Þjóðólfur - 03.11.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 03.11.1905, Blaðsíða 3
ÞJOÐÓLFUR. 197 svo að leitun mun hafa verið á manni, sem leysti það verk betur af hendi. Hann var og trúmaður mikill, og brýndi fyrir nem- endum sínum sannan kristindóm. Fyrir 7 árum gekk hann að eiga Jóhönnu Erlendsdóttur, systur Erlendar skósmiðs Er- lendssonar og Guðrúuar konu Páls Arna- sonar útvegsbónda hér á Seyðisfirði, og þeirra systkina. Þau eignuðust 2 dætur, sem báðar lifa. Hann var ástríkur eigin- maður og umhyggjusamur faðir. Hans er sárt saknað af öllum, sem hann þektu. Eptirfarandi ljóðmæli voru ort eptir frá- fall hans. Lífið horfið, stutt er æfistund, styrk oss guð! því sár er hjartans und. Ó, hve dauðinn fangar lífið fljótt fyr en varir kemur hinsta nótt. Ekkjan grætur ektamaka sinn, elskuð börnin kæran föðurinn, systur, bræður, vinir, vandamenn vonuðu öll, þú lifa mundir enn. Drottinn gaf og drottinn líka tók dauðastund var rituð lífs á bók. Enginn skilur æzti guð! þitt ráð, öll þín stjórn er heilög gæska og náð. Góði vinur! guði lifðir þú í guði liðinn, sæll því ertu nú laus við mæðu, laus við sorg og neyð laus við heim, hve fagurt er þitt skeið. Sigurkranz að lautium l(ka fékkst lifðir guði, hans á vegum gekkst. Lifir sál þín hátt í himnasal, hafin yfir lífsins táradal. Ekkjan kveður ektamakann hér. Allir hinir sama gjörum vér. Senn vér fáum sjást hjá drottins stól, signuð þar sem aldrei hnígur sól. H. E. TÍr Skagafirfli (Sauðárkrók) er rit- að 9 f. m.: Héðan er lítið að frétta. Það rættist úr að lokum með heyskapinn, sem varð nokkurn veginn brúklegtir. Verzlun góð, afurðir í háu verði og fyrir peninga út í hönd, sem er mjög gleðilegt. Gærtir 42 a. pd. contant hér. Pöntunarfélagið sel- ur fé sitt fyrir 14 a. pundið hér á s t a ð n u m, lifandi vigt. —Deyfð f póli- tíkinni; seinni áskoranirnar (um að rit- símaeinkaleyfislögunum verði neitað kon- ungsstaðfestingar) fá Iftinn byr eptir því sem mér er kunnugt. Hér er greinilegt »reaktionar«ástand ofan á áreynsluna í sumar. Menn keppast hér við að undirbjóða hvern annan með útkeyrslu á r i t s í m a- staurunum; tilboðin komin niður í k r. 2,20 fyrir hvern staur yfir alla sýsluna frá Helj- ardalsheiði til Kolugafjalls, (kr. 1,00 þó yfir Hegranesið). Kostnaðurinn verður því undir áætlun þingsins (meiri hlutans). En minni hlutinn liggur illa í þvf með reikningana s í n a «. Veðnráttnfar í Rvfk f október 1906 Medalhiti á hádegi . -þ 2.6 C. — „— - nóttu . -j- 0.1 „ Mestur hiti - hádegi . -f- 8 „ (9.) Minnstur — - — . -j- 1 „ Mestur — - nóttu - + 5 >, Minnstur— - — . -F 6 „ Allan mánuðinn hefur verið mikil veður- hægð og síðari partinn óvanalega fagurt og stiflt veður dag sem nótt. Okt.mánuður hefur í ár verið óvenjulega hægtir; í fyrra var lopthiti mjög svipaður og nú (+ 2.0 á hád. og o.s á nóttu. */»—’ °5- J. Jónasseti. Matth, Jochumsson Ljóðmæli IV, Ib. 3 kr. Hept 2 kr. D. Ostlund. Konan mín hafði hálft ár þjáðst af taugaveiklun, sem einkum kom fram í örðugleikum í göngu, máttleysi og þesskonar. Eptir að hafa brúkað 2 flöskur af WALDEMARS PETER- SENS EKTA KÍNA LÍFS-ELIXÍR fór henni að batna, og af því hún hafði haldið afram að neyta lyfsins er hún nú aibata. Borde pr. Herning 13. sept. 1904. J. Ejbye. Kína-Lífs-Ehxír er því aðeins ekta, að vörumerkið: Ktnverji með glas í hendi og nafn verksmiðjueigandans: Waldemar Peter- sen, Frederikshavn — Köbenhavn og sömuleiðis innsiglið —þP- sé í grænu lakki á flöskustútnum. Hafið altaf flösku við hendina innan og utan heimilis. Fæst alstaðar á 2 kr. flaskan. Fríkirkjan verður vígð 21. sd. e. Trin; (12. nóv.). Næsta sunnudag þar á eptir fer fram ferming í söfnuðinum. Félagið ,Fram‘ heldur fund laugardaginn 4. nóvem- ber á tilteknum stað. Umræðuefni: bæjarmalefni. S t j ó r n i n. Auglýsing. Skólastjórastarfib við búnaðarskól- ann á Eiðum er laust frá næsta vori (maí). Umsóknir um starfa þennan sendist sem fyrst til undirritaðrar stjórnarnefndar skólans. Bústýrustarfið við nefndan skóla er og laust frá sama tíma. Umsóknir um þann starfa óskast og setn fyrst, og þar með vottorð eða meðmæli, sem sýni, að hlutaðeigandi sé starfinu vaxinn. P. t. Eiðum 28. september 1905. Magnús BI. Jónsson. Jón Bergsson. Björn Hallsson. Sunnudagaskóla fyrir börn miili 7—15 ára heldur D. Östlund í samkomtihúsinu BETEL við Ingólfsstræti. Skólinn byrjar sunnudaginn þann 5. nóv. kl. 2 e. h. og heldur áfram hvern sunnu- dag um sama leyti. Skólinn er ókeypis. í vetur verða lexfurnar teknar úr Jóhann- esar gudsýjatli. Börn geta fengið keypt Jóhannesarguðspjall í sunnudagaskólanum. Öll börn velkomin, meðan hús.iúm leyfir Nýprentað ix. nóv. 1835 — ii. nóv. 1905 Matthías Jochumsson, I tilefni af 70 ára afmæli hans. Æfisaga og ritgerðir um hann og skaldskap hans. 112 bls. 4 myndir Verð I kr. Fæst hjá D. 0Stlund í Reykja- vík og bóksölum út um land, SAMKOMUHÚSIÐ B E T E L við Ingólfsstræti og Spítalastíg. Samkomur verða haldnar framvegis eins og hér segir: Sunnudaga: Kl. 11 f. h. Pridikun. Kl. 2 e. h. Sunnudagaskóli. K1 61/* e. h. Eyr- irlestm. Mióvikudaga: Kl. 8 e. h. Biblíusamtal. Laugardaga: kt. 11 f. h. Bœnasamkoma og bibl'mtestur —Kirkjusálmasöngsbókin verð- ur viðhöfð. Ailir velkomnir á samkomurnar. Vinsamlegast D. Östlund. Auglýsing, Að fengnu leyfi hins háa stjórnarráðs yflr Islandi, fer gufubáturinn „Reykjavík11 ekki til Akraness og Borgar— ness 18. des., eins og stendur í áætluninni þ. á., og verður J>ví hin siðasta ferð á þessu ári 13,—14. desember. Reykjavík 28. október 1905. Bj. Guðmundsson. Proclama. Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861, sbr. skiptalög 12. apríl 1878, er hér með skorað á alla þá, er til skuldar telja í dánarbúi Magnúsar Magnús- sonar frá Ketu í Skefilsstaðahreppi, er andaðist 22. f. m., að gefa sig fram og sanna skuldakröfur sínar fyrir und- irrituðum skiptaráðanda innan 6 mán- aða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifstofu Skagafjarðársýslu 9. okt. 1905. P. V. Bjarnason. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 er skor- að á þá, sem skuldir eiga í dánarbúi Þórðar Sveinbjörnssonar frá Lukku, sem andaðist í Ytri-Tungu 18. febrúar þ. á., að lýsa skuldum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu, innan sex mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Erfingjar gefi sig fram með sama fyrirvara. Skiptaráðandinn í Snæfellsness- og Hnappadalssýsslu. Stykkishólmi 24. okt. 1905. Lárus H. Bjarnason. Proclama. Samkvæmt lögum 12. aprfl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 er skor- að á þá, sem skuldir eiga í dánarbúi Jóhannesar bónda Jónssonar, sem and- aðist að Lýsudal 7. janúar þ. á., að lýsa skuldum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu, innan sex mánaða frá sfðustu birtingu auglýsingar þessarar. Erfingjar gefi sig fram með sama fyrirvara. Skiptaráðandinn í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Stykkishólmi 24. okt. 1905. Lárus H. Bjarnason. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 5 janúar 1861 erskorað á þá, sem skuldir eiga í dánarbúi Gísla bónda Arnfinnssonar, er andaðist í Gjarðey 3 júní þ. á.. að lýsa skuldum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu, innan sex mánaða frá sfð- ustu birtingu auglýsingar þessarar. Erfingjar segi til sín innan sama tíma. Skiptaráðandinn í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Stykkishólmi 24 okt. 1905. Lárus H. Bjarnason. Góð haustull keypt háu verði í verzlun Björns Þórðarsonar 6 krónu yílrfrakkarnir hlýju í verzlun Björns Þötðarsonar Uppboðsauglýsing. Hér tneð auglýsist, að eign dánar- bús Ólafs sál. Ólafssonar frá Grafar- koti og konu hans Ingibjargar sál. Eiríksdóttur, 15 34 hundr. úr jörðinni Grafarkoti í Kirkjuhvammshreppi, sem öll er að dýrl. 16,3, verður seld við 3 opinber uppboð, sem haldin verða fimmtudagana 14. og 28. desbr. þ. á. og 18. janúar 1906 kl. I e. h., 2 hin fyrstu á skrifstofu sýslunnar, en hið 3. á eigninni sjálfri. Söluskilmálar verða til sýnis á upp- boðunum. Skrifstofu Húnavatnssýslu 16. okt. 1905. Gísli Isleifsson. Vefnaðarvara fjölbreytt og ódýr í verzlun Björns Þórðapsonar. Nýprentað, Skáldsagan Alfred Dreyfus eptir Viktor v. Falk, fæst hjá aðalútsölu- manni bókarinnar Arinb. Sveinbjarn- arsyni Laugaveg 41. Sömuleiðis hjá Hallgrími Jónssyni Bergstaðastíg 11 A., bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Guðmundi Gamalíelssyni Hafnarstr. 16. L'ikkranzar og kort á Laufásvegi 4. Kvennslifsi og Albúm hreinasta úrval í verzlun Björns Þórðarsonar. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. i86ierhérmeð skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi hjónanna Ólafs Ólafssonar í Grafarkoti, er andaðist 9. jan. þ. á. og konu hans Ingibjargar Eiríksdóttur, er andaðist 28. maí s. á. að lýsa kröf- um sínum og sanna þær fyrir skipta- ráðandanum í Húnavatnssýslu innan 12 mánaða frá síðustu (3.) birtingu þessarar auglýsingar. Með sama fresti er einnig hér með skorað á erfingja ofannefndra hjóna að gefa sig fram fyrir skiptaráðanda og sanna arftökurétt sinn. Skrifstofu Húnavatnssýslu 7. okt. 1905 Gísli ísleifsson. Fiskiveidaritið ,ÆGIR* ættu allir að kaupa. Það fæst í bóka- verzlunum og hja bókb. Guðiii. Gam- alíelssyni í Reykjavík. Bókasafn Jóns Þorkelssonar rektors verður selt við opinbert uppboð í Rejikjavík síðari hluta janúarmánaðar 1906. Uppboðsdagurinn verður aug- lýstur síðar. Prentuð skrá yfir bæk- urnar eru til sýnis á ísafirði: hjá herra Þorvaldi fyrv. héraðslækni Jónssyni, á Akureyri: hjá herra bóksala Frb. Steinssyni og á Seyðisfirði hjá herra Lárusi Tómassyni.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.