Þjóðólfur - 21.07.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 21.07.1905, Blaðsíða 2
13° ÞJÓÐÓLFUR. Nokkur orð enn um ritsímamálið. Þeim leiðist ekki stjórnféndablaðstjór- unum, að berja fram á móti betri vitund ósannindi sín um ritsímamálið, þrátt fyrir það, þótt búið sé (í Þjóðó'fi 27. tölubl ) að sýna með greinilegum reikningi, sem þeim ekki hefur dottið í hug að vefengja, að allt gaspur þeirra um hinn mikla verð- mun á loptritunartilboðinu og ritsímanum sé alveg úr lausu lopti gripið. Vitaskuld er varla að búast við, að rök eða réttir reikningar geti haft mikil áhrif á þessa herra, sem ekki hugsa um annað, en hvernig þeir geti bezt glapið mönnum sýn 1 svipinn, ef ske kynni, að þeir gætu fengið því áorkað, að þingið neiti f)ár- véiting til ritsímaus. En þó eg, sem bet- ur fer, álíti að lítil hætta sé á að þeim takist þetta, þá er samt eigi rétt, að láta þá mótmælalaust bera ósannindi sín fram fyrir alþýðu manna. í síðasta tölubl. »Þjóðviljans« 8. þ. m. leyfir ritstjórinn sér t. d. að staðhæfa, að þær 660,000 kr., sem hið þýzka félag kvað heimta fyrir að koma á loptritun milli Noregs og Islands og innanlands meðfram ströndum, sé minna fé, en það sem vér eptir ritsímasamningnum eigum að borga ritsímafélaginu fyrir sæsímann einan. Mér virðist enginn vafi geta verið á því, að ritstjórinn hljóti að gera þessa staðhæfing á móti betri vitund, til þess að glepja mönnum sýn. Hann, lærður maður, getur ekki verið svo frámunalega illa að sér í reikningi, að hann geti eng- an greinarmun gert á upphæð, sem borg- uð er öll í einu, og upphæð, sem greidd er með jöfnum afborgunum á vissu ára- bili, eins og tillagið til ritsímafélagsins. Eg hef áður sýnt það með réttum reikn- ingi, að 600,000 kr. settar í 20 ára jafnt árgjald með 4J/'i°lo vöxtum mundi gera 46,125 kr. 66 a. á ári. Við þá upphæð má svo bæta árgjaldi af 60,000 kr., sem tilboðið er hærra, en gert var ráð fyrir, og er það 4,612 kr. 56 a. Argjaldið af 660,000 kr. yrði þá 50,738 kr. 22 a., eða 55 kr. 49 a. hærra, en árgjald til sæsíma og landsíma með tvöföldum bronceþræði Og álmu til Isafjarðar. En það má einn- ig snúa dæminu við og segja, að ef vér viljum heldur leggja allt féð fram í einu lagi, þá þurfum vér að eins að breyta árgjaldinu til sæsímans í höfuðstól, sem með því að eyðast sjálfur ásamt 4I/2°/o vöxtum á 20 árum, gæfi 35,000 kr. á ári. Þessi höfuðstóll er 455,278 kr., og er hann því sú sanna upphæð, sem sæsírn- inn kostar ossízoár. Með öðrum orðum: vér gætum keypt t. d. vaxtabréf veðdeild- arinnar fyrir 455,278 kr. og eytt þeim með vöxtum á 20 árum til að borga sæ- símatillagið og myndi það standast nokk- urnveginn á endum. Það sjá allir, hve feikilegur munur er á þessari upphæð og 660,000 kr., því þó vér bætum við hana öllu þvf, sem landsíminn á að kosta með sem beztum útbúnaði, nfl. 204,000 kr., þá verður það að eins 659,278 kr., eða 722 kr. minna en loptritunartilboðið er. Ritstjóri »Þjóðviljans« þarf ekki að reyna að telja mönnum trú um, að hann sé svo illa að sér, að hann skilji ekki sjálfur jafneinfaldan reikning og þennan, og tilgangurinn hlýtur því að vera sá, að blekkja aðra. Eg ætla mér ekki hér að kveða upp neinn dóm um það, hvert nafn sá maður verðskuldi, sem bæði er alþingismaður og blaðstjóri, og sem not- ar þessar hefðarstöður til þess að blekkja fáfróða alþýðu í einu mesta velferðamáli landsins. Sérhver heiðvirður maður í landinu mun kveða upp þann dóm með sjálfum sér, þá er æsing sú, sem búið er að koma á stað í ritsípiamálinu, er horfin fyrir rólegri og skynsamlegri athugun málsins. Reykjavík, 12. júlí 1905. Ó. F. Davíðsson. * * * Aths. Grein þessi átti að koma í síð- asta blað, en komst ekki að þá. R its tj. Útlendar fréttir. Kaupmannahöfu 10. júlí. Rússland. »Knjas Potemkin«, uppreisnarskipið í Svartahafinu, sem get- ið var í síðasta blaði, hefur núgef- ist upp og gengið á vald Rúmeníu. Þess var síðast getið, að skipið var komið til Konstantza í Rúmenlu. Fór skipshöfnin þá að semja við stjórnarvöldin og bauðst jafnvel til að gefa Rúmenum skipið, en það vildu þeir ekki þiggja, en uppreisn- armenn vildu ekki ganga að þeim kost- um, sem Rúmenar settu og varð þvl ekk- ert úr samkomulagi. Héldu nú uppreisn- armenn skipinu til bæjarins Feodosia á Krímskaga og neyddu íbtíana til að láta af hendi við sig nokkrar vistir, en kol gátu þeir engin fengið. Héldu þeir þá aptur til Konstantza og gengu 8. þ. m. að þeim skilmálum, sem Rúmenar höfðu sett þeim. Skipverjar stigu á land í Konstantza. Verða þeir skoðaðir sem strokumenn úr rússneska hernum og ekki framseldir í hendur Rússa. Er sagt, að þeir hafi skipt á milli sín öllum pening- um þeim, sem í féhirzlum skipsins voru, en það var fram undir V2 kr. Sjálfu skipinu var daginn eptir skilað Rússum aptur og 50 skipverjar að minnsta kosti gengu þeim þá jafnframt á vald í von um náðun, með því að þeir hefðu verið neyddir af félögum sfnum til að taka þátt í uppreisninni. Tundurbátur einn hafði fylgzt með skipinu, en þegar til kom neituðu hásetarnir á honum að gef- ast upp og hélt hann síðan aptur á haf út. Frakkland. Loks var hið margumrædda frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju samþykkt i fulltrúadeild franska þingsins 4. þ. m. með miklum meiri hluta atkvæða (108 atkv. mun), og því eru allar líkur til, að frumvarpið gangi óbreytt gegnum öldungaráðið (senatið), svo að búist er við, að það fái lagagildi frá árs- byrjun 1906. Lagafrumvarpið hefur ekkert inni að halda, er hamlað getur vexti og viðgangi hinnar katólsku trúar í Frakklandi. Söfn- uðirnir fá með góðum kjörum leyfi til að nota og hafa yfirráð fyrir kirkjubygg- ingum ríkisins, og þeir andlegrar stéttar menn, sem nú ganga úr þjónustu ríkisins fá eptirlaun. I sambandi við þetta þykir það í flest- um kristnum löndum næstum barnaskap- ur af franska þinginu, að skýra upp helgi- daga kirkjunnar, eins og það hefur gert við þetta tækifæri. Jólin eiga t. d. eptir nýju lögunum að heita »Ættardagur« og uppstigningardagur »Blómhátíð«. Elisée Reclus, hinn nafnfrægi franski landfræðingur og stjórnleysingi (anarkisti) er nýdáinn í Bryssel, rúmlega hálfáttræð- ur. Hann tók þátt í Parísaruppreisninni 1871 og varð fyrir það útlagi úr föður- landi sínu og gerðist stjórnleysingi. Hef- ur hann margt ritað út frá þeirri lífsskoð- un, en jafnan verið mótfallinn hryðju- verkum stjórnleysingja. Dáleiðsla. Það er kunnugt, að auðið er að dá- leiða menn, jafnvel heilan flokk af mönn- um í einu. Dáleiðingin er burtnumning heilbrigðr- ar hugsunar, heilbrigðrar dómgreindar, heilbrigðrar skynsemi hins dáleidda. Sá er dáleiðir hefur þau áhrif á skyn og skilningarvit hins dáleidda, að hann trúir öllu, sem dáleiðandinn segir honum að tiúa, sér allt, sem dáleiðandinn segir honum að láta sér sýnast, heyrir allt, sem dáleiðandinn segir honum að láta sér heyrast, fær þær tilfinningar, sem dáleið- andinn segir honum að fá. Það eru nær því ótrúlegar athafnir, er dáleiðendur ýmsir geta sýnt og hafa sýnt með dáleiðslu. Þeir geta fengið hinum dáleidda venju- legt tólgarkerti, sagt honum að það sé brauð, talið honum trú um það og látið hann borða það með þeirri sannfæringu, að það sé brauð. Þeir geta fengið hinum dáleidda glas með hreinu vatni, talið honum trú um, að það sé áfengi, látið hann drekka það með þeirri sannfæringu, að það sé áfengi og hinn dáleiddi hagar sér á eptir í öllu látbragði eins og drukkinn maður. Þeir geta talið hinum dáleidda trú um, að hann sé ferfætt dýr t. a. m. hundur, og hinn dáleiddi fær þessa sannfæringu, fer á fjórar fætur og fer að haga sér al- veg eins og hundur, gelta og spangóla; eða að hann sé fugl og hinn dáleiddi fer að baða handleggjunum eins og vængj- um til að fljúga með. Þær eru óteljandi »kúnstirnar«, sem dá- leiðsluloddararnir fremja og sýna á leik- sviðunum víðsvegar um heiminn, en þær sýna allar hið sama, sem sé það, að hinn dáleiddi verður viljalaus, skynsemdarlaus og dómgreindarlaus leiksoppur í hendi dáleiðandans, trúir honum blint, hlýðir honum takmarkalaust. Dáleiðslan er lífatkeri andatrúarinnar (Spiritisme) og aðalrótin til flestra þeirra sdularfullu fyrirbrigða«, sem slík drauga- félög þykjast verða vör við á særingar- fundum sínum, þar sem dáleiðsluloddarar koma sjálfum sér og öðrum »trúuðum« í þetta greindarleysis ástand. Það er farið að leika þennan dáleiðslu- loddaraleik hér á landi; það er stofnað dáleiðslufélag eða draugafélag í þeim til- gangi, að temja sér þessa list á leyni- fundum. Það er nú sök sér og gerir nú ef til vill ekki mikið til meðan slíkt heldur sér í kyrþey. En hitt er athugaverðara, að það er einnig farið að leika þennan trúðleik á leiksviði lífsins, frammi fyrir allri hinni íslenzku þjóð. Það líður varla svo vika nú, að ekki rísi upp dáleiðsluloddari og »útbásúneri« ein- hverja uppgötvun sem heilagan sannleika, sem allir eigi að trúa í blindni, en sem heilbrigð dómgreind finnur, að er hin frámunalegasta fjarstæða. Það var ekkert annað en dáleiðslulodd- araleikur, að reyna að telja þjóðinni trú um það í fyrra vor, að undirskript ráða- neytisforsetans með konungi undir útnefn- ing ráðherra Islands væri brot á stjórn- arlögum vorum og hættulegt þingræði voru. Heilbrigð dómgreind gat þar enga hættu séð ; reynslan hefur saÞnað það við ráðaneytisskiptin um síðastliðið nýár, að hættan og óttinn var hugarburður, og yf- irlýsing konungsvaldsins nú til alþingis tekur svo greinilega af skarið, sem frek- ast er unnt 1 þesskonar efnum. Líklega á ekkert land í heimi með þingbundna konungsstjórn eins glögga þingræðisyfir- lýsing frá konungsvaldsins hálfu, eins og þar er gefin. Það er ekkert annað en dáleiðslulodd- araleikur, að reyna að telja þjóðinni trú um, að hún hafi ekki efni á því, að kom- ast í hraðskeytasamband við uiftheiminn og setja sveitir landsins í innbyrðis hrað- skeytasamband og að stjórnin reisi oss hurðarás um öxl með því að gera samn: inga um þetta hvorttveggja. Heilbrigð dómgreind sér, að vér treystum oss vel til þess og getum það hæglega, að al- þing hefur heimtað framkvæmdþessa máls nær einróma af stjórninni með þeirri sannfæringu, að þetta væri oss alls eigi ofvaxið og að stjórn vor var siðferðislega skyldug til að koma þessum yfirlýsta vilja þingsins sem fyrst í framkvæmd, sem kostur gafst. Það er ekkert annað en dáleiðslulodd- araleikur, að reyna að telja þjóðinni trú um, að 35 þús. kr. á ári til ritsímafélags- ins í 20 ár sé dýrara en 660 þús. kr. í eitt skipti til Siemens og Halske. Heilbrigð dómgreind veit og skilur, að 35 þús. kr. á ári í 20 ár samsvarar 455 þús. 226 kr. í eitt skipti, þá er vextireru reiknaðir 4'/=% og með sömu vöxtum samsvarar 660 þús. kr. því, að borgað sé 50 þús. 738 kr. á ári í 20 ár. Það er því 1 sannleika dýrara að greiða Siemens og Halske 660 þús. kr. í eitt skipti eða 50 þús. 738 kr. á ári í 20 ár, heldur en því stóra norræna 455 þús. 226 kr. í eitt skipti eða 35 þús. kr. á ári í 20 ár. Það er ekkert annað en dáleiðslulodd- araleikur, að reyna að teija þjóðinni trú um, að henni nægi að fá loptskeytasam- band við umheiminn frá nokkrum annesj- um lands vors. Heilbrigð dómgreind seg- ir oss, að vér megum alls ekki láta oss nægja minna, en að fá talsímasambönd um þvert og endilangt landið og um sem flestar sveitir þess. Það er ekkert annað en dáleiðslulodd araleikur, að reyna að telja þjóðinni trú um, að það sé þægð ritsímafélagsins nor- ræna"og gróðavegur fyrir það, að eyða framt að því 2 miljónum króna í ritsíma- samband við ísland og um það, en fá fyrir þetta fé einar 89 þús. kr. á ári í 20 ár og hafa svo misst eignarréttinn að þeim tíma liðnum. Heilbrigð dómgreind sér, að félagið fær áþennan hátt að eins v e x t i (4,45%) af höfuðstól sínum í 20 ár, en hefur svo tapað öllu fénu, nær 2 miljón kr., að þeim tíma liðnum. Það hefur þó aldrei þótt gróðavegur, að tapa nál. 2 milj. kr. á einu fyrirtæki, og senni- legt er, að enginn yrði glaðari en hið stóra norræna, ef alþingi vildi ekki þiggja samninginn við það. Einnig það nýjasta nýtt. Það er ekkert annað en dáleiðslulodd- araleikur, að búa til afleggjara afdrauga- félaginu — svonefnt þjóðræðisfélag — í þeim tilgangi, að knýja alþingismenn til að fara á móti sannfæring sinni í þjóð- málum,1 að fara á móti einróma kröfum þriggja reglulegra alþinga og hafa það að yfirskyni, að nokkrir menn á þing- málafundum — sárlítill hluti af öllum kjósendum landsins — hafa fyrir æsing- ar nokkurra dáleiðsluloddara látið í Ijósi hræðslu sína og íhugunarleysi á þung- skildu og vandasömu stórmáli, en sem hin brýnasta nauðsyn ber til fyrir alda og óborna að íhugað sé með mestu still- ingu og ráðið sé til lykta á sem trygg- astan og hagkvæmastan hátt. Heilbrigð dómgreind sér og veit, að alþingisraenn eiga samkvæmt eið þeim, er þeir vinna að landslögum, að fara eptir sannfæringu sinni, og sannfæringu sína eiga þeir að fá við nákvæma og hlutlausa íhugun allra ástæðna, er tala með og móti hverju einu máli. Þjóðin á til nóga dómgreind og hún þarf að fá að brúka hana óbrjálaða; hún má ekki láta dáleiðsluloddarana leiða sig út á villigötur. Snorri.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.