Þjóðólfur


Þjóðólfur - 04.08.1905, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 04.08.1905, Qupperneq 2
140 ÞJOÐÓLFUR. S K Hlægilegur samblástur má það sannarlega kallast, sem »hinir sameinuðu« (Valtýingar og Landv.menn) stofnuðu til hér 1 bænum i. þ. m. Það er að minnsta kosti ekki dæmi til jafn hranalegs frumhlaups áður hér á landi, jafnframt því, sem það var svo fávíslegt og f framkvæmdinni hjákátlegt og þýð- ingarlaust, ekki til neins annars en að spilla fyrir málstað forkólfanna hjá öllum skynsömum og hyggnum mönnum, svo framarlega, sem talað verður um, að þeim málstað geti orðið frekar spillt, sem þessir óhyggnu og ofstækisfullu æsingaseggir eru búnir að fara svo með, að mælirinn get- ur naumást fyllri orðið. Liðsafnaðurinn. Hvernig Valtýingum var hóað saman til að taka þátt í þessum samblæstri og hvernig þeir voru ginntir til að hlaupa frá vinnu sinni um bezta heyskapartímann og halda til Reykjavíkur, það er jafnvel hið skoplegasta af öllu saman. Isafoldar- Björn, hinn nýdubbaði »general« hins svo- neínda þjóðræðisfélags eða hjálpræðishers, gerði sér lítið fyrir og sendi menn — vitan- lega þó ekki á sinn kostnað — í allar áttir, austur 1 Arnes- og Rangárvallasýsl- ur, suður með öllum sjó og upp í Borg- arfjörð og upp á Mýrar. Og þessir sendi- boðar höfðu meðferðis bréf bæði prentuð og skrifuð til sinna flokksmanna eingöngu, og þar skorað harðlega á þá að koma til Reykjavíkur fyrir i. ágúst, alla kjósendur til alþingis úr valtýska flokknum, því að mikill voði(H) væri á ferðum, svo að velferð þeirra og landsins lægi við, að þeir létu ekki ferð þessa undir höfuð leggjast. En þegar þeir kæmu til Vlkur mundi þeim verða sagt, hvað þeir ættu að gera. Meira fetigu þeir ekki að vita þá, og urðu sem von var hálfskelkaðir, höfðu aldrei heyrt slík undur fyr, og þeyttu orfunum margir og þustu ríðandi í fleng til Reykja- vlkur, en vissu ekkert f hverjum erindum þeir voru að fara þetta, nema hvað sum- ir þóttust geta ráðið af meðfylgjandi sér- prentunum af síðustu óhróðurs- og lyga- þvættingi úr Isafold um ritsímamálið, gufu- skipaferðir og tollmál, að þing og stjórn væri samtaka orðin í landráðum við þjóð- ina. Meðal annars var fólki austanfjalls talin trú um, að tollhækkunin samþykkt af þinginu væri 30 a« af kaffipd. í stað 3 a-> og 3° a- af sykurpundinu í stað i1/^, (30% hækkun á tollinum notuð til svona þokkalegra blekkinga). Ennfremur var því trúað af flokksmönnum »ísafoldar«, að hún segði hárrétt frá því, að þingið ætlaði að fleygja 60,000 kr. í »hið sam- einaða gufuskipafélag« á fjárhagstímabil- inu, en hafnaði Tulinitts fyrir 20,000 kr. á sama tímabili fyrir jafngóðar eða betri ferðir, með öðrum orðum, að þingið sviki af þjóðinni 40,000 kr. til að halda hinu sameinaða föstu, líklega fyrir mútuþágu eða eitthvað þesskonar. Það var eðlilegt, að rftenn yrðu gramir yfir þessum ósköp- um, og teldu ekki eptir sér að reyna að afstýra þessari ósvinnu, með viturlegri(l) forsjá þeirra félaganna Isafoldar-Bjarnar og Einars í hjáleigunni. Arangurinn af þessum liðsafnaði varð sá, að úr Rangárvallasýslu komu um 50 kjósendur, vitanlega allir af sama sauða- húsintt, tír Gullbringu- og Kjósarsýslu um 80, úr Borgarfirði um 20—30 og af Mýr- um rúmir 20, en í Arnessýslu gekk smöl- unin verst, því að þaðan náðist ekkinema 18 — hálf önnur tylft — kjósenda af 6—700 alls, og þessir 18 voru auðvitað einlita, eins og úr hinum héruðunum. Má fyllilega segja Arnesingum það 'til hróss, að þeir létu ekki ginnast af fásinnu þess- ari og sátu þar margir heima meðal hinna rnerkustu styrktarmanna valtýska flokks- ins. Ur Ytrihrepp, sem þó er allmjög valtýskur tók t. d. enginn kjósenda þátt í þessari Reykjavlkurreið og úr 6—7 hrepp- um öðrum alls enginn. Það eru annars æði margar skemmti- legar sögur í sambandi við þessa smölun, sögur, sem vert væri að halda á lopti, t. d. úr Borgarfirði. Sannorður maðttr það- an hefur sagt svo frá, að hann hafi talað við ýmsa kjósendur, er fengu þessi sendi- bréf, og sögðu, að þeir hefðu fengið bréf úr Reykjavík frá einhverjum Birni Jónssyni, og Björn þessi bæði þá í guðanna bænum að ríða til Reykjavfkur ttndir eins, því að líf þeirra lægi jafnvel við. Og sumir kvað ekki hafa verið betur að sér í því, hver væri að heimta þá í þessa forsend- ingu, en að þeir héldu, að það væri ráðherr- ann(!), sem væri að skipa þeim um há- sláttinn að fleygja orfunttm og rfða til Reykjavíkur, og þótti þeitn þar hver silki- húfan vera upp af annari, og stjórnin ekki sérlega hugulsöm við þá bændurna, að vera að þræla þeim þetta. Svona ganga sögurnar og þær eru sannar. Eundirnir skírðir. Gerðir þeirra. Þá er allt valtýska liðið, sem von var á, hafði safnast saman hér í bænum á sunnudaginn og mánudaginn, boðaði »gen- eralinn« til fttndar f Báruhúsinu kl. 9 á mánudagskveldið 31. f. m. Varþaðkunn- gert með hárauðum(l) blaðsnepli á stræt- unum og stóð nú mikið til. Auðvitað máttu engir koma þar nema »hinir út- völdu«, hjörðin varð að vera einlit, og fundarmenn þurftu engrar fræðslu við nema þeirrar, sem þeir höfðu þegar feng- ið hjá »generalnum« og manninum í hjá- leigunni. Jábræðttr þeirra voru nfl. ekki ltingað kontnir til að leita sannleikans í málunum, heldur til að negla sig á sam- þykktum þeirra sanninda(l), sem Isaf. og Ej.konan hafa prédikað nú um hrfð fyrir lýðnum. A fund þennan gátu þó laum- ast inn nokkrir menft úr heimastjórnar- flokknurn hér í bænum til að hlusta á það, er fram færi, og það kvað margt hafa verið kátlegt þar að sjá og heyra. Var þar saman komið margt af ungling- um og kvennfólki úr bænum, (því að kvennfólk er heiðurslélagar(l) þjóðræðis- félagsins), en auk þessa bar mest á Hafn- firðingum og lýð hér sunnan með sjórtum. Það bar harla lftið á bændunum, því að þeir voru svo fáir í samanburði við hina. Þessi hálf önnur tylft úr Arnessýslu fyllti t. d. ekki mikið upp í húsinu. Og svo skfrði þessi samkoma sig »bænda- fund «(!!), eða réttara sagt, hún var lát- in skíra sig því rangnefni eptir skipun hjálpræðis »generalsins« og halastjörnu hans, hjáleigumannsins, með aðstoð Garða guðsmannsins, sem mun hafa lagt til and- ann f þessari vísdómsfullu hjálpræðis- þrenningu. Rúmsins vegna er ekki unnt að skýra hér nánar frá ræðuhöldum á þessum fundi, þótt margt smáskrítilegt mætti um þau segja. Niðurstaðan varð sú, að velja 7 manna nefnd til að gera uppástungu og tillögur um verkefni næsta fundar, er hald- inn var kl. 11 morguninn eptir 1. ágúst. Þar fengu og heldur engir að koma inn nema hinir» rétttrúuðu«. Guðl. Guðmunds- son ætlaði t. d. að tala á þeim fundi og skýra þar ritsímamálið fyrir mönnum, en hann varð að hverfa frá, því að honum mun ekki hafa verið treyst til þess að tala eins og hjálpræðishers»generalinn« og lið- ar hans vildu heyra, og þ e i r þurftu ekki á neinum skýringum að halda í málinu, en margir bændanna höfðu mikillega ósk- að að fá að heyra eitthvað annað en staðhæfingar og fjarstæðuþvogl hinna val- týsku legáta. En það var ekki nærri því komandi vegna þeirrar áhættu, að liðið mundi þá riðlast. Af sjálfsdáðum létu þeir samt heimskuna um 30 a. tollhækk- unina falla, þvf að bændurnir höfðu feng- ið að vita sannleikanní því máli hjá ýms- um bæjarmönnum, svo að það var ekki fitjað upp á því á fundinttm. Ályktanir voru því að eins samþykktar í undirskriptarmálinu og rit- símamálinu. I hinu fyrra var álykt- unin þess efnis, að skora á alþingi að af- stýra þeim stjórnarfarslega voða, sem sjálf- stjórn hinnar íslenzku þjóðarstæði af því, að forsætisráðherra Dana undirskrifi skip- unarbréf Islands ráðherra. En í ritsíma- málinu var ályktunin sú, að skora »mjög alvarlega á þingið að hafna algerlega rit- slmasamningnum og jafnframt skorað á þing og stjórn að sinna tilboðum lopt- skeytafélaga um loytskeytasamband milli Islands og útlanda eða fresta málinu að öðrum kosti því að skaðlausu og láta rjúfa þing og efna til nýrra kosninga«. Jafnframt var samþykkt, að kjörnir menn gengju á fund ráðherra með þessar álykt- anir og fengju svör hans. Ogsömuálykt- anirnar skyldu afhendast þingmönnum Rar.gæinga (E. P. og M. St.), 1. þm. Ár- nesinga (H. Þ.), þm. Borgfirðinga (Þórh. Bj.) og þm. Mýramanna (M. A.), að þeirri klausu viðbættri til þeirra allra að Ieggja tafarlaust niður þingmennskuumboð sitt, ef þeir vildu ekki fylgja þessum ályktun- um fram á alþingi. Hjálpræðisforinginn hafði látið þess get- ið, að menn þyrftu ekki að ómaka sig til 2. þm. Árn. (Ól. Ól.) eða þ.manna Gullbr,- og Kjósarsýslu (B. Kr. og Valt. Guðm.), því að þeir væru áreiðanlega rétt- trúaðir, og mestu stólpar þessa nýja hjálp- ræðishers til orða og verka. F.n vafa- samara væri um þm. Mýramanna (M. And- résson), hann hefði að minnsta kosti gott af því að fá heimsókn nokkurra manna, ef vera kynni, að hann styrktist í trúnni. En annars gætu þeir ráðiðþví, hvortþeir flyttu honum þetta ávarp eða ekki. Förin til ráðherrans. Árangurslausar sendinefndir. Kl. 3 safnaðist allt hjálpræðisliðið sam- an við Bárubúð. Var allur þorri þess úr Reykjavík, en vitanlega voru þar fjölda rnargir, þar á meðal flestir bændurnir, er ekki höfðu skrifað sig í liðið, en þótti gaman að vera með í »grfninu«, því að allur hópurinn átti að ganga í »prósessíu« upp að stjórnarráðshúsinu og það var gert. Staðnæmdist þyrpingin við lækinn hjá brúnni, er liggur upp að húsinu. En Garðaklerkurinn og 4 aðrir gengu á fund ráðherra og afhentu honum fyrnefndar ályktanir. En hann svaraði kurteislega að hvoruga tillöguna tæki hann til greina og rökstuddi þá neitun sína með nokkrum vel völdum orðum. Löbbuðu þá sendi- menn út aptur og sögðu sínar farir ekki sléttar. Þá var það sem einhverjir götu- drengir hrópuðu : »Niður með stjórnina«, og tóku aðrir undir það með hútra(!). Þvf næst var gengið niðttr á Austiirvöll, og þar var leikinn síðasti þátturinn í þess- um skrípaleik. Er annarsstaðar hér í blaðinu skýrt nánar frá því, er þar gerð- ist af manni, er var staddur við þá há- tíðlegu athöfn. Ritstjóri þessa blaðs varð af þeirri skemmtuninni, því að hann beið heima hjá sér eptir sendinefnd, er hann átti von á, og boðað hafði komu sfna á ákveðinni stundu með hinar fyrnefndu á- lyktanir. Að því er snertir sendinefndir þær, er sendar voru til þingmanna þeirra, er fyr er getið, þá munu þær allar hafa orðið árangurslausar, eins og eðlilegt er, því að minnsta kosti gátu hvorki þingntenn Rangæ- inga né 1. þm. Árnesinga tekið neitt til- lit til þess, er þessir hávaltýsku kjósend- itr höfðu samþykkt, rnenn, sem alls ekki höfðu kosið þá til þingsog ekkert umboð höfðu til að fara með svona lagað málefni fyrir hönd kjördæmanna. Að ímynda sér að sllkt flan mundi hafa nokkurn á- rangur var furðu fávíslegt. Að minnsta kosti mun 1. þm. Árnesiuga Iftt sinna slíkri fásinnu, þótt 18 af 6—700 kjósend- um í Árnessýslu færu að flónska sig á þessu fyrir Isafoldar-Björn og hans nóta. Ver farið en heima setið. Það duldist ekki mönnum hér í bæn- um, að sveitabændur þeir, er höfðu látið gabba sig út í þessa fásinnu voru sáróá- nægðir yfir öllu saman, þóttust vera hafð- ir að ginningarffflum og óskuðu, að þeir hefðu aldrei farið þessa för. Óspilltir sveitabændur hafa svo næma sómatilfinn- ingu, að þeir sjá, að svona lagað atferli miðar ekki til þess að auka virðinguna fyrir þeim stjórnmálaflokki, erþeir fylgja, því að margir þeirra eru ekki enn orðnir svo æstir, svo blindaðir af flokksofstæki, að þeir geti ekki gert greinarmun á skömm og heiðri. Og þessvegna sáu þeir öldung- is af sjálfu sér, að förin hafði orðið þeitn til hneysu og einskis annars, enda munu þeir næsta skipti trauðla verða jafn leiði- tamir í jafn hlægilegan og fávíslegan leið- angur. Og það er almannarómur allra þeirra manna, er ófatlaða og óbrjálaða skyn- semi hafa, að eigi framtíðarheill fslands að liggja f höndum þeirra manna, er stofn- að hafa til þessa samblásturs og mest í þessari heimsku starfað, þá sé landið illa farið og framtíðarhorfurnar óálitlegar. En sem betur fer mun þjóðin átta sig á þv£ von bráðar, að hér er alvarlega farið að bóla á fskyggilegum tilraunum til að spilla sjálfstjórnarvísi vorum og gera ónýta alla fyrri stjórnarbaráttu vora með heiptarfull- um og öldungis ástæðulausum árásum á æztu stjórn vora og frelsi þingsins. Nú er það skylda allra sannra Islendittga að gera sitt ftrasta til að hnekkja slíkum ó- fögnuði, slíku þjóðarböli, sem það væri, ef óhlutvöndum æsingaseggjum tækist að stofna sjálfstjórn vorri og sjálfsíorræði í bersýnilegan voða. En það verður gert, ef hinn skynsamari og gætnari hluti þjóð- arinnar er ekki því betur á verði. Fundur. Hinn 30. f. m. héldu Árnesingar og Rangæingar fund við Þjórsárbrú um verzl- unarmál íslands. Bogi Th. Melsted sagn- fræðingur hélt þar fyrirlestur um verzlun íslands og samvinnufélagsskap, og voru fundarmenn því máli hlynntir og sam- þykktu þeir svolátandi áskorun til alþingis: »Fundurinn skorar á alþingi, að veita stjórninni hæfilega mikið fé á næstu fjár- lögum til þess að gefa út fræðandi og leiðbeinandi rit um samvinnufélagsskap og til þess að styrkja efnilega og áreið- anlega menn til að farautan og læra þar bæði slátrunariðn og verzlunaraðferð sam- eignarkaupfélaganna, og ennfremur til þess að kenna mönnttm bókfærsltt í gagnfræða- skólum landsins«. Kosin var að síðtistu 3 manna nefnd : Ágúst Helgason í Birtingaholti, Eggert Benediktsson í Laugardælum og Sigurður Guðmundsson í Vetleifsholtshelli til að undirbúa samvinnufélagsskap, sérstaklega að því er kaupskap snerti. Smjörsala. Zöllner stórkaupm. hefur skrifað um- boðsmanni sfnum hér, að 12 kvartil, er hann fékk frá Jes Zimsen kaupm. 27. f. m. seldust samdægurs fyrir um 1 kr. pd., því að markaðurinn er góður. Smjörið reynd- ist mjög vel, svo að kaupandi furðaði sig á, og gat þess, að ef Island gæti fram- leitt slíkt smjör, þá hefði það sannarlega fraintlð fyrir sér. Smjör þetta var frá ~búinu við Hró- arsholtslæk I Flóa.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.