Þjóðólfur - 10.11.1905, Blaðsíða 1
57. árg.
Reykjavík, föstudaginn 10. nóvember
1905.
JŒ 47.
Skór, stlgvél og legghlifar
er hverjum manni nauðsynlegt í haust-vætunum og vetrarbyljunum, en opt á
það ekki saman nema nafnið, — og því hefur nú verzlunin Edinborg
leitað fyrir sér með því að kaupa skófatnað frá flestum helztu þjóðlönd-
um heimsins, svo nóg sé um að velja, enda hefir hún nú betri og meiri
birgðir af honum, en dæmi eru til á voru landi, og bráðlega er von á mesta
kynstri í viðbót, og þar á meðal alveg nýjar tegundir. —- — A vinnustofunni
er og allt af smíðaður nýr skófatnaður og gert við gamlan.
Hvar skyldi vera betra að gera kaup en í
E d i n b o r g?
Ritsímamálið á þingi.
Reikningságrip og skýringar.
Með þvi að kostnaðarhliðin við ritsim-
ann hefur verið gerð að mestri grýlu í
augum þjóðarinnar af hállu Valtýinga,
er mjög nauðsynlegt að menn geri sér
fullkomlega ljóst þetta meginatriði málsins,
er æsingarnar hafa snúizt um. Menn
verða að kynna sér undirstöðu þá, eða
réttara sagt undirstöðuleysu, er minni
hlutinn á þingi byggði reikninga sína á,
og hvernig þessi minni hl. hringlaði fram
og aptur með blekkjandi tölur, og athugi
menn alla aðferðina vandlega, eins og
menn þurfa að gera, getur naumast hjá
því farið, að almenningur sannfærist um
að minni hl. hafi byggt áætlanir sfnar
alveg 1 lausu lopti. En af því að nefnd-
arálit n. d. í ritsímamálinu er svo um-
fangsmikið, er allhætt við, að sumir les-
endur þess geti ekki til fulls áttað sig á
öllum aðalatriðunum í reikningum beggja.
Auk þess kom vitanlega ýmislegt fram á
þingi, er ekki var gert ráð fyrir í nefnd-
arálitinu. Þessvegna virðist Þjóðólfi eng-
in vanþörf á, að skýra almenningi 1 stutu
yfirliti frá aðalatriðunum í kostnaðaráætl-
un meiri og minni hl., svo að menn geti
án mikillar fyrirhafnar áttað sig á þeim,
og séð hvernig minni hl. hagaði sér 1
reikningsfærslu sinni á þinginu. En auð-
vitað verða menn að leggja það á sig
að lesa tölur og reikninga-athugasemdir
með dálítilli íhugun og eptirtekt. Alveg
fyrirhafnarlaust öðlast menn ekki nokk-
urn skilning á landsmálum.
Meiri hlutinn á þingi byggir ritsíma-
kostnaðaráætlanir sínar aðallega á rann-
sókn norska verkfræðingsins Forbergs og
og allri þeirri reynslu, sem fengin er í
Noregi.
Minni hlutinn hafði fyrir ráðanauta lopt-
skeytaagentana, þann þýzka og þann enska,
menn sem sátu hér í þeim erindum, að
nfða ritsíma en lofa loptskeyti, lofa sfna
vöru, en lasta náungans, eins og ólakir
kaupmenn gera.
Samkvæmt áætlun meiri hlutans kostar
landsíminn frá Rvík til Seyðisfjarðar rúm
460,000 kr. eða í mesta lagi 175,000 kr.
fram yfir tillagið frá St. N. félaginu, sem
er 300,000 kr.
Álma frá Stað f Hrútafirði til ísafjarðar
mundi eptir lauslegri áætlun kosta 125.000
kr. Samtals úr lgndsjóði til landsfma
kr. 300,000. Rekstur og viðhald á sím-
anum frá Rvík til Seyðisfjarðar reiknar
meiri hlutinn rúm 38,000 kr. á ári. Rekst-
ur og viðhald á Isafjarðarálmunni í mesta
lagi kr. 12,000 á ári. Rek'stur og viðhald
samtals kr, 50,000 á ári. Þar að auki á
landsjóður að greiða St. N. félaginu 35,000
kr. á ári fyrir sæsfmann.
Símaútgjöld landsjóðs verða þá þessi á
ári:
1. Ársrentur og 20 ára afborgun af
3í>o,ooo kr.................kr. 22,500
2. Rekstur og viðhald land-
símanna......................— 50,000
Flyt kr. 72,500
Flutt kr. 72,500
3. Ársborgun til St. N. fyrir
sæsíma..................— 35,000
Samtals kr. 107,500
En svo gerir meiri hlutinn að
tekjurnar af landsfmanum verði
á ári c. (sem frádregst) . . — 30,000
og ársútgjöld landsjóðs þá
ekki nema..................kr. 77,500
Fyrsta atreið minni hlutans á þinginu
miðaði öll að því, að skrúfa upp land-
sfmakostnaðinn, stauraflutning o. fl. Þeir
gerðu að sfminn frá Rvík til Seyðisfj.
mundi kosta.................kr. 665,000
og álman til Isafjarðar . . — 214,000
Samtals kr. 879,000
eða alls um kr. 880,000. Þar frá tillag
þess St. N. fél. 300,000, eða netto alls
kr. 580.000.
Rekstur og viðhaldskostnað á landsím-
anum ásamt rentum af þessum 580,000
skrúfa þeir upp í á ári kr. 122,000, en
tekjurnar af landsímanum setja þeir á
ári kr. 20 000. Með þessu móti fá þeir
út að ársútgjöld landsjóðs verði kr. 122,000
-j- kr. 35,000 til St. N. fél. -f- 20,000 = kr,
137,000 á ári, eða 60,000 kr. meiri á ári
en meiri hlutinn áætlar. Eptir að vita
hver hærra ber höfuðið, þegar reynslan
kemur til skjalanna.
Aðaltillaga minni hlutans var sú, að
taka Marconitilboð nr. I, þar sem borga
átti 128.819 kn á ári f 20 ár, en við
eiga tekjurnar; tekjurnar af millilandasam-
bandinu gerði minni hlutinn fyrst 20,000
kr., en af innanlandsloptskeytasambandinu
10,000 kr. Samtals 30,000 kr. Svo læt-
ur hann Danmörk borga 54,000 kr. á ári,
svo að við þurfum ekki að borga úr land-
sjóði nema 128,819 d- 84,000 = 44,819
kr. á ári. Minni hlutinn gætir ekki að
því, að við getum ekki skipað Dönum
að borga fé úr ríkissjóði til sameiginlegra
þarfa; meiri hlutinn sýndi fram á, að
Danir hafa svo lítið álit á loptskeytaað-
ferðinni í samanburði við þráðskeyti, að
þeir myndu aldrei taka í mál að leggja
fé til þess; þó tekur það út yfir, að minni
hlutinn gerir Dönum að borga 54,000 kr.
á ári til loptskeytasambandsins, en ætlar
þeim enga hlutdeild 1 tekjunum, og ætlar
okkur að eiga allar stöðvarnar að 20 ár-
um liðnum 1 Eptir er að vita, hvort þessi
kaupfélagsskapur gengur í íslenzka alþýðu.
I dönsk stjórnarvöld gengur hún ekki.
Og þessari fjarstæðu heldur minni hlutinn
fram til þingloka, heldur henni látlaust
fram í öllum blöðum sínum. Enginn
ætlar foringja þess flokks svo heimska, að
þeir trúi þessu sjálfir, en þeir ætla auð-
sjáanlega íslenzka alþýðu svo heimska, að
hún trúi því.
Nefndarál. meiri hlutans og umræðurn-
ar í neðri deild við 2. umr. fjárlaganna,
léiddu greinilega í ljós, að áætlun minni
hlutans um landsímakostnaðinn nær engri
átt, er mikils til of há. Þær leiddu og
í ljós, að loptskeytasamband getur aldrei
komið til mála sem innanlandssamband,
að talsímasambandið er jafnsjálfsagt hér
innanlands eins og í öllum öðrum lönd-
um. Þá var og sýnt fram á, að Dan-
ir mundu aldrei styrkja loptskeytin eins
og minni hlutinn áætlar, og kostnaðurinn
þvíverða 128,819-j-30,000kr. = 98,819^.
á ári, þ. e. a. s. loptskeytaaðferðin mundi
\erða talsvert dýrari en ritsíminn, og jafn-
framt margfalt gagnsminni. Þetta var
svo Ijóslega sýnt, að minni hlutinn sá sér
ekki annað fært, en að breyta stefnu;
það gerði hann við 3. umræðu fjárlaganna
í n. d.; þá leggur hann til, að tekið sé
Marconitilboðið nr. II (loptskeytasamband
frá Skotlandi yfir Færeyjar til Reykjavlk-
ur) sem millilandasamband, en landsími
lagður frá Rvík til Seyðisfjarðar. San^-
bandið milli Skotlands og Rvíkur yfir
Færeyjar bauð Marconifél. fyrir kr. 74,420
á ári í 20 ár, en við ættum tekjurnar.
Hugsum okkur að þetta hefði verið
þegið, þá hefðum við auðvitað misst þess-
ar 300,000 kr., sem St. N. leggur til land-
símans, orðið að kosta hann að öllu leyti.
Gerum landsímann frá Reykjavíktil Seyð-
isfjarðar 475,000 kr. (hæsta áætlun meiri
hl.). Ársútgjöldin verða þá:
1. Rentur og 20 ára afborgun af
475-°°°..................kr- 33-25°
2. Rekstur og viðhald land-
símans.................. — 38,250
3. Árgjald til Marconi . . — 74,420
Samtals kr. 145,920
Gerum svo að tekjurnar af millilandasamb.
séu 20,000 kr. eins og minni hl. áætlaði
fyrst, og St. N. fél. Ifka hefur áætlað, en
tekjurnar af landsíma frá Rvík til Seyð-
isfj 25,000, sem er meira en meiri hlutinn
hefur áætlað. Árstekjur verða þá kr. 45,000
og ársútgjöld landsjóðs því kr. 100,920.
Hér vantar þó Isafjarðarálmuna, og
samt er árskostnaðurinn 23,000 kr. meiri
en von er á með henni og sæsímanum.
Þetta sá minni hlutinn auðvitað, og hafði
því ekki önnur ráð, en að fara í vasa
Dana, gera þeim að borga 45,000 kr. á
ári til millilandasambandsins — vegna
Færeyja — sögðu þeir — en eigna okk-
ur allar tekjurnar engu að síður. Og nú
færðu þeir tekjurnar af millilandasam-
bandinu úr 20,000 kr. upp í 30,000 kr.
á ári, og á þann meistaralega kaupmanna-
hátt fengu þeir út, að millilandasam-
bandið kostaði okkur ekki neitt, þar sem
Danaféð og tekjurnar 45,000 + 30,000 kr.
væri einmitt nóg fyrir gjaldinu til Mar-
coni. I staðinn fyrir 300,000 kr. tiliagið
til landstmans frá St. N. vildu þeir láta
landsjóð taka 300,000 kr. lán til 20 ára;
rentur og 20 ára afborgun af því eru
22,500, en þá var líka sloppið við 35,000
kr. árgjaldið til St. N. félagsins fyrir sæ-
þráðinn, og munurinn er, eins og allir
sjá, 12,500 kr. á ári. Þessi tala, »12,500
kr. minna á ári«, kom nú út með feitu
letri í öllum blöðum minni hlutans, og
og hefur sjálfsagt hrifið hugi manna —
þeirra sem ekki gættu að undirstöðunni.
Efrideildar-minnihlutinn var trúrri við
»enska stórgróðafélagið«, tók upp aptur
tilboð Marconis um loptskeytasamband
bæði milli landa og innanlands (tilboð I).
Þar var líka Valtýr sjálfur, maður sem
hvorki er »hálfvolgur eða tvískinnungs-
legur«, og það svo, að hann á meira en
skilið, að skoðunarbræður hans taki sér
nafn af honum, einkum nú þegar þeir, að
sjálfs síns sögn, eru orðnir lausir við sallt
hálfvolgt og tvískinnungslegt«, eins og
Isafold kemst að orði (hún á þar við
Guðl. og séra Magnús).
Valtýingar í efri deild létu sér ekki
fyrir brjósti brenna að gera Dönum að
borga Marconi 54,000 kr. á ári í 20 ár,
án þess að þeir fengju neitt af tekjunum,
og án þess að þeir eignuðnst neitt af
stöðvunum að 20 árum liðnum — við
áttum að eiga það allt —, og svo gerðu
þeir nú tekjurnar af millilandasamband-
inu 40,000 kr. á ári, en tekjurnar af
innanlandsloptskeytasambandinu líkar og
félagar þeirra í neðri deild. Með þessti
lagi fá þeir út, að landsjóður þurfi ekki
að borga Marconi nema um 25,000 kr.
á ári. Allt hitt, sem á vantar upp á
128,819 kr-> það borgi Danir og tekj-
urnar.
Allar áætlanir og útreikningar Valtý-
inga um hraðskeytasambandið hafa þann-
ig eitt og sarna auðkennl. Þær eru þvl
líkastar, sem þær ekki séu ætlaðar mönn-
um, er séu færir unt að greina rétt frá
röngu, eins og fjárlaganefnd neðri deild-
ar komst að orði.
Þingið lét prenta 5000 eintök af nefnd-
arálitum nteiri og minni hlutans um hrað-
skeytamálið, og skipti jafnt á milli þing-
mannanna til útbýtingar meðal lands-
ntanna. Sögur segja, að valtýsku þing-
mennirnir varist að láta kjósendur sína
sjá þessi nefndarálit, og mun það líka
vera þ e i m fyrir beztu. En hvort það