Þjóðólfur - 01.09.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.09.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 1. september 19 05. Jts 37. Verzlunin ,EDINB0RG‘ í Reykjavík fær alltaf nýjar birgðir af vörum. L VEFNAÐARVÖRUDEILDINA eru nýkomin fín og falleg fataefni handa karl- mönnum. Ljómandi kjólatau, léreft og sirz kanda konunum. Slipsi handa stúlkunum. Leikföng handa börnunum. í NÝLENDUVÖRUDEILDINA: matvörur, kryddvörur, leirvörur handa húsmæðr- unum. — Ymsir óáfengir drykkir handa Templurunum. — Harmonikur, Graphofonar og Graphofonvalsar „fyrir fólkið". í SKÓFATNAÐARDEILDINA: skór handa körlunum, konunum og b'órnunum. í PAKKHUSDEILDINA: matvörur handa heimilunum. Kaðlar, línur, netagarn og segldúkur handa útgarðarm'ótiuunum og ótalmargt fleira. Bezt að spyrjast fyrst fyrir um vörur og verð á þeim í verzlun EDINBORG. Vígsla Sogsbrúarlnnar. Laugardaglnn 9. september kl. 2 e. h. verðurbrúln á Sog- inu hjá Alviðru aO öllu for- fallalausu opnuO tll umferðar fyrir almenning af H. Hafstein ráOherra. Fyrirtaks kaup, Lítilli klœðaverksmiðju, sem er feng- in úr þrotabúi, ætlar hinn núverandi eigandi að breyta og nota til annars, og verða því vélarnar seldar fyrir upp- boðsverðið. — Vélarnar eru yfirleitt í fyrirtaks standi. Lysthafendur eru beðnir að senda svo fljótt sem unnt er tilboð mrk. „Fabrik 4169“ til Aug. J. Wolff & Co Ann. Bur. Kjöben- havn. Frá alþingi. IX. AOflutningsbann. Nefndin í þvl máli (Guðl. Guðm., G. Bj. (frs.), Árni J., M. Andr., Tr. G.) er öll á einu máli um það, að áfengisnautn sé þjóðfélaginu til einskis gagns, en baki því hinsvegar mikið ógagn, þar sem hún hefur í för með sér bæði fjársóun, vinnutjón, heilsuspjöll og siðferð- isspjöll, svo að mikið kveður að, þegar á allt þjóðfélagið er litið. Þjóðin sé að vísu komin lengra áleiðis en flestar aðrar þjóð- ir í því efni að útrýma áfengisnautninni, enda séu erfiðleikarnir líka hér margfalt minni en víðast hvar annarsstaðar. Hér sé auðgefið að færa sér í nyt einasta ör ugga ráðið til þess að útrýma áfengisböl- inu, með því að lögleiða aðflutningsbann á, áfengi. Mótbárurnar gegn því séu ekki á nægilegum rökum byggðar. Engu að síður telur nefndin rétt og hyggilegt, að áfengisnautnin sé þá fyrst afnumin til fulls með aðflutningsbanni, þegar sú ráðstöfun er orðinn vilji mikils meiri hluta t. d. að minnsta kosti “/3 hluta þjóðarinnar, því að þá fyrst mundu þesskonar lög koma að tilætluðum notum. Til þess nú að rann- saka, hvort tími sé kominn til slfkrar laga- setningar, álítur nefndin bezt henta, að Öllum kosningabærum mönnum verði veitt- ur kostur á að greiða atkvæði um málið; ætlast hún til, að atkvæðagreiðslan verði leynileg og landstjórnin gangist fyrir henni. Neðri deild hefur samþ. þingsályktun um að skora á stjómina að láta slfka at- kvæðagreiðslu fara fram samhliða næstu almennum kosningum. Uudirskriptarmálið var til umræðu í efri deild á mánudaginn (28. f. m.). Höfðu Valtýingar þar í deildinni borið fram þingsályktunartill. samhljóða þeirri, er bor- in var fram af félögum þeirra í neðri deild. Jóhannes sýslumaður talaði fyrir henni og ráðherra svaraði. Lauk svo, að xökstudd dagskrá, samhljóðu þeirri, sem samþ. var f n. d., var samþ. með 6 atkv. (Valtýingar voru gengnir af fundi). Fjárlögin urðu fyrir allmiklum breyting- um í efri deild. Meðal annars strykaði hún út flestar fjárveitingar til vegagerða og um fjárveitinguna til ritsímaálmunnar til ísafjarðar hefur þegar verið getið hér í blaðinu. Þegar málið kom fyrir neðri deild aptur voru ýmsar af breytingum efri deildar í burtu felldar, (þar á meðal tjárveitingin til ísafjarðarálmunnar). Efri deild lét sér þó þettá lynda og samþykkti frv. óbreytt — hálfnauðug þó — á mánudaginn, svo að það fór ekki í sameinað þing. Hér skal nú getið um hverjar breytingar eru helzt- ar orðnar á fjárlögunum frá því, er neðri deild skildi við þau í fyrra skiptið og get- ið var í næstsfðasta blaði. Tekjuhallinn er því nær hinn sami, en þó lítið eitt hærri eða rúm 200 þús. kr. Fellt íburtu hefur verið 10 þús. kr. styrkur sfð. á. til þess að koma upp heima- vistarbarnaskólum utan kaupstaða og 3 þús. kr. styrkur f. á. og 5 þús. síð. á. til sýslunefnda til þess að halda uppi fræð- andi og vekjandi fyrirlestrasamkomum til sveita á vetrum. Lækkaðar hafa þessar fjárveitingar verið: Til unglingaskóla úr 2500 og 3000 kr. niður í 1500 og 2500 kr., til búnaðar- skóla úr 12,100 og 11,600 kr. niður í 11,800 og 9,900 kr., til utanfara iðnaðarmanna úr 2200 kr. niður í 1500 kr. á ári og til kveldskóla fyrir iðnaðarmenn á Isafirði úr 800 kr. niður í 600 kr. á ári. Hækkaðar hafa verið þessar fjárveit- ingar: Verðlaun fyrir útflutt smjör úr 15 þús. upp í 18 þús. kr. á ári, til útrýming- ar fjárkláðanum úr 5 þús. kr. f. á. upp í 20 þús. kr. f. á. og 10 þús. kr. síð. á. og laun yfirmatsmanna á gæðum fiskfarma úr 800 kr. upp í 1000 kr. á ári til hvors þeirra. Þessar nýjar fjárveitingar hafa ver- ið settar inn : Til þess að koma upp sótt- varnarhúsi á Seyðisfirði 5 þús. kr. t. á., styrkur til að koma upp heimavistar- og heimangöngubarnaskóla á Vopnafirði helm- ingur kostnaðar, allt að 5 þús. kr. f. á., utanfararstyrkur til Margrétar Fr. Bjarna- dóttur til fullkomnunar í námi við heyrn- ar- og málleysingjastofnunina í Kaupmanna- höfn 400 kr. f. á., til unglingaskólans á Heydalsá í Strandasýslu 400 kr. á ári, til viðbótar við samskot til minnisvarða Jón- asar Hallgrímssonar 2000 kr. sfð. á., til mag. art. Ágústs Bjarnasonar til þess að gefa út heimspekilega fyrirlestra 50 kr. f. örkina allt að 600 kr. á ári, til Jóns Sig- urðssonar tit að stunda rafmagnsfræði í Khöfn 400 kr. á ári, til Björns Pálssonar til að stunda rafmagnsfræði á Harward háskóla 600 kr. f. á. og 250 kr. síð. á., til Hólmfrfðar Árnadóttur til þess að stunda kennaranám í Khöfn 500 kr. f. á. og til Lárusar Jóhannssonar Rist tilþess að ljúka leikfimisnámi 350 kr. f. á. Ræktunarsjóðnrinn. Frv. um breyt. á Ræktunarsjóðslögunum var loks samþ. í sam. þ. þinglokadaginn (29. f. m.) eptir . hrakninga fram og aptur milli deildanna. Ágreiningsefnið var það, að efri deild setti inn í það ákvæði um, að sjóðurinn skyldi greiða 4% vexti í landsjóð af andvirði þjóðjarða þeirra, sem seldar verða eptir 1. jan. 1906. Þetta vildi n. d. ekki fallast á og færði vextina niður í 2%, en e. d. færði þá aptur upp í 3% óg þannig var frv. samþ. í sam. þingi. Kennaraskólinn. Þetta frv. var einnig að hrekjast á milli deildanna og var Ioks fellt í sam. þ. þinglokadaginn. Eins og getið hefur verið áður um hér í blaðinu var ágreiningsefnið milli deildanna það, að neðri deild vildi hafa skólann í Reykja- vík, en efri deild vildi hafa hann í Flens borg og í sambandi við gagnfræðaskólann þar. I sam. þ. var fyrst samþ. breyt.till. um að hafa skólann í Hafnarfirði, en önn- ur breyt.till. um að hafa skólann f sam- bandi við gagnfræðaskólann þar var felld. Með frv. í þessari mynd greiddu svo 25 atkv., en 13 á móti og var það þar með fallið, með því að til samþykktar í satn. þingi þarf “/3 hluta atkv. Þeir 13, er atkv. greiddu á móti málinu voru: Árni Jóns- son, Bj. Bjarnarson, Gutt. Vigfússon, Jóh. Jóhannesson, Jón Jakobsson, Jón Jónsson, Júl. Havsteen, Magn. Stephensen, Pétur Jónsson, Sk. Thoroddsen, Tr. Gunnarsson, Þórarinn Jónsson og Þorgr. Þórðarson. Yllrskoðunarmenn landsreikning.mna eru kosnir Hannes Þorsteinsson ritstjóri (endurkosinn) af neðri deild og G u ð j ó n Guðlaugsson alþm. af efri deild. Gæzlustjóri söfnunarsjódsins hefur Magnús Stephensen landshöfðingi verið kosinn af neðri deild. Eudurskoðandi landsbankaas er endur- kosinn af sam. þingi Jón Jakobsson bókavörður. I Byggingarnefnd til aðstoðar landstjórn- inni við byggingu bókasafnhússins og breyt- ingu á alþingishúsinu voru kosnir í sam. þingi þinglokadaginn Tryggvi Gunn- arsson, Guðm.Björnssonog Jón Jakobsson. Þjóðvi nafélagsstjórnin var endurkosin af þinginu á þriðjudaginn: Tr. Gunnars- son (form.), Eir. Briem (varaform.), B. M. Olsen, Hannes Þorsteinsson og Jón Jak- obsson. Lög frá alþingi: 30. Lög um beitutekju. (Sérhver sá, er heimild hefur til fiskiveiða í landhelgi, má á land setja skelfisksbeituverkfæri og farvið af skipi sínu, þar sem ekki er friðlýst æðarvarp, selalátur eða ár, sem laxveiði er í, og skal hann greiða 1 kr. fyrir sólarhring eða sketnmri tíma, sem hann tekur beitu. Eigt má taka beitu í netlögum nema með leyfi jarðaábúanda). 3t. Lög um innköllun seðla landsjóðs ogút- gdfu nýrra seðla. 1. gr. Kostnað við gerð og endurnýjun seðla þeirra, sem landstjórninni er heim- ilt að gefa út fyrir landsjóð samkvæmt lögum 18. sept. 1885 og lögum 12. jan. 1900, skal eptirleiðis greiða af tekjum bankans. Stjórnarráðinu skal heimilt að innkalla þá seðla, sem út hafa verið gefn- ir samkvæmt nefndum lögum og konungs- úrskurði 20. maí 1886, með ársfyrirvara, þannig, að þeir verði ógildir, þegar sá inn- köllunarfrestur er liðinn. Auglýsing ttm innköllunina skal birt í Stjórnartíðindun- um og í blaði því á Islandi, er flytur op- inberar auglýsingar, svo og í Ríkistíðind- unum í Kaupmannahöfn, og auk þess les- in upp á kirkjufundum í sveitum á þann hátt, sem fyrir er mælt í tilskipun 8. okt. 1824, 2. gr. 2. gr. Jafnóðum og þeir landsjóðsseðl- ar, sem nú eru í gildi, koma inn til lands- bankans, eptir að út er komin auglýsing utn, að nýjar seðlategundir hafi verið út gefnar skal landsbankinn skila þeim til landstjórnarinnar, og fær í staðinn jafna upphæð í nýjum seðlum, og heldur bæði stjórnarráðið og landsbankinn skrár, er sýni seðlaskiptin. Þegar liðið er 1 ár frá því er innköllunarfrestur var á enda, skal líta svo á, sem þeir af hinum gömlu seðl- um, sem ekki eru til innlausnar komnir, séu glataðir, og afhendir landstjórnin þá landsbankanum í nýjum seðlum upphæð þá, sem vantar á, að 750,000 kr. hafi verið innleystar í gömlum seðlum. Upphæð þessa skal færa til ágóða í reikningum bankans. 32. Lög um vátrygging sveitabœja og ann- ara húsa í sveitum, utan kauptúna. 1. gr. Sveitarfélögum á fsl. er heimilt að stofna með skylduábyrgð brunabótar- sjóöi fyrir bæi og hús í hreppum utan kauptúna. Lög þessi tiltaka verksvið þeirra, en fyrirkomulagið skal ákveðið í reglugerð. 17. gr. Nú hafa 13 hreppar tilkynnt stjórnarráði Isl., að þeir hafi stofnað bruna- bótasjóð samkvæmt lögum þessum, og skal það jafnskjótt stofna sameiginlegan brunabótasjóð fyrir sveitahíbýli á íslandi. Er hlutverk hans að veita endurtrygging brunabótasjóðum hreppanna. Til stofn- unar þessa sjóðs veitast 10,000 kr. úr land- sjóði. 33. Lög um aívinnu við sig/ingar. (Sjá 29. tbl. Þjóðólfs). 34. Lög um löggilding verztunarstaðar að Skildinganesi við Skerjafjörð.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.