Þjóðólfur - 15.09.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 15.09.1905, Blaðsíða 3
ÞJÓÐOLFUR. 169 % allt. Það er tekið fram, að fjárveitingin sé 1. og 2. ársborgun af 20 ára framlagi. Og orðið ritsími, sem þýðir ritþráður eða fréttaþráður getur með engu móti átt við þráðleysi. Því fer svo fjarri, að 1. málsgrein sé fyrirsögn, að hún er þvert á móti aðal- fjárveitingin, eins og ljóslega sést á upp- hafi 2. málsgreinar og öllum liðnum yfir höfuð. Upphafsorðin í 2. málsgrein : »Afupp- hæð þessari má verja svo miklu sem nauðsyn krefur til að kofna á þráðlausu sambandi« þýða: Afupphæð þeirri, sem veitt er hér á undan til fréttaþráðar má verja því sem með þarf til þráð- 1 e y s i s sambands. Eptir þessu er 1. málsgr. einskorðuð við fréttaþráð og engum skilyrðum bundin. 2. málsgrein heimilar að verja upphæð- inni til þráðleysis milli Reykjavíkur og útlanda og milli Rvikur og hinna þriggja kaupstaðanna. Og 3. málsgrein heimilar að verja beggja ára tillagi eða 70,000 kr. til þess að koma Reykjavík í samband við útlönd, en áskilur þá þrennt: fyrst það, að Rvík sé komin í sambandið við út- lönd innan ársloka 1904, annað hitt, a ð hinir kaupstaðirnir verði settir í samband við Rvík^fyrir árslok 1905 og þriðjaþað, að allur kostnaðurinn til hvorutveggja sambandsins fari ekki fram úr 70,000 kr. Annar skilningur en þessi verður ekki lagður í liðinn, enda kemur liann einn heim við tilætlun stjórnarinnar roeð fjár- veitingunni. Stjórnin fór í athugasemd- unum aptan við fjárlagafrumvarp sitt fram á, að sér »sé í sjálfsvald sett, að verja fjárveitingunni hvort heldur er til sfma- lauss firðritunarsambands eða ritsfmasam- bands eða ef til vill til hvorttveggja þessa sameinaðs«, Og þingið orðaði liðinn, eins og hann stendur í fjárlögunum, ein- mitt til þess að verða við þessum til- mælum stjórnarinnar. Stjórnin hefði þannig haft fulla heimild til ritsímasamningsins í 1. málsgrein einni, en 4. eða síðasta málsgreinin tekur af all- an efa. Þar er stjórninni ekki að eins heimilað að semja, heldur er henni þar jafnvel falið að binda allt föstum samn- ingum. Henni er þar sagt að leggja vagntanlegan samning fyrir alþingi til a t h u g u n a r, með öðrum orðum sagt, að fullgera samninginn. Þessi skýring kemur og vel heim við tillögur samgöngumálanefndarinnar 1903 um málið. Þar stendur : »Þá hafði nefnd- in fréttaþráðsmálið til meðferðar. Nefnd- in álítur, að framkvæmdir í því máli megi með engu móti dragast lengur«. Stjórninni var þannig ekki að eins heim- ilt, heldtir jafnvel skylt, að láta nú til skarar skrfða um málið. Á því getur enginn vafi leikið. ■ Stjórnin hafði fulla heimild til að taka ritsíma gegn 35,000 kr. borgun hvort ár- ið 1904 og 1905, og þá eðlilega ekki síður til þess að taka honum gegn engu árgjaldi þessi ár, eins og hún gerði. Ár- gjaldið kemur ekki til útborgunar fyr en 1906. Og vfkur þá máli að því, hvort stjórn- in hefði heldur átt að halla sér að þræði eða þráðleysi. Eins og kunnugt er áttu loptskeyta- stöðvarnar að standa á andnesjum. En nú er þar eins og allir vita lítil eða eng- in byggð, svo að landið hefði þegar af þeirri ástæðu haft lítil eða engin not af sambandinu. Hefði átt að verða not af því, hefði orðið að leggja símalínur frá lopt- skeytastöðvunum út um landið, en gagnið af símum það*an hefði vitanlega orðið lít- ið eða ekkert. Þá hefði víðasthvar orð- ið að leggja sfmana yfir hengiflug og utan í snarbröttum hlíðum, en þarhefði hvorki staurar né þræðir staðið til lengdar og kostnaðurinn náttúrlega orðið afarmikill. I öðru lagi var aldrei ætlast til, að Ioptskeytin yrðu send lengra en til næstu stöðva á báðar hendur. Sá er lengra hefði ætlað að ná, hefði orðið að láta flytja skeyti stn frá stöð til stöðvar eða selflytja þau, eins og kallað er, en það er bæði kostnaðarsamt og óáreiðanlegt. I þriðja lagi er samband þetta lítt reynt og þykir gefast misjafnlega, þar sem það hefur verið reynt, sérstaklega vegna þess, að veðurlag og landslag hefur mjög mik- il áhrif á það, enda alltaf undir hælinn lagt, að aðrir hremmi skeytin en þeir, sem þau voru ætluð. Aðrar þjóðir nota loptskeyti heldur ekki annarsstaðar en þar, sem þræði verður ekki komið við t. d. milli lands og skipa og milli skipa innbyrðis. Samt sem áður leitaði ráðherrann á fund Marconifélagsins í Lundúnum, helzta loptskeytafélagsins í heimi, áður en hann samdi við stóra norræna. Marconifélagið gerði og kost á, að taka sambandið að sér, en setti upp svo gíturlega upphæð, 1 miljón króna fyrir stofnsetning sambandsins og 113,000 kr. á ári fyrir rekstur og viðhald þess, að því boði, sem fór margsinnis fram úr tjár- veitingu alþingis, var ekki nokkur vegur að sinna. Ráðherrann fór þá til Kaupmannahafn- ar og leitaði samninga við stóra norræna, og hitti þar svo vel á, að félagið átti undir högg að sækja að fá framlenging á einkaleyfi fyrir sæsíma sinn frá Norð- urlöndum til Englands. Ráðherrann ávann nú það við dönsku stjórnina, að hún einskorðaði framlenging einkaleyfisins af sinni hendi við það, að st. n. legði síma til íslands og ráðherr- ann gekk svo frekara á lagið. Hann fékk st. n. eigi að eins til þess að endurnýja gamla tilboðið um 300,000 króna tillag til landsíma hér, ef þráður- inn yrði lagður til Austurlandsins, en hann komst miklu lengra. Það hafði áður verið sett upp, að fé- lagið eignaðist landsímann í hlutfalli við framlag sitt og hefði hlutfallslegar tekjur af honum á ári hverju. En ráðherrann fékk því nú til vegar komið, að landið eignaðist strax allan landsímann og allar tekjur af honum, auk þess sem landið nú eignast z/3 af sæsímanum að 20 ártim liðnum, ef félagið ekki vill reka símann áfram styrklaust. Svo löngu eptir að samningurinn var gerður, um og eptir þingsetningu, kom loptskeytamálið aptur á dagskrá. Marconifélagið var þá vakið upp aptur og auk þess kom nú annað loptskeyta- félag, þýzkt félag, að nafni Siemens og Halske, til sögunnar. Marconifélagið bauðst nú til að stofn- setja og annast sambandið að öllu leyti fyrir 128,000 kr. á ári í 20 ár eða, að áætluðum tekjum, 30,000 kr., er renna skyldu í landsjóð frádregnum, fyrir 98,000 kr. á ári. Og Siemens og Halske bauðst til hins sama fyrir 172,579^. á ári eða að áætl- uðum tekjum, 30,000 kr. frádregnum, fyr- ir 142,579 kr. á ári. Hinsvegar kostar ritsíma- og talsfma- sambandið samkvæmt samningnum ekki nema 88,000 kr. á ári eða, að tekjunum 27,000 kr. frádregnum, ekki nema 61,000 kr. á ári. Það var því, þó á ekkert væri litið annað en kostnaðinn, alls engin freisting fyrir þingið til þess að taka loptskeyta- sambandið fram yfir hitt, heldur þvert á móti. En það sem mestu tim ræður er þó hitt, að með ritsíma og talsíma einum og engu öðru fæst öruggt og nýtilegt samband milli landa og innanlands og þó einkum og sérstaklega innanlands. Tal- síminn bindur hérað við hérað, sveit við sveit og bæ við bæ, en loptskeytin að eins andnes við andnes. Og þegar nú þess annarsvegar er gætt, að vér höfum 1901—1905 lagt fram til vega að meðaltali rúm 188,000 kr. á ári og þess hinsvegar er minnst, að þingið sparaði landsjóði 45,000 kr. á ári með nýja samningnum við sameinaða gufu- skipafélagið, þá er sannarlega engin rella gerandi út úr 61,000 kr. á ári fyrir ann- að eins menningar og þjóðþrifatæki og ritsími ogtalsími hefur reynst alstaðarum víða veröld. Og að því er 20 ára einkaleyfið snertir, þá er þess fyrst að geta, að enginn er fáanlegur til að leggja út í slíkan kostn- að án einkaleyfis um langan tíma, enda er símafélögum líklega undantekningar- laust veitt einkaleyfi um allan heim. Hér á landi hefur þingið alltaf gert ráð fyrir jafnlöngu einkaleyfi, síðan málinu var hreyft og baúð það enda fram að fyrra bragði 1895. Og 1 annan stað áskildu loptskeytamennirnir jafnlangt einkaleyfi. Enda er það ekkert einsdæmi einkaleyfið þetta. Eða man minni hlutinn ekki, að hann veitti hlutabankanum einkaleyfi til seðlaútgáfu um þriðjungi lengri tíma á alþingi 1901, þegar hann réði lögum og lofum. Þá hefur því verið haldið fram, að rétt- ast mundi hafa verið að fresta málinu, og að minnsta kosti mundi engu hafa verið spillt með því, því að st. n. hefði eflaust staðið við tilboð sitt. En það hefði verið hin mesta fjarstæða. St. n. hefði að sjálfsögðu talið sig laust allra mála, ef alþingi hefði riptað lögleg- um sanmingi landsjórnarinnar. Það er sfður en svo, að það græði á sanmingn- um, enda hafði það fengið framlengingu á einkaleyfinu fyrir Englandssíma sinn, er þingið hafði málið til meðferðar og stjórnin þannig misst eina aðhaldið á félaginu. Og jafnvíst er hitt, að vér hefðum aldrei fengið nándanærri eins góða samninga og nú stóðu til boða, hvorki hjá st. n. né loptskeytafélögunum. Stóra norræna átti einkaleyfið fyrir Englandssímann sinn undír högg að sækja. Og hér kepptu nú 2 af heimsins langstærstu loptskeytafé- lögum. Slíkt færi og nú gafst hefði líklega aldrei gefist. Því hefði það verið óforsvaranleg fá- sinna af þinginu, hefði það sleppt þessu fundna færi, enda er ekki langt síðan að þeir, sem berjast nú svo ákaft móti rit- símanum, börðust jafn ákaft fyrir honum. »ísafo!d« sagði t. d. í 46. tölubl. XXVII. árgangs: »Það er með öllu óhjákvæmi- legt, að ritsíminn breyti verzluninni hér á landi til stórra muna, og þær breyting- ar hljóta allar að verða til batnaðar frá sjónarmiði alþýðunnar. Gætum nú að kostnaðinum . . . verð- ur samtals 60,600 kr. á ári fyrstu 20 ár- in . . . Hvað halda menn nú að við- skipti Islendinga þurfi að batna mikið til þess að jafna þennan 60,000 kr. árs- kostnað ? . . . Hver 100 kr. viðskipti þurfa að batna um 2/s úr einum eyri til þess að verzl- u n i n borgi þennan kostnað, þó að vér hefðum alls engar tekjur af ritsímanum . . . Af ritsímanum hlýtur arðurinn að verða margfaldur við tilkostnaðinn. Að ætla sér í sparnaðarskyni að hefta annað eins fyrirtæki, það er sýnilega á- viðlfka gróðahnykkur eins og að tíma ekki að bera hæfilega mikið á túniö sitt«. Svona talaði ritstjóri »ísafoldar« með- an Valtýr Guðm. var að burðast með rit- símann, en þegar H. Hafstein hafði bor- ið gæfu til að koma bollaleggingunum í framkvæmd, þá kallaði »Isaf.« það »ó- hæfuna miklu« og stjórn og meiri hluta þings föðurlandssvikara og Danasleikjur. (Frh.). Þvert ofan í 1 OOO manns dirfist þokkamálgagnið „ísafold" að flytja ýmiskonar uppspuna og ósannindi um Sogs- brúarvígsluna. Reyndar kippir sér enginn upp við það, þótt málgagn þetta sé að þjóna sinni lund með því að bíta í hæla ráðherrans og gera lítið úr ræðu hans. Það er með þeim ósköpum fætt, að það getur aldrei unnt mótstöðumönnum sínum sann- mælis, en ranghverfir öllu, hvort sem fleiri eða færri eru til vitnis. Blygðunarleysið er ávallt hið sama, jafnt frammi fyrir 1000 manns, eins og fáeinum mönnum. Þetta er þjóðkunnugt orðið. Ein ósannindi málgagns- ins eru þau, að Björn Ólsen prófessor hafi fyrstur hrópað „Lifi ráðgjafinn" og að eins fáeinar hræður tekið undir með honum. Sannleikurinn er sá, að það voru Grímsnes- ingar, sem fyrstir hrópuðu „Lifi ráðherrann" og undir það tók fjöldi manna með húrra- ópum. Var sérstaklega til þess tekið, hversu þau húrraóp fóru laglega úr hendi. Enn- fremur hlýtur það að hafa verið fréttasnati Isafoldar, er tautað hefur fyrir munni sér „niður með ráðgjafann", svo lágt, að enginn hefur heyrt. Að minnsta kosti höfum vér ekki átt tal við neinn mann, er kannást við að hafa heyrt þetta einkunnarorð Isafoldar. Þar var og Ísafoldar-Björn ekki staddui og enginn Indriði til að taka undir með hon- um. Að frásögn blaðsins um viðureign prests- ins á Mosfelli og Reykvíkingsins er ekki orðum eyðandi. En það er ekki spánnýtt, að blaðið reyni að svívirða mótstöðumenn sína með drykkjuskapar-áburði, ef annað er ekki fytir hendi. Það er eðlilegt, að Birni garnla svíði það sárt, að þessi vígsluför ráðherrans varð hon- um sæmdar- og sigurför, og að hann komst að raun um, að Árnesingar eru ekki um- hverfir orðnir af æsingafargani Valtýinga, en kunna að meta rétt hæfileika, mannúð og mannkosti hins fyrsta heimastjórnarráð- herra síns. Það gerir því ekkert til, þótt Isa urri. Brunl. Hinn 8. þ. m. brann stór heyhlaða á Hvítárvöllum ásamt áföstu fjósi og hest- húsi, allt til kaldra kola, en íbúðarhús bóndans Ólafs Davíðssonar og mjólkur- skólans tókst að verja. Ur hlöðunni var bjargað nál. helmingi af 7—800 hestum, er ( henni voru. Kviknað hafði í heyinu af ofhita. Skaðinn alls metinn á 4. þús- und kr., því að alit, sem brann, var ó- vátryggt. Smjörsala. Með þv( að smjörsöluverð erlendis er látið dagblöðunum í té til léiðbeiningar fyrir formenn rjómabúanna, þá virðist það nauðsynlegt, að tekið sé fram, hvort salan erað kostnaði frádregnum eða ekki. Það er ástæða að minnast þessa, þar eð Landbúnaðarblaðið »Freyr« flytur villandi skýrslu í 9. tbl. um smjör- sölu konsúls George Davidsen í Leith, með þvf að flytja söluverð annars smjör- sala, sem er að kostnaði með- töldum (brutto) en gefur upp netto- verð G. Davidsens, án þess að geta um, að þær tölur séu að kostnaði frá- dregnum. X. Gull ofanjarðar. Mörg hús og byggingarlóðir til sölu á góðum stöðum í bænum. Semja ber við Bjarna /?ó»my>«snikkara Vegamótum fyrir 1. desember þ. á. Auglýsing. Á fjárlögum fyrir 1906 og 1907, eins og alþingi samþykkti þau, er ætlaður námsstyrkur til 4 hérlendra manna, til þess að nema firðritun, iooo kr. til hvers. Þeir, sem ætla sér að sækja um styrk f þessu skyni, eru beðnir að senda umsókn sína til Stjórnarráðs- ins fyrir 10. október næstkomandi. Skilyrði fyrir stytkveitingunum er, að nemendur sigli til náms þegar í haust, og skuldbindi sig til þess að afloknu nami að gegna firðrituar- störfunum hér á landi um nokkur ár, eptir nánara samkomulagi fyrirfram. L

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.