Þjóðólfur - 09.08.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.08.1905, Blaðsíða 2
144 ÞJOÐÓLFUR. ann til Austurlandsins, með því að það sparaði meira en 300,000 kr. á því. Það mætti ekki einungis taka tillit til vega- lengdar. heldur einnig til dýpis o. fl. A litlu dýpi kostar síminn miklu meira en á miklu dýpi. Að því er snerti aðfinningar Skúla um heimaríki ráðherrans, kvaðst hann einmitt hafa sýnt það með embættisveitingum sínum, að hann vildi vera óhlutdrægur og ekki gera mótstöðumönnum sínum rangt tii. Aðalumræðurnar voru milli Skúla og ráðherrans. En auk þess töluðu þeir fíjöt n Kristjánsson, Einar Þórðarsott, Ol- afur fíriem og Lárus fíjarnason. Björn kvartaði yfir, að gömlu frímerkin hefðu verið seld eptir þann tíma, sem á- kveðið hefði verið að þvl skyldi hætt, en það kvað ráðherra sér ókunnugt um, og ef svo hefði verið, þá hefði það verið á móti skipun stjórnarráðsins. Ennfremur hafði Björn einhverjar athugasemdir að gera viðvíkjandi landsbankanum, en byggt var það á misskilningi að mestu leyti. Séra Einar var eitthvað að fetta fingur út í, að landritara hefði verið sett það skilyrði, að segja af sér þingmennsku, en þó virtist honum það vera rétt. Olafur Briem kvað stjórnina eiga að gefa þjóðinni vitneskju um fyrirætlanir sínar ■og hvaða málum hún starfaði að. Kvað hann það illa farið, að þjóðin hefði ekki fengið að vita um titsímasamninginn fyr en seint og síðar meir. Ráðherrann kvaðst þegar hafa skýrt frá samningnum á fjölmennum fundi í Rvík og svo hefði öllum staðið til boða að sjá hann hjá sér, en það væri ekki sín sök, þó að blöð andstæðinga sinna hefðu ekki viij- að færa sér þaðí nyt. Lárus tók undir það með Skúla, að rétt- arástandinu í landinu væri nokkuð ábóta- vant. Þótti honum sumir dómar yfirrétt- arins bera vott um það og framkoma sumra démaranna opinberlega (t. d. í blaða- greinum) gefa litla tryggingu fyrir óhlut- drægni yfirdómsins. Gaf hann deildinni dálítið sýnishorn af einni af ritsmíðum r. yfirdómarans (í greininni „Til hans Finns" í „Isafold" 29. marz 1902) og minntist á landráðabrigsl 2. yfirdómarans til ráðherr- ans 1 „Ingólfi" nýlega. Útlendar fréttir. Kanpmannahöfu 22. júlí. Danmörk. 17. þ. m. kom hans hátign, konungur vor K r i s tj án IX. aptur hingað til höfuðborgarinnar úr utanlandsför sinni og tók aptur við stjórninni, er krónprins- inn hafði haft á höndum í brottveru hans. Konungur hefur dvalið um tveggja mán- aða tíma, eptir vanda, sér til heilsubótar í Wiesbaden og Gmunden. Heilsa hans er altaf hin bezta. Undanfarna daga hafa staðið allmargar greinar í norskum blöðum um það, að norska stjórnin hefði í huga að bjóða ein- hverjum dönskum prins konungdóm í Noregi, ef ekki fengist konungsefni af ættinni Bernadotte. Til hefur verið nefnd- ur Valdemar prinz, en þó einkum Carl prinz næstelzti sonur krónprinz Fredriks. Hann er, eins og mönnum er kunnugt, kvongaður frænku sinni, prinsessu Maud, dóttur Játvarðar Englakonungs, en hún er bræðrungur prinzessu Margrethe af Connaugth, er nýlega giptist hinum til- komandi sænska ríkiserfingja, Gustaf Ad- o!f. Norðmönnum þykir mikils vert um þessar mægðir Carls prins við ensku kon- ungsættina og hyggjast munu fá traust hjá Englandi, og ef til vill bandalag við það, ef hann yrði konungur þeirra- Um þenn- an fyrirhugaða konungdóm prinz Carls í Noregi hefur verið rætt mikið og ritað í enskum og þýzkum blöðum. Menn á- líta að ferðalag Vilhjálms Þýzkalands- keisara til Svlþjóðar og ef til vill hingað til borgarinnar standi í sambandi við rík- iserfðirnar í Noregi, því það er fullyrt, að keisarinn vilji alls ekki að Noregur verði lýðveldi, en muni stuðla að því, að dansk- ur prinz verði konungur í Noregi, ef ekkí fæst konungsefni þangað hjá sænsku kon ungsættinni. Þessa dagana vekur koma hins þýzka flota tnikla eptirtekt og hátíðahöld hér í borginni. Undanfarnar vikur hefur mesti hluti þýzka Eystrasaltsflotans haft heræf- ingar vlðsvegar um Eystrasalt, einkum upp við strendur Svlþjóðar og við Jótlands- skaga. í fyrra dag kl. ix kom nokkur hluti flotans hingað til borgarinnar. Það voru 6 herskip af fyrstu röð og 4 minni sem komu. Það var mjög áhrifamikil sjón, að sjá, þegar hinir gráhvftmáluðu stóru og háreistu bryndrekar sigldu hér inn á ytri höfnina, fyrst hvor við hliðina á öðrum og svo í halarófu með stóradmír- alskipið í broddi fylkingar. Hinar mestu veizlur og hátíðahöld áttu sér stað hér í borginni til fagnaðar hinu þýzka sjóliði, sem oflangt yrði hér upp að telja. Rnssland. Um rniðjan þ. m. var lög- reglustjórinn í Moskva, S h u v a 1 o v greifi myrtur. Morðinginn notaði það bragð til þess að framkvæma hryðjuverkið, að hann rétti lögreglustjóranum bænarskrá með annari hendi, en með hinni skaut hann 5 skammbyssuskotum á hann. Shu- valov dó skömmu eptir aðförina. Þetta morð spyrst mjög illa fyrir, því að lög- reglustjórinn var vel látinn af öllum lýð, og harma Moskvabúar mjög fráfall hans. Hann hafði þann mannúðlega sið, að taka á móti öllum, hvort sem þeir voru háir eða lágir, er leituðu áheyrnar hjá honum. Hann dó vegna góðvilja síns og mannúðar. Semstvofundur í Moskva. 18. þ. m. komu 284 Semstvofulltrúar saman í Moskva til þess að ræða um stjórnarfyrirkomulag Rússlands og um frumvarp það til stjórn- arbótar, er Bulygin innanríkisráðgjafi samdi í vetur. Stjórnandinn f Moskva hafði, gegn eig- in sannfæringu, en eptir boði frá Trepov, fyrirboðið að haldin yrði þessi samkoma og hótað að láta Kósakka tvístra henni, ef reynt yrði að halda hana. Hvorki bann né hótanir höfðu þó áhrif á „semstvoana", og fulltrúarnir svöruðu lögreglunni þannig: „Fyrirbjóðið þér bara, en sjálfur zar- inn hefur boðið oss að fjalla um stjórnar- bótarmálefni Rússlands og vér viijum hlýða zarnum". Daginn eptir var fyrsti fundurinn hald- inn í húsi Paul D olgo rukoffs greifa, og var Haydn greifi valinn til fundar- stjóra. Fundurinn hófst með þvl, að Trubetzkoi fursti, sá sami er hafði fengið góðar viðtökur hjá keisaranum 19. júní — hélt ágæta ræðu, er inikill rómur var gerður að. Hann endaði ræðu sína með því, að lýsa því yfir, að þessi sam- koma væri algerlega leyfileg, þar sem vilji keisarans stæði yfir lögreglunni. Annars er lítt kunnugt um, hvað gerðist á Semstvofundi þessum. Þó vita menn að fundurinn var í flestum atriðum mót- fallinn frumvarpi Bulygins. Þessir sömu fulltrúar koma aptur saman 28. ágúst nk.. Það er fullyrt, að keisarinn ætli að kalla saman fulltrúa til aílsherjar þjóðþings um allt Rússaveldi. Keisarinn fer til Moskva með miklu föruneyti seint í þessum mán- uði, og er för þessi sett í samband við samanköllun þjóðþingsins. Nú loks hefur Rússland og Japan valið fulltrúa til að fjalla uro friðarsamning- inn í Washington. Fyrir Rússlands hönd mæta þeir barón Rosen, sem nú er sendiherra Rússlands í Washington, en var áður fulltrúi þess í Tokio, og sjálfur ráðaneytisforseti Rússlands stjórnmála- garpurinn Witte. En fyrir Japans hönd mæta þeir Takahira Kogara, sendiherra Japana I Washington, og K om- ura utanrfkisráðgj. í Japan. Bæði Witte og Komura eru nú komnir áleiðis til sam- komustaðarins Washington. Það er eptirtektarvert, að keisarinn valdi Witte til þessarar mikilsverðu og erfiðu stöðu. Eins og kunnugt er. hefur hann alltaf verið mótfallinn hernaðarpólitíkinni og var einn af þeim, er löttu stjórnina mest til að leggja út í stríðið við Japan. Menn eru góðrar vonar ura, að Witte með stjórnkænsku sinni takist að komast að þeim samningum við Japan, er Rússland geti gengið að. Síðustu orð keisarans til hans, áður en hann lagði af stað voru : „Vér viljum frið, en þó að eins þann frið, sem er sam- boðinn virðingu Rússlands". Flotaráðgjafi Rússl., Avellan, hefur fengið lausn, og viceadmiráll Birilew hefur verið útnefndur til þeirrar stöðu. Hinn nýi ráðgjafi starfaði mest og bezt að útbúnaði Eystrasaltsflota Rússa, er eyðilagðist í orustunni við Tsushima. Ameríka. 17. þ. m. lagði hinn alkunni heimskautsfari, lautenant Peary, af stað frá New-York á gufuskipinu „R o o s e v e 11“ í nýjan leiðangur til að reyna að kom- ast til norðurheimskautsins. Peary þyk- ist nú alveg viss um, að fyrirætlun sín muni takast I þetta sinn. Skipið „RoseveIt“ er smíðað til ferðarinnar ein- göngu, og er afarramgert. I því eru vist- ir til tveggja ára fyrir heimskautsfarana og þráðlaus loptskeytastöð. Meðal hluttak- enda leiðangursins eru 3 konur, þar á meðal kona Peary’s og jómfrú ein, að nafni Monie Robb. Það gekk erfitt með að fá lækni til ferðarinnar, því að skil- málar voru þeir, að hann einn skyldi fylgja Peary síðustu vegalengdina til pólsins. Förinni er heitið gegnum Smithssund og þaðan til Grænlands. Frá Grænlandi hyggst Peary svo að komast á 5 mánuðum til norðurpólsins. í gær sprakk ketill í gufubát í borginni San Diego í Kaliforníu. 27 manns misstu lífið og 70 særðust. Stríðið milli Rnssa og Japana. Það helzta, sem borið hefur til tíðinda f stríð inu milli Rússa og Japana nú upp á síð- kastið, er, að Japanar eru byrjaðir að leggja undir sig eyjuna Sachalin. Þeir komu til eyjarinnar fyrir miðjan mánuðinn með allstóran flota og 14,000 manna af-herliði, og tókst strax að ná höfuðbænum Kor- sakovsk. Hinar rússnesku hersveitir brenndu þó bæinn, áður þærhörfuðu brott. Sagt er og, að Japanar hafi nýlega land- sett mikinn landsafla norður við Wladi- vostok og sé hanu nú kominn til Tum- enfljótsins. Er búizt við, aðjapönum tak- ist brátt að innibyrgja Wladivostok eins og Port Arthur, og setjast um hana. — Frá hersveitunum í Mandsjuríinuhafaeng- in tíðindi borizt, enda eru orustur þar ó- framkvæmanlegar, því að rigningartíminn þar er byrjaður. Eng’laml. Við atkvæðagreiðslu í neðri deild enska parlamentsins 1 gær, um hin írsku búalög, beið stjórnin ósigur, og fengu andvígismenn hennar þriggja atkv. meiri hluta. Þeir gerðu strax hinn mesta ys og þys að ráðaneytisforsetanum Bal- four með hrópum og köllum og mikilli háreisti, og hinn írski þingm. Redmond stökk upp á borð og spttrði hann, hvort ráðaneytið mutidi nú ekki loks sjá sóma sinn og segja af sér. Balfour tók öllum þess- um ærslum með mikilli stillingu, og kvaðst mundi hugsa sig um áður en hann sækti um lausn fyrir ráðaneytið, og að ekki væri afgjört með þessari atkvæðagreiðslu, að stjórnin væri í minni hluta í parla- mentinu. Morðtilrnnn við Tyrkjasoldán. í gær- dag er soldán, eptir endaða trúarathöfn í Sofíumusterinu, ætlaði að stíga upp f vagn sinn, var sprengikúlu kastað að hon- um. Soldán slapp þó sjálfur óskaddaður frá atlögunni, en 25 manns, er voru þar £ nánd misstu lífið og um 60 særðust. Vlðauki. Rvík 4. ágúst. Með »Botnia« bárustnokkuð yngri fregn- ir, og eru þær merkastar, að nefnd sú, sem valin hafði verið á ríkisþinginu sænska til þess að athuga uppástungur stjórnar- innar, um að slfta sambandinu milli Svíþjóðar og Noregs, hefur látið uppi álit sitt 25. f. m. Hefur hún 1 einu hljóði hafnað að fallast á uppá- stungur stjórnarinnar og veita henni um- boð til að semja við stórþingið norska um það efni. Hún vill ekki láta þing og stjórn fást neitt við þetta mál, fyr en norska þjóðin hefur á ný látið það ótví- ræðilega í ljósi, annaðhvort með atkvæða- greiðslu um land allt eða með nýrri stór- þingsályktun að afstöðnum nýjum þing- kosningum, að hún vilji slíta samband- inu, en þá sé ekkert þvf til fyrirstöðu að semja um það mál, ef Norðmenn fara þess aptur á leit. Ennfremur vill hún láta stjórnina afla 100 milj. kr. annað- hvort með láni eða á annan hátt, til þess að hafa tii taks, ef þinginu finnst ástæða til að nota þetta fé til einhverra framkvæmda, er snerta þetta mál. Loks nefnir nefndin nokkra skilmála, sem Norð- menn verði að ganga að, ef til samninga kæmi, og er þeirra merkastur sá, að víg- girðingarnar á landamærunum milli Nor- egs og Svíþjóðar verði rifnar niður, og nýjar ekki reistar. Það er talið efalaust, að tillögur nefndarinnar fái fram að ganga á þinginu. Hefur R a m s t e d t ráðaneyt- isforseti því þegar beiðst lausnar. I Svíþjóð eru menn almennt mjög á- nægðir yfir þessari stefnu þingsins í mál- inu, en Norðmönnum þykirþessir skilmál- ar vera nokkuð harðir. Þó eru nokkur llk- indi talin til, að þeir muni ganga að kröfunni um almenna atkvæðagreiðslu eða nýjar kosningar. Reyndar mundi slík ný ályktun geta skoðazt sem vottur um, að ályktunin 7. júní hefði ekki verið fullgild, og það vilja þeir ógjarnan viður- kenna, en aðalatriðið fyrir þeim er þó að fá kröfum sínum í raun og veru fram- gengt, hvað sem formlegum smámunum líður. Balfour hefur nú lýst yfir því í enska þinginu, að hann finni ekki ástæðu til þess að segja af sér, þó að hann hafi orðið undir við atkvæðagreiðsluna í búö- lögunum írsku. Vakti það illan kurr með- al andófsmanna og ákafar umræður í þinginu. Vilhjálmur keisari er nú á ferðalagi í Eystrasalti. Hefur hann f þeirri ferð hitt Óskar Svíakonung að máli, en hitt þykir þó meira um vert, að í Borga á Finnlandi kom Rússakeisari til fundar við hann 23. f. m. Blöðin þykjast þess fullviss, að her muni eitthvað mikið undir búa, og spreyta þau sig á því að ráða í, hvað það muni vera. Rvík 9. ágúst. Með »Ceres« hafa borizt blöð til 2. þ. m. Helztu fréttir eru, að stórþing- ið n o r s k a hefur samþykkt, að um miðjan þennan mánuð skuli atkvæða- greiðsla fara fram um land allt um stór- þingsályktunina 7. júní. Að vísu kveðst

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.