Þjóðólfur - 22.09.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 22.09.1905, Blaðsíða 3
ÞJÓÐOLFUR. 173 skaðabótamál á móti landsjóði fyrir bragðið. Svo mörg eru þessi orð, ekki mjög mörg, en skökk og skæld eins og vant er eða réttara sagt gersamiega tilhæfu- laus. Eins og »ísafold« ætti að vita, þarf hver sá, sem ætlar sér að símrita eða loptrita milli 2 landa, að fá leyfi beggja landsjórna til þess, alveg eins og maður, sem ætlar sér að leggja veg yfir túnið mitt, þarf leyfi mitt til þess. Marconi hefur ekkert slíkt leyfi fengið eins og upplýst var í neðri deild í sum- ar. Honum hefur að eins verið liðið það til þessa, að senda skeyti frá Eng- landi og taka við skeytum á Islandi. Það má banna honum það hvenær sem er. Það getur hvor stjórnin um sig, Englend- inga og Islendinga. Englastjórn getur bannað honum að senda skeytin og stjórn íslendinga getur bannað honum að taka við þeim. Það má banna honum það, alveg án tillits til ritsímalaganna. Þau eiga að eins við hraðskeytasamband innan- lands, eins og hver maður getur sjálfur séð, sem nennir að hafa fyrir því að líta í lögin, eða réttara sagt 1. greinina. Þar stendur: »Landinu er áskilinn einkaréttur tii þess að stofna og starf- rækja ritslmasambönd og málþráða, svo og hverskyns önnur rafmagnssambönd til skeytasendinga áíslandi ogíland- helgi við Islan d«. Það er svo ljóst, að út úr því verður ekki snúið. Það verða ekki aðrir blekkt- ir með því en þeir, sem annaðhvort ekki skilja mælt mál eða ekki nenna að hugsa einfalt mál sjálfir. Auk þess hefur loptskeytasamband ekki verið sstarfrækt* á Marconistöðinni við Rauðará. Stöðin þar er ekki nema hálf. Hún tekur að eins við skeytum utanlands frá, en getur engin skeyti frá sér sent, þótt lff liggi við. Stöðin er ekkert ann- að en tilraunastöð, Það er óhætt að leggja það undir hvaða dómstól sem er, ekkert sfður en tollmál- ið, sem »ísafold« lofaði, að allir dómstól- ar landsins skyldu ónýta, en þegir nú um eins og mannsmorð. »ísafold« trúir því ekki einu sinni sjálf, að Marconi geti haldið áfram. Það þarf ekki annað, en að benda á prentuðu bréfin hennar til »þjóðræðis«félaga henn- ar til að sýna og sanna, að gasprið í henni 16. þ. m. er alveg utangarna. Hún kemst svo að orði í einu bréfinu: »En ónýt verður sú fjárveiting (fjárveit- ingin til »stóra norræna«), ef ekki fylgja henni fyrnefnd sérstök lög (ritsímalögin hér um ræddu) um bann gegn öðru hrað- skeytasambandi að viðlögðum háum sekt- um og öllum hraðskeytatækjum upptekn- um, þar á meðal Marconistöð- inni við Rauðarác. Þá hélt hún, að Marconi yrði að hætta vegna ritsíma- laganna. Það var nú að vísu vitlaust, því að þau lög eiga að eins við innan- landssambandið. En bréfið sýnir bæði hve blaðið er skýrt eða hitt þó heldur og hve stöðugt það er í rásinni. Það er ekki nóg að kunna að stela. Þjófurinn verður lfka að kunna að fela. Það er ekki nóg að vera lipur til að ljúga. Lygarinn verður líka að vera minn- ngur á það, sem hann hefur sagt áður. Eins er um blöðin. Þau mega ekki fara alveg f gegnum sjálf sig, ef þau ætlast til að nokkur maður trúi sér. Jafn fjarstætt er hitt, að kalla það samningsrof af hendi þings og stjórnar, ef Marconistöðinni hjá Rauðará væri lið- ið að taka við skeytum frá Englandi. 6. gr. í samningnum við »stóra nor- ræna« segir: »Meðan leyfi þetta stendur skal ekki mega veita neinum ■öðrum en félaginu rétt til sfmalagningar eða annara til almenningsnota ætlaðra rafmagnssambanda milli Islands og Fær- eyja eða milli Islands og Færeyja og annara hluta Norðurálfu«. Og leyfi þetta til handa »stóra nor- ræna« stendur samkv. 2. gr. samnings- ins »í 20 ár frá þeim degi að telja, er sæsíminn og landsími sá til Reykjavíkur, sem um ræðir í 4. gr. er tekinn til starfa« eða gangi allt með felldu eptir 1. og 4. gr. í 20 ár frá 1. okt. 1906. Eptir þessu má stjórnin ekki veita neinum öðrutn en »stóra norræna« rétt til rafntagnssambanda milli landa um 20 ár, talið frá 1. okt. 1906 til 30. sept. 1926. Hún hefði aptur á móti mátt veita leyfið fyrir 1. okt. 1906 og má veita það eptir 30. sept. 1926, komi ekki nýir samn- ingar til. Stjórnin er að eins skyld til að heim- ila ekki öðrum rafmagnssamband milli landa á þessum tíma, hún má ekki gefa öðrum leyfi til þess. En hún er alls ekki skyld til þess að gæta þess, að aðrir brjóti ekki einkaleyfi félagsins. Félagið verður sjálft að reka réttar síns í því efni, hver sem í hlut á, Marconi eða aðrir. Landsstjórnina varð- ar ekki lifandi vitund um það, ekki frem- ur en mig varðar um það, þótt einhver skeri sundur þvottasnúru, sem eg hef leyft nágranna mfnum að hafa á lóðinni minni. Það þarf því enginn að missa svefn eða matarlyst af ótta fyrir því, að land- sjóður verði dæmdur til að greiða »st. norr.« skaðabætur, þó að Marconi kynni að verða liðið að senda hingað skeyti fyrst í stað. Þessi nýja uppftindning blekkir engan. »ísafold« verður að tromfa aptur. Þessi lýja stingur engan. * * # Öllu snúið öfugt þó. Einn „stóri sannleikurinn" hjá „Isafold" er sá, að lögin um áfengisveitingar á skip- um hér við Hnd hafi verið borin fram á þingi af minni hlutanum og felld af meiri hlutanum — „ráðgjafaliðinu" — af eintóm- um Danasleikjuskap vegna dönsku bryt- anna(l!) á þessum skipum. Þetta skýtur of- urlítið skökku við. Mál þetta var borið upp í n. d. af Lárusi Bjarnason sem aðal- flutningsmanni ásamt Guðrn. Björnssyni, Eggert Pálssyni og Stefáni í Fagraskógi, þ. e. allir flutningsmennirnir voru úr meiri hlutanum (sbr. Þingskjöl 1905 bls. 379). Málið komst gegnum neðri deild og atkvæði um það skiptust alls ekki eptir neinum flokkum, en í efri deild dagaði það uppi vegna tímaleysis. Hvað segja menn um aðra eins blaðamennsku, £ins og þessa í „ísafold", þá er hún snýr öliu þveröfugt, þvert ofan f öll sönnunargögn og órækan vitnisburð þingtíðindanna. Það er sannar- lega sorglegt tákn tímanna, að slíkt og því- lfkt skuli geta haldizt uppi án þess að vekja megnustu andstyggð hjá ö 11 u m landslýð. En vitanlega er skákað f því skjólinu, að eng- inn endist tilogenginn nenni því að vera að eltast við að leiðrétta allan þann aragrúa af óhróðursþvættingi og ósannindum um menn og málefni, sem mokað er saman eins og mykju f kláfa í hverju einasta tölu- blaði „ísafoldar". Og það er sannast að segja, að slíkur „áburður" er ekki gróður- lffgandi heldur gróðurdrepandi í akri þjóð- lífs vors. Það er illgresi eitt og það harla illkynjað, sem upp af honum vex og ann- að ekki. Óþokkaleg umþurðarbréf. í „Reykjavfkinni" f gær eru birt 4 dá- indis fróðleg bréf frá Ísafoldar-Birni í nafni þjóðræðisliðsins, bréf, sem send hafa verið út um allt land. Þau hafa reyndar verið send ntiklu fleiri að sögn, en það hefur ekki enn tekist að ná í hin, sem kvað vera enn verri og andstyggilegri, en þessi sem birt eru, og er þó naumast bætandi á óþokka- skapinn í þeim. En þessi bréf í „Reykja- víkinni" eru ágætt sýnishorn af hátterni þjóðræðisliðsins og þess náunga, sem því stýrir. Á honum sannast fyllilega, að lengi getur vont versnað. Og sannarlega er sú þjóð illa farin, sem lætur aðra eins leiðtoga leiða sig á glapstigu. Ritstj. „Reykjavíkur" hnýtir nokkrum réttmætum og heppilegum athugasemdum við bréfin, en annars dæma þau sig bezt sjálf meðal allra manna, sem ekki eru orðnir steinblindir fyrir öllu vel- sæmi í rithætti eða öldungis skilningslausir í því að gera greinarmun góðs og ilts og hirðulausir um vetferð þjóðarinnar. Allir sem hafa opin augun og óbrjálaða skyn- semi hljóta að sjá, að þetta óstjórnlega ó- þokkafargan Ísafoldar-Bjarnar og þjóðræð- isliðsins getur orðið mjög háskasamlegt fyr- ir sjálfsforræði vort og þjóðarsæmd, hrein- asta eitur og spillingar-útsæði, ef þjóðin sjálf treður það ekki nógu snemma undir fótum sér. Þakklætiskveðja frá C- G. Schack sjöliðsforinga. Alþingi í sumar sendi yfirforingjanum á »Heklu«, kapt. C. G. Schack, skrautritað ávarp með þakklæti fyrir hinn framúr- skarandi dugnað hans við botnverplatöku. Og um sama leyti sendu 230—40 borg- arar hér í bæ honum annað ávarp líks efnis. Nú hefur hr. Schack með bréfitil ritstj. Þjóðólfs 4. þ. m. óskað eptir, að birt yrðu í bláðinu eptirfarandi þakkar- orð frá honum. Til nlþingis íslendinga. Hér með leyfi eg mér að senda öllum með- limum alpingis íslendinga hjartanlega og innilega pókk fyrir pakkardvarp pað, sem pingið hefur sent^mér. Mér er pað hið mesta dnægjuefni að s/d, að hið hda ping hefut verið dnægt með pað starf sem eg hef rækt fyrir ísland svo vel sem mér var auðið, og pað er hlnn mesti sómi, sem mér gat verið sýndur, að fd slíka einróma viðut kenningu frd hinu pjóðkjórna pingi landsins. Um leið og eg heiti pví, að beita öllum minum ktöptum og dstundun til að vinna að heill Islands, hvenœr sem eg fæ tœkifœri til pess, flyt eg hinu hda pingi innilegt pakklæti með ósk um velgengni, heill og hamingju íslandi til handa. Virðingarfv/is Schack hö/udsmaðnr í sjóliðinu, fyrv. foringi varðskiþsins »Heklu*. Til Reykjavíknrbúa. Með pvi að mét er öldungis ómögulegt að pakka skriflega hverjum einstökum, flyt eg hér með hjarianlegar pakkir öliutn peitti, setn rituðu undir dvatp pað frd islcnzkum borgurum, sem mér hefur vetið sent. Mér er pað innilegt gleðiefni að komast að raun um, að borgat ar fslands hafa verið dnægðir með starfsemi mína sem formanns varð- skipsins, og eg fullvissa pd alla um, að pað hefur verið tnér hin mesta dnœgja að geta unnið fyrir heill pess lands og peirra borg- ara, setn eg ber svo hlýjan hug til. Ef mét skyldi optar auðnast að vinna eitthvað fyrir ísland, mega peir treysta pví, að eg mun beita öllum kröftum og dstundun til að vinna að hcill landsins. Með pessum orð- um sendi eg óllum hjartan/ega kveðju og innilega pökk með ósk um velgengni, hei/l og hamingju íslandi til handa. Virðingarfyllst Scha ck höfuðsmadur í sjóltdinu, fyrv. foringi vardskífisins *Heklu«. Undlrskrlptarskjöl hafa gengið hér um bæinn til að skora á bæjarfógetann að apturkalla umsókn sína um lausn frá embætti. Bæjarstjórn- in eða meiri hluti hennar reið á vaðið með slíka áskorun. Með því að fógetinn hefur sótt um lausn vegna heilsubilunar, varð einum merkasta borgara bæjarins þaðáorði, að bæjarstjórnin hefði sskorað á H. Dan. að verða heilbrigðan«, en það væri eptir að vita, hvort hann vildi verða við þeirri áskorun. Stórkostlegt manntjón varð af Akranesi á laugardaginn var, 16. þ. m. Þá drukknuðu þar nálægt landi 11 manns á heimleið úr Reykja- vík, allt ungt fólk á tvítugs og þrítugs aldri, að eins 2 mennirnir yfir þrítugt. Fórust þar fimm systkin, börn Helga bónda Guðmundssonar á Kringlu: Jón, Helgi, Gunnar, Valgerður og Ólafur, allt efnisfólk, ennfremur þrír bræður: Jó- hann, Björn og Ingvar, synir Björns bónda Jóhannssonar í Innstavogi, allir efnispilt- ar. Ennfremur fórust þar Guðmundur Pétursson lausamaður frá Grund, Arndís Kristjánsdóttir frá Kirkjuvöllum, og einn piltur úr Reykjavík Bjarni Kristinn ívars- son (verzlunarstjóra Helgasonar). Hvernig þetta hörmulega slys barst að, vita menn ekki. Báturinn var kominn mjög nærri landi þar á Akranesi, er hann fórst, svo að vaða mátti út á skerið, er bátinn rak á, og fundust þá þegar 2 lfk. Mun það hafa verið 1—2 kl.st. eptirslysið. Haldið er að báturinn hafi verið heldur mikið hlaðinn, en veður hvasst, og leið vara- söm þar nálægt landi á Skaganum. Látinn er 13. þ. m. Hákon Eyjólfsson bóndi á Stafnesi f Rosmhvalaneshreppi, ein- hver hinn langefnaðasti og merkasti bóndi suður þar. Hann dó úr lungnabóigu. Samsöng héldu þau hr. Sigfús Einarsson og frk. Valborg Hellemann í Báruhúsinu 17. þ.m. og var gerður góður rómur að. Þau fara nú af landi burt bráðlega, því að þingið neitaði Sigfúsi um örlítinn styrk, er hann sótti um. Hefur þó fé opt verið varið til meiri óþarfa en að styðja og efla söng- list hér á landi. „Kong Trygvo“ (skipstj. E. Nielsen) kom hingað 18. þ. m. frá útlönflum. Far- þegar um 20, þar á meðal Steingr. Matthí- asson læknir og systir hans frk. Þóra, kat- ólskur prestur Servaes og 1 nunna (St. Jóseps- systir), ennfremur frk. Henriette Larsen frá Kaupm.höfn, frk. Ingibjörg Johnsen, Sig. Halldórsson klæðskeri og kona hans, Sig Guðmundsson verzl.m., Nielsen bakari (til B. Símonarsonar), frk. Hallbera Guðmundsd., húsfrú Jóhanna Jónsdóttir, Ari Þórðarson (frá Ameríku) o. fl. Heiðursgjafir úr styrktarsjóði Kristjáns konungs 9. hafa hlotið: Jón Sveinbjarnarson bóndi á Bíldsfelli f Grafningi óg Helgi Lax- dal bóndi í Tungu á Svalbarðsströnd, 140 kr. hvor fyrir framúrskarandi dugn- að í jarðabótum. » Dánargjöf að upphæð 3000 kr. hefur kaupmaður í Vébjörgum, Jens Gregersenað nafni, sem nú er nýdáinn, gefið holdsveikrasplt- alanum í Laugarnesi. Aðalerfingi hans sendi hingað skuldabréf fyrir upphæðinni, og er það tryggt með fullgildu fasteign- arveði, unz það verður innleyst innan fárra ára. Flutningur ritsímastauranna. Vel gengur með tilboðinn um flutning- inn á ritsímastaurunum, fá færri en vilja þá atvinnu, eins og við mátti búast. Björn bóndi 1 Gröf er nýkominn aptur úr ferð sinni til Seyðisfjarðar. Hann fór þangað með Forberg verkfræðingi hinum norska, er fór heim til sín frá Seyðisfirði. Hef- ur Björn fengið ákveðin tilboð um staura- flutning alla leiðina frá Seyðisfirði til Holtavörðuheiðar, en um stauraflutninginn á leiðinni þaðan til Reykjavfkur hefur ver- ið sarnið eður er verið að semja við stjórn- arráðið. Skýrir Björn svo frá, að engin tilboð, sem hann hafi fengið, hafi farið yfir áællun meiri hlutans, en flestöl! tölu- vert lægri, svo að 5000 kr. sparnaður verði á þessum lið þennan vegarkaflann og má það heita ágætt. Atvinnan nógu góð samt, einmitt þann tíma ársins, sem minnst er að gera. Spáflugur rninni hiut- ans um þetta efni, það sem hann gerði einna langmest veður af, virðast því ætla að springa furðu fljótt. Tlior stórkaupm. í Khöfn fær í næsta blaði Þjóðólfs kvittun fyrir hina prúð- mannlegu orðsendingu sfna í »ísafoid« í fyrra kveld. Hún komst því miður ekki að í þetta blað.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.