Þjóðólfur - 21.07.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.07.1905, Blaðsíða 3
ÞJÓÐOLFUR. 131 Tollfrumvarpið var afgreitt frá efri deild 15. þ. m. ó- breytt eins og neðri deild samþykkti það, og eru það fyrstu lögin frá þessu þingi. Atkvæði gegn því greiddu allir Valtýing- arnir fimm. Allhörð senna varð þar í efri deild við þessa síðustu umr. málsins. Jóh. Jóhannesson, Valtýr o. fl. héldu því fast fram, að það væri gagnstætt stjórn- arskránni, að lögin værtt staðfest af kon- ungi án þess að ráðherrann sigldi með þau og fengi undirskript konungs undir þau 1 ríkisráðinu, og taldi J. J. sig ekki skyldan að dæma eptir slíkum lög- um. En ráðherrann sýndi skýrt fram á, að það væri ekki í neinni mótsögn við stjórn- arskrána, þótt lög væru staðfest af kon- ungi utan rfkisráðs og síðan fengið sam- þykki konungs eptir á f ríkisráði, það sem kallað er »corroboratio« þ. e. stað- festing eptir á, enda er slík staðfesting tíðkanleg. Fór ráðherrann allalvarlegum en réttmætum orðum um þá menn, eða þann stjórnmálaflokk- hér í landi (Valtý- inga), sem væri að flækjast fyrir fótum stjórnarinnar og sporna gegn því, að sú stjórnarvenja myndaðist, sem vér ættum að róa öllum árum að að skapa: að ís- lenzk lagafrumvörp gætu orðið staðfest utan ríkisráðs, enda væri það hvergi tekið fram í stjórnarskránni, að lögin skyldu undirskrifastí rfkisráðinu. Þar sténdur einungis, að ráðherrann skuli bera frumvörpin upp fyrir konungi í rlkisráðinu og hljóta allir að sjá, að það er allt annað, enda er því ákvæði full- nægt að þvl er þessi lög snertir. En lög- in eru jafn góð og gild, hvar sem þau eru undirskrifuð og dómararnir því skyld- ir að dæma eptir þeim, efþau ekki koma 1 bága við stjórnarskrána og um það get- ur hér auðvitað ekki verið að ræða. Þá er öll mótspyrna gegn frumvarpinu varð árangurslaus, þá þurfti að finna einhverja fjarstæðu til að hanga á og þjarka um, eptir að frv. var afgreitt frá þinginu, svo að það félli ekki í gleymsku og þvf var þessi snagi fundinn. Það er enginn efi á, að Valtýingar hafa einsett sér að lafa á honum, hverju sem tautar. En miður viðkunnanlegt eða sæmilegt virðist það vera, að fulltrúar fslenzku þjóðarinnar á alþingi skuli leggja sig í framkróka til þess að reyra hina innlendu stjórn vora sem allra fastasj' við ríkisráðið danska, og verða æfir út af því, ef reynt er á grundvelli sjálfrar stjórnarskrárinnar og fullkomlega löglega að mynda sjálfstæða og sjálfstjórn vorri hagkvæma og nauð- synlega stjórnarvenju. Fyr má nú vera öfugur og rangsnúinn hugsunarháttur, og fyrirlitleg stjómmálastefna en svona sé. Svo æstir sem flestir Landvarnarmenn eru og fylgjandi Valtýingum að málum sér til minnkunnar, þá virðist svo sem þessi nýjasta »uppfundning« Valtýs og liða hans, hafi þó orðið I.v.m. heldur um of djúp- sæ speki og torskilin, svo að hæpið er talið, að þeir gani út á þessa galeiðuna með þeim. Kjötsölutilraunir o. fl, Eptir Herm. Jóuasson. I. * Þegar eg lak 19. árg. (2. hepti) Búnað- arritsins, gladdi mig að sjá þann mikla áhuga, er virðist vaknaður fyrir kjötsölu- málinu, bæði hér á landi og f Danmörku. Hér er um stórvægilegt nauðsynjamál að ræða, og þótt þeir fyrv. landlækir Schierbeck og sögufræðingur Bogi Th. Melsteð geri sér ef til vill nokkuð háar vonir í þessu efni, þá er enginn vafi á því, að árlega er skaðinn stórkostlegur, er leiðir af illri meðferð á kjötinu og ó- heppileg verzlunaraðferð. Og engum efa er það bundið, að á síðasta mannsaldri hefur þetta hvorttveggja bakað landinu skaða, er skiptir miljónum króna. En þetta má ekki lengur svo til ganga. Þjóð og þing verður að leggja fram alla krapta til að hrinda kjötsölumálinu sem fyrst f gott horf. Það hefur réttilega verið bent á, að tiauðsyn bæri til, að menn væru styrktir til utanfarar til þess að læra hreinlega og rétta slátrunaraðferð. Ennfremur að slátrunarhúsum væri komið upp á helztu kjötútflutningsstöðum. Þá hafa og sumir þingmálafundir í vor skorað á þingið að leggja fram fé af landsjóði til að styrkja að því, að slátrunarhús kæmust á fót. Ennfremur skorar þingmálafundurinn á Melstað í Húnavatnssýslu á þingið að hlutast til um, að skipaðir verði eptirlits- menn á helztu útflutningastöðum, er líta eptir slátrun, flokkun, söltun og allri með- ferð kjötsins. Það liggur í augum uppi, að til þessa er jatnbrýn þörf, sem á fiski- matsmönnum. Þótt eg viti, að þessu eptirliti hljóti að verða ábótavant, meðan slátrunarliús og lærða slátrara vantar og reynsla í ýms- um atriðum er ófengin, þá er það vafa- laust, að það gerði mjög mikið gagn, og kæmi í veg fyrir, að meðterðin á kjöti yrði eins tilfinnanlega til skaða og skamm- ar, eins og nú á sér stað á sumum stöð- um. Það er mín skoðun, að í byrjuninni verði gagnið mest og almennast með ept- irlitsmönnum, samanborið við kostnað, er af því leiðir. Vanalegt er, að á hverjum útflutningsstað fari slátrun og söltun á kjöti að mestu leyti fram á mánaðartíma, og nærri lætur, að nauðsynlegt væri að hafa eptirlitsmenn á 15 stöðum. Arleg- ur kostnaður við þetta ætti því eigi að verða nema eitthvað á þriðja þús. kr. Langmestu skiptir þó, að það kjöt, er sent verður út sem tilraunakjöt, verði sem allra bezt vandað, bæði að frágangi og gæðum. Eg treysti því, að yfirstand- andi þing skoði þetta atriði grandgæfi- lega. Auðvitað þarf stefnumiðið að vera, að koma sem víðast upp sláturhúsum, og að hvergi sé hörgull á mönnum, er kunni að slátra og fara rétt með kjötið. En það sem mestu skiptir, er að sam- lagsslátrunarhús komist á fót. Þó vil eg eigi fara langt út í það mál að sinni, en að eins benda til, að hina brýnustu nauðsyn ber til að stuðla að því, að einu slátrunarsamlagshúsi verði sem a 11 r a fyrst komið upp í Reykjavík, sem lærð- ur slátrari starfi við. Þar eru skilyrðin langbezt að því er peningamarkaðinn snertir, og slátrun fer þar fram á öllum tímun ársins. Hvergi er því hagkvæm- ara fyrir menn utan af landinu að læra slátrun og aðra meðferð á kjöti, og er það mun ódýrara en að sækja þann lær- dóm til útlanda. Einnig ættu þar líka að vera meiri kraptar en annarstaðar til að ryðja samlagsslátrunarhúsum braut hér á landi. I byrjuninni mundi farsælast, að kaup- félögin á Suðurlandi beittust fyrir þessu máli, en nauðsynlegt og sanngjart er, að það væri styrkt af því opinbera fyrst í stað, og verðuT að treysta því, að þingið ásamt Búnaðarfélagi Islands, geri sitt bezta í þessu þýðingarmikla velferðamáli. Eg kynnti mér nokkur sláturhús bæði í Danmbrku og Noregi, og hef dálitla uppdrætti og áætlanir um það, hvernig eg hef helzt hugsað mér sláturhús hér á landi. Þessa get eg, ef einhver vildi ræða um þetta efni við mig. Salaá íslenzkum hestum, er Guðjón Guðmundsson ráðanautur fór með til Kaupm.hafnar á búpeningssýning- una þar, fyrir hönd Landbúnaðarfélagsins, hefur yfirleitt gengið vel. Hefur forseti Bún- aðarfélagsins (Þórh. Bjarnarson) sent Þjóð- ólfi eptirfarandi skýrslu um söluna (eptir bréfi frá G. G.): Hestarnir voru seldir laugardaginn 8. júlí fyrir 225 kr. að meðaltali. 3 voru seldir áður til tombólunnar fyrir 830 kr. Meðalverðið verður því 282 kr., sem má heita mjög gott, þegar þess er gætt, að sumir hestarnir voru ekki nema í meðal- lagi og yfirleitt magrir. Sá rauði Guð- mundar kaupm. Ólsens seldist á 420 kr. Annars seldust reiðhestarnir yfirleitt mikið ver en áburðarhestarnir. Lægst verð var 150 kr. Hestunum var riðið alla sýningardag- ana í stórhringum á sýningarsvæðinu, og mannfjöldinn klappaði mjög fyrir þeim. Fólkið var ákaflega margt, um 100,000 manns. Það hefur mikið verið talað um hestana í blöðunum, sérstaklega í sNational Tidende«. Með hjálp sýningarnefndarinnar fékk G. G. leyfi til að láta selja hestana við uppboð án borgunar til ríkissjóðs, og . græðir hver hesteigandi 16 kr. að rneðaltali við það. Þá fékkst einnig upp- boðshaldari án endurgjalds, og unnust við það aðrar 16 kr. á hest. Hið áður- nefnda verð er því »netto«, dregst að eins frá fargjaldið. G. G. kveðst vona, að Búnaðarfélagið og eigendur hestanna hafi ástæðu til að vera ánægðir, og sérstaklega sé hann á- nægður yfir, að verðmunur eptir stærð og gæðum hafi orðið mjög mikill, því það sé eina meðalið sem dugi, til þess að fá bændur til að sjá og skilja, hvaða þýð- ingu það hefur, að hafa góða gripi til undaneldis og fara sæmilega með hest- ana. Allt að 200 kr. kostnað hafði Búnaðar- fél. af hestunum í Kaupm.höfn. Fréttaritari Þjóðólfs í Kaupmannahöfn hefur meðal annars ritað um sýningu þessa. »Hr. ráðunautur Guðjón Guðmundsson hafði verið sendur af Búnaðarfélagi ís- lags rneð 21 hesta að sýna og selja hér við þetta tækifæri. Þetta var ágæt hug- mynd hjá Búnaðarfélaginu, þar sem verzl- unarstétt landsins ekkert hugsar um að nota slík tækifæri til þess að bæta mark- aðinn hér fyrir verzlunarvörur íslands. Hr. G. G. fékk 4 menn: 3 dönsk for- ingjaefni og Ólaf Jónsson dýralæknisnem- anda, til þess að ríða hestunum daglega á sýningarsvæðinu. Síðasta daginn riðu þeir veðhlaup. Sá hét Petersen, er sigr- aði við veðhlaupið og fékk verðlaunin, en ólafur varð síðastur. Hinar mörgu þúsundir áhorfenda gerðu góðan róm að veðhlaupinu og klöppuðu lof í lófa. Atl- ir fslenzku hestarnir voru seldir við upp- boð. Flestir fóru þeir á 150—300 kr. og 2 yfir 400, að því er eg frekast veit«. isafold og yfirrétturinn. í ársbyrjun 1898 settu meðlimir hins ísl. Blaðamannafélags þau lög með sér, að þeir skyldu ekki leita hinna almennu dómstóla út af prentuðum meiðyrðum þeirra á milli, heldur skyldu öll slík meiðyrði dæmd af gerðardómstól eða þar til kjörnum dóm- endum. Hér birtist útdráttur úr lögunum, stað- festur af bæjarfógetanum í Reykjavík: Aukalög: hins íslenzka Blaðamannafélags um kjördóm í málum út af prentuðum meiðyrðum. 10. Þetta er saknæmt að bera öðrum á brýn: 1. að hann vilji svíkja eða skaða ættjörð sfna. r™ 2. að hann hafi gert sig sekan í þjófnaði, fjárdrætti, fjárprettum, mútuþáguj svik- semi, fölsun, meinsæri eða ödru?n ámóta glœ-þum, er svivirðilegit eru að altnennings áliti. 3. að hann segi í alvöru og vísvitandi ósatt. 4. að menn fyrir eigin hagsmuna sakir breyti gegn betri vitund. 5. nokkuð annað það, er svfvirðilegt er eða ódrengilegt. 6. saknæm eru og mannorðsmeiðandi ill- yrði, svo og 7. spottyrði eða dylgjur, er fela f sér að- dróttun um eitthvað það, er saknæmt er talið hér að framan. 11. Brot gegn tölulið 1—2, 10. greinar varða sektum 50—1000 kr., gegn 3.-7. tölul. 25— 500 kr. Reykjavík 4. janúar 1898. Björn Jónsson, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Jón Ólafsson, Vald. Ásmundsson, Þorst. Gíslason, Einar Hjörleifsson, Jón Jakobsson. Að eptirrit þetta sé samhljóða mér sýndu frumriti vottast hér með eptir nákvæman samanburð. Notarialskrifstofu Reykjavíkur 29. júní 1905. Halldór Daníelsson. Gjald 50 — fimmtíu aurar. H. D. Eg undirskrifaður Halldór . Danfelsson notarius publicus f Reykjavík, votta að þeir Jón Jakobsson forngripavörður, Jón Ólafsson ritstjóri og Þorsteinn Gíslason ritstjóri, sem allir eiga heima hér í bænum og eru mér persónulega kunnir, hafa í dag f viðurvist minni lýst því yfir, að þeir hafi ritað eigin- handarnafn sitt undir frumrit framanskráðra aukalaga, og verið vottar að því, að nöfn annara meðlima hins íslenzka Blaðamanna- félags, sem undir aukalögunum standa, hafi verið rituð af þeim sjálfum. Notarialvottar eru Ólafur Jónsson skrifari og Páll Arnason lögregluþjónn. Til staðfestu nafn mitt og embættisinn- sigli. Notarialskrifstofu Reykjavíkur 29. júní 1905. Halldór Daníelsson. L. S. Notarialvottar : Ólafur Jónsson, Páll Árna- son. Gjald í landsjóð 1 kr. til vitna 1 — 2 tvær krónur. Borg. H. D. 8. maf 1905 dæmdi hinn kgl. íslenzki landsyjirréttur, sem þeir herrar Kristján Jónsson og Jón Jensson einir sitja í, auk háyfirdómarans, að ísafold mætti segja um Ldrus H. Bjatnason sýslumann, að hann væri dæmdur sannurað sökum fjárdráttar- tilraun, því að brigsl um fjárdrátt sé ekki ærumeiðandi, og jafnframt lagði sami há- virðulegi yfirdómur jo kr. mdlskostnað d L. H B. fyrir að hafa reynt að bera það blak af sér. „ísafold“ og „Fjallkonan" vörðu þetta í líf og blóð. Raunar fóru allar orðabækur þvert á móti yfirréttinum, og allir málfræð- ingar landsins, alveg dn tillits til flokka. Þeir þóttust drengskapar 6fns vegna ekki geta setið hjá, þoldu ekki slíka málsmeð- ferð. Nú hefur náðst óyggjandi sönnunargagn fyrir því, hvaða skilning sjdlflr ofsœkjetidur L. H. B., virðulegir ritstjórar ísafoldar og Fjallkonunnar leggja í orðið „fjdrdtdtt". Þeir leggja það alveg til jafns við þjófn- að og gera 50--1000 kr. sekt fyrir. Hvað segir yfirrétturinn um þessi boðorð? Og hvað segir þjóðin ? Þykir h e n n i þurfa frekari vitna við ? Marconi skeyti (meðtekið í Rvfk f gærkveldi kl. 11,30 e.h.) Eptirspurn eptir söltuðum þorski dauf. Verð á stórum þorski 66 —70 kr. (skpd.). Mikil eptirspurn eptir ísl. ull. Umboðsmaður Zöllners í Kaupm.höfn hefur selt 1200 „bala“ til Fíla delfíu fyrir hans hönd fvrir 2 kr. 08 a. „kílóið “(þ. e. 1 kr. 4 a. pd).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.