Þjóðólfur - 18.08.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 18.08.1905, Blaðsíða 3
ÞJÓÐOLFUR. 153 næsta fjárhagstímabili til þess að stofna málþráðarsamband milli Reykjavíkur, Eyr- arbakka og Stokkseyrar, og nefndra hér- aða austur að Ægissíðu fyrir það fyrsta. Að því leyti sem þingið kynni að gera það að skilyrði, að sýslufélögin sjálfveittu fé til fyrirtækisins, viljum vér taka það fram, að um báðar sýslurnar ganga nú erindi til undirskripta fyrir almenning í þá átt, að menn vilji taka þátt í kostn- aðinum svo sem fært er og nauðsynlegt þykir vera. Þess skal einnig getið, að erindi þetta lá fyrir sýslunefndarfundum beggja hér- aða og fékk þar þær undirtektir, að láta því verða sem fyrst framgengt, enda er það álit almennings, að það sé eitt hið mikilvægasta framfaramál þessara héraða«. Kaldaðarnesi 4. ágúst 1905. Sig. Ólafsson. Einar Benediktsson. Framsögum. meiri hluta ritsímanefndar- innar (Guðl. Guðm.) las skjal þetta upp við umræðurnar, og var gerður góður róm- ur að, enda er það kunnugt, að sýslubúar þar eystra, sem vonlegt er, hafa mikinn áhuga á að komast í talsímasamband við Rvlk, og allur þorri þingmanna er þeirr- ar skoðunar, að sú lína, jafnframt línunni til Isafjarðar, eigi að ganga fyrir öðrum, og eigi iandsjóður að kosta stofnlínuna að öllu, en aukaálmurnar þar útfrá út um sýslurnar eigi sýsiubúar sjálfir að kosta. A fjárlögunum hefur verið gert ráð fyrir, að veita fé til undirbúnings landslmalagn- ingar frá Reykjavík austur að Ægissíðu, og er þar 1 fólgin bein viðurkenning fyrir því, að línu þessa eigi að leggja sem fyrst, og að fé verði veitt til hennar á næsta þingi. Öþörf gleidd. hjá Ísafold. í 38. tölubl. ísafoldar er meðal annais minnst á þingmálafundinn á ’BtórólfshvoIi 19. f. m., og svo sem að sjálfsögðu ekki undanfellt að skeyta skökku við. En séu annars tildrög þess fundar svo heiðarleg, að þeirra sé vert að minnast — en á því ber eg enga ábyrgð — þá get eg með fám orðum vikið lítið eitt að þeim. Isafold telur fundinn hafa verið fulltrúa- fund og til hans valið úr 7 hreppum sýsl- unnar. Þetta sama vildu nokkrir fundar- menn einnig segja þar á staðnum, enda þó sannleikanum sé þar með að miklu leyti hafnað, en röngu haldið fram. Eða er það nokkur kosning á einstökum mönnum til eins eða annars starfa, að einstaklingur úr samansöfnuðum flokk segist ætla að leyfa sér að tilnefna í þetta tiltekna þessa menn, er hann svo nefnir (vitanl. úr sínum flokk) og ekki sé svo leitað eptir samþykki við- staddra viðkomenda með atkvæðum eða neinu, er gangi í þá átt? Eða er það nokkur sigur að fá einhliða ályktanir og tiilögur samþykktar, þegar safn- að er í hóp þeim mönnum einum, sem f engu víkja frá forustusauðanna ráðum? Nei. Hvorugt það er mikils virði. Fulitrúaval til þingmálafunda má vitan- lega gjarnan eiga sér'stað, en þá væri rétt- ast, að halda fundi heima í hreppsfélögun- um áður og ræða þar málin, sem um er hugsað og kjósa síðan fulltrúana samkvæmt þeim skoðunum, er þá koma í ljós. En hitt, að ætla sér að hafa þá eina, sem at- kvæðin greiða án alls vafa, sem þóknanleg- ast er forkólfunum, og telja þá jafnt kosna fulltrúa, þó enginn hafi samþykkt þá og engum dylti f hug með suma þeirra, að þeir hefðu minnstu hugmynd ttm, hvað verið væri að gera — hvað ritsími væri, hvað undir- skriptarmál m. fl. o. fl., — það virðist of barnalegt til þess að geta tileinkast jafn ágætum mönnum og sumum þeim, er voru á Stórólfshvolsfundinum. Um þetta skal eg ekki þrátta lengi aptur né fram, að eins láta ísafold vita, að yfir þessum fundi þarf hún ekki að vera stórgleið, nægir vel að hún segi frá þvf sama einu sinni, því fund- urinn var með samanteknum ráðum valtýskra ákafamanna stofnaður með þeirra viðráðan- legustu þægðargripum, látið afskiptalaust af öðrum til þess að þeir gætu sem bezt sýnt ákafa sinn — notið sín sem bezt. Hitt má hún einnig vita — fyrst og fremst vegna ógildrar kosningar — að þetta var enginn fulltrúafundur og einnig vegna þess, að á fundi þessum voru ekki nema sárfáir menn, sem ætla má að svo vel séu að sér í stjórnmálum og þýðing þeirra, að þeim sé ekki ofvaxið að mæta fyrir 10, enda sýna hinir síðari þingmálafundir það berlega, að meining fjöidans er sú, að fulltrúar hafi ekki verið valdir til að mæta fyrir annara hönd, þar sem t. d. á Reyðarvatnsfundinum greiða viðstaddir kjósendur óhikandi atkvæði sín og lýsa yfir því, að enginn annar hafi heim- ild til þess fyrir ^þeirra hönd og þar eru mættir kjósendur úr öllum úthreppum sýsl- unnar nema Holtahreppi. Að þingmaður, sem vill að allir kosning- arbærir menn hafi jafnan rétt á þingmála- fundum og tekur skýrt fram í sínum fund- arboðum, að svo skuli vera, sé skyldugur að sitja fund með þeim, sem sjálfir búa til fulltrúa úr sér og sínum vildustu get eg ekki fallist á Þegar svo þar við bætist, að fund- urinn hrópar til hans: „Það er gott að þú farir, það verður ekkert samkomulag með- an þú ert", þá er öldungis rétt af honum, að skipta sér ekkert af slíkri samkomu. Hitt getur hver dæmt eptir eigin vild sem vill, hvort eg hafi ekki haft frjálsræði til að fara burt af fundinum hvenær sem mér lík- aði og ekki iáta aðra fá mig til þess, að taka mér það vald, sem eg ekkert átti með: að greiða þar atkvæði fyrir aðra en sjálfan mig, en þó eg fái það fyrir, að vera nefnd- ur „fylgifiskur" þingmannsins, þá skjátlast ísafold hraparlega, ef hún hyggur það mér tilTmeysu. Eg get enga skömrn séð sldna út úr þvl, en álít að hver sá, setn einhverja skoðun hefur hljóti eptir þessu að vera fylgi- fiskur annara, því vanalega hafa ætíð fleiri en einn svipaða skoðun á málefnum, sem fyrir liggja; og að endingu vildi eg ráða ísafold til þess, að leitast hér eptir við að fylgja aldrei því, sem lakara er en dreng- lundaður, heiðvirður og staðfastur maður, þá mundi hún fremur talin húshæf og þess verð, að hún sé lesin án fyrirlitningar og andstyggðar, sem ekki er unnt nú orðið. Geldingalæk 5. júlí 1905. Einar Jónsson. * * Aths. Grein þessi hefur orðið að bíða alllengi upptöku vegna rúnileysis í blaðinu. Slátrunardagur óvenjulegur var dagurinn í gær á al- þingi, felld alls 5 þingmannafrumvörp, auk eins stjórnarfrumvarps (þingskapa- frumvarpsins), er tekið var aptur, með því að nefndin hafði samið nýtt frv., er við 2. umr. úr nefnd var vísað aptur til nefndarinnar og er það óvenjulegt. Það mál dagar að sjálfsögðu uppi á þingi. Nd. felldi frv. um sérstakan bæjarstjóra I Reykjavík, launaðan af landsjóði og sömu- leiðis frv. frá Stef. Stefánssyni þm. Eyf. um breyting á læknahéraðaskipun við Eyjafjörð og í Suður-Þingeyjarsýslu. Það féll með jöfnum atkvæðum. Efri deild var þó enn ósvífnari í slátruninni, því að hún felldi við 1. umr. 3 frumv., er til hennar voru komin frá n. d., trumvörpin um brýr á Ytri-Rangá, Fnjóská og Hér- aðsvötn. Mun þessi niðurskurður mælast allmisjafnt fyrir, og hefði deiidin getað farið kurteislegar að því að hnekkja mál- unum t. d. með því að svæfa þau í nefnd, úr því að hún vildi með engu móti, að þau hefðu framgang. — í fyrradag var einnig fellt í e. d. frv. frá Stefáni kenn- ara um hækkun á launum hreppstjóra. Tilhsefulausan uppspuna um »aumlega frammistöðu« ráðherrans í ritsímaumræðunum í Nd. 14. þ. m. flyt- ur þokkamálgagnið »ísafold« nt't síðast. Þar er ekkert orð satt af því sem blsiðið segir, allt bláber endileysa og ósunnindi. Það eru nóg vitni að því. Hvað hyggst málgagnið að vinna með slíku hátterni? Það getur að eins unnið eitt: dýpstu fyr- irlitningu allra heiðvirðra og samvizku- samra manna, fyrirlitningu, sem það reynd- ar hefur áunnið sér fyrir löngu með fram- komu sinni. en »Iengi getur vont versnað«. Samsöng héldu þau hr. Sigfús Einarsson og frk. Valborg Hellemann í Báruhúsinu 15. þ. m. og var gerður góður rómur að. Þess skal getið, að neðri deild alþingis hefur neitað Sigfúsi um ofurlítinn styrk til að kenna söng hér í bænum og gefa sig við tónsmíði, og virðist það miður vel farið rneð tilliti til þess, hversu sönglíf og söng- kunnátta er á miklu bernskuskeiði hér, og því skylda fjárveitingarvaldsins að hlynna að þessari fögru list, söngfistinni, og efla hana, Sjónleikur. I gærkveldi lék Leikfélag Reykjavíkur í fyrsta skipti hinn fræga leik »HeimiI- isib rú ð an« (»EtDukkehjem«)eptir Henrik Ibsen. Um leik þennan verður siðar getið. Meðal ferðamanna að norðan, sem hér eru nú staddir eru Páll Vídalín sýslumaður frá Sauðárkrók, Jón Stefánsson ritstj. Gjallarhorns og séra Þorvaldur gamli á Mel, en nýfarnir eru Guðm. Hannesson læknir, Sigurður Sig- urðsson skólastjóri á Hólum, Jakob Hálf- danarson frá Húsavfk o. fl. Auglýsing. Að öllu fopfallalausu fer gufub. „Reykjavík“ þ. 2. september þ. á. inn að Saupbæ í Hvalfipði og Mapíuhöfn í suðupleið og keraur við á Akranesi í uppeptirleið. Reykjavfk '7/8—'05. Bj. Guðmundsson. Vogrek. Þ. 24. marz þ. á. fannst bátur ó- merktur á sjó fram undan Grindavík; lengd 8 áln., 21 þuml., breidd 2 áln. 19 þuml. Byggður úr furu og bauju. 3 ræði eru á hvort borð og 5 þóptur og bekkur að auk fyrir gafli, málaður svartur að utan, en grænn að innan. Sá, sem innan árs og dags frá síð- ustu birtingu þessarar auglýsingar sannar eignarhejmild sína að bát þess- um, fær útborgað hér á skrifstofunni tippboðsandvirði hans að frádregnum öllum kostnaði. Skrifstofu Gullbr.- og Kjósarsýslu 24 júlí 1905. Páll Einarsson. Einar M. Jónasson cand. jur. gefur upplýsingar lögfræðilegs efnis, flytur mál fyrir undirrétti, gerir samn- inga, selur og kaupir hús og lóðir o. s. frv. Heima kl. 4—7 e. m. í Vest- urgötu 5 (Aberdeen). Það borgar sig ekki að kaupa lérept í álnatali, þegar hægt er að fá fyrirtaks tilbúin línföt á kvenn- fólk og börn í Brauns verzlun „Hamburg". Rvennskyrtur, alveg steiningar- lausar, fást þar frá I,2J og barnaskyrtur af öllum stærðum ftá 0,60. Ennfremur mikið af allskonar nœrfatnaði handa börnum, unglingum og fullorðnum. Barnasvuntur frá 0,60 og drengjapeysur frá 0,80. Hinn atinálaði krónu-sængurdúkur fæst að eins í Brauns verzl. ,Hamburg‘. Aðalstræti 9. Telef. 41. CS'^T'maslcinsr I sterste Udvalg tll ethvert Brug, Fagmands Garanti. — Ingen Agenter. Ingen Filialer, derfor billigst i Danmarh. — Shriv straksog forlang stor illustreret Prlsliste, indeholder alt om Symaskiner, sendes gratis. G. J. Olsen, Kebenhavn. Nikolajgade4,vf|W Bezt kaup á Sköfatnaði i Aðalstræti 10, Búnaðarfélag fslands. Æfingu í plægingu geta nokkrir piltar fengið í haust, meðan tíð leyfir, í Brautarholti á Kjalarnesi. Taka má hesta með og venja þá við verkið. Menn snúi sér beint til bústjóra Jons Jónatanssonar í Brautarholti. Reykjavík 14. ágúst 1905. Þórh Bjarnarson. Ljósmyndir. Stækkanir eftir hvaða mynd sem er, allt að líkainsstærð, fást vel gerðar og fyrir sanngjarnt verð hjá Chr. Neuhaus Eftf. Oluf W. Jörgensen, Photograph. Köbmagergade I4(fjórtán). Köbenhavn. 12 Til sölu íbúðarhús, 4 erfðafestulönd, 2 jarðir nærlendis. Verð 2,000—40,000 kr. Gísli Þorbjarnarson. Dugleg vinnukona vön matartilbúningi, getur strax fengið göða atvinnu Og hátt kaup. Ámundi Árnason kaupmaður á Laugaveg gefur nánari upplýsingar. Llkkranzar og kort á Laufásvegi 4. Fiskiveiðapitið ,ÆGIR‘ ættu allir að kaupa. Það fæst í bóka- verzlunum og hjá bókb. Guðm. Gam- alíelssyni í Reykjavtk.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.