Þjóðólfur - 27.10.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 27.10.1905, Blaðsíða 2
192 ÞJOÐÓ LFUR. Vítaverðar blekkingar vandræðaliðsins. Markmið „Þjöðræðisíélagsins" tneð öfuga nafninu, er miklu fremur ætti að heita „vandræðafélag", virðist ekki vera neitt annað en að fleka fáfróða kjósendur heima í sveitum til að „forskrifa" sig hvað eptir annað á hin og þessi heimskulega stfluð áskorunarskjöl úr verksmiðju „gener- alsins", Ísafoldar-Bjarnar, og skákað í því skjólinu, að menn lesi ekki einu sinni það, sem þeir skrifa undir, eða þá að þeir skilji það ekki, þótt þeir lesi það, þvf að það mega kjósendur reiða sig á, að „gene- ralinn" hefur ekki sérlega háar hugrr.ynd- ir um vitsmtini þeirra, sem skrifa undir þessi skjöl hans. íslenzk alþýða hefur aldrei verið sérlega hátt skrifuð hjá hon- um, nema rétt í orði kveðnu í bili, þegar borið hefur verið á hana hræsnisskjall til að veiða hana. Og sá skollaleikur er nú leikinn, að eins til að negla sem flest nöfn á þessa þjóðræðissnepla, og hælast svo um, ögra kjósendunum á eptir, að þeir séu búnir að binda sig á þjóðræðis- klafann, og verði því að vera eins og hlýðin þý „generalsins", t. d. við kosning- ar, því að þá verður smölunum fyrirskip- að að vitna í undirskriptirnar, og segja að allir þeir, sem skrifað hafi undir snepl- ana, séu bundnir og negldir, og verði að haga sér eins og þeim sé skipað af smöl- um Þjóðræðisliðsins. Vitanlega er þetta hin herfilegasta fjar- stæða, sem hugsast getur. Þótt kjósendur hafi f hugsunarleysi, af gáleysi eða van- þekkingu, skrifað eða látið skrifa nöfn sín á einhvern þjóðræðisbleðilinn, þá hafa þeir ekki skuldbundið sig á neinn hátt til að fylla þennan litförótta valtýska samtínings- flokk, sem ekkert „prógram", enga stefnu hefur aðra, en að reyna að hnekkja sjálf- stjórn íslands, halda uppi látlausum óeirð- um og illindum og fleka kjósendur til allskonar örþrifráða sjálfum sér til minnkunar, og þjóðinni í heild til ófarn aðar og ógagns. Kjósendur verða því al- varlega að gjalda varhuga við sendlum þeim, er sendir verða á þá, annaðhvort heima í sveitunum eða héðan úr Reykja- vík, þvl að heyrzt hefur, að þjóðræðisliðið hafi nýlega samþykkt að senda héðan menn upp í sveitir til að safna undirskrift- um undir nýjustu áskoranirnar — þing- rofið, — heimasmölunum einuin ekki treyst til þess, og í sumum sveitum engir til, sem vilja takast smalamennskuna á hend- ur, þótt vel launuð sé að sögn, því að flogið hefur fyrir, að sumstaðar hafi höfuð- smalarnir fengið fyrirheit um 2 kr. þókn- un fyrir hvern, er veiddur yrði til undir- skriptar. En líklega er sú sögn orðum aukin. Það getur verið sæmileg þóknun, þótt minni sé. Héðan úr nærsveitunum eru nú komnar glöggar fregnir um, að allur fjöldi þeirra kjósenda, er skrifuðu undir síðustu áskor- unina (frestun ritsfmalaganna) sjá sáran eptir því, að hafa gert það, vegna þess að þeir hafa síðar komizt að raun um, að þeir hafa verið gabbaðir, og alls ekki verið ljóst, hvað það var, sem þeir voru að skrifa undir. Þeir munu því verða nokkru varkárari að krota nöfn sín undir nýjan snepil enn, eða ættu að minnsta kosti að vera það. Það er í rauninni stór ábyrgðarhluti, að nota sér ókunnugleika almennings í stór- pólitiskum málum, til að leiða hann af- vega og fleka hann út í hverja fásinnu á fætur annari með yfirlýsingum í ákveðna átt um þau efni, sem allur þorri manna getur ekki haft neina verulega þekkingu á, eða nokkra ljósa hugmynd um. En það er einmitt þetta, sem virðist vera aðal- markmið Þjóðræðisliðsins, að „spila" í menntunarskorti og pólitisku þroskaleysi íslenzkrar alþýðu, og koma inn hjá henni ramöfugum hugmyndum um hin þýðing- armestu mál, sem nú eru á dagskrá. Að þessum blekkingum er látlaust unnið, og engin meðul spöruð. En það má reiða sig á, að slfkt hátterni getur ekki haldist uppi til Iengdar. Menn fara smátt og smátt að grilla í óhroðann, eyaja falska flaggið, sem þetta valtýska samtíningslið siglir undir. Og þá má það vara sig á apturkastinu. Það verður ekki unnt að sporna gegn því. Þá verður Þjóðræðislið- ið valt á fótum, og þeir fegnastir, eraldrei hafa „asnast út á þá galeiðu". Þá verða höfuðpaurar Valtýinga að láta skírast um ena einu sinni, og verður fróðlegt að vita hvað þeir þá kalla sig. Líklega „þjóð- veldismenn", því að nöfnin verða að vera því hátíðlegri og veglegri, seui liðið er fá- mennara og ver skipað. Svo hefur _ það hingað til verið. Það hefur alltaf kvarn- ast ineira og meira "utan úr þeim við hverja nýja skírn. Og seinast verður lík- lega ekki eptir nema liðlaus general (Isa- foldarmaðurinn), því að vofuher hjáleigu- mannsins verður naumast til stórræðanna. En hvort sem þetta vandræðalið lafir saman lengur eða skemur, þájverður það aldrei um of brýnt fyrir íslenzkum kjós- endum að fara gætilega í það, að „for- skrita" sig lengur á þessa áskoranasnepla, sem þetta valtýska vandræðafélag sáir út um landið. Guilið i Eskihlíð. Nú má telja það rannsakað til hlítar, að það er guil í jörðu hér í Eskihlíðar- mýrinni. Hr. Arnór Arnason frá Chicago hefur vandlega rannsakað sýnishorn úr annari vatnsborunarholunni, og komist að raun um, að þar er nokkuð af járni, kopar og zinki en m e s t a f g u 11 i. Þó segir hr. Arnór, að ekki sé meira af þvl en svo, að um 144 kv. náist úr »tonninu« (2000 pd.), og mjög vafasamt, hvort svara muni kostnaði að vinna það. Náman sé það, sem kallað er »blendings- náma« þ. e. sambland af ýmsum málm- um, en málmarnir ekki hreinir út af fyr- ir sig, og þær námur sé mjög kostnaðar- samt að vinna og arður hæpinn. En í slíkum námum komi opt fyrir, að hreint gull í hnullungum finnist þar, þá er mjög djupt sé komið í jörð niður, og það g e t i einnig orðið hér. Hr. Arnór er lærður efnafræðingur og hefur mörg ár unnið hjá hinum stærstu málmhreinsunar- félögum í Chicago, mest við efnarann- sóknir og hreinsun ýmissa málmtegunda, svo að það er enginn efi á, að rannsókn hans á þessu sýnishorni úr Eskihlíðar- holunni er svo nákvæm og áreiðanleg, sem unnt er að fá, eptir því sem nú liggur fyrir. Hr. Arnór gerir ráð fyrir að setjast tíl fulls að hér í Reykjavík. Lízt honum allvel á hag manna hér nú, og þykir mjög hafa breyzt til batnaðar á margan hátt hér á landi hin stðustu ár. Það er mjög mikilsvert fyrir oss hér heima, að fá aptur til vor efnilega og duglega landa vora að vestan, sem aflað hafa sér þar reynslu og þekkingar á ýmsu, er Fróni getur að miklu gagni komið. 1 rikisþinginu danska (fólksþinginu) vék einn þing maður (dr. Biick) að konungskveðjunni til alþingis í sumar og afstöðu dönsku stjórnarinnar í sérmálum íslands. Mun honum hafa þótt íslendingum veitt full- mikið sjálfstæði í sínum málum. En langt út í þá sálma komst hann ekki, því að forsetí fólksþingsins Andrés Thom- sen tók af honum orðið, sagði að kon- ungsboðskaptir til Islendinga gæti ekki komið til umræðu á ríkisþinginu. Þetta var 13. þ. m. við fjárlagaumræðu í þing- inu. Út af þessu banni forseta varð all- mikill gauragangur meðal stjórnarandstæð- inganna, og forseta borið á brýn, að hann hepti málfrelsi. Sagði hann þá af sér formennskunni, en var endurkosinn 16. þ. m. með 58 atkvæðum, en 50 atkvæða- seðlar voru auðir. Þetta atvik sýnir ljósast, að Danir leggja meiri áherzlu á konungsboðskapinn, en Valtýingar hér hafa gert. Dönum er það fullljóst, að með þessum boðskap er ráð- herra Islands áskilin fullkomin sérstaða, óháð danskri pólitík og öllum áhrifum ríkisþingsins, og sjálfstjórn og sérstaða landsins þá jafnframt til fulls viðurkennd. Við því verður ekki hróflað úr þessu, hvaða ráðaneyti sem að völdum kæmist í Danmörku, því að konugs orð verða ekki ómerk gerð eða aptur tekin í þessu efni. Og það llkar nfl. illa þeiin dönsku stjórnmálamönnum, er vilja reyra ísland sem fastast við Danmörku. En nú geta þeir ekkert annað við þetta gert en látið óánægju sína í ljósi yfir orðnum hlut, verða að hafa þetta svo búið. Embsettaveitingar. Rektorsembættið við hinn al- menna menntaskóla er 14. þ. m. veitt sett- um rektor Steingrfmi Thorsteinsson, Yfirkennaraembættið við sama skóla Geir Zoéga adjunkt, og kennaraembætti við sama skóla Jóhannesi Sigfússyni settum yfirkennara. Prestvigsla. Hinn 22. þ. m. var cand. theol. Ásgeir Ásgeirsson (frá Arngerðareyri) vígður prestur að Hvammi í Hvammssveit. Um Torfastaði sækja síra Jónmundur Halldórsson á Barði og cand. theol. Eiríkur Stefánsson, en um Landeyjaþing síra Þorsteinn Bene- diktsson í Bjarnanesi. „Kong Trygve" kom hingað í fyrra dag snemma með 10 — 20 farþega. Sögur herlæknisins. Nýútkomið er 2. bindi af sögum her- læknisins eptir Zakarías Topelius í þýðingu eptir Matth. Jochums- s o n. I þessu bindi er sagt frá dögum þeirra Karls 10. Gústafs og Karls n. Það má telja gróða fyrir bókmenntir vorar að fá þetta ágætisrit gefið út i heild sinni á íslenzku, og á Sigurður bókbindari og fé- lagar hans þakkir skildar fyrir að hafa ráðist í það fyrirtæki. Annars má lfk- lega búast við, að sögurnar nái hylli al- mennings og seljist vel, því að þær eru einstaklega skemmtilegar að lesa. Nordboernes legemlige Uddannelse i Oldtiden. Af Björn Bjarnason, heitir »dispútazía« dr. Bjarnar frá Viðfirði, sem getið var í næstsíðasta blaði; er hún nú komin hér í bókaverzlanir og kostar 2 krónur. Mannalát. Hinn 10. þ. m. andaðist að Reynifelli á Rangárvöllum merkiskonan G u ð r ú n Guðmundsdóttir ekkja Árna bónda á Reynifelli Guðmundssonar frá Keldum Brynjólfssonar, hálfáttræð að aldri. Hún var dóttir Guðmundar á Keldum Magn- ússonar frá Núpakoti Einarssonar á Leir- um Oddssonar í Steinum Einarssonar, en bróðir Guðmundar var Þorsteinn í Núpa- kotí faðir síra Tómasar á Brúarlandi og þeirra systkina. Meðal barna Árna á Reynifelli og Guðrúnar eru : Jónas bóndi á Reynifelli, Guðrún kona Tómásar Böð- varssonar á Reyðarvatni og Margrét s. kona Tómasar hreppstj. Sigurðssonar á Barkar- stöðum, en f. k. Tómasar var Þóra systir Margrétar. Guðrún heit. var mesta rausn- ar- og höfðingskona, vel gáfuð og vel að sér og fylgdist vel með tímanum. Var yfirirleitt einhver hin mesta sæmdar- og merkiskona austur þar. Ógeðslegur flakkaralýður. Úr Breiðdal, er Þjóðólfi ritað í f. m. Tveir óþekktir farfuglar í mannsmynd, sem enginn skilur og engan skilja, hafa flögrað hér heim á hvern bæ, og að því er virðist biðja þeir allstaðar um peninga, mat, tóbak og ýmislegt fleira, er þeir þykj- asf þarfnast, hafa þeir í því skyni bók með árituðu vegabréfi á íslenzku, þar sem allir kristnir menn eru beðnir að bæta þessum mönnum skaða þann, er þeir hafa átt að verða fyrir (sem á að hafa verið sá, að rænt var eignum þeirra og þeir gerðir útlagar) með því að gefa þeim peninga. Oss sveitabúum þykja gestir þessir allt annað en álitlegir, ekki sízt í því tilfelli að þeir hitta ekki óvíða á bæjum að eins konuna heima, sumstaðar með kornungum börnum, þegar annað heimilisfólk er á engjum. Yfirleitt eru börn og kvennfólk dauðhrætt við þessa flakkara. Eg er því miður ekki lögfróður, og veit því eigi hvað réttur þessara manna nær langt, en hver einasti maður, sem eg hefi talað við, óskar að þeir yrðu rannsakaðir af yfirvöldunum, eða jafnvel helzt teknir algerlega fastir, en máske íslenzk lög séu svo frjáls, að útlendum óþjóðalýð geti liðist að flakka hér um og betla í stór- hópum. Eg vil nú með fáum orðum leyfa mér að sýna fram á til hvers þetta geti leitt. Fyrst og fremst lifa þessir menn af landsmanna fé allan þann tíma, sem þeir e'ru hér á ferli, því ekki hefi eg heyrt þess getið, að þeir borgi nokkursstaðar mat þann, er þeir heimta á bæjunum, og f öðru lagi verður ofmörgum það á, að gefa þeim peninga til að losast sem fyrst við návist þeirra, og mun það að jafnaði vera helzt þeir fátækustu, sem það gera. En gerum nú ráð fyrir, að flækingar þessir væru staddir upp í sveit, og enginn léti þá hafa neitt, hvorki mat né peninga. Hvað mundu þeir þá til bragðs taka? Væri óhugsandi, að þeim dytti í hug að taka með valdi það sem þeir þættust þurfa með og myndu þeir þá ekki að sjálfsögðu ráðast helzt þar á, sem minnst væri vörnin fyrir. Eg var af tilviljun staddur á bæ þar sem þá bar að, og var ekkert gefið né neinn beini veittur; báru menn ýmislegt fyrir, t. d. að rnenn ekki gætu lesið það sem í bókinni stóð skrifað o, fl.; leyndi það sér þá eigi, að svipur þeirra breytt- ist mjög, fóru þeir þá að gera ýmsar bendingar, meðal annars drógu þeir hvað eptir annað hendina þvert yfir barkann, eins og þegar skorin er sauðkind, stungu fingrinum í ennið, og pjökkuðu með stafnum upp jörðina þar sem þeir stóðu. Þarna voru saman komnir á að gizka 10 fullorðnir karlmenn, og voru því engin líkindi til að þeim dyttu frekari fram- kvæmdir í hug, en hvað mundi veik- byggðri konu hafa orðið, sem ein heima stödd hefði orðið að standa augliti til auglitis við tvo svipilla útlendinga, er brúkað hefðu svona hreinlegarf!!] bending- ar til að gera sig skiljanlega. Eg leyfi mér að leiða athygli yfirvald- anna á Islandi að þessum mönnum, og álít, að þau sem slík geti naumast látið þessa umkvörtun mína afskiptalausa, því eg þori að ábyrgjast, að hún er samhljóða áliti og ósk — að minnsta kosti — allra sveitabúa á Islandi. í þessum tveimur mönnum felst vísir til stóreflis förumannaflokks af sama þjóð-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.