Þjóðólfur - 10.11.1905, Blaðsíða 2
200
ÞJOÐÓLFUR.
er kjósendum þeirra fyrir beztu að
lesa ekki um þetta mál annað en það
sem valtýsku blöðin flytja — það ættu
kjósendur sjálfir að íhuga.
Útlendar fréttir.
Með gufuskipinu »Gambetta«, er kom
hingað frá Englandi 6. þ. m. með kol
til Edinborgarverzlunar, bárust ensk blöð
frá 20.—31. f. m.
Óskar Svíakonungur hefur nú til fulls
hafnað því tilboði norska stórþingsins, að
nokkur prins af ætt hans yrði valinn
konungur í Noregi. Kveðja hans til
Norðmanna, sttluð til forseta stórþings-
ins er svo látandi eða aðalefni hennar
(eptir hraðskeytum til enskra blaða frá
Stokkhólmi 27. f. m ).
»Þá er eg hefi í nafni Svíþjóðar viður-
kennt Noreg, sem algerlega aðskilið ríki
frá Svlþjóð, læt eg yður vita, að eg hefi
ákveðið, að sleppa konungdómi í Noregi,
er þrátt fyrir allan góðan tilgang minn
hefur bakað mér svo margar beizkar á-
hyggur árum saman.
Með tilliti til þeirrar breytingar, er
orðið hefur á viðskiptasambandi beggja
landanna, þá get eg ekki ímyndað mér,
að það yrði til heilla hvorki fyjir Sví-
þjóð né Noreg, að maður af ætt minni
tæki við konungkjöri í Noregi. Það
nutndi ekki bregðast, að í báðum rlkjun-
um mundi þá koma í ljós vantrausts-óá-
nægja, er ekki rnundi slður snúast gegn
honum en mér. Eg get þess vegna ekki
tekið boði stórþingsins.
Eg þakka hjartanlega öllum þeim, er í
33 ára stjórnartíð minni, hafa verið mér
trúir þegnar 1 Noregi, og sem ef til vill
nú bera hlýjan hug til hins fyrrverandi
konungs þeirra. Um leið og eg kveð yð-
ur óska eg yður góðra heilla«.
I ríkisráði 1 Stokkhólmi 27. f. m. var
ákveðið að konungur skyldi eptirleiðis
kalla sig »konung Svía, Gauta og Vinda«.
Ennfremur var ákveðið að einkunnarorð
konungs skyldi eptirleiðis vera: »Heill
Svíþjóðar« í staðinn fyrir »Heill bræðra-
þjóðanna« (»Brödrafolkets vál«). Það
má geta nærri, að það er ekki með
glöðu geði, sem Óskar konungur, á gam-
alsaldri, sleppir konungdóm í Noregi fyrir
sig og afkomendur stna, að fullu ogöllu.
En viturlega þykir það ráðið af honum,
að taka ekki tilboði stórþingsins, því tylli-
boði, er að líkindum hefði orðið ætt
hans til lítils fagnaðar og lítillar gæfu, ef
sinnt heíði verið.
Nú á að fara fram a 1 m e n n a t-
kvæðagreiðsla í Noregi á
sunnudaginn kemur 12. þ. m.
um það, hvort Norðmenn vilji hafa Karl
Danaprinz að konungi eða ekki. Hann
eða danska stjórnin vildi ekki annað
heyra, en að sllk atkvæðagreiðsla færi
fram, en norska stjórnin vildi helzt hliðra
sér hjá þvf. En svo lét hún undan, að
skjóta þessu undir atkvæði þjóðarinnar, þá
er Karl vildi ekki að öðrum kosti taka
við konungstigninni, er stórþingið bauð
honum. Friðþjóður Nansen var nokkra
daga 1 Kaupm.höfn tll að semja um þetta
við prinzinn og dönsku stjórnina. Talið
er víst, að prinzinn muni fá mjög mik-
inn meiri hluta atkvæða við kosninguna.
Stórþingið kvað þegar hafa ákveðið að
veita honum 750,000 kr. í árslaun, og eru
það vitanlega ekki há konungslaun, en
þau hjón kvað vera efnuð vel. Sagt er
og að hann muni eiga að breyta nafni,
er hann er orðinn konungur, og kallast
þá Hákon 7., en Hákon 6. Magnús-
son var síðastur konungur yfir Noregi
einum, og eru nú 525 ár liðin frá dauða
hans (1380), eða hér um bil jafnlangur
tími og Norðmenn höfðu haft sérstakan
konung yfir öllu landinu.
I Rússlandi hefur kveðið mikið
að óeirðum og verkföllum síðustu dagana
í f. m., einkum í Pétursborg. Er óá-
nægja manna þar eirikum mikil út af að-
gerðaleysi og óorðheldni stjórnarinnar, er
hefur lofað stjórnarbót annað veifið, en
svo annað hvort alveg svikizt um það
eða tekið aptur annan daginn, er lofað
var hinn. »Frelsi, jafnrétti og stjórnar-
bót«, er nú krafa Rússa, og fer líklega
sá tfmi að nálgast, að eitthvað raknar úr
fyrir þjóðinni, því að þetta ástand getur
ekki haldizt til lengdar. Hinn alræmdi
Trepoff hefur verið gerðttr að einskonar
alræðismanni í Pétursborg, því að keis-
arinn trúir honurn manna bezt til að
kúga lýðinn með hervaldi. Og Trepoff
svlkst heldur ekki um það. Hann jók
þegar heraflann í borginni upp í 100,000
og svo lét hann aka mörgum fall-
byssum inn í borgina, til að sýna bæjar-
búum á hverju þeir ættu von, ef þeir hefðu
frammi nokkrar óspektir. Honum hefur
og tekizt um sinn að halda lýðnum í
skefjum og kefja óspektirnar, eptir því
sem nýjustu blöðin skýra frá. En óvíst
er, hve lengi það tekst, og spá menn að
blóðug stjórnarbylting hefjist þá og þeg-
ar. Samt getur það dregist alllengi enn,
einkum af þvf, að herinn er talinn enn
á stjórnarinnar bandi, en lýðinn vantar
vopn og foringja. Það mun og nokkuð
hafa mýkt hugi manna, að keisarinn hef-
ur 2. þ. m. lieitið, að veita þingbttndna
stjórnarskipun, eptir því sem sagt er í
loptskeyti, er hingað barst á föstudaginn.
Er hverjttm manni heitið óskertu skoð-
anafrelsi og málfrelsi, og réttur til félags-
skapar viðurkenndur. Löggjafarsamkom-
an veitir kosningarrétt stéttum, sem ekki
hafa hann nú. En eptir er að vita,
hvernig efndirnar á loforðum þessum
verða. Witte greifi mun hafa átt mestan
og beztan þátt í þessum fyrirhuguðu
stjórnarumbótum, og menn bera gott
traust til hans, að honum takist að koma
þessum umbótum sem fyrst í framkvæmd,
því að hann er frjálslyndur maður og
valmenni talinn. — Þessi boðskapur keis-
arans hefttr þó ekki getað sefað til muna
óánægjuöldurnar á Rússlandi, því að
verkföll og róstur halda áfram vfða f
landinu, og á stjórnbyltingarfundi í Pét-
ursborg 3. þ, m., hétu forsprakkarnir á
lýðinn, að reka valdstjórnina af höndum
sér [loptskeytafregn]. Á Suður-Rússlandi
einkum í Charkov, Kjev og Odessa, eru
sífelldar óspektir og róstur, svo að lög-
reglan fær ekki við ráðið. í Charkov
er t. d, sagt, að landstjórinn hafi ver-
ið rekinn frá völdum, en ný
stjórn sett í staðinn, óháð keisaranum.
Á Finnlandi er og frernur ókyrt, og full-
yrt, að veríð sé að flytja vopn á laun
inn í landið. Háskólaráðið í Pétursborg
hefur skorað á stúdentana, að styðja
stjórnarbyltinguna, og sagt, að háskólinn
stæði opinn fyrir pólitiskar samkomur.
Trepoff hefur hótað, að láta loka háskól-
unum, og setja hervörð umhverfis há-
skólabygginguna. Af þessu sést, að það
er ekki ómenntaðasti hluti þjóðarinnar,
sem óánægjan er ríkusthjá. — Keisarinn
er orðinn svo hræddur, að hann hefur á
vallt gufuskip »með dampi uppi« í nánd
við Peteihof, til þess að geta flúið til út-
landa, líklegast helzt til Danmerkur, ef
að sverfur frekar.
Aflabröyð
austanfjalls (á Eyrarbakka og Stokks-
eyri) hafa verið góð nú upp á síðkastið,
20—30 í hlut á dag af fyrirtaks feitri og
stórri ýsu.
Rit Gests Pálssonar
1 bundnu og óbundnu máli er byrjað var
að gefa út í Winnipeg 1902, eru nú
komin hér í bókaverzlanir. Það er 1.
heptið, sem þegar er prentað, og eru í
þvl ýms ljóðmæli Gests, sögur (Svanur-
inn, Kærleiksheimilið, Sveitasæla, Hans
Vöggur), fyrirlestur (Lífið í Reykjavík) og
þýðingar. Þar er og æfisaga Gests, sam-
in af Sigurði Júlíusi Jóhannessyni, öðrum
útgefanda þess heptis, með kvæði eptir
hann um Gest, mjög vel ortu, og yfirleitt
er æfisagan liðlega og smekklega rituð,
laus við alla keskni og olnbogaskot.
Hinn útgefandinn Arnór Árnason, sá
hinn sami, er hingað kont nýlega frá
Ameríku, ætlar nú að halda útgáfunni
hér áfram, og gefa út að minnsta kosti
annað hepti til, og ef til vill meira.
Fyrsta heptið (prentað 1902 í Winnipeg)
er mjög vel vandað að frágangi öllum,
bæði pappfr og prentun. og verði fram-
haldið svipað eins og vænta má, er eng-
inn efi á, að bók þessi selst vel hér á
landi, því að bæði verður hún miklu
fyllri en Reykjavíkurútgáfa sú af Gests-
ritum, er hér kom út 1902, og miklu
vandaðri að öllum frágangi, Það var
þarft verk að safna ritum Gests 1 eina
heild, því að þótt hann væri ekki neitt
tramúrskarandi Ijóðskáld, þá verður það
ekki af honum dregið, að hann var bezta
söguskáld vort á næstliðinni öld, enda
kunnari erlendis en flestir aðrir rithöf-
undar vorir, með því að sögurn hans
hefur verið snúið á ýmsar erlendar tung-
ur. Gestur Pálsson er einn meðal hinna
fáu manna íslenzku, er vakið hafa eptir-
tekt í bókmenntaheiminum.
Botnverplar teknir.
»Hekla« hefur alls undir forustu Tux-
en’s tekið 3 botnvörpuskip við veiðar í
landhelgi, nfl. 2 í Garðsjónum 30. f. m.
og hið 3. við Vestmanneyjar 2. þ. m.
Annar þeirra botnverpla, er tekinn var í
Garðsjónum, fékk 2500 kr. sekt og afli og
veiðarfæri upptækt, hinn fékk 1500 kr.
sekt (ekki 1100 kr. eins og sagt var í
síðasta blaði) auk aflamissis og veiðar-
færa. Sá er tekinn var við Vestm.eyjar
fékk að eins 360 kr. sekt. Hann hafði
haft vörpuna úti og var í landhelgi, en
bar fyrir sig bilun á vélir.ni, er þó reynd-
ist ósatt við skoðun.
Marconístöðin
hér hjá Rauðará, sem bilaði í næstl.
viku, eins og getið varum í síðasta blaði,
er nú tekin aptur til starfa. Mr. Newman
tókst að gera við það sem bilaði. Hann
náði loptskeytum á föstudagskveldið var,
og er getið um hið markverðasta úr þeim
hér ( blaðinu.
Mannalát.
Hinn 19. f. m. andaðist Jósafat
Jónatansson hreppstj. og fyrv. alþtn.
á Holtastöðum í Langadal eptir þung og
langvinn veikindi á 62. aldursári. Hann
var fæddur á Þernumýri í Vesturhópi 18.
ágúst 1844, og bjuggu þar þá foreldrar
hans Jónatan Jósafatsson Tómassonar
stúdents frá Ásgeirsá, og Kristín (J- 1898)
Kiistmundsdóttir frá Kolugili. Árið 1849
flt.ttu þau að Miðhópi, og þar andaðist
Jónatan 1879. 1874 byrjaði Jósafat heit.
búskap í Gröf f Víðidal, og kvæntist s.
á. eptirlifandi ekkju sinni Gróu Kristínu,
dóttur Jóns bónda Gttðmundssonar á
Holtastöðum, og fluttu þau búferlum að
Holtastöðum 1883. 1877 varð Jósafat
hreppstjóri 1 Þotkelshólshreppi, og hélt
þeirn starfa þangað til hann flutti úr
hreppnum, en 1891 varð hann hreppstjóri
í Engihlíðarhreppi, og hélt þeim starfa
þar til dauðadags. Hann sat á alþingi
1901 og á aukaþinginu 1902, sem 2.
þingmaður Húnvetninga. Af börnum
hans eru 4 á lífi: Kristín Ingunn, Jóhanna
Gróa gipt Ingvari Pálssyni verzlunarmanni
í Rvík, Jónatan og Guðrún.
Jósafat heit. var mesti sæmdarmaður
og nytsemdarmaður í hvívetna, frjálslynd-
ur í skoðunum og stefnufastur, manna
vinsælastur. Að jarðabótum og húsa-
byggingum vann haun mikið, og var yfir-
leitt fyrirmyndarbóndi að ráðdeild og
reglusemi allri.
Stórkostlegt iðnaðarfyrirtæki
er trésmíðaverksmiðjan »Völundur« hér í
bænum, er samnefnt hlutafélag um 50
trésmiða hér í bæ hefur komið á stofn.
Verksmiðjan, er stendur austan meginn við
Klapparstfg nálægt sjó og tekur yfir 3465
□ faðrna með byggingum öllum, tók til
starfa 7. þ. m., og voru ýmsir bæjar-
búar viðstaddir að horfa á, er vélarnar
tóku að vinna. Þær ganga fyrir gufuafli
frá gufuvél niður í kjallara, er snýr 82
feta löngum möndli, er aptur snýr 15
trjávinnuvélum uppi (í stofunni). Er þar
mjög verklegt um að litast, er allar vél-
arnar eru f gangi. Enn vantar þó afl-
geyrni til að lýsa bygginguna með
rafmagnsljósi, en von á honum bráðlega,
Forstöðumaður verksmiðjunnar, er sagt
hefur fyrir um bygginguna og allan véla-
útbúnaðinn er danskur maður, Rostgaard
að nafni, mjög vel að sér í sinni mennt.
Allar vélarnar eru af nýjustu gerð og
hinar vöndtiðustu, sömuleiðis allur útbún-
aðurinn svo fnllkominn sem verða má.
En hátt upp í 100,000 kr. mun koma
kostnaður allur við þetta fyrirtæki, sem
er hið langstærsta í sinni röð hér á landi,
en það er naumast nokkur vafi á, að það
muni bera sig vel. Formaður Völundar-
félagsins er Magnús Blöndal snikkara-
meistari, og f stjórn nteð honum snikkar-
arnir Hjörtur Hjartarson og Sigvaldi
Bjarnason. Nánari lýsing á verksmlðju
þessari gat ekki komizt að í þesstt blaði,
en kemur næst.
„Vesta“
kom loks frá útlöndum norðan og vest-
an um land í gærmorgun. Farþegar fáir.
Mislinga
hefur orðið vart hér í bænum. Nfu
ara gömul dóttir ráðherrarans veiktist af
þeim fyrra mánudag, Hún gekk í barna-
skólann. Nú er hún orðin hress, án þess
fleiii hafi sýkst, en sýkingarfresturinn er
heldur ekki á enda fyr en á næstu helgi.
Hinn setti héraðslæknir Steingr. Matthías-
son, lét einangra sjúklinginn og húsið,
jafnskjótt sem mislingaeinkennin komu í
Ijós. Hvaðan barnið hefur fengið sýki
þessa er alls ókunnugt.
Eptirmœli.
Hinn 26. nóv. f. á. andaðist einn hinna
merkustu bænda í Skagafirði, öldungurinn
Jón Jónsson á Bessastöðum; hann var þar
fæddur 22. marz 1820, og var faðir hans bóndi
þar, Jón Jónsson, er drukknaði ungur í
Héraðsvötnum við selasafn 1823. Sá Jón
var Oddsson, föðurbróðir séra Jóns Konráðs-
sonar á Mælifelli. Móðir Jóns sál. var Guð-
björg Þorbergsdóttir Jónssonar, Einarssonar
frá Sauðá. Móðir Guðbjargar var Þuríður
Jónsdóttir prests á Hafsteinsstöðum Jóns-
sonar prests Gunnlaugssonar og alsystir Páls
Þorbergssonar læknis, er drukknaði á leið
úr Stykkishólmi. Amma þeirra systkina,
kona séra Jóns, var Hildur dóttir Halldórs
prests Hallssonar á Breiðabólstað í Vestur-
hópi. Móðir Þorbergs, kona Jóns á Sauðá,
var Guðbjörg Hallgrímsdóttir skálds á Steini
á Reykjaströnd, Halldórssonar lögréttumanns