Þjóðólfur - 27.10.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.10.1905, Blaðsíða 1
Reykjavb föstudaginn 27. október 1905. Skór, stígvél og legghllfar er hverjum manni nauðsynlegt í haust-vætunum og vetrarbyljunum, en opt á það ekki saman nema nafnið, — og því hefur nú verzlunin Edinborg leitað fyrir sér með því að kaupa skófatnað frá flestum helztu þjóðlönd- um heimsins, svo nóg sé um að velja, enda hefir hún nú betri og meiri birgðir af honum, en dæmi eru til á voru landi, og bráðlega er von á mesta kynstri í viðbót, og þar á meðal alveg nýjar tegundir. — — Á vinnustofunni er og allt af smíðaður nýr skófatnaður og gert við gamlan. Hvar skyldi vera betra að gera kaup en í Edinborg? Jú 45. 57. árg. Útlendar fréttir. Kaupmannaliöfn 14. okt. Noregnr og Svíþjóð. Sfðan samþykkt- in milli Svía og Norðmanna í Karlstad var kunngerð, hafa stöðugar deilur átt sér stað 1 Noregi milli hinna ýmsu pólitísku flokka þar. í byrjun þ. m. voru æsinga- fundir haldnir 1 Kristjanfu á móti sam- þykktinni, og voru sendar bænarskrár til þings og stjórnar um, að hafna henni. Lfkir fundir voru haldnir vfðsvegar út um land. Eins og getið var um í sfðustu fréttum til »Þjóðó1fs« var það aðallega niðurbrot víggirðinganna er olli óánægj- unni, og sú auðmýkt er lá fólgin í því, að Svfar fengu sínar kröfur uppfylltar 8. þ. m. Var svo Karlstaðar-sættin tekin til umræðu í stórþinginu. Rimman um hana var hörð og löng. Einkum voru það þingm. Castberg og Konow er álösuðu sendinefndinni og stjórninni fyrir að hafa gert þessa »skammarlegu sætt«, er væri bæði til smánar og skaða fyrir Noreg og kváðu þeir, að af tvennu illu, hefði þó verið betra, að halda bandalaginu við Svía áfram en að ganga að þessari sam- þykkt. Þeir ráðgjafarnir Michelsen og Lövland svöruðu þessum árásum vel og viturlega, og sögðu að það hefði ekki verið annar kostur, en að ganga að henni, til þess að komast hjá stríði. Líka bentu þeir á, að ef Norðmenn hefðu ekki viljað hliðra til á Kalstaðarfundinum, þá hefði Noregur misst allt meðhald meðal stórveldanna. Daginn eptir var svo gengið til at- kvæða um samþykktina f stórþinginu, og var hún samþykkt með 101 atkv. gegn 16. í Svfþjóð hefur ríkt meiri eining og ánægja út af sættinni f Karlstad. Nefnd sú, er valin var af ríkisdeginum til að fjalla um hana kom í gær fram með einróma tillögu um, að hún yrði sam- þykkt óbreytt. Atkvæðagreiðsla um hana í ríkisdeginum hefur þó ekki farið fram enn, að þvl er fréttst hefur. [I gær (13. okt.) var Karlstaðargerðin samþykkt 1 báðum málsstofum ríkisdags- ins sænska með öllum atkvæðum og sam- band landanna því leyst að fullu]. Frakklnnd og Þyzkaland. f lok f. m. var loks gerð samþykkt á milli Frakk- lands og Þýzkalands út af Marokkodeilu- málinu, og skrifuðu þeir Rouvier utanrlk- isráðgjafi og Rodalin fursti undir hana. Menn halda þó að samþykkt þessi nái að eins yfir minniháttar atriðið viðvfkj- andi deilumálunum um Marokkó, og að öll stærri mál er þvf viðkemur bíði alls- herjarfundarins. I sambandi við þetta má geta tim grein, er stóð í franska blaðinu »le Mon- tin« utn Marokkódeiluna fyrir skömmu og vakið hefur hina mestu eptirtekt f heimsblöðttnum. Greinin skýrir frá upplýsingum, er Del- cassé hafði átt að hafa komið fram með á ráðgjafafundi þeim, sem haldinn var, þegar hann sagði af sér utanríkismál- efnunum. Þessar upplýsingar eða réttara sagt uppljóstranir ganga út á,' að England hafi verið viljugt til að hjalpa Frakklandi ef lent hefði í ófriði milli þess og Þýzkalands út af Marokkó, og að enska stjórnin hafi verið við þvf búin á hverri stundu, að ráðast að Kielkanalnum með flota sínum, og landsetja 100,000 her- menn í Sljesvik — Holstein. Bæði enska og franska stjórnin hafa opinberlega mótmælt innihaldi greinar- innar, og segja hana tóman uppspuna. Franska stjórnarblaðið »le Temps« sagði við sama tækifæri, að Frakkland vildi gjarnan halda vináttu sinni við Eng- land og Italíu, en að það vildi þó ekki hafa samband við önnur ríki en Rúss- land. Undanfarinn tíma hefur verkfall mikið staðið yfir meðal rafmagnsverkamanna í Berlín. Það eru um 40,000 manns, er taka þátt í því. Nýlega hefur allsherjar læknafundur staðið yfir í París um tæringu (Tubercul- ose). Héðan frá Danmörku eru margir hluttakendur, því að eins og kunnugt er stendur Danmörk einna fremst af öllum þjóðum í baráttunni gegn þessari voða- legu veiki, einkum hvað varnar- og var- úðarreglur snertir. Það merkasta, sem gerzt hefur á lækna- fundi þessum er, að hinn heimsfrægi þýzki læknir Emil Behring hefur látið uppskátt, að hann hafi fundið upp öruggt meðal gegn veikinni. Hann hefur þó ekki reynt verkanir meðalsins gegn tæringu hjá mönnurn, en að eins gert tilraunir með dýr enn sem komið er. Hann býst þó við, að hafa lokið tilraunum sínum þann- ig, að meðalið geti komið almenningi tií nota fyrir næsta læknafund um tæringu, er haldinn verður í Ameríku 1908. Auðmaður einn í Ameríku hefur boð- ið Behring 50,000 dollara, ef hann birtir uppgötvun sína þegar í stað, en hann hefur ekki viljað taka móti þessu tilboði. Mönnum er víst kunnugt um, að það var Behring, er fann upp meðalið við »difteritis« og fékk hann Nobelsverðlaun- in fyrir þá uppgötvun 1901. 1. okt. rakst gufuskipið »Njörður« hér 1 Eyrarsundi nálægt Hveen á gufuskipið »Robert«. Hið síðarnefnda sökk á svip- stundu. Einn maður komst lífs af, en hinir allir, 20 að tölu, drukknuðu. Bæði skipin voru sænsk. Stjörnufræðingurinn Perdin hef- ur uppgötvað 2 ný tungl kringum jarð- stjörnuna »Júppiter«, svo að nú hefur hann 7 tungl alls. Aqvinaldo hin alkunna frelsishetja Filippseyjanna er nú kominn heim til Manilla úr útlegðinni og hefur svarið , Bandaríkjastjórn hollustueiða. Sagt er, að bráðum eigi að birta trú- lofun Alfons Spánarkonungs og Emmu prinsessu af Battenberg. Hún er frænka Játvarðar Englakonungs og er orðlögð fyrir fegurð sína. Hinn tyrkneski marskálkurEdhem Pasha er nýlega látinn. Hann var yfirhershöfð- ingi Tyrkja í ófriðnutn við Grikkland 1896. í gær bárust þau tíðindi frá Rússlandi, að verjendum Port Arthur, hershöfðingj- unum Stössel, Fock og Ries, hafi verið vikið frá stöðu sinni sakir ódugnaðar, ér þeir áttu að hafa sýnt við vörn borgar- innar. I Moskva hefur vinnulýðurinn gert verk- fall að nýju og það hefur lent í blóðug- um bardaga milli verkamanna og her- liðsins á götum borgarinnar. Verkamenn krefjast þess, að vinnutíminn sé ekki nema 8 tímar á dag. Viðauki. Rvík 27. okt. Enska blaðið »Daily Telegraph« frá 16. þ. m. skýrir fra óvenjulegu slysi, er varð á miðju Atlantshafi á »Campania«, einu útfliltningaskipi Cunardlínunnar n. þ. ni. Skipið var á leið vestur til Amer- íku með um 1500 manns. Veður var ekki hvasst, en öldugangur þó allmikill. Voru um 200 farþega uppi á þilfari að skemmta sér. En allt í einu skall voða- mikil alda yfirskipið, svo að allt þilfarið var í kafi, en 5 farþega tók út og fórust þeir, en margir voru hætt komnir og um 30 meiddust meira og minna. Meðal þeirra sem fórust telur enska blaðið konu eina »Elizabeth Grunadotter«, og lítur út fyrir, að það hafi verið íslenzk kona, en föðurnafnið afbakað og eigi að vera Gunnarsdóttir eða Grímsdóttir(?). Hafði hún komið á skipið 1 Queenstown (á ír- landi). Meðal þeirra er meiddust eru nefndir Helge O. Helgesen og Eric Svens- son. En þau nöfn geta verið norsk eða sænsk. Blaðið getur þess, að aldrei fyr á 65 árum eða síðan 1840 hafi nokkur farþegi farist af skipum hinnar heimskunnu Cunardlínu, enda sé það orðtæki beggja vegna Atlantshafsins meðal reyndra ferða- manna: »Það er óhultara úti á Cunard- línuskipi en á landi«. Hinn frægi enski leikari Henry Irv- ing andaðist 13. þ. ni. 67 ára gamall, og þykir Englendingum mikill sneyðir í fráfalli hans, enda er talið, að honum sé mest að þakka framfarir þær, er orðið hafa í enskri leiklist á sfðustu áratugum. í dönskum blöðum frá 16. og 17. þ. m. er fullýrt, að Karl Danaprinz verði kjörinn konungur í Noregi með miklum meiri hluta atkvæða, og að hann muni vera fús á að taka við konungstigninni. Loptskeyti Marconi’s til íslands, Mörg þeirra ekki komið fram. Landi vor hr. Arnór Árnason frá Chica- go, er dvalið hefur 20 ár í Ameríku, kom hingað alkominn með konu og börnum með »Ceres« í þ. m. Á leiðinni hingað datt honum í hug að fá send hingað á undan sér loptskeyti frá Englandi, og leitaði þessvegna uppi skrifstofu Marconi- félagsins í Edinborg, er honum gekk erfitt að finna, því að hvergi var það augiýst þar, að tekið væri á móti skeytum til íslands, eins og eðlilegt hefði verið, ef fétagið hefði haft örugga trú á samband- inu. Hr. Arnór mæltist svo til þess við umboðsmann Marconifélagsins að fá sent loptskeyti hingað, en fékk þau svör, að það yrði ekki tekið ókeypis, og fyrir borgun vildi hann heldur ekki taka það, því að hann gæti ekki ábyrgzt, að skeyt- ið kæini fram, það liefðu mörg’ skeyti, er sentl liefðu verið til íslands ekki knmið fram, og þetta væri að eins tilraun og ekkert annað. Frá þessu hefur hr. Arnór sjálfur skýrt ritstjóra þessa blaðs, og er það samhljóða þvív sem blaðið »Vestri« hefur áður skýrt frá eptir honum. Þetta sannar nokkurnveginn áþreifan- lega það sem menn reyndar vissu áður, að mörg Marconiskeyti hingað hafa ekki komið til skila, og að s-amband þetta er því mjög óábyggilegt og athugavert, eins og svo þrásinnis hefur verið tekið fram, og þýðingarlaust er að neita. Marconi- félagið sjálft hefur og aldrei skoðað þetta öðruvísi en tilraun (experiment). Að ætla sér að byggja á henni stöðugt og ör- uggt samband landa á milli, er sannast að segja óskiljanleg fásinna og fádæma barnaskapur, ef það er ekki vísvitandi blekking hjá þeim ísl. fulltruum, er fyrir þv( börðust mest. Misprentun. Á 2. bls. liér í blað- inu á að vera 144 krónur (ekki kv.) gulls úr „tonninu".

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.