Þjóðólfur - 10.11.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 10.11.1905, Blaðsíða 3
ÞJOÐÓLFUR. 201 á Seilu, Þorbergssonar sýslumanns á Seilu, Hrólfssonar sterka á Víðimýri. Eptirlifandi kona Jóns sáluga er Sign'ður dóttir Magn- úsar hreppstjóra Asmundssonar frá Hall- dórsstöðum í Laxárdal í Þingeyjarsýslu, syst- ir Þórarins sál. Magnússonar á Halldórsstöð- um og Metásalems Magnússonar á Arnar- vatni. Þau hjón giptust 1849, og bjuggu sinn búskap allan á óðalsjörðum sfnum, Bessastöðum og Hóli í Sæmundarhlíð, þó lengst, eða 36 ár á Hóli. Þeirra börn eru: Jón hreppstjóri á Hafsteinsstöðum bænd- urnir: Sveinn á Hóli, Páll í Vík, Sigurjón á Bessastöðum og Guðrún ógipt á Bessa- stöðum, en Magnús og Þorbergur eru í Vest- urheimi, og þar lézt fyrir fám árum einn son- ur þeirra að nafni Þórarinn.— Jón sál. var að ýmsu afburðamaður, sem stóð framar- lega í röð sinna samtíðarmanna. Hann hafði sterk og mikil áhrif á sveitunga sína, og mátti svo segja, að eigi þættu ráð ráð- in, nema hann fengi þar nokkuð til að leggja; var hann þó mjög laus við ráðríki, en í hendur hans lögðust margra ráð, sakir hins mikla trausts, er hann ávann sér rneð hygg- indum sínum, friðsemd og skarpsýni í ýms- ar áttir. Hann var Njáll sinnar sveitar, jafnt sem friðarstillir og ráðanautur. Hreppstjóri var hann um nokkur ár, og fyrstur oddviti í hrepp sínum, eptir að sveitar- stjórnarlögin komu til framkvæmda. Dugn- aðar- og kappsmaður var Jón sál., og kom hverju sínu máli vel fram, því allir vildu að hans geði gera, enda var hann manna rétt- sýnastur og óhlutdrægastur. Rúm 20 ár hin síðustu var Jón sál. blindur, en hélt þó bústjórn allri sem áður; mátti í engu merkja að sjónarsviptirinn hefði nokkur truflandi áhrif á hans rólega og þroskaða sálarlíf. Kunnleikar hans og fróðleikur um landsins sögu og alla þjóðháttu kom í hvívetna fram f tali hans, og eigi síður hitt, að hann unni fósturjörðu sinni. Fylgdist hann gerla með í öllu, er gerðist í nútíðarsögu landsins, þótt blindur væri. Jón sál. var sannarlegt ljós af manni í sinni stöðu og störfum, og f öllum sínum afskiptum af öðrum. Ætti ísland marga, mjög marga bændur, sem sa-tu að búum sínum með jafnmikilli frið- semd, glaðværð og jafnaðargeði, jafn mik- illi ást á stöðu sinni eins og bændaöldung- urinn í Sæmundarhlíð gerði það um meir en hálfa öld, þá yrði yndislega bjart yfir þessari landsins beztu og ágætustu stétt. (A.). Skiptafundur í þrotabúi Edvard Frederiksens bakara verður haldin á bæjarþingstofunni laug- ardaginn 25. þ. m. á hád. Verður þá lagt fram og yfirfarið skrá yfir skuld- ir búsins, og yfirlit yfir eigur þess. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 8. nóvbr. 1905 Halldór Daníelsson. Skiptafundur í dánarbúi Sigurðar Bjarnasonar skip- stjóra verður haldinn á bæjarþingstof- unni föstudaginn 24. þ. m. kl. 1 síðd. Verður þá lagt fram og yfirfarið, skrá yfir skuldir búsins og yfirlit yfir eigur þess. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 8. nóvbr. 1905 Halldór Daníelsson. Heiðruðu blaðaútgefendur! Eg bið yður að gæta þess, að það, er eigi tll neins að senda mér þau blöð, sem eg hef eigi beðið um til kaups, í þeim tilgangi að eg borgi þau. Helgastöðum 26. okt. 1905. P. Helgi Hjálmarsson. Auglýsing, Að fengnu leyfi hins háa stjórnarráðs yfir íslandi. fer gufubáturinn „Reykjavík“ ekki til Akraness og Borgar- ness 1S. des., eins og stendur í áætluninni þ. á„ og verður þvi hin siðasta ferð á þessu ári 13.—14. desember. Reykjavík 28. október 1905. Bj. Guðmundsson. Kina Lífs Elixír er að eins ekta frá Valdimar Petersen Frederikskavn — Kobenhavn. Á þeim tímum, er siðgæðið er svo rangsnúið, að jafnvel verzlunarmenn, sem annars eru áreiðanlegir og í miklu áliti, skirrast ekki við að hafa á boð- stólum eftirlíkingar eftir vörum, sem hafa verið viðurkenndar og vinsælar um marga áratugi, að eins í ofurlítils ávinningsskyni, þá verður aldrei nógu vandlega brýnt fyrir neytendum, hve Varkárir þeir eiga að vera, þegar þeir kaupa vörur sínar. Verðið er ávalt sett svo hatt á falsvöruna, að gróðinn verður miklu meiri en á upprunalegu vörunni, en það er mismunandi eftir gæðum falsvörunnar, með öðrum orð- um eftir því, hvað þessir menn láta sér sæma að bjóða almenningi. En hvort sem verðið er hátt eða lágt, verða kaupendur fyrir blekkinga og falsvar- an er seld þeim á kostnað áreiðanlegu vörunnar. Að þvf er Kína Lífs Elix- írinn snertir, er það vara, sem hinum er allsendis ómögulegt að eftirlíkja hið allra-minnsta, og falsvöruna óska neyt- endur alls ekki að fá, og jafnframt er hún vara, sem þeir hafa ekki það gagn af, sem þeir sækjast eftir að fá fyrir peninga sína, er þeir hafa oft unnið sér inn með súrum sveita. Þessi er mín dýrkeypta reynsla, því að fyrir neytandann verður tjónið þrátt fyrir alt aldrei eins mikið eins og fyr- ir þann, sem búið hefur til hina upp- runalegu vöru, er hann hefur varið mestu af lífi sínu til að framleiða og krefst ekki meiri ágóða en samsvar- andi því verki, sem hann hefur unnið til þess að framleiða vöruna. Eg verð því að brýna fyrir neytend- um að vara sig á 'öllum eftirlíking- um og gæta þess ávalt, að á flösku- stútnum sé grænt lakk með innsiglinu —þP-‘ og að á einkennismiðanum sé Kínverji með glas í hendi yfir nafni verksmiðjueigandans, Waldemars Peter- sens, Frederikshavn — Kobenhavn. Fæst hvarvetna fyrir 2 kr. flaskan. Skiptafundur í þrotabúi Jóns Jónassonar kaupmanns verður haidinn í bæjarþingstofunni föstudaginn 24. þ. m. á hád. Verður þá lagt fram og yfirfarið, skrá yfir skuldir búsins og yfirlit yfir eigur þess. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 8. nóvbr. 1905 Halldör Danielsson. Beztu fermingar- og jólagjafir eru Nýja-testameriti með myndum og Pilagrímsförin. S. Á. Gíslason, Þing- holtsstræti II, útvegar þessar o. fl. kristilegar bækur. Nýprentað II. nóv. 1835 — 11. nóv. 1905 Matthías Jochumsson. I tilefni af 70 ára afmæli hans. Æfisaga og ritgerðir um hann og skaldskap hans. 112 bls. 4 myndir. Verð 1 kr. Fæst hjá D. 0stlund í Reykja- vík og bóksölum út um land, A 11 { y* sem Þekkja a’A 1 1 1 I til kaupa helzt í verzlun Björns Þórðarsonar á Laugaveg 20. B. SAMKOMUHÚSIÐ B E T E L við Ingólfsstræti og Spítalastíg. Samkomur verða haldnar framvegis eins og hér segir: Sunnudaga; Kl. 11 f. h. Prédikun. Kl. 2 e. h. Sunnudasaskóli. K1 6V2 e. h. Fyr- irlestut. Ahóvikudaga'. Kl. 8 e. h. Biblíusamtal. Laugdrdaga: kl. 11 f. h. Bœnasamkoma og bibliulestur — Kirkjusálmasöngsbókin verð- ur viðhöfð. Allir velkomnir á samkomurnar. Vinsamlegast D. Östlund. Uppboðsauglýsing. Hér með auglýsist, að eign dánar- bús Ólafs sál. Ólafssonar frá Grafar- koti og konu hans Ingibjargar sál. Eiríksdóttur, 15.34 hundr. úr jörðinni Grafarkoti í Kirkjuhvammshreppi, sem öll er að dýrl. 16,3, verður seld við 3 opinber uppboð, sem haldin verða fimmtudagana 14. og 28. desbr. þ. á. og 18. janúar 1906 kl. 1 e. h., 2 hin fyrstu á skrifstofu sýslunnar, en hið 3. á eigninni sjálfri. Söluskilmálar verða til sýnis á upp- boðunum. Skrifstofu Húnavatnssýslu 16. okt 1905. Gísli Isleifsson. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861 er hér með skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi hjónanna Ólafs Ólafssonar í Grafarkoti, er andaðist 9. jan. þ. á. og konu hans Ingibjargar Eiríksdóttur, er andaðist 28. maí s. á. að lýsa kröf- um sínum og sanna þær fyrir skipta- ráðandanum í Húnavatnssýslu innan 12 mánaða frá síðustu (3.) birtingu þessarar auglýsingar. Með sama fresti er einnig hér með skorað á erfingja ofannefndra hjóna að gefa sig fram fyrir skiptaráðanda og sanna arftökurétt sinn. Skrifstofu Húnavatnssýslu 7. okt. 1905 Gísli ísleifsson. Til SÖlu. lítið hús vandað í vesturbænum. Gísli Þorbjarnarson. Proclama. Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861, sbr. skiptalög 12. apríl 1878, er hér með skorað á alla þá, er til skuldar telja í dánarbúi Magnúsar Magnús- sonar frá Ketu í Skefilsstaðahreppi, er andaðist 22. f. m., að gefa sig Tram og sanna skuldakröfur sínar fyrir und- irrituðum skiptaráðanda innan 6 mán- aða frá sfðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu 9. okt. 1905. P. V. Bjarnason. Firma-tilkynning frá skrifstofu bæjarfógetans í Reykja- vík. Jón Halldórsson, Jón Ólafsson og Sigurjón Ólafsson snikkarar í Reykja- vík, tilkynna, að þeir hafi stofnað með sér félag til þess, undir firmanu „Sig- urjón Ólafsson & Co “ að reka snikk- araiðn — sérstaklega húsgagnasmíði — með útsölu á því, er að iðn þessari lýtur. Félagsmenn eru Jón Halldórs- son, Jón Ólafssón og Sigurjón Ólafs- son, allir með ótakmarkaðri áhyrgð. Að eins undirskript allra félagsmanna í sameiningu er gild. Undirskriptin er: Sigurjón Ólafsson & Co. Jón Halldórsson, Jón Ólafsson. Sigurjón Ólafsson. Firma-tllkynning frá skrifstofu bæjarfógetans í Reykja- vik. Sápuverk það, sem cand. phil. Ed- vald F. Möller hefur rekið að undan- förnu hér í Reykjavík, er frá 1. júlí 1905 4Drðið hlutafélag. Hlutafélagið „Sápuverkið Reykjavík. Kemiskverk- smiðja" starfar að sápugerð, feiti- bræðslu og tólgargerð, blek, litar- og lakkgerð, og hefur útsölu á hendi af samskonar útlendum iðnaði. Hlutafé er 6000 krónur í hlutum upp á 200 kr., er hljóða á nafn og geta geng- ið kaupum og sölum; af þeim er selt 70%. Stjórn félagsins hefur á hendi: For- maður Gunnar Einarsson kaupmaður, varaformaður Lárus prestur Benedikts- son báðir í Reykjavík, og kaupmaður Ólafur Árnason á Stokkseyri. Verk- stjóri er Edvald F. Möller cand. phil., reikningshaldari Einar Gunnarsson cand. phil., báðir í Reykjavík. Verk- stjóri og reikningshaldari skrifa firma- nafnið hvor um sig við daglegan rekstur, en til lántöku og þýðingar- meiri athatna skrifar formaður, eða í hans forföllum varaformaður ásamt reikningshaldara firmanafnið. Út á rúmsjó hefur fundizt skipsbát- ur, smíðaður úr eik, merktur „Senobia" London. Vitja má til undirskrifaðs. Meiðastöðum 3. nóv. 1905. Þorsteinn Gíslason. Undirskrifaður hefur til sölu eins og að undanförnu allskonar guðs- orðabækur, nægar birgðir af þeim sumum. íslendingasögurnar allar, mörg eint. af hverjum, Noregskonungasög- ur, ýmsar skemmtisögur, þar á meðal „Pilt ogstúlku“,og innan skamms verð- ur sagan „Maðurogkona" á boðstólum hér. Kvæðabækur flestra eldri og yngri skáldanna, þar á meðal ný útgáfa af „Þyrnum" Þ. Erlingssonar aukin um helming. Afgreiðsla bókarina fer fram á Selfossi. Selfossi 4. nóv. 1905. V. Jónsson. Barnakennari, hvort heldur karim. eða kvenm., ósk- ast á sveitaheimili skammt frá Reykja- vík. Nánari upplýsingar við verzlun Gunnars Gunnarssonar í Reykjavík. Ukkranzar og kort á Laufásvegi 4.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.