Þjóðólfur - 15.09.1905, Side 1
57. árg.
Reykjavík, föstudaginn 15. september 19 05.
Jú 39.
Munið eptir útsölunni í
„INGÖLF8HV0LI".
Hún stendur ekki lengi yfir. Notið tækifærið!
Verzlunin ,EDINBORG‘ í Reykjavík
tilkynnir hér tneð sínum heiðruðu viðskiptamönnum, að hún hefur nú sett á
stofn skösmíðavinnustofu, undir stjórn herra skósmiðs Stefáns
Gunnarssonar, sem þekktur er að vandvirkni og kunnáttu í þeirri grein. — Á
verkstofunni verður því bæði smíðaður allskonar skófatnaður eptir máli, og
sömuleiðis tekinn til viðgerðar. Verkið verður fljótt og vel af hendi leyst —
Skófatuaðardeild verzlunarinnar verður því hér eptir jafnan birg af vönduðum
innlendmn og útltndmn skófatnaði af öllum tegundutn.
Nýlega hefur verzlunin fengið talsverðar birgðir af skófatnaði frá Þýzka-
landi. Þar á meðal sterka, vandaða —- en þó ódýra verkmannaskó og gntta-
fierkastígvél til vetrarins.
Áreiðanlega verður bezt að kaupa skófatnað í „Edivborg".
Áreiðanlega verður bezt að láta smíða skófatnað í „Edinborg".
Áreiðanlega verður bezt að lála gera við skófatnað sinn í „Edinborg".
Fyrirtaks kaup.
Lítilli klœðaverksmiðju, sem er fettg-
in úr þrotabúi, ætlar hinn núverandi
eigandi að breyta og nota til annars,
og verða því vélarnar seidar fyrir upp-
boðsverðið. — Vélarnar eru yfirleitt í
fyrirtaks standi. Lysthafendur eru
beðnir að senda svo fljótt sem unnt
er tilboð mrk. „Fabrik 4169“ til Aug.
f. Woljf & Co. Ann. Bur. Kj'óben-
havn.
Yígsla Sogsbrúarinnar
9. sept. 1 905.
Ræða ráðherrans.
Það er bjart yfir Grímsnesinu í dag, og
gleðibragð yfir mörgum svip, enda er
gott og gieðilegt tilefnið til þessa fjöl-
menna mannfutidar. Svo er að vísu guði
fyrir þakkandi, að það er ekki lengur
nein sérleg nýlunda, að brúað sé vand-
ræðavatnsfall hér á landi, eða í ráðizt
önnur nauðsynleg samgöngumannvirki. En
slíku er þó aldrei til framkvæmda hrund-
ið án margvíslegra erfiðleika og mótspyrnu,
og eru það því sigurdagar, þegar slík
verk eru til lykta leidd.
Þegar Ölfusárbrúin var opnuð til um-
ferðar fyrir réttum 14 árurn síðan (8. sept.
1891) var þess óskað, að hún mætti verða
sömu náttúru eins og hringurinn Draupnir,
er af drupu 8 baugar jafnhöfgir 9. hverja
nótt. Þó að þetta hafi auðvitað ekki
getað ræzt bókstaflega, þá hefur þó þegar
furðu mikið gott af henni dropið; það
má telja það alveg víst, að þegar það loks
lánaðist eptir langa mæðu og þreytandi
þref að koma því stórvirki í framkvæmd,
þá ruddi sá sigur braut öðrum sams-
konar sigrum, bæði beinlfnis, en einkum
óbeinlínis. Hrakspárnar og grýlurnar
urðu að reyk. Sönnunin fyrir mætti
vorum til slíkra framkvæmda var fengin
úr stáli og steini. Við það urðu þess-
konar fyrirtæki viðráðanlegri í hugttm
manna, ofureflið ekki eins geigvænlegt,
kostnaður og erfiðismunir ekki eins ókleyf-
ir, sigurvonin ríkari yfir því, sem áður
var talið ósigrandi. í stuttu rnáli: það
vakti mönnttm hug. F.n »hugur ræður
hálfum sigri«, einsogmenn vita; »hálfttr
er auðttr und hvötum«.
Áhuginn á brúargerðum yfir helztu
vatnsföll, hefur, þrátt fyrir alla erfiðleika,
þegar afkastað talsverðu á síðari árutn.
Eg skal að eins rninna á Þjórsárbrúna,
Hvítárbrúna, Blöndubrúna og aðrar smærri
brýr, sem eigi þarf hér upp að telja. 15.
]). m. verður opnuð brúin yfir Lagarfljót,
20. þ. m. verður opnuð brúin yfir Jökulsá
í Axarfirði, eitthvert hið versta vatnsfall
þessa lands, og 1 dag þessi brú, sem vér
nú sjáum blasa við oss.
I öllum hinum stærri og merkari brúar-
gerðum undattfarin ár, hefur landsjóður
átt aðalþdttinn. Um þessa brú víkur öðru
vísi við. I kostnaðinum til hennar á land-
sjóður að elns tiltölulega lftinn þátt; það
er héraðíð, setn hefur lagt frant eigi að
eins áhugann til þess að koma þessu nauð-
synjamáli fram, heldur einnig meiri hluta
fjárins, sem til þess þurfti. Sérstaklega
hefur þessi hreppur, sem vér nú stöndum
í, Gríntsneshreppur, lagt fram drjúgan
skerf, ekki að eins mikið fé til kostnað-
arins, heldur og af ötulum forvígiskrapti
fyrir framkvæmd verksins. Eg er því
ekki hér kominn af því, að hér sé um
landsjóðseign að ræða, er landstjórnin af-
hendi almenningi til afnota. Eg er kom-
inn af því, að forgöngumenn brúargerð-
arinnar hafa sýnt mér þá velvild og þann
sóma, að óska þess að eg kærni.
Eg hef fylgt þessu fyrirtæki með at-
hygli og óskað því framgattgs og sigurs,
frá því háttvirtur vinur rninn i.þingmað-
ur þessa kjördæmis fyrst tó'k að berjast
fyrir styrk til þess af landsjóði á alþingi
1901, gegn allmiklu framlagi af sýslunni
og Grímsneshreppi sérstaklega. Eg ntan
glöggt eptir rökum þeim, sem hann þá
færði fyrir því, að hér væri um nauð-
synjamál að ræða, sem gæti orðið til
mikils hagnaðar, eigi að eins fyrir þær
sveitir, sem að brúnni liggja, heldur einn-
ig fyrir framtíðarsamgöngur og fjárhags-
leg þrif í þessu fagra og blómlega hér-
aði í heild sinni. Tillagan féll þá að
vísu með eins atkvæðis mun, eins og
svo margt fleira á því lofsæla þingi. En
á alþingi 1903 var fyrir forgöngu sama
háttv. þingmanns veitturóooo kr. styrkur
af landsjóði til brúargerðarinnar, og þótt
sá styrkur væri talsvert minni en á hafði
verið byggt, þegar sýsla og hreppar höfðu
skipt nteð sér framlögum, þá var fyrir-
tækið þar með tryggt, því að Grímsnes-
hreppi óx ekki í augum að bæta við sig
upphæð þeirri, sem þá vantaði á kostn-
aðinn, umfram það, sent áður var fram-
boðið. Framkvæmd verksins og fjárhags-
leg ábyrgð þess hefur þannig hvflt á hér-
aðinu, og þótt landstjórnin auðvitað hafi
látið í té þá aðstoð, sem hún gat, eins
og skylt var, þá er það héraðið og þess
völdu menn, sem aðallega hafa veg og
vanda af hinni fögru og vönduðu brúar-
smíð, sent nú blasir við fullgerð.
Eg er því kotninn hér sent gestur til
þess að samgleðjast héraðsbúum og árna
þeim hamingju, er þeir hafa komið þessu
verki svo vel og drengilega í framkvæmd.
Eg óska þess og vona, að brú þessi verði
að öllu þvf gagni, sem forgöngumenn
fyrirtækisins hafa vænst eptir, nú er þessi
þunga og aflmikla elfa bannar ekki leng-
ttr ferðir manna né sundrar sveitunum.
F.g trúi þvi og treysti, að þessi dttgnaður
héraðsins verði öðrum héruðum góð fyrir-
mynd til eptirbreytni, og að telja megi
þessa framkvæmd, eitt með öðru, órækan
vott þess, að farið sé að lifna yfir þessu
landi, að traustið á landið og framtið
þess sé að eflast, vfl og vonleysi að dofna,
menningarkröfurnar að aukast, fastheldnin
við gamla sleifarlagið að þverra, yfir höf-
uð að umbótaþráin, sem er og jafnan
verður óróin í sigurverki framfaranna, sé
að ryðja sér til rúms, og festa dýpri og
dýpri rætur. Það hefur verið sagt og
kveðið, að hér á landi þyrfti margt að
brúa, og er það satt. Það er ekki að
eins elfurnar stríðu, setn sveitunum sundra.
Það er margt annað, sem tengslum þarf
yfir að koma. Landið okkar sjálft ligg-
ur langt út 1 sæ, fjarri og fráskilið öðrurn
þjóðum, og innanlands skilja fjöll og sein-
fær firnindi strjálar byggðir. Það virðist
nú svo í skjótu bragði, að ekki sé hlaupið
að því að bæta úr þessu með brúargerð-
um. Og þó er það einmitt nú eitt aðal-
mál þessarar þjóðar, að koma slíkri brú
í framkvæmd, brú, sem að vísu er ekki
til líkamlegra ferða né flutninga, en sem
tengir Island við umheiminn og sveit við
sveit með málmstrengjum þeim, sem á
svipstundu bera orðsendingar hingað utan
úr heimi, og héðan til útlanda, sent flytja
hljóm orðanna viðstöðulaust, frá mtínni
til eyra, landshornanna á milli, svo að vér
getum talað frá einum landsenda til ann-
ars, eins og vér værum augliti til auglitis
við menti, sem eru langt í bitrtu, fyrir
handan fjöll og firnindi. Það er von mín og
trú, að sú brúargerð kippi íslandi inn í menn -
ingarstraum heimsins og létti samband og
samvinnu innanlands rneira en menn nú
geta séð fyrir eða almennt gert sér f hug-
‘arlund.
En ein er sú brúin, sem mest rfðtir á
af öllum brúm, og það er brú milli huga
og hjartna þeirra ntanna, setn Islandi
unna, og vilja þess veg. Þar eru einnig
mörg djúp, sem skilja, kaldir straumar,
sem banna samgöngur og slfta félags-
skapnttm. Tortryggni, öfund og sttndr-
ungarandi velta sutnstaðar fram í stríðitm
straumum, brjóta bakka og flóa yfir gró-
andi lendur. En það er trú mín og sann-
færing, að með vaxandt tnenning muni
einnig þessar torfærur brúast, samheldni
og samvinna eflast, í öllu því sem fóstur-
jörðu vorri er fyrir beztu, samvinna í
andlegum efnum, og samvinna í verkleg-
um, fjárhagslegum efnum. Sameinaðir er-
um vér sterkir, þótt vér séum fáir •, sundr-
aðir erum vér veikir og vanmátta, þótt
vér verðum fleiri. Sameiginlegur vilji um
að keppa fram til umbóta og menningar
í trausti til landsins okkar og framtíðar
þess, er b r ú, sem þarf að byggja og
tryggja sem bezta og vandaðasta.
ForfeðuK vorir í heiðni hugsttðu sér
sambandið milli þessa heims og annars,
mannheims og Valhallar, sem brú, brúna
Bifröst, er guðir byggðu til himins af
jörðu, og nú er nefnd friðarbogi. Það á
sér þannig djúpar rætur, að brú tákni
sátt og sameining, sigur yfir tvístrandi
kröpturn, samtenging þess, er sundrað var
áður. Verði það þá að áhrínsorðum, að
af hverri nýrri brú, sem lánast að leggja,
drjúpi sem flestar andlegar brýr, samein-
ingarmögn, sem geri þjóðinni lífið á-
nægjulegra og vegi frarntíðarinnar færari.
Vér höfum heyrt rnikið um það talað
í seinni tíð, að óánægja sé »aðal lypti-
aflið« 1 öllum framförum, að hún eigi
að vera aðalkrapturinn, sem knýr menn
áfram til bóta. En það er þá svo bezt,
að óánægjan sé ekki ófrjó, niðurrífandi,
upprætandi. Óánægja, sem knýr fólk af
landi burt, héðan til annara heimsálfa, er
enginn framfarakraptur fyrir okkar land.
Óánægja, sem heggur upp ungviðið og
nýgræðinginn, af því að hann þarf tíma
til að vaxa, er ekki lyptiafl fyrir neinum
framförum. Óánægja, sem brýtur brýrnar
og spillir vegunum, af því að annarstaðar
séu til betri brýr og breiðari vegir, er
vissulega ekki út af fyrir sig ábyggilegt
framtíðarmagn. Hin rétta umbótarþrá,
sem er óróin í sigurverki framfara-andans,
er full ‘af trausti, von og kærleika, flýr
ekki, upprætir ekki, eyðileggur ekki.
í þessu landi hefur jafnan verið allmik-
ið af eyðileggjandi og niðurbrjótandi öfl-
um, eldar, ísar, stormar. Ár hafa brotið
breiðar sveitir, mennirnir hafa upprætt
og eyðilagt skóg eptir skóg, og þar sem
þeir hafa hætt, hefur náttúran tekið við,
svo sandar og auðnir hafa hertekið fagr*
ar hlfðar og grænar grundir. Langrækni
liggur 1 loptinu á Islandi. Jörðin sjálf er
langrækin. Hólar og börð, sem kalið
hefur og blásið upp í nepjum og næðing-