Þjóðólfur - 22.09.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.09.1905, Blaðsíða 1
57. árg Reykjavík, föstudaginn 22. september 1905. M 40 A. Verzlunin ,EDINB0RG‘ í Reykjavík tilkynnir hér með sínum heiðruðu viðskiptamönnum, að hún hefur nú sett á stofn skösmíðavinnustofu, undir stjórn herra skósmiðs Stefáns Gunnarssonar, sem þekktur er að vandvirkni og kunnáttu í þeirri grein. — Á verkstofunni verður því bæði smíðaður allskonar skófatnaður eptir máli, og sömuleiðis tekinn til viðgerðar. Verkið verður fljótt og vel af hendi leyst — Skófatnaðardeild verzlunarinnar verður því hér eptir jafnan birgvaf vönduðum innlendum og útlendmn skófatnaði af öllum tegundum. Nýlega hefur verzlunin fengið talsverðar birgðir af skófatnaði frá Þýzka- landi. Þar á meðal sterka, vandaða — en þó ódýra verkmannaskó og gutta- fierkastígvél til vetrarins. Áreiðanlega verður bezt að kaupa skófatnað í „Edinborg". Áreiðanlega verður bezt að láta smíða skófatnað í „Edinborg". Áreiðanlega verður bezt að láta gera við skófatnað sinn í „Edinborg". Vefurinn rakinn. (Frh.). Þriðja vopnið, sem minni hhitinn á alþingi veifaði hátt, var tollfniniTarp stjórnarinnar. Stjórnin hafði farið fram á nokkra hækkun á núgildandi tollum. Það hafði hingað til kveðið við úr öll- um áttum, bæði á þingi og utan þings, að óhjákvæmilegt væri að auka tekjur landsjóðs af þvf að alltaf yxu kröfurnar til hans. Alþingi 1903 hafði skilið svo við fjár- lögin, að tekjuhallinn varð rúmar 400,000 kr. Hann var líkur eptir frumvarpi stjórn- arinnar 1905, og voru þó ekki áætlaðar nema rúmar 250,000 kr. til ritsímans bæði árin. Það var því óhjákvætnilegt, að auka tekjurnar, alveg án tillits til ritsímans. Vitanlega hefði mátt gera það á marg- an hátt. Það hefði mátt skerða viðlaga- lagasjóðinn. Það hefði mátt taka lán. Það hefði mátt auka beintt skattana. Og loks var hægt að auka tollana. En eng- in af þeim leiðum var fær, tiema seinasta leiðin. Eins og enginn hygginn maður snertir sparisjóðsbókina sfna, féð sem hann hef- ur safnað til þess að grípa til, ef í nauðir rekur, fyr en í seinustu lög, eins er það skylda þings og stjórnar að grípa sem sjaldnast í viðlagasjóð, sjóðinn, sem á að vera hjálp þjóðarinnar í viðlögum. Það er líklega engin þjóð til, sem fremur er háð óviðráðanlegum öflum náttúrunn- ar en íslenzka þjóðin, eldinum að innan og ísnum að utan. Því er engri þjóð Iffs- nauðsynlegra en henni að fara varlega nteð spariskildingana sína, enda hrykkju þeir skammt, ef höggvið væri skarð í þá á hverjtt þingi. Og eins og enginn gætinn maður gríp- ur til spariskildinganna sinna fyr en í fulla httefana, eins stofnar enginn góður búhöldur sér í skuldir fyr en í brýnustu þörf. Hann klifar heldur þrítugan ham- arinn til að auka tekjur sínar. Og þessa sjálfsögðu leið fór nú bæði stjórn og þing. Beinu skattana var ekki hægt að auka, sízt að nokkru ráði. Eða þykir ekki bónd- anum ábúðar- og lausafjárskatturinn nógu þungur, miðaður við arðinn af föstu og gangandi fé? Þykir ekki húseigendunum og hinum fáu eignamönnum landsins húsa- og tekjuskatturinn nógu hár? Jú, sann- arlega. Og þá var ekki önnur leið eptir, en að auka tollana, enda var það sjálfsagðasta leiðin. Fyrst eru tollar alltaf að ntiklu leyti sjálfvalin byrði. Flestir tollstofnarn- ir, vín, tóbak, kaffi og sykur, eru þess eðlis, að mönnum er innan handar sum- part að lifa án tollskyldu varanna og sum- part að draga þær við sig til mikilla muna. Og í annan stað eru tollarnir þær tekjur, sem alstaðar draga lengst. Vitanlega má auka tolla á tvennan hátt. Það má leggja á nýja tolla, og það má hækka gildandi tolla. Stjórn og þing valdi seinustu leiðina, þau hækkuðu gild- andi tolla. Og með réttu. Annars hefði mikið af nýju tollunum óhjákvæmilega gengið til tolleptirlits. Það hefði ekki verið nokkur leið, að fjölga tollum að nokkru ráði, án þess að auka tolleptir- litið, en það hefði aptur kostað aukin út- gjöld. Hin leiðin kostaði aptur á móti ekkert. Og þingið fór þarenda feti lengra en stjórnin ætlaðist til. Það tók innheimtu- launin fyrir tollaukann af sýslumönnum og bæjarfógetum, til þess að allur toll- aukinn skyldi renna óskertur til þarfa lands og þjóðar. Tollarnir voru hækkaðir um 30 af hundraði. Tollurinn af kaffinu var áður 10 aur. af pundi, en er nú 13 aur. Toll- urinn af sykri var áður 5 aur., en er nú 6T/a aur. Tollurinn af tóbaki var áður 50 aur., en er nú 65 aur., og tollurinn af brennivíni var áður 40 aur., en er nú 52 aur. Eins og hver maður sér, engin stórfelld hækkun. Enda líklegast, að toll- aukans á kaffi og sykri gæti ekki, því að hvorttveggja kvað nú vera að lækka í verði. Og ekki svo sem að þessi hækkun eigi að standa um aldur og æfi. Húnersjálf- dauð 31. des. 1907. Meiri hlutinn óttað- ist, að tollhækkunin á kaffi og sykri kynni að koma hart niður á mörgum, sérstak- lega á fátæku þurrabúðarfólki, og skóp tollhækkuninni því svo skamman aldur. Minni hlutinn barðist á móti þessari bráðnauðsynlegu hækkun rneð hnúum og hnefum. Því var haldið að þjóðinni, vitanlega í laumi, að tollurinn á kaffi og sykri ætti að vera 30 aur. fyrir hvert pund, og veslings þjóðin okkar trúði því sumstaðar. Og stjórn og þingmönnum var ógnað með því, að allir lögfræðingar í höfuðstaðnum, þar á meðal bæði yfir- og undirréttur, teldu það víst, að enginn þyrfti að borga þennan tollauka, af því að lögin yrðu ekki undirskrifuð í ríkis- ráðinu. Það var myndað samsæri, bæði þar og víðar, til þess að halda málinu til dóms. En stjórnin og meiri hlutinn fór eðlilega sínu fram. Og nokkrum dög- um seinna slitu samsærismennirnir sam- takasáttmálanum, og borguðu tollinn eins og áður. Svo fór um sjóferð þá, en þá var að reyna fjórða vopnið, og þá fæddist gufuskipamálid. Það bar nú svo vel í veiði fyrir for- göngu stjórnarinnar, að 2 kepptu um styrkinn til millilanda- og strandferðanna, Tulinius stórkaupmaður og »Sam. gufu- skipafélagið«. Tulinius bauð fram 36 ferðir á ári, en af þeim áskildi hann sér að ráða 20 sjálf- ur. Þing og stjórn átti að eins að ráða 16 ferðum, og af þeim áttu einar 9 að vera milli Reykjavíkur og útlanda, og þó ekki nema 7 beinar. Hinar 7 af ióáttuað vera strandferðir vestur með landi og austur og norður með. Endastöðin að vestan átti að vera Isafjörður, en að norðan Akur- eyri eða Sauðárkrókur. Svæðið milli Isafjarðar og Sauðárkróks eða Akureyrar hefði orðið alveg útundan. »Kong Trygve« og »Kong Inge« áttu að fara strandferðirnar, en svo vantaði al- veg skip á borð við millilandaskipin, sem við nú höfum. Tulinius hefði þvl orðið að láta byggja 3 stór og vönduð skip í viðbót við »Kongana«, en það þótti meira en vafasamt, að það yrði komið 1 kring fyrir árslok, enda félag hans ungt og efna- lítið, og ekki nærri því komandi, að það setti nokkra tryggingu fyrir því, að það héldi það, sem hann hafði lofað. Auk þess eru skip Tuliniusar eins og kunnugt er, miklu lakar mennt eða fá- liðaðri en skip »hins sameinaða«. Fyrir þetta setti Tulinius upp 50,000 kr. á ári. Að vísu bjóst hann við að fá 40,000 kr. úr ríkissjóði, svo að landið þyrfti ekki að borga nema 10,000 kr., en þorði þó ekki að eiga það á hættu, áskildi þvert á móti að fá allar 50,000 kr. úr landsjóði, ef hitt brigðist. Meiri hlutinn þorði hinsvegar ekki að eiga undir því, vissi sem var, að þingið hafði engin tök á dönsku fé, enda hafði ráðherrann enga von fengið um það hjá dönsku stjórninni, og hafði þó farið fram á það. Móti þessu tilboði Tuliniusar, sem auk »Konganna« áað eins »Pervie« og »Mjölni«, skip, sem ekki gat koroið til mála að brúka, stóð hinsvegar ágætt tilboð frá »sameinaða gufuskipafélaginu*, semáii5 skip, og þannig alltaf getur sett skip í skips stað, ef á þarf að halda. Það bauð fram 30 ferðir með gamalreyndum skip- um fyrir einar 30,000 kr. á ári, alveg án tillits til þess, hvort það fengi nokkuð eða ekkert frá Dönum. Það bauð með öðrum orðum fram fleiri ferðir en nú fyrir 45,000 kr. lægra gjald á ári en nú er. Auk þessa stórkostlega afsláttar ávann meiri hlutinn það, að enginn er skyldur til að kaupa fæði á skipum félagsins milli hafna, og að farþegar á 1. farrými geta keypt fæði á 2. farrými milli landa, og þannig ferðast ódýrara en með skip- um Tuliniusar. Út úr þessu gerði minni hlutinn, sér- staklega blöð hans, dómadags hvell. Því var haldið að þjóðinni, að meiri hlutinn hefði hér metið meira danska hagsmuni en íslenzka, hann hefði fleygt 40,000 kr. á ári í danskt stórgróðafélag, bara af Danasleikjuskap, og þar fram eptir göt- unum. En svo þegar til kom, þorðu þeir, sem hæst höfðu úthrópað þetta, ekki að ympra einu orði á móti því á þingi. Lið- urinn um þetta í fjárlögunum var sam- þykktur í neðri deild með 23 samhljóða atkv. af 25, forsöngvararnir báðir sátu, þeir greiddu ekki atkvæði. Svo fór líka um sjóferð þá. (Meira). Útlendar fréttir. Kanpniannahöfn 6. sept. Sússland. Ný stjórnarskrá. 19. f. m. báru þau merkilegu tíðindi til á Rúss- landi, að Nikulás keisari lét birta lög um breytingu á hinti núverandi stjórnarfyrir- komulagi í ríkinu. Hin nýja stjórnarskrá hefur inni að halda 63 greinar og höfuð- atriði hennar er, að mynda skal ráðgef- andi þing, er 412 þjóðfulltrúar hafi sæti á, og skulu þeir kosnir til 5 ára í senn. Þing* ið heitir r í k i s d u m a. Hlutverk þess er fyrst og fremst, að fjalla um öll löggjafar- og fjármál ríkisins og láta sér annt um allt það, er rniðar að því, að styrkja og efla stjórn þess. Það hefur einnig leyfi til að koma fram ’með athugasemdir við- víkjandi stjórninm og hegðun embættis- manna ríkisins. Eptirað „ríkisduman" hef- ur afgreitt málin, skulu þau ganga til rík- isráðsins og loks ræður keisarittn sjálfur úrslitum þeirra. Meðlimir þingsins (eða „ríkisdumunnar") velja sér sjálfir forseta. Þeir hafa allir fullkomið málfrelsi og það er ekki hægt að varpa þeim í fangelsi fyr- ir skuldir. Sama dag, sem lög þessi kontu út, lét keisarinn birta yfirlýsingu, þar sem hann ákveður nákvæmar um stofnun og mark- mið þingsins. Hann lyktaði yfirlýsingu þessa þannig: „Það er sannfæring mín, að meðlimir „ríkisdumunnar" muni nota réttilega það vald og traust, er keisarinn lætur þeim í té og að þeir með miklum áhuga taki þátt í starfinu fyrir öryggi, ein- ingu og efling rfkisins og hvetji þjóðina til friðar og framtakssemi". „Duman" skiptist f 4—8 deildir og má ekki vera færri en 20 meðlimir í neinni. Kjörgengisaldurinn er25 ára. Allirjarð- eigendur og námaeigendur hafa kosning- arrétt og í borgum og bæjum hafa allir þeir kosningarrétt, ereigaisoo rúbla virði. Fyrir andlegrar stéttar menn og vinnuveit- endur gilda þó aðrar reglur. Víðast hvar í hinu stóra ríki var stjórn- arskrá þessari tekið með miklum fögnuði. Var hún hátfðlega lesin upp frá kirkjum og öðrum opinberutn stöðum. Frjálslynd- ari mönnum á Rússlandi þykir þó litlar stjórnarbætur 1 þessari stjórnarskrá og vald þingsins of taktnarkað, þar sem það er að eins ráðejafarþing. Aðrir lfta samt þannig á sakirnar, að þetta sé góð byrjun til að hnekkja einveldinu og harðstjórn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.