Þjóðólfur - 09.08.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 09.08.1905, Blaðsíða 3
ÞJÓÐOLFUR. 145 það hafa vissu fyrir, að þjóðin sé henni samþykk, en almenn atkvæðagreiðsla leiði þó aðrar þjóðir í fullan sannleika um afstöðu þjóðarinnar til þessa máls, og geti það létt fyrir viðurkenningunni á sjálfstæði Noregs. Vilhjálmur Þýzkalandskeisari kom 1. þ. m. til Kaupmannahafnar að finna Kristján konung. Hafa þýzk blöð verið með miklar dylgjur um þetta ferðalag keisara. Segja sum, að hann muni ætla að stofna samband milli Þýzkalands, Rúss- lands og Norðurlanda og jafnvel vilja láta loka Eystrasalti fyrir herskipum ann- ara þjóða. Ef til vill á þessi orðrómur einhvern þátt f því, að Bretar hafa af- ráðið að senda flota til Eystrasalts í þessum mánuði. Aðrir telja þó senni- legra, að það eitt sé erindið að leggjast á eitt með Bretum og styðja að konung- dómi Karls Danaprins í Noregi. En all- ir halda að eitthvað sé á seiði. Gufuskipaferðirnar. ísafold segir frá. Hinn 27. f. m. segir Isafold frá því, að fjárlaganefnd neðrideildar hafi hafnað til- boði Tuliniusar um 36 ferðr á ári fyrir einar 10,000 kr. á ári úr landsjóði, en tekið tilboði sameinaða gufuskipafélagsins um 29 ferðir fyrir 30,000 kr. Svo klykk- ir blaðið út með samanburði á kostnað- inum til gufuskipaferða fyr og nú, segir sam. fél. hafa fengið 140,000 kr. yfir- standandi fjárhagstfmabil, en nú hafi Tulinius sparað landinu 80,000 kr. á næsta fjárhagstímabili með undirboði sfntt. Svona segist Isafold frá, en sannleikur- inn lftur töluvert öðruvísi út, eins og nærri má geta, úr því að Isaf. er sögu- maðurinn. Það er rétt, að Tulinius bauð fram 36 ferðir. En hann heimtaði 50,000 kr. á ári fyrir þær úr fandsjóði, en ekki 10,000 kr. Að vísu bjóst T. við að fá framlagið frá Dönum, sem fram að 1903 nam 40,000 kr., en hann þorði þó ekki að eiga það á hættu, og áskildi því að fá 50,000 kr. úr landsjóði, ef hann ekki fengið fram- lagið frá Dönum. En það þorði fjárlaganefndin eðli- lega ekki að eiga á hættu, það því slður sem ráðherrann hafði tjáð nefndinni að hann hefði reynt að fá frjáls umráð yfir framlagi Dana hjá dönsku stjórninni, en ekki fengið, enda hafði ekkert fengist af framlaginu til »Vestu«-útgerðarinnar sællar minningar. Það mátti miklu fremur bú- ast við því, að Tulinius fengi ekkert. Bæði áskildi hann að losna við Færeyjar, en eins og kunnugt er, hefur póstferðun- um milli Færeyja og Danmerkur jafnframt verið haldið uppi fyrir framlagið. Og svo var nefndinni kunnugt um, að sam- einaða félagið ætlaði að keppa um fram- lagið, bjóða það niður eptir því sem verk- ast vildi. Þingið varð því að vera við þvf búið, að borga Tulinius 50,000 kr. á ári, en það var óforsvaranlegt að ganga að því, úr því að ódýrara og í alla staði betra og ábyggilegra tilboð lá fyrir. Auk þess voru ferðirnar, sem Tulinius bauð, miklu lakari og allir kostir hans yfirleitt miklu óárennilegri. Ferðirnar áttu að vísu að verða 36 talsins, millilandaferðir og strandferðir. En af þeim áskildi Tulinius sér að haga 20 ferðutn eins og h o n u m hentaði bezt. Þing og stjórn átti að eins að hafa tök á 16 ferðum. Af þessum 16 ferðum attu einar 9 að verða milli Reykjavíkttr og títlanda og þó a ð e i n s 7 b e i n a r. Hinar 7 áttu að vera strandferðir vest- ttr með landi og austur og norður með. Endastöðin að vestan átti að vera ísa- fjörður, en að norðan Akureyri eða Sauð- árkrókur. Svæðið milli ísafjarðar og Sauðárkróks eða Akureyrar hefði alveg or ð i ð útund a n. »Kong Trygve« og »Kong lnge« áttu að fara strandferðirnar, en svo vant- aði alveg skip á borð við millilanda- skipin, sem við nú höfum : »Ceres«, »Lattra« og »Vesta«. Thorefélagið á attk »kong- anna« að eins »Mjölni« og »Pervie«, en þau eru bæði þannig löguð, að ekki gat kom- ið til mála að brúka þau. Félagið hefði því orðið að kaupa eða láta byggja 3 stór og vöndttð skip í viðbót við »kongana«, en það þótti meir en vafasamt, að það yrði komið í kring fyrir árslok, enda sýnilegt, að til þess mundi þurfa stórfé, en félagið ungt og efnalítið, og ekki nærri því komandi, að það setti nokkra tryggingu fyrir því, að það héldi það sem það hafði lofað. En sam. gufuskipafélagið, sem á líklega jafnmargar miljónir og Thorefélagið á tugi þúsunda — sam. fél. átti í ársbyrjun 29 miljónir 262 þús. kr.—bauðst hinsvegar til að setja 100 þús. kr. að veði fyrir því, að það héldi sín loforð. Auk þess eru skip Thorefé- lagsins eins og kunntigt er miklu lakar mennt eða fáliðaðri en hin. Og ofan á allt þetta bættist hin stór- mikla hætta, er landinu hlaut að standa af því, að félögunum lenti satnan upp á líf og dauða. Annarsvegar gamalt milj- ónafélag, gufuskipafélagið, en hinsvegar lítt þroskaður frumbýlingur, Thorefélagið. Með öðrum orðum svo mikill liðsmunur, að úrslitin gátu ekki orðið tvísýn. Thore hlaut að verða undir, og með því hefði brostið helzta vonin um að geta haldið eitthvað í hemilinn á samein. gufuskipa- félaginu, sem sannarlega þarf að hafa hitann í haldinu. Á móti tilboði Thorefélagsins, sem á að eins 4 báta, stóð hinsvegar ágætt til- boð frá áreiðanlegu félagi, sem á 115 skip, og þannig alltaf getur sett skip 1 skips stað, ef á þarf að halda. Sameinaða gufuskipafél. bauð fram 30 ferðir með gamalreyndurn skipum fyrir 30,000 kr. á ári, alveg án tillits til þess, hvort það fengi nokkuð eða ekkert frá Dönum. Það bauð með öðrum orðum fleiri ferðir en nú höfum vér fyrir 45,000 kr. lægra árgjald úr land- sjóði en nú er. Nú borgar landsjóður félaginu 75,000 kr. á ári eða 150,000 kr. fyrir fjárhagstfmabilið, en ekki 140 þús., eins og ísaf. segir. Auk þessara stórkostlegu affalla ávann Qárlaganefndin það, að enginn er skyldur til að kaupa fæði á skipum félagsins milli hafna, og að farþegar á 1. farrými geta keypt fæði á milli landa á 2. farrými,og þannig ferðast ódýrara á skipum félags- ins en á Thoreskipunum nú. Einasta breytingin, sem í fljótu bragði kynni að virðast vera til hins lakara frá því sem nú höfum vér, er sú, að strand- bátarnir fara ekki nema 4 ferðir í stað 6 ferða. En því varð ekki komizt hjá, úr því að þeir voru látnir fara til útlanda í hverri ferð. Og það mun reynast vel, því að með því einu móti varð komizt hjá hinni mjög svo óþægilegu umhleðslu (omladning) enda voru ferðir þær, er úr voru feldar, júní og ágústferðir, lítið not- aðar, og hringferðir með stærri skipunum settar um sama leyti. Þetta er nú óhæfan, sem fjárlaganefnd- in eða réttara sagt meiri hluti hennar á að hafa gert. Betri ferðir og önnur kjör en nokkru sinni hingað til, Og þó miklu meir en helmingi ódýrari. Kjötsölutilraunir o. fl. Eptir Herm. Jónasson. III. I 33. tbl. Isafoldar þ. á. skrifar hr. bú- fræðiskandidat Guðjón Guðmundsson um mig og kjötsölutilraunirnar. Af því að sumt í þeirri ritgerð getur valdið mis- skilningi hjá þeim, sem lítið þekkja til eða lesa greinina hugsunarlítið, álít eg rétt að fara nokkrum orðum um sum atriði henn- ar almenningi til skýringar. Hr. Guðj. G. segir aðalmarkaðinn fyrir íslenzkt kjöt í Noregi, og álasar mér fyrir það, að eg hafi dvalið skemur þar en í Danmörku. En þar til er því að svara, að eg var um haustið í Noregi við mót- töku og sölu á íslenzku kjöti, og dvaldi þar einnig nokkurn hluta af janúar og febrúar. Lengur áleit eg að eg þyrfti eigi að vera þar, nema ef eg hefði getað dval- ið þar frá því ( apríl og fram í ágúst, til þess að kynnast sem bezt smásölu og neyzlu á íslenzku kjöti. En eg þóttist yfirleitt fá viðunandi þekkingu á söluhorf- um fyrir íslenzkt kjöt í Noregi. Sumir hafa hneykslazt á því, að eg hef haldið því fram, að í Danmörku ætti að vera aðal- markaðurinn fyrir íslenzkt saltkjöt, en flestir munu nú álfta, að eg hafi haft rétt fyrir mér í því. En þar af leiðandi varð eg að kynna tnér betur söluhorfur í Dan- mörku en í Noregi. í Danmörku er síberiska og rússneska saltaða sauðakjötið hættulegasti keppi- nauturinn, en þó er það enn hættu- legra í Noregi, og þar er einnig engu minna að óttast amerfska boraxnautakjötið. En í Danmörku er lítil ástæða eins og stendur, að óttast það. Ástæðan er sú, að yfirleitt leggja Danir séreigi jafnvonda fæðu til munns sem Norðmenn. Ef ís- lenzka saltkjötið kæmi vel verkað og á- reiðanlega flokkað til Danmerkur, mundi það verða það kjötið, er Danir vildu helzt kaupa. Þar á móti myndu Norðmenn leggja meiri áherzlu á að fá kjötið sem ódýrast, þótt það vær mikið lakara. Þá má enginn gleyma, að tollur á kjöti er 5 aura pr. ® í Noregi, eða um 11 kr. á tunnuna, en í Danmörku er kjötið toll- frítt. Þá er það villandi, ef fljótt er lesið, að hr. Guðj. Guðmundsson leggur að jöfnu »netto«verð á því kjöti, sent eg fór með og »brutto«verð á almennu verzlunar- kjöti. En tunna, salt, farmgjald o.fl. o. fl. gerir stryk í reikninginn. Þá hefur hr. G. G. o. fl. orðið matur úr þvf, að nokkuð á aðra tunnu af því kjöti, sem eg /ór með, seldist á 8 aura pundið. En minna hefur þess verið gætt, að ein tunna af lærum seldist um 30 kr. hærra en íslenzkt kjöt seldist samtfmis. Ennfremur ein tunna af kjöti af veturgömlu féi2 krónum, og meiri hlutinn 7 kiónum hærra, og varð því söluhlutfallið lfkt og á síðastliðnu hausti. Allir vita, að eg átti að þreifa mig á- fram- með tilraunum við kjötið. Ekkert var því eðlilegra, en að eitthvað mislukk- aðist. Þeir sem hafa verið í Kaupmanna- höfn og veita nokkru eptirtekt, hljóta að hafa opt séð, að í gluggum hjá smásölum er algengt að sjá íslenzkt kjöt auglýst fyrir 12—35 aura pundið, og þar á milli er allur tröppugangur. Þegar nú smásalinn aug- lýsir opt íslenzkt kjöt á 12 aura pundið, þá er auðsætt að hann muni eigi kaupa það meira en 8 aura. Auðvitað er það eigi nema skemmt kjöt eða mjög illa út- lítandi, er selst svona lágu verði, en dæmi eru lfka til, að fsl. kjöt hefur að eins orðið selt á dýragarða eða grafið í jörð sem ó’brúkandi til alls. Eg bendi til þessa til að sýna, að hér er itm algengt dæmi að ræða. Eg veit, að enginn hefði getað tekið til þess, þótt eg hefði gefið nokkuð af kjötinu, ef það hefði verið nauðsynlegt, og jafnviss er eg þess, að eng- inn heiðarlegur maður ætlast til, að eg reyndi að svfkja út það, er skemmt var af kjötinu, sem þó hefði verið auðvelt. Nei! Eg þurfti að leita mér upplýsinga og sannana í málinu og gefa rétta skýrslu til stjórnar Búnaðarfél. Isl. Það skipti meiru en það, hvort það sem mislukkað var af kjötinu seldist 60 krónum meira eða minna. En hitt er það, að eg fór í skýrslu minni vægum orðum um það kjöt, er kom skemmt frá Rvík. Vil eg því geta þess hér, að það sem mestu skipti, var að tvær af tunnunum voru gamlar og fúlar rauðvínstunnur, ennfremur að oflítið hafði verið saltað í þær, svo að það vottaði fyrir ýldu í kjötinu úr þeim. Þá segir hr. G. G. í grein sinni, að Landbúnaðarfélagið hafi 1902 sent »út nokkuð af kjöti«. Hann segir ennfrem- ur: »Kjöt þetta þótti mjög gott, og seld- ist mikið betur en kjötið hjá H.« (Her- manni). En hér við er það að athuga, að sala á öllu ísl. kjöti, er selt var fyrir- fram, eins og L. Zöllner seldi þá umboðs- sölukjöt sitt, var um 10 kr. hærra á tunnu haustið 1902 en kjöt það, er selt var sam- tímis 1903. Aðtakaþað því til samanburðar eins og hr, G. G. gerir, væri t'als, ef hann hefði nokkra þekkingu á því máli, sem hann eraðræðaum. En óneitanlega þykja mér nokkuð djörf ummæli hr. G. G., þar eð hann sem ráðunautur Búnanarfél. Isl. veit eins vel og tvisvar tveir eru fjórir, að 54 króna skaði varð á þeim 5 tunnum af kjöti, er hann bjó út og sendi fyrir fé- lagið haustið 1902 og ætlað var þá til tilrauna, og eins vel veit hann að þettá o. fL er borgað af þvf fé, sem hann segir að eg hafi eytt til ferðar minnar. Virðist því að frágangur á hans á því kjöti hafi eigi verið miklum mun betri en á kjöti því, er niér var búið í hendtir og sent frá Reykjavík haustið 1903. Enda er slíkt eðlilegt, því að sá, er bjó út kjötið, sem mér var sent frá Rvík, hafði haustið áður aðstoðað hr. G. G. við frágang á því kjöti, er hann sendi þá, og fylgdi hann sömu aðferð við kjötið og hr. G. G. hafði áður fylgi. Tortryggilegt virðist það, hve mikið hr. G. G. fer með af vísvitandi ósannindum í nefndri grein, þótt eg álíti eigi ómaks vert að hrekja það. En mörgum er kunn- ugt, hvernig hr. G. G. titraði af reiði, þegar hann var eigi kosinn til utanfarar- innar í stað mín. Þó virðist stjórn Bún- aðarfél. Isl. nokkur vorkun, að hún kaus eigi hr. Guðj. til fararinnar, þar sem alls- enginn árangur hafði orðið af sams- konar ferð hans áður til útlanda. IV. Stjórn Búnaðarfél. ísl. hefur orðið fyrir miklu álasi fyrir það, að hún fól mér á hendur kjötsölutilraunirnar og skömmum heftir rignt yfir mig. Þó eru það að eins þrír, er hafa verið þau hraustmenni, að skrifa með nafni, en það eru þeir herrar Guðjón búfræðiskandidat, Magnús dýra- læknir og Stefán gagnfræðakennari. Það er f mesta máta athugavert, þegar menn, sem vilja teljast miklir föðurlands- vinir, og setn ennfremur lifa á landsins fé, skuli gera sitt ítrasta til að spilla fyrir einu helzta velferðamáli landsins, velferða- máli, er segja má, að byggð sumra héraða velti á. Engu síður er það athugavert, að hjá þeim skuli ráða meira óvild og illkvitni til mín, en naaðsyn landsmanna. Það kvað svo ramt að þessu, að þeir þoldu eigi að bíða eptir því, hvort nokk- ur árangur sæist af ferð minni, eða hvort þeir fengju ástæður til að skamma mig með rökum. Eg hef þó gengið fram hjá að svara þeim óþverra, er alls ekkert snertir rnálið, eða er svo illkvittnislegt eða fakænlegt, að eigi er svaravert, enda sennilegt, að þessir uppalningar hins op- inbera sleppi eigi úr góðum höggfærum, þótt beðið sé eptir því tómi, að góðtt málefni þurfi eigi að blanda við.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.