Þjóðólfur - 22.12.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 22.12.1905, Blaðsíða 3
ÞJOÐO LFUR. 225 Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861, er hér með skorað á alla þá, er til skuldar telja í danarbúi Jórunnar Halldórs- dóttur frá Bjarnastöðum, sem andað- ist á Hofstöðum 29 oktbr. þ. á., að lýsa kröfum sinum og sanna þær fyrir undirrituðum skiftaráðanda innan 6 manaða frá síðustu birtingu auglýs- ingar þessarar. Erfingjar gefi sig fram með sama fyrirvara. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu, 2. desbr. 1905. P. V. Bjarnason. Uppboðsauglýsing. Fimmtudagana 1. og 15, febrúarog I. marz 1906 verða jarðirnar Hof- staðu og Hrísdalur í Miklaholtshreppi hér í sýslu, 20 2 og 89 hndr. ný, seldar á opinberum uppboðum, sam- kvæmt kröfu síra Lárusar Halldórs- sonar í Reykjavik og að undangengnu fjárnámi 2. þ. m., til lúkningar kröfum gjörðarbeiðanda á hendur Sigfúsi bók- sala EymundsSyni í Reykjavík, sam- kvæmt landsyfirréttardómi 31. júlí þ. á. Tvö fyrri uppboðin verða haldin hér á skrifstofunni, á hádegi, en síð- asta uppboðið verður haldið kl. 11 árdegis á eignunum sjálfum. Skrifstofu Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Stykkishólmi 25. nóv. 1905. Lárus H. Bjarnason. Aðalfundur „Fiskiveiðahlutafélags Faxaflóa" verð- ur haldinn þriðjudaginn 30. janúar 1906 kl. 5 e. m. í húsinu nr. 68 á Laugavegi í Reykjavík. Fyrir hönd stjórnarinnar. Giidmundur Þórðarson. \ óskilum er jörp meri (fullorðin), mark: heilrifað hægra, biti fr. vinstra, og er undir henni brúnskjótt hesttryppi, mark: heilrifað vinstra. Réttur eigandi vitji þessara hrossa innan 14 daga og borgi áfallinn kostnað. Selvogshreppi '7/12 '05. Þorbj'órn Guðmundsson. Hauð hryssa, ljósari í fax og tagl, fimm vetra gömul, mark: standfjöður og biti apt v., tapaðist frá Ártúnum fyrst í okt. þ. á. Hver sem hitta kynni hest þennan, er beð- inn að gera Gunnlaugi Péturssyni Framnes- veg 1 Reykjavfk aðvart. Frelsissamkoma verður haldin f „Betel" á jóladaginn kl. n. f. hád. Menn hafi sálmabaekur með. Samuel O. yohnson. Þilkkarávarp. Af því mér er öldungis ómögulegt að þakka hverjum einum hinna heiðruðu Vestmanneyjabúa fyrir hluttekning þá, er þeir hafa tekið í mfnum fremur bág- bornu kringumstæðum nú um tvær síðast- liðnar vetrarvertíðir, en sérstaklega minnist eg hinna góðfrægu hjóna Sigurðar snikkara Sveinssonar og konu hans Þórönnu yfirsetu- konu ingimundardóttur f Nýborg, sem um nefndar vertíðir hafa fætt mig og hýst án nokkurs endurgjalds frá minni hlið, en þess utan, með öllum hinum eyjabúum, veitt mér stórgjafir, sem eg get á engan hátt endur- goldið með öðru, en að eg af hjarta bið þann alvalda að auðga eyju þeirra með allskonar heill og hamingju til lands og sjávar. Miðbælisbökkum 1. okt. 1905. Árni Magnússon. 15000 kr. græddu fimm bæjarmenn í ár, á fast eignum sem þeir keyptu af Gísla Þorbjarnarsyni. Til jólanna. Allt það nauðsynlega, er til heim- ilis þarf, er bezt að kaupa í Liverpool. í skóverzl. I Bröttugötu 5 hefur nú með s/s„Vesta“ koinið mikl- ar birgðir af allskonar skófattiaði, sem selst mjög ódýrt nú fyrir j ó 1 i n . Virðingarfyllst. M. A. Mathiesen. Halldbr Daníelsson bæjarfógeti í Reykjavík Gerir kunnugt: að mér hefur tjáð Jón Jónsson skipstjóri hér í bænum, að hann sé neyddur til, samkvæmt konunglegu leyfisbréfi, er hann hefur til þess fengið, dags í dag, að fá ónýt- ingardóm á skuldabréfi, að upphæð 85 krónur, er Jóhannes Benediktsson hefur gefið út 15/janúar 1894 til handa Jóni kaupmanni Þórðarsyni í Reykja- vík, með veði í húseigninni Miðhús- um hér í bænum, þinglesnu 25. s. m. en skuldabréf þetta hefur glatazt eptir að það var innleyst, en án þess að vera afmáð úr veðmálabókinni. Fyrir því stefnist hér með, með árs og dags fresti þeim, sem kynni að hafa ofangreint skuldabréf í hönd- um til þess að mæta á bæjarþingi Reykjavíkur kaupstaðar fyrsta réttar- dag (fimmtudag) í marzmánuði 1907 á venjulegum stað (bæjarþingstofunni) og stundu (kl. 10 árd.) eða á þeim stað og stundu, sem bæjarþingið verð- ur þá haldið til að koma fram með skuldabréfið og sanna heimild sína til þess, með því að stefnandi mun, ef enginn kemur fram með það innan þess tíma, krefjast þess, að téð skulda- bréf verði ónýtt með dómi. Til staðfestu nafn mitt og ein- bættisinnsigli. Reykjavík 11. desember 1905 Halldör Danlelsson. Hvergi eins góðar og ódýrar kartöfliir sem í LITERPOOL. Yfirlit yfir hag íslandsbanka 30. nóvbr. 1905. A c t i v a: Kr. a. Málmforði......................450,000.00 4% fasteignaveðskuldabréf . 42,900,00 Handveðslán................... 343.595.85 Lán gegn veði og sjálfskuldar- \ ábyrgð.....................1,200.453,90 Víxlar.........................651,205.57 Verðbréf.......................161,800,00 Erlend mynt o. fl............... 1,430,35 Inventarium................... 51,249,33 Byggingarkonto..................51,492,92 Kostnaðarkonto..................60,156,76 Útbú bankans...................997,772,98 I sjóði......................... 2,468,19 Samtals 4,^14,525,85 Passi va: Kr. a Hlutabréf....................2,000,000,00 Seðlar í umferð..............1,071,685,00 Innstæðufé á dálk og með innlánskjörum .... 516,801,48 Vextir, disconto o. fl. . . 170,728,75 Erlendir bankar og ýmsir aðr- ir kreditorar..................255,310,62 Samtals 4,014,525,85 T rulofunarhringir fást í mesta og bezta úrvali hjá Pétri Hjaltesteð. Stórjólabazar er opnaður í J. P. T. Brydes-verzlun. Margir ágætir munir. 5-10o/o afsláttur ef mikið er keypt. Gull - silfurmunir. Stær.sta úrval í bænum. — Nýtízkuhlutir seldir hjá Pétri Hjaltesteð. L. Fanöe St. Kongensgade 81 Köbenhavn. Umboðsverzlun fyrir ísland Selur allar íslenzkar afurðir fyrir hæsta verð, sem unt er að fá. Kaupir útlendar vörur handa íslandi, fyrir lægsta verð. 9 ára sérþekking. Fljót afgreiðsla, glöggir viðskiftareikningar. Tíðar markaðsskýrslur. Hin ágætu og viðurkenndu Fortepiano frá Herm. N Petersen & Sön og Orgel-harmoníum frá Petersen & Steinstrup hefi eg til sölu- Yæntanlegir kaupendur geta fengið að reyna hljóðfærin eptir viid á heimiii minu. Mjög góðir afborgunarskilmálar. Pétur Hjaltesteð. Beztu og ödýrustu jólagjafir fást í Brauns verzlun ,Hamburg‘ Bezta kaup á fötum. Beztu kaup á hrokknum sjölum. Mikið úrval af: Allskonar BUXUM, NÆRFÖTUM og PEY8UM. Svart silki, frá 5,65 og margar góðar, smekklegar og ódyrar vefnað- arvörur, sem eru heppilegar í J ólagj aflr. Reykið Brauns vindla um jólin!

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.