Þjóðólfur - 18.08.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 18.08.1905, Blaðsíða 2
152 ÞJÓÐÓLFUR. til unglingaskóla, (þó ekki yfir 500 kr. til hvers og gegn því að jafnmiklu sé varið úr sveitarsjóði eða annarsstaðar að), 10 þús. kr. styrkur síð. á. til að koma upp heima- vistarskólum utan kaupstaða (gegn því að skólabéruðin leggi jafnmikið fé til bygg- ingarinnar), 2500 kr. þóknun hv. á. til um- sjónarmanns yfir barnaskó'um og alþýðu- fræðslu, 2500 kr. styrkur hv. á. veitist lög- fræðingi til þess að búa sig undir að verða kennari við lagaskólann og 3000 kr. f. á. og 5000 kr. sfð. á. veitast sýslunefndum (þó ekki yfir 300 kr. til hverrar) til að halda uppi fræðandi og vekjandi fyrir- lestrasamkomum til sveita á vetrum. Til visinda og bókmennta veitast 96 þús. kr., þar á meða! 600 kr. hv. á. til Sögu- félagsins í Rvfk, 800 kr. hv. á. til Ben. Gröndal, 300 kr. hv. á. til cand. mag. Sig fúsar Blöndal til að vinna að íslenzk- danskriorðabók, 300 kr. á ári til Br. Jónssön- ar til fornmenjarannsókna, 500 kr. á ári til Páls Ólafssonar, 800 kr. á ári til Þorstems Erlingssonar, 800 kr. á ári til Vald. Briem’s, jjoo kr. á ári til Bindindissameiningar Norð- urlands og 1600 kr. hv. á. til stórstúku Goodtemplara, 1000 kr. hv. á. til Biblíu- félagsins, 1000 kr. hv. á. til Leikfélags Rvfkur, 1000 kr. hv. á. til cand. mag. Boga Melsteds til að semja Islandssögu og 1200 kr. hv. á. til Jóns Jónssonar sagnfræðings til að rannsaka og rita Islandssögu og halda sögulega fyrirlestra, 600 kr. hv. á. til Bjarna Sæmundssonar skólak. til fiski- rannsókna, til landmælinga á Islandi 5000 kr. hv. á. og 1000 kr. f. á. til að gefa út lýsing af ísl. fjallvegum, 600 kr. hv. á. til Ásgríms Jónssonar málara og 500 kr. hv. á. til Benedikts Jónassonar til þess að stunda nám á verkfræðingaskóla í Þránd- heimi, 3000 kr. hv. á. til Helga Pétursson- ar tii jarðfræðisrannsókna og 1200 kr. hv. á. til Helga Jónssonar til mýra og grasa- fræðisrannsókna. Til verklegra fyrirtœkja veitast 309 þús. kr., þar á meðal til búnaðarskóla 12,100 kr. f. á. og 11,600 kr. síð. á., til Torfa Bjarnasonar 1 Ólafsdal 1500 kr. síð. á. til verklegrar búnaðarkennslu, til búnaðarfé- laga 24 þús. kr. hv. á., til búnaðarfél. Is- lands 41 þús. f. á. og 44 þús. kr. síð. á., til sama fél. til kennslu í mjólkurmeðferð 4000 kr. f. á. og 3000 síð. á., til skógrækt- artiirauna 7500 kr. hv. á., til sandgræðslu 360© kr. f. á. og 2000 kr. síð. á., til verð- launa fyrir tátflutt smjör 15 þús. kr. hv. á.; til verkfræðings, er sé til aðstoðar land- stjórn og héraðsstjómum 3000 kr. í laun og 500 kr. í ferðakostnað; til Hólmgeirs Jenssonar til að stunda dýralækningar 300 kr. hv. á., til útrýmingar fjárkláðanum 5000 kr. f. á.; til Iðnaðarmannafél. í Rvík 4000 kr. f. á. og 5000 kr. s(ð. á. til að koma upp og reka tekniskan skóla í Rvfk og 1200 kr. á ári til að styrkja iðnaðarinenn til utanfara; til Iðnaðarmannafél. á Akur- eyri til að reka iðnaðarmannaskóla á Ak- ureyri 1000 kr. hv. á. og íooo kr. hv. á. til að styrkja íðnaðarmenn til náms er- lendis; til Iðnaðarmannafél. á Isafirði til kveldskólahalds 800 kr. hv. á.; til Kaup- mannafélagsins og Verzlunarmannafélags- ins í Rvík 1500 kr. hv. á. til að halda uppi skóla fyrir verzlunarmenn í Rvfk; 1000 kr. hv. á. utanfarastyrkur til manna, er vilja kynna sér kaupfélagsskap og samvinnufé- lagsskap erlendis og læra bókfærslu, er þar að lýtur (gegn helmings till. frá kaup- féi. eða öðrum samvinnufélögum); til bygg- ingarfróðs manns til að leiðbeina við húsa- byggingar 800 kr. hv. á.; til efnarannsókn- arstofu í Rvík 11,500 kr., þar af 5500 kr. f. á. til stofnkostnaðar og 2000 kr. hv. á. laun forstöðumanns, auk 25% af brutto tekjum stofnunarinnar; til skipakvíar í Odd- eyrarbót til vetrarlegu fyrir þilskip 15 þús. kr. f. á. (gegn þrefalt meiri upphæð ann- arsstaðar frá), til stórskipabryggju í Stykk- ishólmi (að fjórðungi kostnaðar) 5000 kr. síð. á.; 10 þús. kr. styrkur til ábyrgðarfé- laga, er vátryggja mótorbáta, til skipstjóra- félagsins „Öldunnar" 2500 kr. styrkur f. á. til utanfarar fiskimönnum, til Isaks Jóns- sonar til að koma upp íshúsi í Þorgeirs- firði 1000 kr. f. á. Til eþtirlauna og styrktarfjár veitist 109 þús. kr. Inn í 18. gr. hefur verið sett inn ný klausa, er ákveður, að upphæð, er svarar 2/3 hlutum sekta fyrir ólöglegar fiskiveiðar útlendra skipa, er eptirlitsskipið handsam- ar og dregur fyrir dóm á Islandi, svo og =/3 andvirðis upptæks afla og veiðarfæra af þessum skipum greiðist í ríkissjóð sem til- lag af Islands hálfu til kostnaðar við ept- irlitsskipið. Þessi lán úr vidlagasjóði er heimilað að veita : 30 þús. til stofnunar mjólkurbúum, 50 þús. handa sjavarbændum og hlutafé- lögum, er sjómenn eiga rneir en helming hlutafjárins í, til að byggja þilskip og kaupa skip til fiskiveiða frá útlöndum, 15 þús. kr. hv, á. handa þurrabúðarmönnum utan kaupstaðar til jarðræktar og húsbóta, 40 þús. kr. til byggingar skipakvíar í Odd- eyrarbót til vetrarlegu fyrir þilskip, 13 þús. kr. til Thorvaldsensfélagsins í Rvík, 7 þús. kr. til trésmíðaverkstæðisins „Fjalar" á Húsavík, 10 þús. kr. handa skipstjóra Ole Nessö frá Tromsö í Noregi til að stunda veiðar í íshöfum og við austurströnd Græn- lands, með þeim skilyrðum, að hann setji tryggingu, sem stjórnarráðið tekur gilda, búsetji sig á Islandi og reki þaðan veið- arnar og að hann flytji lifandi moskusuxa til uppeldis í landinu og selji þá eigi meira en 1000 kr. hvern; Jóhannesi Reykdal má veita 8 þús. kr. lán til að koma upp nýrri rafmagnsstöð í Hafnarfirði, verksrniðjufé- laginu á Akureyri 50 þús. kr. ril að koma á fót klæðaverksmiðju og 10 þús. kr. til byggingar stórskipabryggju í Stykkishólmi. Lög frá alþingi: 19. Lög um ákvörduti verzlunarlóda (að stjórnarráðinu veitist heimild til að á- kveða eptir tillögum hlutaðeigandi sýslunefndar, takmörk verzlunarlóða og breyta takmörkum þeirra). 20. Lög um heimild fyrit stjórnarrdð ís- lands til að setja reglugerðir utn notkun hafva við kauþtún í landinu 0. fl. 21. Lög um löggiiding verzlunarstaða (Gerð- ar í Garði, Maríuhöfn í Kjósarsýslu, Syðra Skógarnes í Miklaholtshreppi, Láturí Aðalvík, Lambhúsavík á Vatns- nesi, Ólaísfjarðarhorn í Þóroddsstaðar- hreppi og Holtsós undir Eyjatjöllum skulu vera löggiltir verzlunarstaðir). 22. Lög um túngirðingar. Á fjárhags- tímabilinu 1906 og 1907 annast land- stjórnin útvegun á samskonar girðing- arefni og lög um túngirðingar frá x9/i2 1903 hljóða um, fyrir sýslufélög, sveit- arfélög, búnaðarfélög og samvinnu- kaupfélög. Jafnframt er frestað fram- kvæmd laganna frá '03 um tún- girðingar að undantekinni 16. gr. er bannar að hafa gaddavír í traðir eða girðingar, sem liggja með alfaravegi. 23. Fjdraukalög fyrir árin 1902 og i<)oj. 24. Samf. á landsreikningnum 1902 og 190J. 25. Lög um bann á innfiutningi útlends kvikfénaðar. Lok ritsímamálsins í neðri deild, Á næturfundi í neðri deild aðfaranótt- ina 15. þ. m. komst ritsímamálið loks út úr deildinni við 3. urnr. fjárlaganna. Hef- ur það mjög hindrað og tafið störf þings- ins, eins og eðiilegt er. Eina tilraunina enn gerði þá minni hlutinn (Björn Kristj. og Skúli Th.) til að flækja málið með al- veg þýðingarlausum og mjög fáránlegum breyt.tillögum út í loptið, um lopt- skeytasambönd o. fl. En aðaltillaga þeirra var sú, að fella máiið (ritsímasambandið) eins og það hafði verið samþykkt við 2. umr. 12. þ. m. Séra Magnús Andrésson, er fjarverandi var við þá atkvæðagreiðslu, skýrði nú frá því, að hann vildi ekkert annað en fresta málinu, og greiddi því atkvæði með aðaltillögu minni hl. að fella málið nú, en greiddi þ ó síðar at- kvæði með annari tillögu minni hlutans: að koma sem fyrst á loptskeytasambandi. Áttu menn ekki von á þeirri óstaðfestu, þeirri ósamkvæmni úr þeirri átt. En flokksböndin þeim meginn eru haldgóð og sparkið 1 Guðlaug ný afstaðið, svo að það er eðlilegt að gamla menn fýsi lítt að fara slíkar farar: vera sparkað öfug- um burtu frá allri náð og miskunn flokks- ins. Kl. 12 aðfaranótt hins 15. var umræð- unum slitið eptir áskorun þingmanna úr báðum flokkum, þar á meðal úr »Fram- sóknarfl.« Ólafs Briems, Magn. Andrés- sonar og Stefáns kennara. Forseti hafði og lýst því yfir á fundi sama daginn, að um- ræðum yrði ekki lengur haldið áfram. En þrátt fyrir þetta flytur »ísaf.« þau ósann- indi, að meiri hlutinn hafi skorið niður umræðurnar kl. 12 til að varna þeim Skúla Thor. og B. Kr. að taka aptur til máls. En sannleikurinn er sá, að á und- an þeim höfðu beðið um orðið: ráðherr- ann, Guðm. Björnsson og Björn Bjarnar- son, og þeir fóru auðvitað í sömu gröfina og hinir, þá er umræðunum var slitið. Það var því fullkomið samkomulag þing- manna úr báðum flokkum, að lengja ekki þessar umræður frekar til einskis gagns, enda voru flestir búnir að fá nóg af þeim og hirtu lítt um að vaka a 11 a nóttina yfir þeim lestri. Heimskubull »ísaf.« uin ódrengskap(I) meiri hlutans í þessum nið- urskurði sver sig í ættina við aðrar frá- sagnir þessa málgagns um framkomu meiri hlutans á þessu þingi. Með 18 atkv. gegn 7 voru minni hluta tillögurnar um loptskeytasamband felldar. Ólafur Thorlacius greiddi einnig atkv. móti þeim, því að hann vildi ekkert hafa að sinni, ekkert annað en fresta málinu. [I sfðasta bl. var í nokkrum eintökum prentvilla 18 f stað 1 7 um atkvæðagreiðsl- una um ritsímann 12. þ. m. Hann var þá samþykktur með 17 gegn 7, því að M. Andrésson var fjarverandij. Þeir sem stöðugt hafa greitt atkv. móti málinu eru: Björn Kristjánsson, Einar Þórðarson, Ól- afur Briem, Ólafur Ólafsson, Skúli Thor- oddsen og Stefán kennari, og svo Magn- ús Andrésson ög Ólafur Thorlacius af sér- stökum ástæðum — vilja ekkert. Hinir 6 hafa jafnan þótzt vilja eitthvað annað en ritsímann, talið allt annað betra. Erlend tíðindi. Af friðarfundinum í Washington herma Marconiloptskeyti 15. þ. m. á þessa leið: Friðarskilmálarnir, sem Japanar halda fram, eru meðal annars þeir, að Rússar endurgjaldi þeim herkostnað þeirra, en fjárhæð þess kosnaðar verði síðar ákveð- in; Rússar láti af hendi eyna Sakhalín og verði með allt lið sitt á burt úr Mandsjúríi, en láti af hendi allt það, er þeir hafa á leigu af Liatung-skaga og sömuleiðis alla járnbrautina suður frá Harbin. Japanar fái verndarvald yfir Kóreu, og takmörkuð verði tala og stærð þeirra herskipa, er Rúss- ar mega hafa í Austurhöfum. Friðarfulltrúarnir hafa frestað um sinn að ræða afsalið á Sakhalín og herkostnað- inn, en ræða á meðan önnur frumskilyrði. Óvíst er, hvort frestun á að ræða þessi atriði þýðir það, að upp úr slitni samn- ingunum af annara hvorra hendi; en fast- lega eru menn þeirrar trúar f Japan, að þó að Rússar neiti í fyrstu að ganga að þessum tveim skilyrðum, þá sé það í raun réttri látalæti, en ekki alvara. Á laugar- dagsfundi fulltrúanna (12. ág.) sagði Witte, að Japan mundi gera Kóreu að Japönsku lýðrfki, en Rússar hefðu ekkert á móti því, ef Bandaríkin, sem við það mundu bíða mest tjón, og Norðurálfustórveldin, samþykktu það. Almennt eru menn nú að verða von- betri um að takast muni að koma á friði, enda mælt, að aðrar þjóðir beiti þar sterk- um ábrifum á báða málsaðila til að stuðla til friðar. Síðustu fréttir af atkvæðagreiðslu Norð- manna um sambandsslit við Svía, bárust hingað með Marconi-skeyti 15. þ. m., og höfðu þá 321,197 greitt atkv. með þvíaðslíta sambandinu, enað eins 161 á móti. En eflaust eru þetta ekki fullnaðarúrslit, því að frétt hefur lfk- lega ekki verið komin til norsku stjórnar- innar um alla atkvæðagreiðsluna. En tölur þessar sýna áþreifanlega vilja þjóð- arinnar. Norðurfararskipið Terranova, er amer- íski auðmaðurinn Ziegler hafði gert út, er komið heilu og höldnu til Tromsö í Noregi. Chapelle erkibiskup í New-Orleans dáinn úr gulu drepsóttinni, er enn geisar þar í bænum. Sagt er, að Rússar hafi hörfað undan Japönum norður yfir Tumenfljót (á landa- mærum Kóreu og Síberíu). Út af tollhækkuninni kvað kaupmenn hér í bænum ætla að fara í mál, ætla að láta dómstólana skera úr, hvort þeir séu að lögum skyldir til að greiða tollaukann. Og þetta á að vera af því, að lögin hafi ekki fengið lög- lega staðfesting í rfkisráði, og séu því £ mótsögn við stjórnarskrána. Um þetta hefur áður verið getið hér í Þjóðólfi og sýnt fram á, að þessar staðhæfingar mót- stöðumanna stjórnarinnar séu á engum rökum byggðar. En það er í sjálfu sér ekkert á móti því, að þessi nýjasta »upp- fundning« þeirra verði dæmd til dauða í hæstarétti, því að þangað fer mál þetta að sjálfsögðu, og eflaust lítill vafi á, að þau dómsúrslit sýni og sanni, að ráð- herrann hafi haft fulla stjórnskipulega heimild til að haga staðfestingu laganna þannig, þótt hann sigldi ekki með þau nú þegar á konungsfund. En dálítið ein- kennilegt tákn tímanna er það vissulega, að íslenzkir menn skuli vera að freista þess, hvort ekki sé unnt að koma ráð- herranum í klípu fyrir þessa ráðstöfun og fá það rfgbundið með dómi, að í ríkis- ráðinu skuli undirskrifa öll íslenzk lög, svo að gild séu, en svokölluð endur- staðfesting (corroboratio) megi alls ekki eiga sér stað um fslenzk lagafrumvörp, þótt sú venja sé annars altíð í lagastað- festingum og gæti orðið oss sérstaklega einkar hagfelld og nauðsynleg, þar sem ráðherrann er f jafnmikilli fjarlægð frá aðsetursstað konungs. Beiðn um símasamband. Meðan umræður um ritsímamálið stóðu yfir í n. d. 12. þ. m., barst 1. þm. Ár- nesinga (H. Þ.) svohljóðandi beiðni stíluð til alþingis frá sýslumönnunum í Árnes- og Rangárvallasýslu: »Við undirritaðir oddvitar sýslunefnd- anna í Árnes- og Rangárvallasýslum leyf- um okkur hér með að fara þess á leit, að hið háttvirta alþingi vildi veita fé á

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.