúst 1 8 9 6*). — Af bréfi yfirboðara hans, a m t- mannsins í Vesturamtinu, dags. 6. oktbr.*) 1896, sést, að amtmanni hefur verið þetta kunnugt, að honum hefur mis- lfkað það, og að hann hefur álitið þetta at- ferli rangt. Amtmaður kemst þar meðal annars svo að orði: „Það er merkilegt, að L. B. (stefndi) skuli ekki finna til þess, að hann sem skiptaráðandi á fyrst og frernst að líta á hagsmuni bús þess, sem hann hef- ur til meðferðar; í stað þess rær hann öli- um árum að þvf, að búið missi 1000 kr." I grein þeirri, sem er sakarefni, er nú þessi meðferð stefnda á búinu átalin, og verður eigi með tilliti til þess, sem fram er komið f málinu Iútandi að henni, álitið, að greinin sé í heild sinni of-nærgöngul stefnda, eða*) að öll hin átöldu ummæli verði talin meiðandi fyrir hann, svo að við lög varði. Þessi ein ummæli greinarinnar þykja svo móðgandi og meiðandi fyrir stefnda, að áfrýjandi verður að sæta ábyrgð fyrir þau: „Fyrir þetta hellir nú Lárus (stefndi) yfir hann ókvæðisorðum f hverri Þjóðólfsgrein- inni eptir aðra, fyrir það, að prófastur hef- ur ekki viljað hylma yfir atferli hans, jafnóskaplegt og það hefur verið", og ef hann (d: amtmaður), liefði gert gang- skör að því, að fá Lárus rekinn frá embætti fyrir þessar aðfarir". Og með því að þessi urnmæli hafa eigi verið nægilega réttlætt, verður að ómerkja þau, og dæma áfrýjanda f sekt fyrir þau. Þykir sektin hæfilega á- kveðin eptir2i9. gr. almennra hegningarlaga *) Auðkennt af höf. 25. júní 1869 30 kr., er renni f landsjóð, og komi í stað hennar 8 daga einfalt fangelsi, ef hún greiðist ekki öll innan ákveðins tíma. Um málskostnað í héraði skal bæjar- þingsdómurinn vera óraskaður. Eptir þess- um úrslitum sakarinnar vetður áfrýjandi og að greiða málskostnað fyrir yfirdómi, sem ákveðst 15 kr. Því dæmist rétt vera: Hin framangreindu ummæli skulu vera dauð og ómerk. Afrýjandi, Einar ritstjóri Hjörleifsson, greiði 30 króna sekt til land- sjóðs, eða sæti einföldu faugelsi í 8 — átta — daga, ef sektin eigi öll greiðist innan ákveðins tfma. Um málskostnað í héraði skal bæjarþingsdómurinn vera óraskaður, og skal áfrýjandi einnig greiða málskostnað fyrir yfirdómi, að upphæð 15 kr. Dómi þessum skal fullnægja, áður liðnar séu 8 vikur frá lögbirtingu hans að viðlagðri aðför að Iögum. L. E. Sveinbjörnsson. Rétta útskrift staðfestir Reykjavfk 24. ágúst 1904 Jón Jensson. Það sézt á dóminum sjálfum, að héraðs- dómarinn, þáverandi bæjarfógeti á Akur- eyri, Klemens landritari Jónsson, hafði litið öðruvísi á málið. Héraðsdómarinn segir í forsendunum, að skjöl þau, er Ein- ar Hjörieifsson hafði lagt fram sér til af- i bötunar, beri einmitt vott um, að „hann 1 (o: L. H. B.) telur sig hafa löglegt tilkall til þess að fá húsið fyrir hið framboðna verð og að hann hefur pvi eigi viljað af- sala sér þeim rétti, er hann þóttist hafa lengið". Yfirdótnurinn, eða réttara sagt meiri hluti1) hans, kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að það sé vítalaust að segja, að eg hafi viljað »hafa af búinu", og að eg hafi róið „öllum árum að þvf að búið missi 1000 kr.“. Þessa merkilegu ályktun byggir yfirdómurinn á prívatbréfi mínu til Thomsens heitins kaupmanns 9. ágúst 1896 og á privatbrífi Júlíusar amtmanns Hav- steens 6. okt. 1896 til séra Sig. Gunnars- sonar. Bréfið til Thomsen. Stykkishólmi 9. ágúst 1896. Háttvirti herra kaupmaður. Jón yfirdómari Jensson hefur meðjprfvat- bréfi dags. 31. f. m., tjáð mér að yður Ieiki nokkur hugur á húseign dánarbús Sig- 1) Eg hefi fyrir satt, að L. E. Svbj. hafi ekki verið meðdómendum sínum samþykkur ' um dómsúrslitin. Höf. urðar sýslumanns Jónssonar hér í Stykkis- hólmi, og hefur yfirdómarinn jafnframt getið þess, að þér vilduð eigi keppa við mig um húsið fram úr 8000 kr., og þakka eg yður þá góðvild. Enda þótt eg nú engan veginn þurfi að taka þetta boð til greina, þar sem það i° eigi er komið frá yður sjálfum, né heldur umboðs- manni yðar. 20 er innifalið f prívatbréfi óvið- komandi manns og 3° og ekki sízt er komið eptir dúk og disk, sbr. 1. blað þessa árgangs Isafoldar, er eg leyfi mér að leggja hér með, þá skal eg þó, fyrir gamallar góðvildarsakir, leyfa mér að svara bæði því, er eðlilega má ætla um að sé borið fram fyrir yðar hönd af yfirdómaranum, sem að vísu að vitund skiptaráðandans hér í sýslu eigi hefur nokk- urt umboð til að ráðstafa húseigninni né öðrum eignum búsins. 23. dag. nóvbrm. f. á. var haldinn skipta- fundur í dánarbúi Sigurðar sýslumanns og ákvað fundurinn þá meðal annars „að enn skyldi fresta sölu á húsinu með sama móti og fyr, þannig að húsið yrði boð- ið fram í Isafold fyrir minnst 7000 kr., og skyldu boðin komin til skiptaráðanda fyrir lok næstkomandi aprflmánaðar, en fengist ! eigi 7000 kr. boð í húsið, skyldi það seit á uppboði innan loka júlímánaðar þ. á." 17. aprfl þ. á. skrifaði eg væntanlegum skiptafundi f búinu á þessa leið: „Eg undirskrifaður býðst til að kaupa húseign Sigurðar sýslumanns Jónssonar f Stykkishólmi ásamt geymsluhúsi og öllu múr- og naglföstu, ytri gluggum og öðru, er eigninni hefur fylgt fyrir 7000 — sjö þúsund — kr. en ekki stendur þetta boð mitt lengur en til næsta skiptafundar". Sfðan var skiptafundur boðaður í Isafold með auglýsingu, dags. n.júnl þ. á.; skyldi fundurinn haldinn 24. þ. m. og húsið þá meðal annars selt. Eptir þessu þykist eg hafa ótvíræðan rétt til að eignast húsið, og leigurétt á því hef eg, samkvæmt skiptafnndarsamþykkt 23. febr. 1895. Er því spurningin nú, hvort eg á að s 1 e p p a hvortveggja kaupréttinum og leiguréttinum, og þykist eg vita, að þér munuð til hvorugs ætlast, enda munuð þér vera vel húsaður, en eg húsnæðislaus að öðru leyti, og orðið of áliðið til að byggja í ár. Um allt þetta hefði yfirdómarinn get- að frætt yður. Loks skal eg, af þvf eg veit að þér annars vegar eruð húsinu ókunnur, en að þér hins vegar munuð hafa heyrt það gyllt af sumum, og þá helzt af mönnum, sem

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.