Þjóðólfur - 03.11.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.11.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 3. nóvember 10 05. M 46. 3kór, stígvél og legghlífar er hverjum manni nauðsynlegt í haust-vætunum og vetrarbyljunum, en opt á það ekki saman nema nafnið, — og því hefur nú verzlunin Edinborg leitað fyrir sér með því að kaupa skófatnað frá flestum helztu þjóðiönd- um heimsins, svo npg sé um að velja, enda hefir hún nú betri og meiri birgðir af honum, en dæmi eru til á voru landi, og bráðlega er von á mesta kynstri í viðbót, og þar á meðal alveg nýjar tegundir. — — Á vinnustofunni er og allt af smíðaður nýr skófatnaður og gert við gamlan. Hvar skyldi vera betra að gera kaup en í E d i n b o r g? Þýðingarmiklar kynbætur, Arðmikill fénaður. Á síðustu árum hefur vaknað töluverð- ur áhugi hjá bændum hér á landi í því að bæta fjárkynið, en misjafnlega hafa þær tilraunir heppnazt, mest sakir þess, að ekki hefur verið tekið nægilegt tillit til þess, að sauðfjárkynbætur koma ekki að fullu gagni nema á góðum fjárjörð- um, jörðum sem hafa kjarngott beitiland sumar og vetur. Á léttingsjörðum, þótt slægjujarðir séu, gætir kynbótanna opt harla lftið, því að þar vanta skilyrðin til þess, að þær geti notið sfn. Og vilji menn sjá árangur kynbóta, þá ber miklu meira á honum hjá einstökum mönnum, heldur en á hinnm svonefndu kynbótabú- um, sem styrks njóta, annaðhvort frá sýslu- félagi eða búnaðarfélagi. Af slíkum bú- um fara fremur litlar sögur. Svo má t. d. segja um kynbótabúið hjá Guðm. Lýðs- syni í Fjalli á Skeiðum, og kynbótabúið á Breiðabólstað t Reykholtsdal hjá Ing- ólfi hreppstj. Guðmundssyni. Áhugi sá á kynbótum, sem nú ber einna mest á í í Árnessýslu og í Borgarfirði, stafar því ekki frá þessum búum. Það eru ein- stakir bændur, sem styrklaust hafa sýnt mestan áhuga á þessu nauðsynjamáli og fengið beztan árangur af fyrirhöfn sinni, svo mikinn að full ástæða er til að láta þess getlð opinberlega öðrum til upphvatn- ingar og eptirbreytni. I Borgarfirði hefur meðal annars Vig- fús bóndi Pétursson á GuHberastöðum í Lundarreykjadal alllengi lagt stund á sauð- fjárkynbætur og heppnast vel, enda er sauðland gott á Gullberastöðum. Hefur hann seit hrúta ýmsum mönnum þar um slóðir. I haust skar hann veturgamla gimbur, er var graslamb í fyrra. Kjötið af henni óg 59 pd., mör 13 pd. og gæra 10 pd. Eptir söluverði á fé hér í Reykja- vík nú, hefði þessi veturgamla gimbur lagt sig á 23 krónurl Dilkær þrevetur hjá sama bónda óg 137 pd. sjálf og dilkurinn (gimbrarlamb) 97 pd., þ. e. 234 pd. hvorttveggja (lifandi vigt) og mttn það fágætt. Annar bóndi þar 1 Lundarreykjadal, Kristgeir Jónsson á Gilstreymi (ættaður frá Heiðarbæ í Þingvallasveit) hefur næstl. 4 ár lagt stund á að bæta fjárkyn sitt. Hann hefur búið 21/, ár á Gilstreymi, tók það kot 1 eyði og kom þangað nær eignalaus, en er nú búinn að koma upp álitlegum bústofni. Hann er einyrki með 3 börn Iftt á legg komin og heilsuveika konu. Annað fólk hefur hann ekki. Land jarðarinnar liggur fram til fjalla, og var áður afréttarland Reykdæla, en Kristgeir festi kaup á því fyrir 500 kr. Er þar frá- bærlega kjarngott fyrir sauðfé, enda hefur Kristgeir fært sér þau hlunnindi rækilega í nyt, því að hann er ekki að eins hag- sýnn og ötull, heldur einkar góðttr fjár- maðttr, og hefur hontim nú tekizt að koma upp svo góðum kynstofni, að hann hefur selt kynbótahrúta < fjarlæg héruð, þar á rneðal austur í Rangárvallasýslu. í haust hfeur hann t. d, selt 15 lamb- hrúta fyrir 11 kr. að jafnaði hvern, en á 5 eptir, er hann lætur alls ekki fala. I veturgamlar gimbur, er hann á, voru hon- um boðnar 20 kr. í hverja. Vildi einn maður kaupa 5 fyrir það verð, en fékk enga. En Kristgeir s e 1 d i aptur á móti þrevetran hrút fyrir ÖO krónnr(!), og er það eflaust hæsta verð, sem gefið hefur verið fyrir nokkra sauðkind á Is- landi. Sá er hrút þennan keypti, keypti í sömu ferðinni lambhrút af Vigfúsi á á Gullberastöðum íyrir 18 kr., og mun jafnhátt verð á lambi fágætt. Nú kunna sumir að hugsa, að sá er keypti hrúta þessa jafndýru verði, hafi ekki vitað hvað hann var að gera, og því sé þetta lítið að marka.. Þessvegna þykir rétt að láta nafn kaupandans einn- ig getíð, manns, sem ekki horfir f jafn- mikinn bráðabirgðarkostnað til að bæta fjárkyn sitt. Maður þessi heitir Skapti Þorláksson, búlaus maður, til heimilis á Esjubergi á Kjalarnesi, sagður fjármaður mikill og hinn ráðdeildarsamasti. Hann skilur það vitanlega alveg rétt, að kaup þessi geta margborgað sig fyrir hann, og hljóta að gera það, ef heppni er með. En það þarf að skiljast sem flestum, vakna áhugi á því hjá sem flestum, að fátt borgi sig betur í íslenzkum búskap en að koma upp góðum sauðfjárkynstofni á þeim jörðum, sem til þessa eru fallnar. Eg hef nefnt þessi dæmi íslenzkum bændum til upphvatningar og til aðsýna fram á, hve mikinn arð má hafa hér af sauðfjárrækt ef vel er á haldið og skyn- samlega. Þess skal loks getið um Kristgeir bónda á Gilstreymi, að hann fór til Ameríku fyrir nokkrum árum og ætlaði að setjast þar að, en láta konu og börn koma á eptir, ef honum litist þar á sig, en svo var ekki, og hvarf hann heim aptur eptir tæpt ár. Var þá svo efnalaus, að hann varð að lána fyrir farinu heim. Með dugnaði sínum og hagsýni hefur hann nú komið ár sinni svo fyrir borð hér, að hann mun ekki fýsa aptur af landi brott. Og engan inun hann heldur hvetja til Ameríkuferða, eins og stjórnmálasnápar þeir sumir hverjir, sem eru svo þjóðrækn- ir(l) að skora á landsmenn að flýja landið vegna þeirrar óhæfu(I), að ritsíma eigi að leggja hingað frá útlöndum og talsíma yfir landið(li). Það þykir þessum þjóðar- ráðanautum sæmra að prédika fyrir lýðn- um, heldur en efla traust manna og trú á landinu, eins og hver góður Islending- ur hlýtur að telja heilaga skyldu sína. Það er frámunalegur ódrengskapur og smánarlegt hneyksli, að láta pólitiskt of- stæki og stjórnarhatur leiða sig svo í gön- ur, að menn gerist ættjarðarníðingar. En það gerast þeir menn, sem vitja spyrna fólkinu af landi burt til Vesturheims, eða hafa í hótunum um, að það væri réttast að gera það. Kynbótahrútarnir frá ein- yrkjanum á Gilstreymi eru sannarlega miklu meira virði fyrir landið en öll slík þjóðræðisnaut. Þórir pursaspretigir. Hugsanir ,óháðra’ bænda. í 56. tölubl. Isaf. þ. á. hefur Sig. Guð- mundsson í Helli sýnt sitt innra pólitíska hugarþel. Þótt hann hafi lengi þótt til- lögugóður, eins og hann er drengur til, leynir það sér ekki, hve ósýnt honum er að rita um »pólitfkina«, eða hve hrapal- lega fáfróður hann er um það, sem gerst hefur á lands-heimilinu í seinni tíð. Það er allt of bert í ávikinni grein, að hann hefur ekki lesið eða athugað nema aðra hliðina, nfl. /æsingahliðina, valtýskuna. Það er þó að minnsta kosti siðferðis- leg skylda að leita fyrir sér að því sanna rétta og göfuga, þótt í pólitík sé, og allra helzt í þeim málum, sem hafa stór- vægilegt gildi fyrir þjöðarheildina um óá- kveðinn tíma. Að byggja einungis á eigin hyggjuviti eða viðtali sinna flokks- bræðra ber öfmikið fordildarmerki, því hver er sjálfur sér ónógur. Hitt er göf- uglyndi, að kynna sér málið frá rótum og rita einarðlega um það, án þess að gera sig sekan í kórvillum þekkingar- leysis og hleypidóma. Hið góða og fagra, sem í greininni er varpað auri að, er æzta prógram heimastjórnarflokksins, sem hann allt af hefur fylgt, og fylgja mun þjóðinni til heilia og blessUnar. — En röksemdarlausar æsingar eins og valt. málgögnin hafa tekið upp sæmir engum heiðarlegum flokki, og er illt til þess að vita, ef jafnvel beztu menn láta slík leiðarfæri þeysa með sig hvert gönu- skeiðið eptir annað, eins og þegar hefur sýnt sig f stefnuskrám Valtýinga, það og það skiptið, og hafa því að vonum ávalt orðið afvelta fyrir eigin tilverknað. Þrátt fyrir allar þær tilraunir, semval- týsku blöðin, og þeirra nótar, hafa við- haft til blekkingar, hefur þjóðin, eins og hún á kyn til, átt svo marga skarpa, staðfasta og göfuglynda menn, sem ekki hafa látið flekast af hrópandi æsingum, heldur hufa séð og kunnað að meta stór- mál þau, sem hafa verið á dagskrá þjóð- arinnar í seinnt tíð, og sem heimastjórn- arflokkurinn hefur átt mestan og beztan þáttinn f. Þjóðin á þakklæti skilið fyrir það, hve fljótt hún hefur áttað sig; vonandi fer henni eins með ritsímann, að hún láti ekki ástæðulausar æsingar valdfíkinna og hatursfullra stjórnaróvina ginna sig á glapstigu. Hitt er annað mál, að þjóðin sé vakandi og hafi gætur á velferð lands- ins, og komi það fyrir, að stjórnin hagi sér ósæmilega, mót lögum í verulegum atriðum, eða mót sönnu og eðlilegu þing- og þjóðræði, sé eg ekkert á móti þvf, að hún falli sínurn herra, það er, þingi og þjóð. Þó ber vel að gæta hins, að gera ekki ósæmilegar æsingar að flokksmáli, eða svo kölluðum þjóðarvilja. Æsingavilji er annað en þjóðarvilji. Slfkt hefði mátt og mætti æfinlega gera, svo sem er utn öll skatta- og tollmál, embættalaun og bitlinga, stórhýsa bygg- ingar, vita, strandferðir, póstferðir og margt annað fleira, og mun þó enginn skynsamur borgari þjóðfélagsins telja margt af þvf óþarft eða illa varið. Að leggja völd í hendur þjóðflokki, eptir þeim meðulum að dærna, sem hann hefur um hönd haft, er neyðarúrræði sönnum heimastjórnarvinum. Eg hygg, að fjölda margir bændur finnist enn svo hyggnir og staðfastir, að þeir sjái og sannfærist um, að Valtýing- ar, hverju nafni sem þeir nefnast, eða vilja skreyta sig með, hafi af sönnu neyð- arúrræði haft öll þau endaskipti á stefnuskrá sinni, sem raun er áorðin, sjáandi og vitandi það, að þeir aldrei hafa fundið þann höggstað á heimastjórn- inni, er henni gæti staðið hætta af, eða það tangarhald á bændum, sem gagna mætti fáránlegum lögflækjukrókum hinna »sameinuðu». Eg vonast til að heimastjórnin, ríði þar aldrei á garðinn, sem hann er lægst- ur: að safna mótmæla undirskriptum gegn skynsömum fjárframlögum til eflingar kærri fósturjörð, þótt börn hennar verði að leggja ofurlftið af mörkum fram, henni sjálfri og börnum hennar til vegs og gengis. Það á ekki og má ekki sannast á bændum þessa lands, þessi al- kunni vísuhelmingur: Velferð landsins er varaskeifa verði ekki öðru til að dreiía. En þvf miður finnst mér, að margt at- hæfi Valtýinga á síðustu tímum bendi á, að það sé ekki heill og hagur fósturjarð- arinnar sem þeir beri mest fyrir brjósti, heldur eitthvað annað, sem ver sæmir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.