Þjóðólfur - 16.06.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.06.1905, Blaðsíða 2
io8 ÞJÓÐÓLFUR. hafa þeir fóstbræðurnir Einar og Björn þyrlað upp svo miklu ryki, að slíks eru varla dæmi. En nú hefur reynslan bein- línis fært oss heim sanninn, að þjóðrétt- indum vorum hefur ekki verið nein hætta búin af undirskript forsætisráðherrans, eins og heimastjórnarmenn hafa löngum haldið fram. Nú mætti ætla, að ritstjórinn og að minnsta kosti Jón yfirdómari Jensson hefðu með sjálfum sér kannast við, að þeir hefðu farið með hégómamál og reynt að láta þessar staðhæfingar fyrnast sem fyrst, en það er öðru nær. Þeir láta ekki sannfærast, og sannfærast aldrei. Ritstj. Isaf. er jafnvel svo blræfinn að halda því enn fram, að undirskrift forsætisráðherr- ans komi ennþá í bága við þjóðréttindi vor og beri vott um óskaplegt ístöðuleysi, eða þá sleikjuskap við Dani af hálfuráð- herra vors. Veslings ritstj. er orðinn svo blindaður af hatri til stjórnarinnar, að hann kærir sig kollóttan um sannleika og rétthermi. Þessi tvö hugtök eru þegar fyrir löngu gengin úr vistinni hjá »ísafold«. Ritstj. þekkir þau ekki, þótt þau komi upp í hendumar á honum. Það fer nú að verða næsta kátlegt, þegar Isafold er enn að bera ráðherranum á brýn afskipti hans af sýningunni. Það er þó á allra vitorði, að jafnskjótt og ráðherrann varð þess var, að menn vildu ekki að sýning þessi væri opinber þjóðsýning af hálfu landsmanna, gekk hann úr nefndinni til þess að taka af öll tvímæli um hvers eðl- is sýningin væri. En þessar aðgerðir hans finna heldur ekki náð fyrir augum ísafold- ar. Hún ætlast til, að ráðh. hefði farið að leggja fullveðja menri á kné sér, og segja þeim að hætta við sýninguna. Hann átti gagnvart mikilsmegandi Islandsvinum í Höfn, sem höfðu þegar haft töluvert fyrir sýningunni fyrirhuguðu, að sýna þá samkvæmni(l) að snúast öndverður gegn máli, sem hann hafði nýlega heitið stuðn- ingi. Vegur hans út á við og inn á við hefði að sjátfsögðu vaxið við það, að ætl- un ritstj. ísafoldar. Slik rassaköst getur ritstj. ísafoldar gert og hefur þegar gert optsinnis á æfinni, því að nú er svo kom- ið, að sanna má og sýna, að hann hefur á blaðamennskubraut sinni unnið öll þau afrek, sem sorpblaðaritstj. eru vanir að leggja fyrir sig — en ráðherra Islands eru þau ósamboðin. En ritstjórinn lætur ekki þar við lenda, Hann finnur að því, að ráðherrann hefur um leið og hann sagði sig úr Hafnarnefndinni tekið það fram, að hann geri það ekki af persónu- legum ástæðum og »honum sé sýningin ekki hót á móti skapi«, eins og ísafold kemst að orði. En sú goðgá, að ráðh. hefur komið fram sem kurteis og hátt- prúður maður gegn fyrverandi nefndar- mönnum sínum. ísafoldarritstj. segir, að ráðherrann hafi »sjálfsagt róið undir nefndina hér um að láta ekki undan«, þ. e. að leggja niður störf sín. Þetta eru tilhæfulaus ósannindi og stórmóðgandi gagnvart nefndinni, sem er skipuð fullveðja mönnum, er hvorki ritstj. ísafoldar eða aðrir hafa ástæðu til að drótta því að, að þeir láti einn eða neinn hafa sig í vasa sínum. Þá kastar nú samt tólfunum, þegar Isaf.- ritstj. fer að átelja það, að ráðh. brá sér utan til að leita álits stjórnarinnar um stjórnarfrumvörp þau, sem lögð skulu fyrir alþing í sumar. Vér töldum senni- legt, að Jón yfirdómari Jensson, sem ein- lægt hefur talað og ritað um íslenzka pólitík, eins og maður, sem er nýkominn út úr álfhól, hefði einn dirfsku til þess að bera slíkt á borð fyrir almenning, en viti menn, pólitiski aulaskapurinn hjá Isa- fold var einmitt hæfilega mikill, til þess að hún færi að éta þetta eptir yfirdómar- anum. Það er alveg eins og spekingar(l) þessir viti ekki, að við eigum hér á landi að búa við þingbundna konungsstjórn, og að ráðherrann er fulltrúi konungs, og verð- ur því að sjálfsögðu að leita álits hans í öllum mikilvægum málum, áður en hann getur sagt með vissu, hvernig þvf eða því máli muni reiða af. Með því að líta snöggvast í stjórnarskrá vora, hefðu þeir herrar þegar í stað getað gengið úr skugga um, að ráðh. verður að sjálfsögðu s a m- kvæmt stöðu sinni, að bera slík mál undir konung, áður en hann leggur þau fyrir þingið. Það má og minna á það, að áður þótti skynbærum mönnum það eitthvert mesta meinið við stjórnar- far vort, að konungsfulltrúi vissi opt ekki þegar á þing kom, hvernig stjórnin mundi taka í það og það mál — og nú ættum við að fara að velja ráðh. ákúrur fyrir það, að hann tekst ferð á hendur til þess að gegna beinni skyldu sinni sem fulltrúi konungs. Það er sjálfsagður einkaréttur konungs og konungsvaldsins alstaðar í heimi, þar sem þingbundin konungsstjórn er, að ráðherrarnir beri undir konung öll lagafrumvörp, er stjórnin flytur á þingi. Annað fyrirkornulag er óhugsanlegt. Það væri einkennilegur íslandsráðherra, sem leyfði sér að fara bak við konung, og léti eins og hann væri ekki til. En póli- tisku græningjamir í valtýska liðinu standa fast á því, að sá ráðherra hagaði sér eins og hann ætti að gera(l). Flónskan ríður ekki við einteyming, og samvizkusemin er ekki heldur reidd í þverpokunum, þeim meginn. Það er ekki nema illkvittni og get- sakir Isaf.ritstj., að ráðherrann telji sig mestu skipta að koma sér vel við Dani og Danastjórn. Hann telur það varða mestu, að stjórn sín verði landi og lýð til heilla og hamingju, og samvinnan milli íslenzku stjórnarinnar og dönsku stjórnarinnar fari sem bezt úr hendi. Vér höfum þá öruggu von, að þessi stefna hans verði að lokum þyngri á metunum en rógur og níð ofstækisfullra og heipt- arfullra andstæðinga, sem vilja ekki kannast við, að neinar aðgerðir hans séu nýtilegar. Kári. Hækkun bæjargjalda. Bæjarstjórnin hefur nú samið frumvarp um bæjargjöld í Reykjavík, er leggja á fyrir alþingi. Er þar farið fram á, að af öllum lóðum í lögsagnarumdæmi kaup- staðarins skuli greiða til bæjarsjóðs i°/o — einn af hverju hundraði — af virð- ingarverði lóðarinnar, þó ekki minna en nemi V4 eyri af feralin og ekki meir en 5 aurum af feralin. En undanskildar þessu gjaldi eru þær lóðir, sem greitt er árgjald af eða annað gjald eptir samn- ingi við bæjarstjórnina, svo og túnblettir þeir eða svæði, er bæjarstjórn hefur veitt stofnunum eða ýmsum mönnum án end- urgjalds að staðaldri eða um tiltekið ára- bil. Ennfremur skal greiða til bæjarsjóðs i °/oo — einn af hverju þúsundi — af virð- ingarverði allra húsa í lögsagnarumdæmi kaupstaðarins, hvort sem þau eru byggð úr steini, timbri, torfi eða öðru efni og hvort sem þau eru ætluð til íveru eða annars. Gjaldið af húseignunum á að greið- ast eptir brunabótarvirðingu þeirra. En þriggja manna nefnd á að virða lóðirnar til skatts og kýs bæjarstjórn einn þeirra, en hina tvo allir bæjarbúar, sem kosn- ingarrétt hafa til bæjarstjórnar. Skal virða lóðirnar til lóðargjalds á þann hátt að miða við það, er hver lóð húslausmundi ganga kaupum og sölum miðað við stærð og legu hennar og afstöðu við götur; skal sfðasta söluverð haft til hliðsjónar sé það Þetta er aðalinntak frumvarpsins og fer það fram á allstórvægilegar breyt- ingar á gildandi lögum 19. okt. 1877 um bæjargjöld í Reykjavík. Hinn bágborni efnahagur bæjarsjóðs veldur því, að frum- varp þetta kemur nú fram, og er auð- vitað mikil þörf á að rétta hann við að einhverju leyti. En það er eins og bæj- arsjóður sé sú botnlaus hít, að það sjái enga staðina, hversu miklu, sem í hann er ausið, og víst er um það, að þrátt fyrir stöðuga útsvarshækkun á hverju ári, er hagur bæjarins lakari en nokkurs ann- ars kauptúns á landinu, og þó óvíða gert jafnlítið að gagnlegum framkvæmdum í bæjarins þarfir, eða að minnsta kosti ber minna á slfku en víðast hvar annars- staðar. En þetta hlýtur að stafa af mið- ur góðri og miður heppilegri fjárhags- stjórn eða skorti á hagsýni. A almennum borgarafundi hér f bæn- um annað kvöld, eiga bæjarbúar að láta í ljósi álit sitt um þetta nýja frumvarp bæjarstjórnarinnar. Stórstúkuþing göðtemplara hefur verið haldið hér í bæ 6.—9. þ. m. Þingið var sett 6. þ. m. kl. 11. árdegis og byrjaði með guðsþjónustugerð. Pré- dikaði séra Jens Pálsson próf. í Görðum. A þinginu voru mættir 51 fulltrúar frá 39 stúkum, meðal þeirra má nefna: frú Margrét Magnúsdóttur á Stórólfshvoli, Helga Sveinsson bankaútibústjóra á ísa- firði, Ólaf G. Eyjólfsson kaupm. á Akur- eyri, Pétur Guðmundsson kennara á Eyr- arbakka, Isólf Pálsson organista á Stokks- eyri, sr. Arna Björnsson á Sauðárkrók, Guðm. Þorbjörnsson á Hvoli, Benedikt Sveinsson á Mjóafirði, séra Sig. Gunnars- son próf. í Stykkishólmi og Ág. Thor- steinson verzlunarstj. Siglufirði. Samþykkt var, að biðja alþingi um 4000 króna styrk á ári, næsta fjárhags- tímabil, til útbreiðslu bindindis, og af alefli að breiða út bindindiskenninguna, einkum þó að starfa meir að starfinu inn- byrðis en verið hefur. Aðflutningsbannsfrumvarpið var auð- vitað stærsta málið, sem lá fyrir þinginu. Það hafa opt verið skiptar skoðanir um það, hvort rétt væri að halda því fram, hvort nú þegar ætti að ætti að biðja um það. En nú urðu eigi svo skiptar skoð- anir um það. Það var í einu hljóði sam- þykkt að leggja slfkt frumvarp fyrir næsta alþingi. Þó voru gerðar nokkrar breyt- ingar á frnmvarpi því, er lagt var fyrir síðasta þing, en allar eru þær fremur smáar. Sú þeirra sem var stærst var að banna að flytja vín til altarisnotkunar. Það er nú mjög faríð að tfðkast um hinn siðaða heim, að áfengt vín er eigi notað við altarisgöngur né skriptir. Truarhreyf- ingin nú í vetur í Wales hefur og mjög stutt að því. Annað aðalmálið, sem lá fyrir, var hið svonefnda maltdrykkjamál, eða það hvort leyfa skyldi »Mörk Carlsberg« og því líka drykki, sem innihalda minna en 2V4 °/o áfengi. Strax í þingbyrjun var sett nefnd í málið, og tillögur hennar urðu síðan samþykktar, en þær eru aðallega fólgnar í því, að enginn góðtemplar eigi að drekka vafasama drykki, a ð fram- kvæmdarnefndin reyni að útvega áfengis- laust öl og a ð hún hafi gert það og birt stúkum innan árs og að þau um- mæli skoðist sem bann gegn öllum öðr- um öltegundum. Samkvæmt þessu var framkvæmd úrskurðar um »Mörk Carls- berg« frestað um eitt ár. í maltdrykkjum þeim, sem nú flytjast hingað er frá i°/0_2'/4 %, enþað er enginn efi á því að fá má áfengislaust öl. Væri það ef til vill gott fyrir Regluna, því þeir eru nokkrir góðtemplarnir, sem eru svo bjórelskir, að þeir vilja eigi öllausir vera. Þriðja málið, sem var — ekki eitt af stærstu málunum — eitt af heitustu mál- unum var um, hvort ritstjóri og eigandi að blaði mætti birta í því vínauglýsingar. Mál þetta hefur nú legið fyrir stór- stúkunni í 4 ár, svo nægilega undirbúið er það. Það er annars harla einkennilegt, að það skuli hafa valdið jafnmiklum rfg og raun hefur orðið á. Ekki ættu vín- fangaauglýsingar að vera svoddan keppi- kefli og það allra sízt fyrir góðtemplára. En það eru utanaðkomandi áhrif, er virðast hafa komist að í máli þessu, en það er alltaf óheppilegt og skaðlegt. Á þessu þingi hófst málið með fyrir- spurn. Þáð var hr. Pétur Zophóníasson ritstj., sem bar hana fram. Hann hefur annars staðið fremst í baráttunni gegn auglýsingunum. Stórtemplar hr. Þórður Thoroddsen bankagjaldkeri svaraði þannig: »Það er í eðli sínu og eptir anda Regl- unnar skuldbindingarbrot af góðtemplar, sem er ritstjóri og eigandi að blaði, tíma- riti eða öðru auglýsingamálgagni að birta í því auglýsingu eða auglýsingar um á- fengi*. Þessum úrskurði hans var áfrýjað undir stórstúkuna og hún samþykkti svohljóð- andi ályktun með öllum atkvæðum gegn 4: »Um leið og Stórstúkan álítur úrskurð Stórtemplars á rökum byggðan frestar hún framkvæmd hans þar til Stórstúku- þingið ákveður öðruvísi, og felur fram- kvæmdarnefndinni að fara þess á leit við alla blaðamenn hér á landi að þeir hætti að flytja vínauglýsingar í blöðum sínum, jafnframt sem henni er falið á hendur að biðja kaupmenn í Reykjavík að sýna málefni Góðtemplarreglunnar þá viður- kenning að hætta vínauglýsingum í blöð- unum«. Af þessum svörum má sjá, að stórstúk- an telur auglýsingarnar ólöglegar, en af sérstökum ástæðum vill eigi banna þær stranglega fyrst um sinn. Annars er vonandi að þær hætti af sjálfu sér. Það eru fleiri en Árni umboðsmaður í Höfðahólum, sem hafa verið óánægðir með lögin frá 1899. Það er einkum vín- salan á gufttskipunum, enda er það há- borin skömm að sjá, hvernig það gengur, og undarlegt að landstjórnin skuli eigi hafa gert gangskör að því að reyna að lappa þar upp á löghlýðnina. I þessu efni var samþykkt svohljóðandi tillaga frá hr. Indr. Einarssyni og hr. alþm. G. Björnssyni lækni: »Stórstúkan skorar á alþingi að binda styrk til flutninga og farþega báta með- fram ströndum og fjörðum íslands því skilyrði, að engin vínsala né vínveitingar til farþega og gesta fari fram í þeim, og að vínkjallari stóru skipanna sé forsigl- aður af lögreglustjóra eða umboðsmanni hans meðan þau liggja á höfnum«. Og ennfremur var samþykkt að skora á alþingi »að öðru leyti að fyrirbyggja að vín sé haft á nefndan hátt í neinum slíkum skipum, þótt eigi njóti þau opin- bers styrks.« Aptur var beint til land- stjórnarinnar áskorun um að hafa eptir- lit með að vínsölulögunum væri hlýtt. Á síðasta stórstúkuþingi var beint þeirri ósk til kirkjustjórnarinnar, að prest- arnir prédikuðu að minnsta kosti einu sinni á ári um bindindi. Kirkjustjórnin varð mjög vel við þeim tilmælum, og sendi út umburðarbréf til klerka um téð efni. Jafnframt og stórstúkan þakkaði kirkjustjórninni fyrir hinar góðu undir- tektir hennar undir málið, óskaði hún og væntist að slíkum prédikunum yrði hald- ið áfram. Auk þessara mála voru afgreidd fjöldi annara mála, einkum innanreglumál; af þeim má nefna t. d. að halda »Templar« áfram 1 sama formi og verið hefur. Út-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.