Þjóðólfur - 09.08.1905, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 09.08.1905, Blaðsíða 4
146 ÞJÓÐÓLFUR. Liðsafnaðurinn. I síðasta blaði »Fj.konunnar« eru upp- taldir allir þeir aðkomumenn, sem skrif- uðu sig á skjalið hjá »generalnum« 1. þ. m. Sést á þeirri skýrslu, að þeir hafa alls verið 230, en því nær tveir þriðju hlutar þeirra allra (eða 142) vorti úr Gullbringu- og Kjósarsýslu, en einungis 88 úr öllum hinum sýslunum fjórum (34 úr Rangárvalla-, 20 úr Arness-, 11 úr Borgarfjarðar- og 23 úr Mýrasýslu) eða töluvert færri heldur en ætlast var á um í Þjóðólfi síðast. Það hafa verið Kjalnesingar og Kjósarmenn, Alptnesing- ar, Hafnfirðingar og Vatnsleysustrandar- menn, sem mest hafa fyllt upp á fundun- um, því að úr öðrum hreppum Gullbringu- og Kjósarsýslu komu mjög fáir. Tollhækkunarlögin eru nú staðfestaf konungi 29. júlí á Bernstorf, að sjálfsögðu utan ríkisráðs. Mun Valtýingum þykja það miður góðar fréttir, að íslenzk lagafrumvörp séu stað- fest á þann hátt. Þeim er svo meinilla við, ef sú stjómarfarsregla færi að tfðkast. Ritsímanefndarálitið er nú fullprentað í dag. Er það afarlangt (um 16 arkir) með mörgum fylgiskjölum. Rin nefndin hefur klofnað. Eru í meiri hlutanum : Guðl. Guðmunds- son (form. og framsögum.), Guðmundur Björnsson (skrifari), Árni Jónsson, Jón Jónsson og Björn Bjarnarson. En í minni hlutanum eru eins og vænta mátti Skúli Thoroddsen og Björn Kristjánsson. Vegna þess, hversu mál þetta er þýðingarmikið, verður álit nefndarinnar (meiri og minni hluta) að tilhlutun forsetanna prentað í allstóru upplagi og afhent öllum þing- mönnum til útbýtingar meðal almennings. Frá nefndarálitinu verður síðar skýrt hér í blaðinu. En þess skal að eins nú þeg- ar getið, að meiri hlutinn kemst að þeirri niðurstöðu, er hann rökstyður ítarlega, að sæsíma- og landsímasamband sé ekki að eins langtryggast og ódýrast, heldur langgagnlegast fyrir landið. Skipaferðir. »Hólar« fóru austur og norður um land í fyrradag. »Ceres« kom hingað frá útlöndum í gærmorgun og með henni margir farþeg- ar, þar á meðal Sigfús Eymundsson bók- sali, Ari Jónsson cand. jur. o. m. fl. »Kong Trygve« fór til Vesturlands- *ns f gærkveldi. »Botnia« lagði á stað til útlanda 1 gærkveldi. Hollenzkt herskip kom hingað í fyrradag. O. P. Monrad, norski presturinn, sem var hér í fyrra, hélt fyrirlestra f Báru- búð á laugardag og sunnudag, hinn fyrri um Henrik Wergeland og hinn síðari um nokkur atriði úr eddukvæðunum. VeOurátta hefur verið mjög hryssingsleg undanfar- ið, hvassviðri mikið og fremur kalt. Marconi-loptskeyti hafa borizt 4. og 8. þ. m. og eru þar þess- ar fréttir helztar: 4. ágúst. Zarinn hefur setið á ráðssamkomu til þess að íhuga fyrirkomulag á þjóðþingi. Eptir ákvæðum þeim, sem búist er við að aðhyllst verði, eiga' kosningar að gilda til 5 ára. Keisarinn hefur rétt til þess að lengja þingtímann og leysa upp þingið og að takmarka starfstíma þingsins eptir því, hve mikil störf liggja fyrir því. Kosn- ingar skulu fara fram 1. október og þing ið koma saman i.nóvember. Samkomurn- ar eiga að# vera fyrir luktum dyrum og hver þingmaður fá 1 pund sterling á dag. Hr. Witte hefur sagt tíðindamanni blaðs- jns New York Herald, að hann sé hrædd- ur um, að friðarsamningarnir strandi inn- an viku sakir þess, hve Japanar gera ó- hæfilega harðar kröfur. Meginhluti setuliðsRússaáeynni Sjaka- lín gafst upp 31. júlí. Þar á meðal land- stjórinn, 70 foringjar og 3200 hermenn. Varningur allur og skjöl viðvíkjandi stjóm landsins og hersins féll í hendur Japana. Friðarfundurinn byrjar 8. ágúst. New York Herald segir, að hr. Witte sé að semja um ný lan við einn eða tvo helztu banka í Amerfku, og séu góðar horfur á um það. Brauns verzlun ,Hamburg‘ Aðalstræti 9. Telef. 41. K a r 1 m a n n a fö t, s u m a r y fi r fr a k k a r ogdrengjaföt fást kvergi betri að gæðum, sniði og verði. Enginti hefur antiað eins molskinn og Braun, hvorki i dúkum eða tilbúnum fötum, enda flýgur það líka út, ekki síður en klœðið góða á 3,50 og krónu-sængurdúkurinn tvíbreiði. 8. ágúst. Japanar ertt að bollaleggja, hvort þeir eigi heldur að veita s a k am ön n un u m rúss- nesku á Sjakalín frelsi með því skilyrði, að þeir flytji út til annara landa, eða að fara með þá yfir i lönd Rússa og selja þá Rússum í hendttr. Herfangarnir hafa ver- ið fluttir til Japan. Innanlands-ástandið áRússlandi er ennþá ískyggilegt. Margir verkfallsmenn hafa verið drepnir af herliði. Japanar hafa sett á fót borgaralega stjórn í Dalny og Port-Arthur. 5 þús. jap- anskir innflytjendur hafa lent í Inkau. Eptir því sem íréttaritara einum segist frá, er lið Japana í Mandsjúríinu ándspæn- is Rússum 430,000 manns með 1600 fall- byssur. Veðuráttnfar í Rvík í júlímán. 1906 Meðalhiti á hádegi . + 10.4 C. —• nóttu . 4- 5.7 „ Mestur hiti - hádegi . + 16 „ (ir). Minnstur — - — . -f- 7 „ (23-, 24-)- Mestur — - nóttu . + 9 „ Minnstur— - — . (16., 17.). Þessi mánuður hefur verið kaldari en í fyrra; opt verið við háátt með kulda, en optast hægur; eini dagur sem var verulega hlýr, var 11. (16 stig) '/s—'05. J. Jónassen. Það er annálað um allt land, hvað Braun selji góða og ódýra borð- dúka, handklæði, náttkjóla, nátttreyjur og skyrtur, En frægastur er þó Braun fyrir vindlana sína. l/g tyrirhæsta \&o' m'o tfWf verð eptir fen SELUR allsk útlendar vi vorur JdVÍk ^ea Uerd/ e£>t //- 50,000 kr. gefnar til að auglýsa sig. — Sendið kr. i,5oípóst- ávísun (ekki frím.) til umbúða og afgreiðslu- kostnaðar, þá fáið þér ókeypis þessar vörur: 1 kínematograf, 1 reiknivél, 1 karlmannshring úr ósviknum gullmálmi, 1 samsk. kvennhring með rauðum eða hvítum steinum, 1 fyrirtaks- fína slipsnál með rauðum, grænum eða bláum steini, 1 kvennbrjóstnál, 1 spegil, 1 pung, 1 hálskeðju úr kóralla-stælingu. — Ath:. 10,000 kr. ábyrgjumst vér hverjum, er þessu sinnir, ef vér sendum ekki vöruruar. — Skrifið til: „Handelskontoret Merkur, Malmö, Sverrig". Mustads Fiskekroge (fabrikerede i Norge) er de bfedste Fiskekroge, som er i Handelen. Anvendes hovedsaglig ved Fiskerierne i Lofoten, Finmarken, New Foundland samt ved alle större Fiske- rier hele Verden over. — Mótorbátur til sölu Tapazt hefurferðakíkirúrsvörtustáli, með leðurreim, 2. ágústm. á veginum frá gróðrar- stöðinni við Valhöll austur að Skógarkoti. Finnandi skili honum á afgreiðslustofu Þjóð- ólfs gegn góðum fundarlaunum. Vogrek. Þ. 24. marz þ. á fannst bátur ó- merktur á sjó fram undan Grindavík; lengd 8 áln., 21 þum!., breidd 2 áln. 19 þuml. Byggður úr furu og bauju. 3 ræði eru á hvort borð og 5 þóptur og bekkur að auk fyrir gafli, málaður svartur að utan, en grænn að innan. Sá, sem innan árs og dags frá síð ustu birtingu þessarar auglý.singar sannar eignarheitnild sína áð bat þess- um, fær útborgað hér á skrifstofunni uppboðsandvirði hans að frádregnum öllum kostnaði. Skrifstofu Gullbr,- og Kjósarsýslu 24 júlí 1905. Páll Einarsson. 1 QVma8klnop i sterste Udvalg til ethvert Brug, Fagmands Garanti. — Ingen Agenter. Ingen Filialer, derfor billigst i Danmark. — Skrív straksog forlang stor illustreret Prisliste, indeholder alt om Symaskiner, sendes gratis. G. J. Olsen, Kgbenhavn. Nikolajgade 4, mjyolf '.WÞA Dökkjarpur hestur, á að gizka miðaldra, er 1 óskilum á Stóra-Botni í Borg- artjarðarsýslu. Varð þar fyrst vart fyrir hálfum mánuði. Mark: sýlt og standfj. apt. h. Stóra-Botni 6/s—05. Helgi Jónsson. með 4 hesta aflvél í. Báturinn er injög örskreiður og sérlega hentugur til fólksflutninga og skemtiferða. Mikil reynsla er fyrir því, að mótorinn í bát þessum gengur framúrskarandi vel og er mjög traustur. Lysthafendur snúi sér til undirskrifaðs og semji um kaup og borgunar skilmála. Reykjavík, Lindarg. 10. 3. ágúst 1905. Bjarni Þorkelsson skipasmiður. Beint frá Vínarborg hef eg nú fengið stórt úrval af mjög góðu og fallegu HÁLSLÍiNI sem eg frá í dag og til þjóðhatíðar sel allt að því helfllingi Ódýrara en áð- ur. T. d. Flibba fjórfalda 5 cm. br. að eins 25 aur. Flibba fimmfalda áður óþekkta hér 40 aura. Manchettur áður 1 kr., nú 65 aura, og allt annað eptir þessu. Tilheyrandi mjög fína harða Hatta svarta og brúna úr ekta hárfilti. F0T á drengi og unglinga. Loks töluvert af FataefnuiH í viðbót. BANKASTRÆTI 12 Guðm. Sigurðsson. Bezt kaup á Sköfatnaði í Aðalstræti 10, Einar M. Jónasson cand. jur. gefur upplýsingar lögfræðilegs efnis, flytur mál fyrir undirrétti, gerir samn- inga, selur og kaupir hús og lóðir o. s. frv. Heirna kl. 4—7 e. m. í Vest- urgötu 5 (Aberdeen). Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.