Þjóðólfur - 15.09.1905, Side 2

Þjóðólfur - 15.09.1905, Side 2
l68 ÞJOÐOLFUR. uro, eru lengi að grænka aptur og gróa. Víðlend flærni, sem eyðandi hraun hefur runnið yfir einhvern t(ma í fyrndinni, hafa látið þúsund ára sól renna upp yfir sinni reiði, áður þau aptur tóku að gróa eins og hraunið hefur gert, sem vér stöndum á nú. En jafnframt þessu hefur jafnan fylgt landi voru eitthvert sérstakt viðhalds- afl, einhver »hulinn verndarkraptur«, sem hefur viðhaldið og verndað ekki að eins land vort og góðan gróður, heldur einnig tungu vora, þjóðerni og forna frelsisþrá. Þessi huldi verndarkraptur, þetta viðhalds- magn góðra vætta gegn eyðileggingaröfl- um í náttúru lands og lýðs, kemur víða fram í þjóðtrú og þjóðsögum vorum. Eg heyrði rétt nýlega eina slíka sögu, sem skeði hér i nándinni, og sýnir vernd góðra vætta gegn eyðileggingarfýst eða hugsunarleysi mannanna, sem því miður hefur rúið landið okkar víða. Hér of- ar í ánni, sem vér stöndum við, uppi undir bænum Syðri-Brú, er yndisiegur hólmi, sem heitir Axarhólmi, umflotinn stríðum straum. I hölmanum hefur mjög lengi verið, og er enn, ríkur gróður, ang- andi reyniviður innan um birkiskóg og hvannstóð, svo unun er á að líta frá árbakkanum. Einn kaldan vetur lagði ána kringum hólmann, svo gengt varð út 1 hann, og óðar var þar kominn maður fvá næsta bænum, með öxi í hendi, til þess að höggva upp reyniviðinn, og hugði nú gott til glóðarinnar. En jafnskjótt sem hann reiddi öxina til höggs, kváðu allt í einu við dunur, brak og dynkir í ísnum milli lands og hólma, eins og allt ætlaði upp að brotna, og manninum skaut svo skelk ( bringu, að hann fleygði frá sér öxinni og hljóp í land sem fætur toguðu, svo reynirinn stendur enn óhögginn, og öxin liggur enn úti í hólmanuni, þó bersýnilegt sé, að hægt er að komast út í hólmann. Þannig vernduðu vættir elfunnar fegurð hólmans síns og framtíðargróður. Eg vildi nú óska þess, að í hvert skipti, sem eyðileggjandi öfl þessa lands ætla að leggja öxina að rótum á mætum viði í þjóðllfi voru og félagsskap, þá megi vættir landsins og þess »huldi verndar- kraptur« grípa fram í, vernda viðinn og skelfa spellvirkjann, svo að öxin hrjóti úr höndum hans og verði eptir til eillfð- ar í hólma þeim, sem enginn fær að komizt. Eg vil óska þessu landi og þessu hér- aði margra brúa, sterkra brúa og heilla- ríkra brúa í sem flestum og beztum skiln- ingi. Óskum þess að hið sundraða megi sameinast, hið tvístraða tengjast. Heill og gengi yfir þetta hérað og þessa gull- fögru sveit. Um leíð og eg að lokum þakka þeim mönnum, sem hrundið hafa þessu fyrirtæki áfram, þar á meðal hin- um ötula yfirsmiö brúarinnar, lýsi eg þvf yfir, að brú þessi er nú opin til almenn* ingsafnota. Til heilia og hamingju með brúna. Guð verndi og blessi þessa fögru og öflugu samgöngubót. Undirbúningur málsins og brúar- gerðin. Það eru full 20 ár síðan fyrst var far- ið að hreyfa því, að koma á brú yfir Sogið hjá Alviðru, austan undir Ingólfs- fjalli í Ölfusi, en Sogið rennur eins og kunnugt er úr Þingvallavatni millum Grlmsness að austan og Grafnings að vestan, og fellur í Hvítá móts við Tanna- staði í Ölfusi. Sogið er mjög vatnsmik- ið og hvergi reitt nú orðið, þótt slarkað hafi verið stundum yfir það á vaði eða réttara sagt vaðleysu, er »Álptavatn« nefnist undan Torfastöðum í Grafningi. Er Sogið þar afarbreitt, svo að hálftíma ferð er þar yfir það, og djúpt mjög, enda er vað þetta nú nær ófært orðið, og sjaldan eða aldrei farið, sízt með klyfjar. Sogið var því hinn versti farartálmi fyrir Grímsnes allt, en að því lykja Brúará að austan og Hvítá að austan og sunnan, hvorttveggja ferjuvötn, svo að sveitin er vötnum lukt á alla vegu nema til fjalls. Af Sogsbrúnni hafa og fleiri not en Grímsnesingar einir t, d. Laugdælir í Eyrarbakkaferðum og Biskupstungnamenn, ekki s(zt á vetrardag, þá er nyrðri leiðin, Mosfellsheiðarvegurinn, er ófær. Svo mun Og tilætlað, að hin fyrirhugaða Geysisbraut liggi um Sogsbrúna upp Gr(msnes og Biskupstungur til Geysis og verður það þráðbein stefna suður á að- alakbrautina frá Selfossi. Verða þá not Sogsbrúarinnar vitanlega margfalt meiri en nú er, meðan enginn vegur liggur frá henni upp sýsluna. Þrátt fyrir þessa mjög nauðsynlegu sarngöngubót, sem margir viðurkenndu að brú á Sogið mnndi verða, átti málið mjög lengi erfitt uppdráttar, vegna mót- spyrnu einstakra manna, er sízt mátti ætla, að snerust gegn því, og tafði það mjög fyrir. Loks fékkst þó brúarstæðið skoðað og áætlun gerð. Var svo leitað til þingsins igoi um helmingsstyrk til brúargerðarinnar úr landssjóði eða 7500 kr. gegn jafnmiklu tillagi frá sýslunni og Grímsneshreppi. En þeirri málaleitan var þá hrundið, og var enda svo mikið kapp í sumum efrideildarmönnum (eptir undir- róðri mótstöðumanna brúarinnar þar eystra), að þeir þorðu ekki að hleypa fjárlögunum í sameinað þing af ótta við, að þessi óhæfilega(I) fjárveiting kæmist þá að. En á þinginu 1903 hafðist það þó fram (( sameinuðu þingi), að landssjóður veitti allt að 6000 kr. til brúargerðarinn- ar, gegn því að tvöfalt meiri npphæð yrði lögð fram annarsstaðar frá. Hafði Grímsneshreppur einn lofað 5000 kr. til- lagi, og svo hafðist það fram, að sýslan lofaði öðrum 5000 kr. Nú var loks unnt að fara að byrja á verkinu. Næstl. haust kom efnið í brúna hingað til lands og gekk stjórnarráðið vel fram í þvl að koma verkinu sem fyrst áleiðis. En miklir erfiðleikar voru á flutningnum, því að efnið varð að flytja landveg austur alla leið úr Reykjavík, því að ekki tókst að skipa því upp á Eyrar- bakka. En þrátt fyrir alla þessa erfið- leika vaið þó byrjað á verkinu næstl. vor, og brúin fullger fyrir 8. þ. m. Stóð mest fyrir þessum framkvæmdum Magnús óðalsbóndi Jónsson ( Klausturhólum, er hreppsnefndin í Grímsneshreppi valdi til þessa starfs, og leysti hann það bæði vel og rösklega af hendi, með aðstoð nokk- urra sveitunga sinna, sérstaklega Gunn- laugs hreppstjóra Þorsteinssonar á Kiða- bergi, er varð einna fyrstur manna þar 1 sveit til að hreyfa þessari brúargerð fyrir mörgum árum. — Yfirsmiður við brúna var Halldór Guðmundsson rafmagnsfræð- ingur, ættaður úr Mýrdal, og fórst það starf ágætlega úr hendi, þótt hann væri óvanur brúargerð. Var gert orð á því þar eystra, hversu verkið hefði gengið greiðlega og liðlega undir forustu hans. Fyrir stöplahleðslunni (steinsmíðinu) stóð í fyrstu Sæmundur Steindórsson steinsmiður [tengdafaðir Símonar snikkara á Selfossi), en hann varð fyrir því slysi anemma í sumar, að steinflís hraut í auga honum, og varð hann að hætta vinnu úr því og er ekki jafngóður enn. Er þetta hið eina óhapp, sem komið hefur fyrir við brúargerð þessa. Síðar stóð fyrir stein- smíðinu Sigurður Gíslason af Eyrar- bakka. — Brúin sjálf er hengibrú, 60 álnir á lengd og 4 álna breíð með tveimur uppihaldsstrengjum sínum hvoru megin, öll úr járni og hin vandaðasta að allri gerð, og mjög snotur að útliti, svip- uð Þjórsárbrúnni þótt minni sé. Hefur Sigurður Thoroddsen verkfræðingur gert teikninguna að henni. Er talið að brúin muni kosta alls 16000 kr. og fer það furðu nærri áætlun, er gerði hana 15,000. Það eru samtök og þrautseigja Gríms- nessinga, sem komið hefur þessu mann- virki á þrátt fyrir megnan andróður úr ýmsum áttum: og hafa þeir með þv< reist sér prýðilegan minnisvarða, er seint mun fyrnast og ætti að verða öðrum héruðum til eptirbréytni. Þá mundi margt skipast öðruvísi á landi voru. Það mátti og með sanni segja, að vígsludag- urinn var hátíðis- og fagnaðardagur, sér- staklega fyrir Grímsnessinga. Og mundu margir hafa kosið að vera í þeirra spor- um þar. Vígsluathöfnin. Laugardaginn 9. þ. m. var veður bjart og fagurt, og mátti þá sjá mannareið urn Árnessýslu. En allir flokkarnir stefndu að Sogsbrúnni, er ráðherrann ætlaði að vígja þann dag kl. 2. Úr Reykjavík var meðal annars hátt á 3. hundrað manna, að því er næst varð komist. Var erfitt um gististaði fyrir allan þann fjölda, og lágu menn í heyhlöðum á bæjum með- fram veginum, voru t. d. um 60—70 Reykvíkingar nætursakir á Selfossi og í Tryggvaskála á laugardagsnóttina, ogenn fleiri kvað hafa verið þar nóttina eptir. En alls voru staddir við vígsluna fult 1000 manns eða hátt á n. hundrað ept- ir þv( sem sumum taldist. Ráðherrann kom að aflíðandi hádegi að Soginu, að austanverðu, Grímsnesmeginn. En mestur hluti mannfjöldans var fyrir vestan ána, og gekk smátt og smátt austur yfir, því að þar var ræðupallurinn reistur við brú- arsporðinn. Er þar skógur upp frá brúnni og landslag fagurt og vinalegt þar með Soginu, (í Öndverðarneslandi) þótt brunahraun sé og skógurinn ekki hávaxinn. Er þar beitiland ágætt fyrir sauðfé og land kjarngott. Nokkru áður en sjálf vígsluathöfnin hófst var blásið í lúðra til að stefna fólkinu saman, og streymdi það þá aust- ur yfir það er eptir var fyrir vestan ána, 40—50 ( hóp, en verðir voru settir við vestri enda brúarinnar tii að gæta þess að ofmargir væru ekki á brúnni í senn. Þá er kl. var 2 og allir (eða nær því allir) komnir austur yfir var spennt silki- band yfir brúna, en á meðan fólkið gekk brúna lék lúðrafélag Reykjavíkur »Eld- gamla ísafold« og »Ó, guð vors lands« tvisvar sinnum. Þá er fólkið var komið saman á eystri bakkanum sté ráðherrann upp á ræðupallinn, og hélt þar ræðu þá, sem hér er prentuð á undan, og fannst flestum mikið um bæði efni og fram- burð, en maðurinn sjálfur hinn gervileg- asti og veðrið sktnandi fagurt, en skóg- arilminn lagði að vitum manna, og varð því allt til þess að gera athöfn þessa sem hátíðlegasta. Að lokinni ræðu og' um léið og ráðherrann sté niður af Tæðupallinum var hrópað: »Lifi ráðherr- ann« og tók mannfjöldinn undir það með níföldu húrra. Að því húntt gekk ráðherrann og frú hans fyrst vestur yfir brúna og klippti ráðherrafrúin sundtir band það, er spennt var yfir brúna, en mannfjöldinn gekk allur á eptir og var á meðan leikið á lúðra brúardrápa H. H. og að því loknu hrópað húrra fyrir höf- undinum. Síðan dreifðust menn smátt og smátt víðsvegar í kringum brúna. Höfðu Grímsnesingar reist tjald allmikið í skóginttm að austanverðu við brúna handa ráðherranum og frú hans, og bauð forstöðunefndin þangað. nokkrum mönn- um. Var þar drukkið minni ráðherrans, yfirsmiðs brúarinnar, forstöðunefndarinn- ar o. fl. Síðar um daginn hélt séra Gísli Jóns- son á Mosfelli ræðu og talaði aðallega um þá erfiðleika, er þetta brúarmál hefði hefði átt við að stríða, og þótti mælast vel. Einn hálfsvínkaður Reykvíkingur, er ekki þótti ræðan eptir valtýskum nótum, var stöðugt að gjamma frant í, og flissa heintskulega, og stórhneyksluðust allir á sllkutn götustrákahætti, og þótti maðurinn verafremur»krúkk« aðkurteisi. Aukannars manns (G. Eelixssonar) er talaði nokkur orð. varð ekki tneira af ræðuhöldum, enda fóru tnenn smátt og smátt að tínast burtu, er á leið. Dansað var um hríð á fögr- um grasfleti að austanverðu við Sogið, en danspallur var enginn, því að forstöðu- nefndin hafði ekki haft tæki til að reisa hann, enda ekki útlit fyrir næstu daga á undan, að veður yrði svo gott vígsludag- inn, að menn mundu skemmta sér við dans. En þótt pallinn vantaði, skemmtu menn sér eptir föngum og létu allir hið bezta yfir förinni, enda veður hið bllðasta allan daginn, og staðurinn hinn fegursti. Tók Árni Thorsteinsson ljósmyndari þar nokkrar myndir, er hann hefur nú til sýnis og sölu, og eru þær allar mjög vel gerðar. Vefurinn rakinn. (Frh.). Andstæðingar stjórnarinnar voru löngu búnir að sjá það, áður en á þing kom, að þeir gátu ekki steypt stjórninni af stóli með undirskriptarmálinu, enda löngu bún- ir að finna upp annað vopn til vara. Það var Ritsímamálið. Og Jón yfirdómari Jensson fann ritsíma- málið rétt eins og undirskriptarmálið. Hann fann það út, að ráðherrann hefði brostið alla heimild til að gera samning- inn við stóra norræna félagið. Hann fann það út með því að gera upphaf 12. gr. D. í núgildandi fjárlögum að »fyrirsögn« og með því að láta eins og seinasta málsgrein liðsins væri ekki til. Andstæðingablöð stjórnarinnar hentu þessa kenningu á lopti. Þau sáu, að fað- ernið var álitlegt. Faðirinneirwi af þeim mönnum, sem flestum fremur ætti að skilja mælt mál, og manna sízt ætti að hafa tilhneigingu til að rangfæra orð annara. Og þó er þessi kenning einhver hin mesta firra, sem nokkur maður hefur kast- að fram, eins og hver maður, sem nenn- ir að lesa 12. gr. D. núgildandi fjárlaga sjálfur getur séð. Liðurinn hljóðar á þessa leið: »Til ritsíma milli íslands og útlanda, 1. og 2. ársborgun af 20 ára tillagi 35,000 —35,000 = 70,000. Af upphæð þessari má verja svo miklu sem nauðsyn krefurtil að koma á þráð- lausu hraðskeytasambandi milli Reykjavíkur og útlanda og milli Reykja- v(kur og hinna þriggja annara kaupstaða á landinu. Ti! þess að koma sem fyrst á hrað- skeytasambandi milli Reykjavíkur og út- landa má verja allri upphæðinni fyrra árið til þess sambands út af fyrir sig, ef það verður komið á íársloki904, og að því tilskildu, að nægileg trygging sé sett fyrir því, að sambandið við hina kaupstaðina þrjá verði komið á fyrir árs- lok 1905 án aukins tillags frá íslandi. Væntanlegur samningur með fylgi- skjölum leggist fyrir alþingi til athug- u n a r « . J. J. vill gera 1. málsgrein liðsins að fyrirsögn. En það nær engri átt. Það þarf ekki annað en að líta á fyr- irsagnir annara liða í fjárlögunum t. d. í 12. gr. til þess að ganga úr skugga um, að svo er ekki. Fyrirsögnin fyrir 12. gr. A. heitir: »Til útgjalda við póststjórn- ina«, fyrirsögnin fyrir 12. gr. B.: »Lil vegabóta«, fyrirsögnin fyrir 12. gr. C.: »Til gufuskipaferða« og fyrirsögnin fyrir 12. gr. E.: »Til vita«. Þar er engin upp- hæð tilfærð út undan, og fyrirsögnin svo rúm, að hún á við allar fjárveitingar liðsins. Ut undan 12. gr. D. stendur fjárveit- ingin bæði fyrir hvort ár fjárhagstímabils- ins sér í lagi og fyrir fjárhagstímabilið

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.