Þjóðólfur - 04.08.1905, Blaðsíða 3
ÞJÓÐOLFUR.
Þjóðræðissýningin á Austurvelli.
Samkoman á Austurvelli mun hafa átt
að vera höfuðnúmerið í herhlaupinu i. ágúst.
Hve áhrifamikil sjón mundi það vera, að
sjá allan bændalýðinn standa frammi fyrir
hinni forkláruðu ásjónu Garðaklerksins, og
afneita stjórninni og öllu hennar athæfi.
En „allar byssur klikkuðu", þegar á átti
að herða, og vesallegri mótmælasamkomu
munu varla nokkur dæmi til. Þessi merki-
lega samkoma hófst með því, að séra Jens
steig upp á bekkinn hjá Thorvaldsenslíkn-
eskinu og skýrði frá tilsvörum ráðherrans
við sendinefndina. En svo var snildin mik-
il á framsetningunni, að sumir áttu bágt
með að átta sig á, hvernig svörin hefðu
faliið. Sumir héldu jafnvel, að ráðherrann
hefði alveg gugnað, líklega ekki getað stað-
izt hina guðlegu mælsku Garðaklerksins,
og faliið til fóta sendinefndinni. Þó varð
hin skoðunin ofan á, að hann hefði engan
bilbug látið á sér finna, og guðdómskraptur
séra Jens hefði hér reynzt algerlega ófull-
nægjandi. Þegar Jens hafði loks stunið upp
sfðustu orðunum, var farið að leika á lúðr-
ana þjóðsöng Frakka og þótti öllum það
góð viðbrigði eptir alla áreynsluna við að
tína saman orðin, sem hrutu af vörum
klerksins. Brátt fóru nú ýmsir götudrengir
úr Rvík að hrópa allskonar stráksskaparorð,
en bændurnir vissu ekki almennilega hvað-
an á sig stóð veðrið eða hvað til bragðs
skyldi taka. En þá stóð upp skörungurinn
Þorsteinn Thorarensen á Móeiðarhvoli, hæfi-
lega hýrgaður innvortis, og leysti þá úr
læðingi. Baðaði hann út höndunum og
hrópaði: „Niður með þá stjórn, sem ekki
vill þjóðarviljann". Þetta þrítók hann, en
ekki entust menn til að taka undir það
með honum nema tvisvar. Enda var það
hreinasta ofætlun, að gera táð fyrir slíkum
áhuga af þessari samkomu og sýnir það, hvf-
líkur stórræðamaður Þorsteinn er. En þessi
hetjuskapur hleypti þó fjöri í guðsmenmna.
Biskupsfrændinn, sem leigður hefur verið
af landsfé til þess að rannsaka ritninguna,
fylltist guðmóði og færðist í aukana. Varð
honum þá að orði, að nú ætti að syngja
Islendingabrag, enda fellur þessum. drottins
strfðsmanni lfklega betur að kyrja hann
heldur en Davíðssálma. Hann fékk nú
þessa ósk sína uppfylta og var lagið leikið
á hornin, nokkrar hræður kyrjuðu undir, en
prestaöldungurinn séra Stefán á Mosfelli,
stóð upp á bekk og „dirigeraði". Var það
ógleymanleg sjón, sem ætti skilið, að As
grfmur gerði ódauðlega, að sjá þennan
lieljarklerk þrunginn af anda guðsins (Bakk-
usar) löðrunga loptið f allar áttir eptir hljóð-
fallinu í íslendingabrag.
Ekki voru þeir, sem teymt höfðu bænd-
urna þarna inn á völlinn, að hafa fyrir
því að halda ræður og skýra málin fyrir
þeim, heldur létu þeir götustrákana talca
við allri stjórninni, því það verður ekki
talið, þó að Guðmundur Finnbogason hafi
verið eitthvað að fimbulfamba hér sem
annarsstaðar. Honum hefur líklega þótt
bændurnir vera nokkuð skammt komnir f
lýðmenntuninni, að taka ekki meiri þátt en
þeir gerðu í hinum andlegu íþróttum götu-
strákanna.
Þeir sem mest bar á á samkomu þessari,
voru vinnumenn „generalsins“ (Isaf.-Bj.) og
og aðrir götustrákar. Hrópuðu þeir: „Nið-
ur með föðurlandssvikarana" og önnur álfka
prúðmannleg orð. Var auðséð á ýmsum
bændunum, að þeir kunnu illa við sig í
þessum hóp, og mundu víst helzt hafa ósk-
að, að þeir hefðu aldrei látið narra sig í
slíkan leiðangur. Enda kom það f ljós,
þegar „generalinn" fór að bjóða þeim að
koma til fundar í Búruhúsinu seint um
kveldið til þess að geta kvatt þá, þá varð
einum þeirra að minnsta kosti það á, að
segja upphátt við sjálfan sig: „Og eg held
maður sé búin að bíða nógu lengi“. Hann
hefur líklega hugsað til töðunnar heima
hjá sér, enda var brakandi þerrir, og hefur
honum þótt óþarfi að vera að bíða heilan
góðviðrisdag ennþá eptir kaffi og súkkulaði
þjóðræðisfélagsins. Það má annars heita í
meirá lagi óskammfeilið, að narra þannig
heilan hóp bænda til þess að þjóta til
einskis gagns, en sjálfum sér til minnkunar,
suður til Reykjavíkur um hásláttinn, og
eyðileggja þannig fyrir þeim 4—5 beztu
dagana af sumrinu. Þá mun líklega ein-
hverja muna um minna; að minnsta kosti
er svo að sjá, þegar þeir telja það óþol-
andi álögur, sem þeir fái ekki undir risið,
ef kaffipundið hækkar um 3 aura vegna
tollhækkunarinnar. Jafnvel þótt þeir fái ein-
hverja þóknun fyrir vinnutapið, þá getur
það trauðla bætt skaðann að fullu. Það
væri því ekki nema eðlilegt, að brúnin
kynni að síga á einhverjum, þegar hann er
kominn heirn og fer aðgera upp reikning-
inn.
En svo eg víki aptur að skrípaleiknum, þá
voru götudrengirnir ( sjöunda hirnni og brunnu
af löngun eptir að gera einhvern „skandala".
Héldu þeir nú upp að þinghúsi með alls-
konar miður fögrum hvatningarorðum, og
sendu þingmönnum þeim, sem staddir voru
uppi á svölunum, tóninn. Einn upprenn-
andi námsmaður og listamaður gekk þar
t. d. um og var að telja menn á að hrópa:
„Niður með þingið", en enginn vildi þó
verða til þess, og sjálfur áræddi hann
það ekki. Loks ruddust allmargir af
þessu fríða liði inn í þinghúsið, en hörfuðu
bráðlega út aptur, enda var lögreglan þá
farin að spyrjast fyrir um nöfti þessara
pilta. Mun þá ekki hafa langað til að fá
nokkurra ára vist hjá Sigga, og þótt ráð-
legast að gera ekki frekar að.
Bændurnir höfðu nú flestallir tínzt f burtu
og mönnum fór nú að leiðast að horfa á
þessi meiningarlausu skrípalæti, og höfðu
sig á brott, en þegar áhorfendurnir voru
farnir, þótti götudrengjunum heldur ekki
neitt „púður" í að vera að þessu Iengur og
höfðu sig líka á brott.
Þannig endaði þessi makalausa mótmæla-
samkoma gegn stjórninni, sem „generalinn"
og legátar hans höfðu verið að undirbúa í
marga daga, og smalað til um allar sveitir
meðal sinna flokksmanna. Þessi samkoma
varð ekki annað en'„grfn“ fyrir fólkið á
kostnað Þjóðræðishersins, sem veitti mót-
stöðutnönnum sínum hér svo einstaklega
gott tækifæri til þess að brosa að einfeldni
hans og barnaskap.
Ahorfandi.
JÞjóðræðislierinn.
Félag eitt er stofnað hér í bænum, sem
nefnist „fijódrœdisféfag". Er Ísafoldar-Björn
helzti frumkvöðull þess. Hann er nú orð-
inn laus við prentun og umsjón á útgáfu
Þingtíðindanna, og má geta nærri, að hon-
um muni hafa verið kærkomið, að þeirri
byrði hefur verið af honum létt, svo að hon-
um gefst tóm til að gefa sig við stofnun og
stjórn þessa mikilvæga félags. Sumir segja,
að fyrirmynd félagsins muni hafa verið
Snörufélagið í Fíladelfíu, sem Björn hefur
svo fagurlega lýst í ísafold fyrir skömmu,
en hvað stjórnina snertir, er það í lfku
sniði og Hjálpræðisherinn, enda á það nú
að verða hjálpræði hinna sameinuðu til þess
að ná völdum á landi þessu, og úthluta
sérhverjum réttilega það, sem honum ber,
af þeim gæðum, er þá falla í þeirra skaut.
Markmið félagsins virðist vera að vekja
svo miklar æsingar í helztu stórmálum þjóð-
arinnar, að menn ekki fáist til þess að at-
huga málin með stillingu og skynsemi og
leiti nauðsynlegra upplýsinga, ‘ heldur ham-
ist í blindni og þyrli upp sem mestu ryki
í kringum sig. Æzti „general" félagsins er
„þjóðarfrömuðurinn" Isafoldar-Björn, en svo
koma skör lægra hver af öðrum, majórar,
óberstar o. s. frv. allt niður að sveitarfor-
ingjum, sem hafa dálftinn hóp til að passa
upp á, svo að þeir villist ekki úr hjörðinni.
En Einar er brúkaður sem „aðjutant", til
þess að nota í hvað sem er, ef á þarf að halda.
Má geta því nærri, að þessi her muni all
ægilegur, þegar hann ryðst fram með sjálfan
„generalinn" og „aðjutantinn" f broddi fylk-
ingar, og lætur óspart rigna „patent“-kúlunum
úr hinu ríkulega sIagorða-„magasíni“ fsa-
foldar. n. n.
Mannalát.
Hinn 24. f. m. andaðist Gtiðmundur
Auðunsson, fyr bóndi á Jafnaskarði í
Stafholtstungum og Lækjarkoti í Borgar-
hrepp, fæddur 5. apríl 1834, kvæntur Guð
rúnu Bjarnadóttur, átti 6 börn með henni.
Fyrirmyndar bóndi að útsjón og fram-
takssemi. Gestrisinn og vinsæll. Bezti
ráðanautur fátækra granna sinna. Sérlega
hagsýnn og auðsæll. Hreppsnefndarmað-
ur í mjög mörg ár, fyrst í Stafh.tungum
síðar f Borgarhrepp. — Verður jarðaður
á Borg 5. ágúst. (E. F.).
Veitt læknishérað.
Hornafjarðarlæknishérað er 6. f. m. veitt
Halldóri Gunnlaugssyni cand. med.
Riddarar
af dannebrogsorðunni eru orðnir Jón
Helgason prestaskólakennari, Zophonías
prófastur Halldórsson í Viðvík og L.
Zöllner stórkaupmaður.
„Kong Trygve“
kom hingað frá útlöndum 31. f. m.,
og með honum nokkrir farþegar, þar á
meðal Halldór Gunnlaugsson cand. naed.
og frú hans. Chr. Fr. Nielsen agent, Hans
Hansson, Sig. Jónsson járnsmiður, Sveinn
Björnsson stúdent, frk. Leopoldína Hall-
dórsdóttir (Daníelss. bæjarfóg.), frú Inger
Östlund og móðir hennar, frk. Dagmar
Bjarnason (frá París) norskur verzlunarm.
Gundersen. Til Vestm. F. A. Bald með
franskan spftala, sem á að byggja þar,
Asgrímur Jónsson málari (frá Vestmanna-
eyjum) o. fl.
Mislingaveikt barn (norskt) var á skip-
inu, hafði fengið mislingana á leiðinni.
Var það þegar sett í sóttvarnarhald hér
og allir þeir á skipinu, er ekki höfðu
áður fengið mislingana.
„Botnia“
kom í fyrradag snemma frá útlöndum,
með tnarga útlenda ferðamenn, en '>Hól-
ar« í fyrrakveld austan um land.
Þýzkt herskip
kom hingað í gærmorgun.
„Modesta“
(Gjestsen), aukaskip Thorefélagsins, kom
hingað frá Leith 2. þ. m. með vörur hing-
að til Reykjavíkur. Skipið fer héðan til
Keflavíkur og Eskifjarðar.
Sjómannablað.
Matthías Þórðarson skipstjóri er tekinn
að gefa út mánaðarrit tim fiskiveiðar og
farmennsku, er nefnist »Ægir«, og er
fyrsta blað þess komið út fyrir skömmu.
Er þar meðal annars allfróðleg skýrsla
um, hvað Norðmenn geri til eflingar fiski-
veiðum sínum, um fiskiklak o. fl. Verð
blaðsins er 2 kr. um árið.
Lausn frá embætti
hefur Þorsteinn Jónsson héraðslæknir
í Vestm.eyjum sótt um frá 1. okt. næstk.
Ný frumvörp auk þeirra, sem nefnd
hafa verið:
Löggilding verzlunarslaðar í Skildinganesi.
Flm.: Ág. Flygenring og Jón Ólafsson.
Stofnun peningalotteris d íslandi. Flm..
Pétur Jónsson.
Fellt frumvarp:
Gjald til landsjóðs frd sýslufélögum, frv.
milliþinganefndarinnar í fátækramálum,
sem stjórnin lagði fyrir þingið, var fellt í
n. d. 31. f. m. með 16: 9 atkv. (með nafna-
kalli).
Þingnefndir:
Aðflutningsbann d dfengi (Nd.): Guðm.
Björnsson, Árni Jónsson, Guðl. Guðm.,
Tr. Gunnarsson, Magnús Andrésson.
fijóðjarðasala (Ed.): Þorgr. Þórðarson,
Guðj. Guðlaugsson, E. Briem, Ág. Flygen-
ring, Þór. Jónsson.
Hefð (Nd.): L. H. Bjarnason, Guðl.
Guðm., Ól. Thorlacius, Bj. Bjarnarson,
Egg. Pálsson.
Vdtrygging sveitabœja (Nd.): Pj.Jónsson,
Þórh. Bjarnarson, ÓI. Briem, J. Magnús-
son, Hannes Þorsteinsson.
Lög frá alþingi:
12. Lög um skýrslur um alidýrasjúkdóma,
(að stjórninni beri að annast um, að
teknar séu árlega skýrslur um hina
helztu alidýrasjúkdóma hér á landi).
13. Lög um að nema úr gildi l. I2/n—fy
um porskanetalagnir í Faxafióa.
14. Lög um að stofna slókkvilið d Akureyri
141
»Taktu undir Indriði!«
Svo er sagt, að þá er sendinefndin gekk
frá ráðherranum og Garðaklerkurinn hafði
skýrt vini sínurn Isafoldar-Birni frá svörum
ráðherrans, þá hafi Björn karlinn hrópað
fyrstur: „Niður með stjórnina", en þá er
Undirtektirnar urðu engar, kallaði Björn:
„Taktu undir Indriði!" og gaut um leið
hornauga til Indriða nokkurs Indriðasonar,
sem er prentsveinn hjá Birni, frændi Indriða
Einarssonar og lftt að manni. Er sagt, að
Indriði hafi svarað þessari áskorun húsbónda
síns með „húrra". Síðan er þetta haft að
orðtaki hér f bænum „Taktu utidir Indriði!"
og er allmjög hlegið að.
Útlendar fréttir o. fl. er
er ekki komst að, kemur i næsta
blaði, fyrri hluta næstu viku.
Vorumerki.
Skrás. 1905 nr. 2. Tilkynnt 26.
júlí 1905 kl. 4,15 síðd. af Þorkeli Þor-
kelssyni Clementz vélfræðing í Reykja-
vík og skrásett 27. s. m. Elgshorn
með fjórum kvíslum og stafirnir E L G
milli kvíshnna:
Vörumerkið á að eins að nota á
reiðhjól og reiðhjólalinii, þar með tal-
in reiðhjól með hreyfivélum (bifhjól)
og motorvagnar (bifreiðar).
Skrifstofu vörumerkjaskráritarans í
Reykjavík 27. júlí 1905.
Charles Lipman
Köbenhavn V. Telegramadr.: „Manlip“
Modtager saltet Lammeköd, Fisk. Laks,
Rogn og Rypcr, som betales med
meget höje Priser. Reference: Den
danske Landmandsbank, Vestetbro
Afdeling i Köbenhavn.
Þinghúsgarðurinn er opinn sunnud.
6. ágúst kl. 1—2V2 e. h.
Leiðarvfsir til lífsáhyrgðar
fæst ókeypis hjá ritstjórununi og hjá dr.
J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem
vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar
upplýsingar.
' uaA O'V’masklner i storste %
-*■ Udvalg til ethvert Brug,
;-s»í^5a^ Fagmands Garanti. — Ingen
'Mjrnnly Agenter. Ingen Filialer, derfor
I Jrfi billigst i Danmark. — Skriv
straks og forlang stor illustreret
\ Prisllste, indeholder alt om
Symaskiner, sendes gratis.
G. J. Olsen, Kibenhavn.
L Nikolajgade 4, mjyplf6
Einar M. Jónasson
cand. jur.
gefur upplýsingar lögfræðilegs efnis,
flytur tnál fyrir undirrétti, gerir samn-
inga, selur og kaupir hús og lóðir o.
s. frv. Heima kl. 4—7 e. m. í Vest-
urgötu 5 (Aberdeen).
Bezt kaup
Sköfatnaði
í
Aðalstræti ÍO.
Til sölu
ibúðarhús, og bæir i Reykjamk og jarðir í
grendinni.
Gísli Þorbjarnarson
heima kl. 1011 og J 4